Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 11 SOLUDAGAR 9. og 10. maí. VinsamlegatakiÓ sölubörnum vel. Lionsklúbburinn NJÖRÐUR Flugskóli Helga Jónssonar fær aðra nýja vél innan skamms Helgi Jónsson flugmaður kom nýverið til landsins með nýja flujívél af gerðinni Mitsubichi, en hér er um að ræða hraðfleyga tveggja hreyfla skrúfuþotu. þá hraðfleysustu sem er í eigu Is- lendinga, en flushraði vélarinnar er 285 hnútar eða rétt rúmir 500 kílómetrar á klukkustund. Iliniiað kom Helgi með flugvélina frá Chicago ok var flugtiminn um 12 klukkustundir. Helgi sagði blaðamanni Mbl. að vélin hefði meiri burðargetu en Twin Otter flugvél, burðarmagn vaeri um tvö tonn. Hægt er að flytja allt að 10 farþega, en breyta má innréttingunni að vild, og þegar við skoðuðum vélina í gær, var hún innréttuð fyrir sex far- þega og var m.a. bar í farþegarým- inu, sem er hið vistlegasta. Flug- gow, og sagði hann ekkert vera því til fyrirstöðu að fljúga með við- skiptamenn að morgni til útlanda og heim að kvöldi. Hægt væri að fara frá Reykjavíkurflugvelli, og spöruðust því nokkrar klukku- stundir miðað við það að fara með áætlunarflugi frá Keflavíkur- flugvelli. Helgi Jónsson sagði að flugvélin gæti athafnað sig á tiltölulega stuttum flugvöllum er svokölluð STOL-vél, auk þess sem hún væri jafn hraðfleyg og raun bæri vitni. Hyggst hann nota hana bæði til leiguflugs innanlands og til út- landa, og sagði hann flugvélina t.d. vera einkar hagkvæma til að þjóna togaraflotanum. Það kom fram, er við heimsótt- um Helga, að hann er senn á förum til Bandaríkjanna til að ná í aðra nýja tveggja hreyfla flug- Reykjavíkurflugvelli árið 1964, hóf þá bæði kennslu- og leiguflug. A veturna starfa þrír flugmenn hjá fyrirtækinu, en fjórir til fimm að sumri til. Enn sem komið er hefur Helgi einn svokallaðan „tékk“ á nýju flugvélina. Helgi hefur átt margar flugvélar um dagana, af hinum ýmsu gerðum. I dag á hann, auk nýju vélarinnar og Aztecsins sem er væntanlegur, Piper Apache sex manna tveggja hreyfla flugvél, Piper Arrow fjög- urra manna einshreyfils flugvél og eina kennsluflugvél af gerðinni Cessna 150. Hefur Helgi nýverið selt tvær kennsluflugvélar, en hugmyndin er að endurnýja þann Helgi og Jytte í stjórnklefa Mitsubishi skrúfuþotu sinnar. en þar eru flest tæki sem hugsast getur í nútímaflugvél. Ljósm. Mbl. RA.X. flugvélakost seinna meir, en flugskóli Helga hefur jafnan verið umsvifamikill í kennslufluginu. „Annars hefur kennsluflugið dregist verulega saman, líklega fyrst og fremst þar sem atvinnu- horfur fyrir unga og nýja flug- menn eru svo litlir. Þá hefur eldsneytiskostnaðurinn við kennsluflugið aukist mjög og af- raksturinn af því frekar rýr, miðað við vinnu, þar sem ekki væri nema að takmörkuðu leyti hægt a beina honum út í verðlag- ið,“ sagði Helgi að lokum en hann hefur jafnan verið umsvifamikill í kennslufluginu. HERÐATRÉ til stvrktar fötluðum Helgi Jónsson og Jytte Marcher eiginkona hans fyrir framan nýju skrúfuþotuna við bækistöðvar flugskóla Helga á Reykjavikurflug- velli. vélin er búin jafnþrýstibúnaði og flýgur því ofar öllum veðrum. „Ég gæti farið með fullhlaðna vél til Bretlandseyja j einum áfanga,“ sagði Helgi, en með færri farþega má fljúga enn lengri vegalengdir án viðkomu á leiðinni. Helgi sagðist t.d. vera um tvær klukkustundir að fljúga til Glas- vél, svokallaðan Turbo-Aztec, sem er hraðfleygari og duglegri flugvél en venjulegur Aztec. Hér er um sex manna flugvél að ræða. Helgi seldi tvær flugvélar vegna þessar- ar nýju fjárfestingar, gamlan Azt- ec og Piper Navajo flugvél, sem búin var jafnþrýstibúnaði. Helgi Jónsson hóf flugrekstur á Genf, 30. apríl. AP. ELLIOT Abrams, væntanlegur að- stoðarutanrikisráðherra Banda- rikjanna og sem einnig mun fara með mál alþjóðastofnana, lagði i dag til, að Sameinuðu þjóðirnar og stofnanir þeirra breyttu i sam- ræmi við „raunveruleikann“ i al- þjóðlegum efnahagsmálum og gripu til viðtæks niðurskurðar i flestum greinum. Abrams hefur nú í vikunni átt einkaviðræður í Genf við yfirmenn ýmissa stofnana SÞ og fulltrúa vestrænna ríkja um fjármál sam- takanna. Bandaríkjamenn greiða 25% alls kostnaðar við rekstur SÞ og finnst þeim sem sívaxandi fjár- þörf og starfsmannahald haldist lítt í hendur við raunveruleg um- svif. \ „Það er kominn tími til, að alþjóðastofnanir fari að lifa í raun- veruleikanum," sagði Abrams, sem lagði til að komið yrði í áföngum í veg fyrir stórhækkanir á fjárlögum samtakanna milli ára. Ef ekki verður orðið við þessum tillögum Elliot Abrams er búist við að Bandaríkjamenn muni draga úr framlögum sinum til SÞ eða segja sig úr ýmsum stofnunum þeirra. Hraðfleygasta skrúfu- þotan hér á landi Bandaríkjamenn vilja niðurskurð hjá SÞ Viö sýnum í dag nýlega blikandi bíla í glæsilegum húsakynnum aö Síöumúla 3-5 ................*... QP BÍLASALAN BUK s/f SÍÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVlK SÍMI: 86477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.