Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 freista Guðs. Vond rödd hvíslaði því að Jesú að hætta lífi sínu í því skyni einu að vekja athygli á sér og láta reyna á það, hvort Guð væri ekki nægilega máttugur og vikalipur til þess að bjarga honum. Jesús svaraði þessu: Ekki skaltu freista Drottins Guðs þíns. Sjötta bæn Faðirvorsins er í fyrsta lagi bæn um það, að Guð leiði okkur þannig, að þungar prófraunir verði ekki á vegi okkar, hvorki veikindi, slys né annað böl. Og um þetta biðjum við í því trausti og vissu, að hann sendi aldrei neitt illt í veg fyrir okkur. En ef böl steðjar að eða illt sækir á, biðjum við þess og treyst- um því, að hann gefi kraft til að standast og sigra. En orðið „freistni" hefur einnig afmarkaðri merkingu og þýðir þá hið sama og freisting. Og freisting er það, þegar lokkað er til ills, til syndar. Það er víst, að slíkt Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. ingu: Guð freistar mín. Því að Guð getur ekki orðið fyrir freistingu af hinu illa, enda freistar hann sjálfur einskis manns. En sérhver verður fyrir freistingu, dreginn og heimi hér. Og engirin kemst hjá því að mæta freistingum. Þær koma innan að og utan að. Jesús vissi sig vera í hendi Guðs í hverju spori. En samt varð hann fyrir freistingum, líka hann. Hans var freistað á allan hátt, eins og vor, en án syndar, (Hebr. 4,15). Vík frá mér, Satan, var viðkvæði hans, þegar freistni sótti að. Þannig lét hann Guð leiða sig. Þegar við förum með bæn- ina hans, erum við að taka undir með honum, sem biður fyrir oss (Jóh. 17,20, Róm. 8, 34). I niðurlagi bænar sinnar kennir hann okkur að biðja um tvennt: Að Guð leiði þannig, að við forðumst gildrur og snörur hins illa, og að við stöndumst þá próf- raun, sem hver freisting felur í sér. Jesús sagði, þegar hann átti í sínu þyngsta stríði: Vakið og biðjið til þess að þér fallið ekki í freistni. Enginn vafi er á því, að Jesús hefur þarna og eins í niðurlagi Mér finnst orðin í faðirvorinu „eigi leið )ú oss í freistni46, tæplega geta verið rétt jýðing á því, sem Kristur hefur sagt, því í )eim virðist mér gefið í skyn, að Guð freisti manna stundum. Hvernig á að skilja þetta? Mér þykir vænt um ad fá ad svara þessari sjmrn- inyu, því éy hef stundum ordid var viö, að menn hnjóta um þessi orö í Faöirvorinu. Þýðingin er rétt. En ekki svo fullkomin, að hún geti ekki valdið misskilningi, jafnvel hjá greindum mönnum. Svo er oft um þýðingar, þótt góðar séu í sjálfu sér. Orð frummálsins (grísku) verður varla betur þýtt með öðru íslensku orði en „freistni", enda hefur það verið notað hér frá upphafi íslenskrar kristni. Þar með er ekki sagt, að frumtextinn komist fyllilega til skila án skýringar. Stundum er meiri og fjölþættari merking í orð- um en svo, að full samsvörun finnist á annarri tungu. Hér veldur það engum örð- ugleikum, að Jesús hefur upphaflega flutt þessa bæn, eins og annað, sem hann kenndi, á móðurmáli sínu, arameísku, ekki grísku, sem Nýjatestamentið er skráð á. Eg skýt því að í þessu sam- bandi, að auðvitað hefur Jes- ús kunnað grísku. Hún var alþjóðiegt mál þess tíma og mikið notuð í skattlöndum Rómverja í Asíu. Jesús hefur vanist henni frá barnæsku. Eins hefur verið um postula hans, þó að leikni þeirra í grískunni hafi sjálfsagt verið misjöfn eftir aðstæðum þeirra. Þetta var innskot. Hvað hafði Jesús í huga, þegar hann lagði bænarorðin um freistnina á varir læri- sveinum sínum? Merking orðsins, sem hann notar, er ekki aðeins „freist- ing“. Það merkir fyrst og fremst raun, prófraun, þol- raun, reynslutíma, baráttu. Sögnin „að freista" getur minnt á þessa merkingu: Þú freistar einhvers, þ.e. þú reynir það, þó að tvísýnt kunni að vera. Og ef þú vilt freista þess að stíga í björg, brjótast vaðbundinn yfir djúpan og stríðan ál eða út í strandað skip, þá reynir þú vaðinn fyrst, hvort þú getir treyst honum. Ekki er að efa það, að Guð þarf að reyna okkur. I öllu uppeldi er það nauðsyn. Víða í Biblíunni kemur fram þakklæti fyrir raun, sem menn áttu að mæta og kom- ust yfir. Menn geta oft þakk- að erfiðleika eftirá. „Guð agar þann, sem hann elskar." Þegar þú hefur staðist próf í lífinu eða einhverja þolraun, þá ertu maður að meiri. Þér vex áræði og kjarkur og þú dugir betur í hverju sem að höndum ber. En þú biður ekki um að lenda í þrekraunum. Slíkt væri ófyrirleitni og ofdirfð. Þú steypir þér ekki ófyrir- synju út í háska. Það er fífldirfska. Það er kallað að gerir Guð aldrei. Hann leiðir engan í freistni í þeirri merkingu. Freistni til syndar er snara, gildra. Nýjatesta- mentið kallað það stundum „hneyksli" eða „hneykslun". Vei þeim, sem hneykslunum veldur, segir Jesús, þ.e. þeim, sem leggja snörur fyrir aðra, sem þeir festast í, eða fóta- kefli, sem menn falla um. Guð er ekki að verki þar, heldur óvinur Guðs og manna. Freisting er alls kostar af illum uppruna og til ills vakin. Þar er verið að tæla til ófara. Slíkt er eins fjarlægt Guði og myrkrið ljósinu. Jakob (bróðir Jesú) segir í bréfi sínu: „Enginn má segja, er hann verður fyrir freist- ’Þegar þér biðjizt fyrir, skuluð þér ekki fara með ( - nýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja, að þ?ú ' erði bænheyrðir fyrir mælgi sína. 8Líkizt þeira ekki. Fað'r yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann. sEr. þan aig skuluð þér biðja: Faðír vor, þú sem ert á himnuir. Helgist þitt nafn, 10dl komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. 11 Gef oss í dag vort daglegt brf.uð, 12og fyrirgef oss vorar skuldii, svo sem vér og fyrirgefum 'Orun skuldunauturn. 13Og eigi leið þú oss í freiutni, teidur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn c.g dýrðin að eilífu, amen. 14Því að ef þér fyrirgefið mönnunt ,i.isgjörðir þeiira, mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. 15En ef þér fyrir- gefið ekki öðrum, mun faðir yðat ckki heldur ’yrirgefa misg;örðir yðar. MATTEUS 4 8Enn tekur djöfullinn hann með sér upp á ofurhátt fjall, sýnir honum öll r.lci heims og dýrð þeirra #og segir: Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig. 10En Jesús sagði við hann: Vík brott.Satan! Ritaðer: Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum. 1 *Þá fór djöfullinn frá honum. Og sjá, englar komu og þjÓQuðu honum. tældur af sinni eigin girnd. Þegar girndin síðan er orðin þunguð, elur hún synd, og þegar syndin er orðin full- þroskuð, fæðir hún dauða. Villist ekki, bræður mínir elskaðir." Hér eru tekin af tvímæli um það, hvað ekki er sagt í sjöttu bæn Faðirvorsins. Við þetta má bæta orðum Lút- hers í barnafræðum hans, sem öll börn á íslandi lærðu utanbókar til skamms tíma. Lúther skýrir bænina þannig: „Guð freistar að sönnu einsk- is manns, en vér biðjum í þessari bæn, að Guð vilji vernda oss og varðveita, svo að djöfullinn, heimurinn og hold vort („hold“ þýðir hér syndugt eðli manns, sýktan vilja hans) svíki oss eigi né tæli til vantrúar, örvænt- ingar og annarrar stórrar svívirðingar og lasta, og vér fáum, þótt vér freistumst af þessu, að lyktum unnið sigur og sigri haldið." Hvað hefur Jesús í huga? Guð leiðir þann sem biður um og þiggur leiðsögn hans. I öllum aðstæðum. Hann stýrir atvikum og vill stjórna öllu til góðs. Aherslan í þessari bæn er þessi: Leið þú oss, Guð, „í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni". Hann leiðir aldrei í neinn voða, síst í freistingar. En hættur eru margar í Faðirvorsins sérstaklega haft í huga þá freistingu að segja skilið við hann, líða skipbrot á trú sinni. Sú freisting var sterk, þegar fyrirlitning, ofsókn og hatur blasti við þeim, sem fylgdu honum. Sæll er sá, sem ekki hneyksl- ast á mér, sagði hann (þ.e. ekki fellur fyrir þeirri freist- ingu að fylgja fjöldanum og skilja við hann). Þessi orð eru tímabær einnig nú. Og gleymum ekki fram- haldi bænarinnar gegn freistni: Heldur frelsa oss frá illu (eða frá hinum vonda). Kjarni máls er sá, að Jesús leggur okkur á hjarta, þegar hann kennir þessi bænarorð, að vaka þannig, að við mæt- um öllu með Guð fyrir aug- um, biðjum hann að vaka í okkur og yfir okkur, svo að engin tálsnara verði okkur að falli, engin raun um megn, enginn voði að grandi. Að við frelsumst frá illu. Og það er óhætt að treysta honum til þessa, ef við viljum láta orð og anda Jesú stýra hug og vilja. Sigurbjörn Einarsson Tfikninxar og tilvitnanir hér á síAunni eru teknar úr hinni hand hæioi Útjcáíu á MatteusarKUÚspjaHi: Matteus se»dr írá. Biblíuíéla>aú Kaí hana út fyrir nokkrum árum ásamt hókunum I^aknir seiór so>fu — I.úkasarioiúspjalli — Markús seinr frá. Bækurnar eru allar i vasabókarbroti en meó horrtum spjoldum um 100 bls. m a 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.