Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freystemn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Tékknesku einþáttungana í skóla og sjónvarp Þjóðleikhúsið á þakkir skildar fyrir sýningar á einþáttungum tékknesku skáldanna tveggja, sem hafa ýmist þurft að berjast við alræðisvald marxistanna í Tékkóslóvakíu, utan fangelsa eða innan, utanlands eða innan. Sýningar Þjóðleikhússins voru vandaðar og eftirminnilegar. Leikstjórn, leikur og uppsetning með ágætum. Það er mikill vansi ef meirihluta íslendinga færi á mis við þessar athyglisverðu sýningar, sem sýna okkur betur en margt annað baráttu andófsmanna í alræðislöndum heildarhyggjunnar við ófrelsi og kúgun fyrir frelsi og mannréttindum. Morgunblaðið talar fyrir munn margra lesenda sinna þegar það setur fram þá ósk, að þessi leikrit verði jafn rétthá og ýmis sá boðskapur annar, sem vinstri menn hafa talið lífsnauðsyn að fari inn í skóla landsins. Nemendur í frjálsu Islandi, sem nú um stundir sitja flestir við prófborðið, eiga skilið að kynnast þessum athyglisverðu listaverkum og því er það áskorun margra til réttra aðila, að einþáttungarnir verði sýndir í skólum landsins. Það er ekki síður þörf á því að gera rækilega grein fyrir ofbeldinu í heiminum en fjasa til að mynda um kynlíf í tíma og ótíma. Einþáttungarnir eiga meira erindi við skólanemendur en margt það, sem að þeim hefur verið rétt. Þá á Sjónvarpið einnig að taka upp þessar sýningar, svo landslýður allur megi njóta þess frelsis til fulls, sem við þykjumst búa við, og kynnast því hundalífi, sem þegnum sósíalísku landanna er boðið upp á. Það er hollur skóli — og með því verður fylgzt, hvernig við þessum óskum verður brugðizt af þeim, sem alltaf þykjast vera þess albúnir að rétta mannréttindahreyfingum hjálparhönd. En það hefur því miður komið í ljós, að það er ekki sama hver mannréttindahreyfingin er. En vinnum að því af heilindum, að tékknesku skáldin fái að tala í sjónvarpi og skólum landsins. í sýningarskrá er sérstaklega tekið fram, að verk þeirra eru bönnuð í Tékkóslóvakíu. Þingræði og þegnréttindi Hagkerfi vestrænna ríkja, í borgaralegu þjóðskipulagi lýðræðis og þingræðis, hefur sannað yfirburði sína í samanburði við lönd sósíalismans í A-Evrópu. Verðmætasköpun á hvern einstakling í borgaralegu þjóðskipulagi er margföld, samanborið við afrakstur hinna sósíölsku ríkja, en það er hún, sem setur lífskjörum almennings mörk og ræður getu hvers þjóðfélags til samfélagslegrar þjónustu og fyrir- greiðslu. Frelsi einstaklingsins til framtaks, skoðana, tjáningar, ferðalaga og á öllum öðrum sviðum mannlegra samskipta er og margfalt rýmra á Vesturlöndum en í miðstýrðu alræðiskerfi sósíalismans. Yfirburðir hins borgaralega þjóðskipulags felast ekki sízt í því, að það getur þróazt frá annmörkum sínum fyrir meirihlutaáhrif almennings í frjálsum og leynilegum kosningum. Skipting hins stjórnunarlega valds í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald er einn af hornsteinum þjóðskipulags okkar. Þeirrar tilhneigingar hefur þótt gæta hér á landi, að framkvæmdavaldið, þ.e. ríkisstjórn og embættismenn, seilist í sívaxandi mæli inn á það valdsvið, sem stjórnarskráin ætlar löggjafanum. Þetta hefur m.a. komið fram í tilhneigingu ríkisstjórna til að setja bráðabirgðalög, jafnvel rétt eftir þinglausnir, en einnig í stjórnarfrumvörpum, svo sem nýleg dæmi sanna. I umsögn um þrenn lög, sem varða skattlagningu, fjallar Helgi V. Jónsson hæstaréttarlögmaður um þá spurningu, hvort Alþingi geti framselt til ríkisstjórnar, einstakra ráðherra eða lægra settra stjórnvalda heimild til ákvörðunar skatta. Hann vitnar til 77. gr. stjórnarskrárinnar, sem er svohljóðandi: „Skattalögum skal skipað með Iögum“ og 40. gr. sem segir: „Engan skatt má leggja á eða breyta né af þeim taka nema með lögum." Niðurstaðan í umsögninni er á þá leið, að bráðabirgðalög nr. 63 frá 1980 um allt að 200% gjald á innflutt kjarnfóður, þ.e. framsal á valdi til ákvörðunar gjaldsins, sem og reglugerðir á þeim byggðar, séu vafasöm að þessu leyti. Þá má og minna á umsögn Jónatans Þórmundssonar lagaprófessors um stjórnarfrumvarp um verðlagsaðhald o.fl., en hann taldi 4. grein ' frumvarpsins um heimild til ríkisstjórnar til lækkunar lögbundinna ríkisútgjalda, ótilgreint, ekki í anda stjórnarskrárinnar, og að framkvæmd annarra greina kynni og að orka tvímælis. Hér hafa verið nefnd tvö dæmi, sem nýlega komu inn í umræður á Alþingi, en mun fleiri mætti tína til. Mergurinn málsins er sá, að ástæða er til þess fyrir þing og þjóð að staldra við og athuga sinn gang til að tryggja varnir þingræðisins í landinu, valdsvið þingsins, en ekki síður réttarstöðu einstaklinganna í þjóðfélaginu. Miðstýringarsjónarmið, sem stefna að byltingu á þjóðskipulagi okkar og gjörbreyttri þjóðfélagsgerð í anda sósíalisma, hafa sýnilega komið ár sinni fyrir borð í íslenzkri stjórnsýslu. Það er rík ástæða til þess fyrir hinn þögla meirihluta þjóðarinnar að standa trúr á varðbergi um þingræðið og þegnrétttindin, sem eru hornsteinar þeirrar þjóðfélagsgerðar, sem við viljum varðveita, komandi kynslóðum. Sjávarkuldi og átuskilyrði settu svip sinn á vertíðina Rætt við Sigfús Schopka fiskifræðing _HINN aukni afli ár frá ári sýnir vel hve friðun smáfisks hefur haft mikið að srgja." sagði Sigfús Schopka. fiskifræðingur, í samtali við Morg- unhlaðið í gær. Aðspurður um vertíð- ina. scm er að ljúka þessa dagana. sagði hann. að óvenju lágt hitastig i sjónum hefði haft sin áhrif á afla- brögð á ákveðnum svæðum. Einnig nefndi hann átuskilyrði í sjónum og þá cinkum hegðun ioðnunnar. en i vetur gekk loðnan ekki suður með Vesturlandi. „Þessi atriði, hitastigið og hegðun loðnunnar, eru líklegasta skýringin á því hvernig afiabrögð hafa verið fyrir vestan í vetur,“ sagði Sigfús Schopka. „Þar hefur hins vegar fengist góður línuafli og þorskurinn því verið til staðar, þó svo hann hafi ekki þétt sig. Fyrir Austurlandi hefur afli verið mjög góður, en þar hafa menn verið að veiða þorsk frá 1976. Þorskur vex hægar eftir því sem sjórinn er kaldari og hann vex hægast í kalda sjónum fyrir Austurlandi. Sem dæmi má nefna að þriggja ára þorskur sem er 60 sm að lengd í Faxaflóa er 40 sm fyrir Austfjörðum. Mikið hefur verið um svæðalokanir fyrir austan í vetur og á því verður trúlega framhald fram á sumar. Vertíðarfiskurinn, sem fæst á Suð- urlandsmiðum kemur yfirleitt vestan að, og í fyrra voru aflabrögð það góð hjá togurunum í febrúar og marz, að þeir tóku þennan fisk áður en hann komst á suðurmiðin. I vetur þétti þorskurinn sig ekki á slóðum þeirra fyrir vestan og auk þess voru fleiri skrapdagar hjá togurunum á þessu tímabili en í fyrra, en þetta hafði þau Sigfús Schopka áhrif, að fiskurinn komst á hefðbund- in vertíðarmið fyrir Suðurlandi. Utaf sjávarkuldanum hefur hrygningin verið seint á ferðinni í ár, en hrygning þorsks er venjulega í hámarki um miðjan apríl. Það er átta ára þorskur, eða árgangurinn frá 1973, sem borið hefur veiðina uppi á Suðurlandsmiðum í vetur, en þessi árgangur hefur verið uppistaðan í veiðunum í mörg ár, eða allt síðan árgangurinn var fjögurra ára. í fyrra fengum við skot frá Grænlandi á vetrarvertíð og ég reikna með, að þorskur hafi einnig gengið hingað af Grænlandsmiðum í vetur. I stuttu máli er útkoman fyrstu fjóra mánuði ársins mjög svipuð í heildina og á sama tíma í fyrra. I vetur var allt seinna á ferðinni en í fyrra og afli tregur framan af, það gerði hitastigið, ætið, gæftaleysi og veiðitakmarkan- ir,“ sagði Sigfús Schopka að lokum. m WSXt. * m ! I o Yfir 50% af þeim afla sem verkaður hefur verið hjá Fiskiðjuveri KASK á Höfn í Hornafirði hefur farið i salt í vetur. í fyrsta skipti hefur KASK þurft að vera með saltfiskverkun á þremur stöðum í plássinu og í sildarsöltunarstöð FH er saltfiskstæðurnar orðnar myndarlegar í meira lagi, en skemman er rúmlega 2000 fermetrar. A myndinni er Guðmundur Sæmundson, verkstjóri, ásamt sinu hörkuliði. (Ljósm. Einar). Sigurjón f iskikóngur í 9. sinn Vestmannaryjum. 8. maí. DAGURINN í dag cr síðasti löndunardagur- inn hjá netabátunum og er Þórunn Sveins- dóttir hæst Eyjabáta og hcr Sigurjón Óskars- son því titilinn „Fiskikóngur Vestmanna- eyja" í níunda sinn og hefur hann þar með slegið met Binna í Gröf. beir á Þórunni Sveinsdóttur komu að landi með 1509,5 tonn og sló Sigurjón þar mcð bæði persónulegt met og met Óskars föður síns Matthíassonar, sem eins og Sigurjón var mikil aflakló. Suðurey var með 1418,5 tonn, skipstjóri Hörður Jónsson, en hann lauk ekki vertíðinni sjálfur, þar sem golfbakterían hafði orðið sterkari áhrif á hann en sá guli, og flaug Hörður til Skotlands í morgun með öðrum kylfingum. Suðurey var aflahæst Eyjabáta lengst af vertíðinni, en Sigurjón hafði vinning- inn á lokasprettinum. Níu Eyjabátar náðu þúsund tonna afla á þessari vertíð og verður að telja vertíðina í heild einhverja þá albeztu í manna minnum þrátt fyrir stöðugt auknar hömlurá þorskveið- unum. Aprílmánuður var einstaklega góður og sannarlega var ekki útlit fyrir neina metvertíð meðan menn voru að baksa í' stanzlausum ógæftum í janúar, febrúar og fram eftir marzmánuði. Það er athyglisvert hve þeir loðnubátar, sem fóru á þorskanet að loðnuvertíð lokinni, gerðu rífandi góða vertíð. Til dæmis kom Kap II með 955 tonn að landi og þar af var hún með tæplega 800 tonn af þorski, en loðnuskipin máttu ekki fara yfir það mark. Þeir á minni bátunum hér þurfa heldur ekki að kvarta, þeir gerðu góða vertíð, og e.t.v. þá hlutamestu. — Fréttaritari Þorskaf linn 225 þús. lestir til aprílloka Heildaraflinn verulega minni vegna samdráttar í loðnuveiðum SAMKVÆMT bráðahirgðatölum Fiskifélags tslands var botnfisk- aflinn orðinn 313.190 tonn frá áramótum til loka apríimánaðar, en var 309.102 tonn á sama tímabili í fyrra og er þar um endanlegar tölur að ræða. Þorsk- ur í botnfiskaflanum er nú 225.191 tonn, en var i fyrra 234.642 tonn. Af þessu magni höfðu hátarnir komið að landi með 151.499 tonn, en á sama tima í fyrra 144.075 tonn. Þorskur í afla togaranna nú er 73.692 tonn, en á sama tíma i fyrra var hann 90.567. Reynslan hefur verið sú, að hráðahirgðatölurnar hækka um 2—3% þegar endanlegt upp- gjör hefur farið fram. í upphafi árs miðaði sjávarút- vegsráðuneytið við, að þorskafli færi ekki yfir 400 þúsund lestir á árinu. Aætlað var, að fyrstu fjóra mánuði ársins veiddu bátarnir ekki yfir 130 þúsund lestir, á 2. ársþriðj- ungi 45 þúsund lestir og 25 þúsund lestir á 3. tímabili, þ.e. september til áramóta, þannig að þorskaflinn yrði hinn sami, 200 þúsund lestir hjá bátum og togurum. Hjá togur- unum voru viðmiðunarmörkin 70 þúsund lestir á 1. tímabili, 64 þúsund lestir á 2. tímabili og 66 þúsund lestir á 3. tímabili. Gert var ráð fyrir leiðréttingu á milli tíma- bila ef afli væri annað hvort minni eða meiri en viðmiðunarmörkin segðu til um. Samkvæmt afla- skýrslum fyrstu fjóra mánuði árs- ins eru bátarnir komnir að landi með rösklega 20 þúsund lestir fram yfir viðmiðunarmörkin og togar- arnir með tæpar 4 þúsund lestir. í aprílmánuði var mjög góður bátaafli fyrir Suður- og Austur- landi. A Suðurlandi komu bátarnir t.d. að landi með 26.556 lestir í síðasta mánuði, en 9.618 lestir í sama mánuði í fyrra. Hér fer á eftir tafla, sem sýnir botnfiskaflann í heild frá áramót- um og einnig þorskaflann sérstak- lega: Þonkur BotnfMtur Béter Tog Bétar Tofl Suéur- 1981 38932 5155 50696 9571 lund 1980 28478 5738 .39103 10088 Suöur- 1981 46970 4250 55101 9998 not 1980 41403 7644 49132 11764 Hafn.fj. 1981 5256 9959 5904 28227 Roykjav.1980 7613 14716 8451 25880 Vottur- 1981 21061 4820 25121 6460 land 1980 28971 6303 30266 9494 Vo*»- 1981 10643 11641 14419 20855 firöir 1980 9931 19369 11343 24492 Norður- 1981 13720 19561 13839 28124 lond 1980 12369 24277 12624 32252 Aust- 1981 14645 15497 17796 19766 firðir 1980 14829 9264 18996 15057 Er- 1981 272 2849 334 6979 londis 1980 481 3255 898 7263 Alls 1981 151499 73692 183210 129980 ■IH 1980 144075 90567 172813 136289 Samkvæmt tölum Fiskifélagsins var heildarafli landsmanna frá janúar til aprílloka 1981 479.290 tonn á móti 711.969 tonnum á sama tímabili í fyrra. Þessi mikli munur á heildaraflanum stafar af 238 þúsund tonna minni loðnuafla nú en í fyrra. Gerum Heimdall aftur að virku félagi ungs fólks Trúin á einstakl- inginn tengir sjálf- stæðismenn saman 1. Ég gef kost á mér sem formað- ur með það að markmiði að gera Heimdall aftur að virku félagi ungs fólks, sem hann hefur því miður ekki verið undanfarin ár. Heimdallur á að mínu mati að vera baráttufélag sem laðar ungt fólk að sér, en ekki lokaður klúbbur örfárra manna. Ég var í stjórn félagsins í þrjú ár, þar af framkvæmdastjóri þess í eitt ár, og þá lögðum við áherslu á að ná til unga fólksins í skólum og á vinnustöðum, halda námskeið og fundi, gefa út bæklinga, efna til skemmtana o.s.frv. Þetta tókst ágætlega. Inn á þessa braut vil ég að Heimdall- ur fari á ný og af enn meiri þrótti. 2. Ég tel að nú sé meiri grund- vöilur fyrir sjálfstæðisstefnunni meðal ungs fólks en oft áður. Unga fólkið vill meira svigrúm til athafna og rís öndvert við höftum, boðum og bönnum. Heimdallur verður að grípa það tækifæri sem þarna gefst, laða sig að breyttum tíma og virkja þá orku sem býr í ungu fólki. Heimdallur á að sameina gaman og alvöru, þar á að vera skemmtilegt að starfa, jafn- framt því sem á félaginu sé tekið mark. Ég held að mitt fyrsta verk yrði, ef ég verð kjörinn ’ formaður, að beita mér fyrir að komið yrði upp sérstöku félags- heimili Heimdallar, en að leggja síðan drög að pólitískri baráttu. Þar er brýnast fyrir okkur unga sjálfstæðismenn í Reykjavík, að vinna að því að endurheimta borgina úr höndum vinstri flokkanna. 3. Ég er stjórnarandstæðingur eins og þorri sjálfstæðismanna. Ég tel mig að öðru leyti óháðan öllum flokkadráttum, og það er að mínum dómi vænlegast til sátta í Sjálfstæðisflokknum, að lögð verði aukin áhersla á sjálf- stæðisstefnuna, víðsýna og þjóð- lega umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og samvinnu stétta. Þar kemur einkum til kasta ungs fólks. Við sjálfstæðismenn'eigum að hafna hrossakaupum og verslun með atkvæði. Við eigum ekki að láta Þjóðviljann eða aðra and- stæðinga okkar velja í trúnað- arstörf í fylkingu okkar, og við eigum að virða leikreglur lýð- ræðisins. Ég tel að mörgu þurfi að breyta í Sjálfstæðisflokknum en þau mál á að ræða innan flokks- ins, í stað þess að efna til óvinafagnaðar. Sjálfstæðisflokk- urinn er í vanda staddur. Þann vanda má leysa, ef hreinskilni og drengskapur eru með í för. 1. Ákvörðun mín um að gefa kost á mér til formennsku í Heim- dalli er tekin að vel athuguðu máli. Mér er engin launung á því að fjölmargir Heimdellingar skoruðu á mig að gefa kost á mér til formennsku í félaginu og töldu það eðlilegt framhald á störfum mínum fyrir það. Ég sat í stjórn Heimdallar 1972—1977 og þar af tvö ár sem varaformað- ur og sit í dag í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna og Varðbergs, sem fulltrúi Heim- dallar. Ég tel því, líkt og margir aðrir, að reynsla sú, sem ég hef aflað mér með starfi fyrir ung- liðahreyfinguna í gegnum árin megi nýtast Heimdalli og Sjálf- stæðisflokknum í þeirri stjórn- málabaráttu sem hann heyir við pólitíska andstæðinga sína. 2. Undanfarin fjögur ár hefur starf Heimdallar ekki verið sem skyldi og félagið ekki verið sá vaxtarbroddur Sjálfstæðis- flokksins sem það á að vera og hefur einatt verið. Heimdallur er stjórnmálafélag og þeir sem ganga í félagið gera það vegna sameiginlegra hugsjóna. Póli- tískt starf og útgáfustarfsemi hlýtur því ávallt að sitja í fyrirrúmi í starfi félagsins. Éinnig er nauðsynlegt að efla störf hverfafélaganna og mynda í hverju hverfi öflugan félags- kjarna, sem tekið getur að sér ákveðin verkefni. Síðast en ekki síst mun ég beita mér af alefli fyrir öflugu starfi meðal yngstu félaganna, en þeir hafa verið nokkuð útundan undanfarin ár. Skólastarfið er og hefur alltaf verið mikilvægt og því ber að sinna. 3. Ef átt er við þennan svonefnda forystuvanda í Sjálfstæðis- flokknum með þessari spurn- ingu, þá hef ég áður lýst því yfir í fjölmiðlum að gera þurfi breyt- ingar á forystu flokksins. Þá á ég við breytingar í víðum skilningi, en ekki einvörðungu að skipt verði um formann og/eða vara- formann. í þessum efnum verða menn að vera raunsæir og ég óttast það, að ef Sjálfstæðis- flokkurinn ber ekki gæfu til að leysa forystumálin á skynsaman hátt, muni það leiða til þess að hann glati því forustuhlutverki sem hann óneitanlega hefur gegnt í íslensku þjóðlífi fram að þessu. Það sem tengir sjálfstæðis- menn saman í einum flokki er trúin á einstaklinginn og mögu- leika hans í þjóðfélaginu. Stefnumörkun ungra sjálfstæð- ismanna um minni ríkisafskipti tók því á kjarnanum og á síðasta landsfundi flokksins voru þessi sjónarmið samþykkt. Flokkur- inn verður að fylgja þessu máli eftir ef hann á að rísa undir nafni. Ýmsir þingmenn flokksins hafa gagnrýnt aukna erlenda skuldasöfnun, hún er nú orðin óhóflega mikil en það verða engir aðrir en unga fólkið sem kemur til með að borga þessar skuldir. Stefnumörkun ungra sjálfstæðismanna undir vígorð- inu Stöðvum landflóttann tel ég jákvæða og bendi á það vanda- mál, sem komið er upp hér á landi, að árlega flyst fjöldi íslendinga af landi brott. Þessi fólksflótti stafar af því fyrst og fremst að stjórnmála- mennirnir hafa vanrækt að hugsa til framtíðarinnar. Síð- ustu ríkisstjórnir hafa stjórnað frá degi til dags en látið undir höfuð leggjast að móta atvinnu- stefnu og róttækan uppskurð á íslenskum efnahagsmálum, sem er forsenda þess að vinnumark- aðurinn geti tekið við sívaxandi fjölda ungs fólks og boðið sam- bærileg lífskjör og í nágranna- löndum okkar. Ég hafði aldrei trú á því að sú ríkisstjórn sem nú situr myndi taka af festu á þessum vanda og það hefur komið á daginn. Stjórn sem nýtur stuðnings lýð- ræðisflokkanna tel ég líklegri til þess að geta náð árangri í dag. Formannskjör í Heimdalli á morgun Aðalfundur Heimdallar, samtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, verður haldinn á morgun, sunnudaginn 10. maí. Fundurinn verður í Valhöll við Háaleitisbraut og hefst klukkan 13.30. Pétur Rafnsson, sem verið hefur formaður Heimdallar sl. tvö ár, hefur lýst því yfir að hann verði ekki í framboði, og verður því nýr formaður kjörinn á fundinum á morgun. Tveir menn hafa gefið kost á sér í embættið, Árni Sigfússon blaðamaður og Björn Hermannsson flugvirki. Morgunblaðið sneri sér í gær til frambjóðendanna og bað þá að svara þremur spurningum blaðsins: 1. Hvers vegna gefur þú kost á þér í embætti formanns Heimdallar? 2. Hver eru stefnumál þín og hverjar eru hugmyndir þínar varðandi starfsemi Heimdallar? 3. Hver eru viðhorf þín til þeirra mála, sem efst eru á baugi í Sj álf stæðisf lokknum ? Svör Árna og Björns birtast hér á síðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.