Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 39 Minning: Margrét Jóhannsdótt- ir frá Neðri-Brunná Sefur ei ok sefur ei i surta Krafar. sálin i sælu sést hún enn aA morKni." Þannig vil ég kveðja Guðmund Þórðarson. Hann var slíkur mað- ur, starfssamur, ötull, glaður. Fús til að rétta hjálparhönd. Aldrei svo upptekinn, að hann sinnti ekki þeim, er á hjálp hans þurftu að halda. Hann var auðfúsugestur, hvar sem hann kom. Það var unun að fá hann í heimsókn og vera honum samferða á lífsleiðinni. Hans er því sárt saknað, þegar hann kveður okkur löngu fyrir tímann, að okkur finnst. Hann braust áfram, mest af eigin rammleik, og vann sína sigra, þrátt fyrir lítil efni. Að námi loknu gerðist hann læknir og vann lengst við Blóðbanka Landsspítal- ans. Hann vann sitt starf af atorku og eljusemi, öllum hugljúf- ur, er með honum störfuðu og honum kynntust. Því má ekki gleyma, að Guð- mundur Þórðarson var mikill Landeyingur, sem bezt sést á því, að hann fór austur í flestum frístundum sínum. Hann var fæddur í Efri-Úlfstaðahjáleigu í Austur-Landeyjum (nú Sléttu- bóli). Foreldrar hans voru Þórður Þorsteinsson og kona hans Ólöf Guðmundsdóttir, mestu sæmdar- hjón. Þar ólst hann upp og tók órofa tryggð við sveit sína og eignaðist marga vini, sem hann reyndist ágæta vel, og sakna hans mikils. Við hjónin og sonur okkar Eggert söknum hans sárt. Skarð hans verður okkur ekki fyllt. Við vottum systkinum hans og öðrum aðstandendum innilega samúð. Sigurður S. Haukdal Lokið er löngu og erfiðu þrauta- stríði, þegar vinur minn, Guð- mundur Þórðarson, er allur. Þrátt fyrir allt hljótum við, vinir hans, þó að fagna því sem orðið er. Lögmál lífs og dauða eru okkur að mestu óskiljanleg. Óeðlilegt getur að vísu ekki talist, að kynslóð sú sem fæddist á þriðja áratug þessarar aldar fari nú að þynnast. En ávallt er sárt að sjá vinum á bak, ekki síst ef brottför þeirra af sviði lifsins er sveipuð skugga þjáninga. Mér hlotnaðist sú gæfa að kynnast Guðmundi Þórðarsyni á fyrstu árum okkar beggja í Há- skólanum. Síðan höfum við átt margar og ógleymanlegar sam- verustundir bæði í starfi og leik. Flest vandamál gátum við rætt af fullri einlægni og hreinskilni. Best kom þetta í ljós, er Guðmundi varð ljóst hvers eðlis sjúkdómur hans var. Þá gátum við umbúða- laust og opinskátt rætt um að hverju stefndi. Það var mér ógleymanleg lífsreynsla að heyra sjúkdómafræðinginn ræða svo opinskátt og af skynsemi um eigið ástand og draga ályktanir um lífslíkur sínar af fullkomnu raunsæi. Hann trúði á mátt mannlegrar visku og handsnilli, en hér vissi hann að engu yrði breytt, þótt ekki skorti vilja og fórnfýsi þess þjálfaða liðs, sem reyndi að létta honum baráttuna. Fyrir hans hönd skulu öllum þessum færðar alúðar þakkir. Um starf Guðmundar sem læknis ætla ég ekki að ræða hér, enda ekki ólíklegt að um það verði fjallað af öðrum. Ég get þó ekki stillt mig um að lýsa þeirri skoðun minni, að vandfundinn mundi vera í læknisstarfi vandvirkari, áreið- anlegri og traustari maður en Guðmundur var. Nú þegar samfundum okkar Guðmundar er slitið um sinn, er mér efst í huga þakklætið fyrir okkar persónulegu kynni. Frá því að við hittumst fyrst, ungir og hraustir, hefur enginn reynst mér betri félagi. Kom það fram á öllum sviðum, við samvinnu í læknisstörfum, aðhlynningu dýra, ferðalög um fjöll og heiðar og barnagæslu. Hið síðastnefnda vil ég raunar útskýra nánar. Þegar bðrn okkar hjónanna voru á ung- um aldri var Guðmundur þeim einstaklega nærgætinn og oft sem hin besta fóstra. Mun þetta allt geymast í sjóði minninga og þakklætis. Guðmundur var um marga hluti sérstæður persónuleiki. Hann var sannur og trúr aðdáandi íslenskra sveita. Kom það ljósast fram í vinsemd og tryggð við eigin heimabyggð og ekki síður við fólk og staði í fjarlægum landshlutum, svo sem norður á Ströndum, en þar hóf hann feril sinn sem læknir. Sennilega hefði Guðmundi fallið vel að vera ávallt læknir í sveit, þar sem hann hefði jafnt getað líknað málleysingjum sem mönnum. Vandfyllt er vinar skarð. Verður þó með æðruleysi að taka hverju sem að höndum ber. Við, heimilisfólkið allt í Hamra- hlíð 33, eigum vinar að sakna. Við þökk'um vináttuna, ástúðina, hjálpsemina og samfylgdina. All- ar okkar bestu óskir felast í orðum skáldsins: -Flýt þór. vinur. i fe>cra heim. Krjúptu aó fótum friðarboóans ok fljÚKðu á vænKjum morKunroðans meira að starfa (íuðs um K<*im.“ Ólafur Jónsson. Víst verður Guðmundur Þórðar- son læknir ekki úr helju heimtur fremur öðrum, þótt uppi séu höfð saknaðarorð við fráfall hans. Hitt er víst að fáa mun hann eiga samfylgdarmenn á allt of stuttri æfi, sem ekki sakna nú vinar í stað. Hann var óvenjumiklum mannkostum búinn ásamt fágæt- um vitsmunum. Vogarskálar hans voru ónæmar á mannvirðingar og titla, aldurhniginn frændi, um- komulaus vinur, ráðvillt ung- menni, jafnvel lítil kisa áttu athvarfs að leita hjá Guðmundi. Fáa menn hefi ég þekkt frænd- ræknari, trygglyndari. Hann var afar víðlesinn, svo að segja mátti að sjaldan væri komið að tómum kofunum. Ljóðum unni hann mjög og kunni ógrynni þeirra. En vand- fýsinn bókamaður var hann. Guð- mundur kunni skil á ótölulegum fjölda fólks. Hann var skemmti- legur í viðræðu, glettinn og hnytt- inn. Það er því ekki undrunarefni að hann var vinmargur. 1 nægta- brunni hans var auðvelt að sækja fróðleik og yndi. Ég minnist vel þegar ég sá hann fyrsta sinni. Þá var hann að undirbúa jólagleði í heimasveit sinni, í jólafríi frá námi. Mig hefur oft undrað að hann skuli vera mér svo miklu minnisstæðari en aðrir í þeim fríða hópi ung- menna. En atvik höguðu því svo ,að á nálægum tíma áttum við margt saman að sælda. Hann leiðbeindi mér í upphafi náms, við áttum náið samstarf í stjórnmála- félagi ungra manna um árabil. Ég laðaðist að Guðmundi og þótti hverri stund vel varið með honum. Svo liðu ár, já áratugir. Allar stundir með honum eru þakkaðar, þær eru sönnun þess að góður maður getur glætt lífið birtu og gleði. Guðmundur læknir starfaði lengst af við sérhæfð störf. Ég lét þess oft getið við hann, að miður væri að hann skyldi ekki velja sér starfsvettang sem héraðslæknir eða heimilislæknir. Hæfileikar hans til að umgangast fólk þannig að gleði vakti, hefðu komið að góðu gagni í nánu sambandi lækn- is við þá fjölmörgu, sem við hann eiga erindi. Hins er og að geta, að hann hafði aflað sér mikils álits og trausts í sérgrein sinni. Þrautabyrði var á Guðmund lögð síðasta skeið æfinnar. Starfs- bræður megnuðu ekki að bjarga lífi hans. Vonandi kemur sú tið að sá vágestur, sem svo mjög þjakaði minn góða vin, verði vængstýfður. Mörgum verður efalaust tíð- hugsað til Guðmundar læknis á komandi vordögum og þykir sem dökkt ský hafi dregið fyrir hækk- andi sól. Aldrei framar glettið augnaráð þessa góða drengá, ekk- ert framar af öllu því sem hann átti svo auðvelt að miðla. Og þó, öld fram af öld, kynslóð eftir kynslóð, hafa menn trúað því að endalokin séu ekki við þær dyr, sem nú hafa fallið að stöfum. Víst er auðvelt að biðja þess heilshug- ar, að sú trú sé ekki hjóm eitt, þegar Guðmundur Þórðarson læknir hverfur sjónum. Sigurður E. Haraldsson Fædd 21. ágúst 1898. Dáin 27. apríl 1981. Margrét Jóhannsdóttir frá Neðri-Brunná í Dalasýslu andað- ist í Reykjavík 27. apríl sl. eftir erfiða sjúkralegu. Hún var fædd í Skógum á Fellsströnd 21. ágúst 1898. Þar ólst hún upp í stórum systkinahópi og eru 7 þeirra á lífi og 1 fóstursystir. Við hjónin kynntumst Margréti fyrst fyrir rúmum 20 árum er við heimsóttum dóttur okkar, Sigríði, sem þá var nýgift syni hennar, Kristjáni, en þau bjuggu ásamt Margréti að Neðri-Brunná. Okkur leizt mjög vel á tengdamóður dóttur okkar. Hún var mjög fríð kona, frjálsleg í fasi g tali og vel gefin og hjálpsöm. Eftir okkár fyrstu kynni sáumst við á hverju ári og var vinsemd hennar og hlýhugur ætíð hinn sami. Margrét var gift Sæmundi Guð- mundssyni, dugmiklum ágætis- manni og var sambúð þeirra hjóna mjög góð. Þau fluttu frá Bjarna- stöðum að Neðri-Brunná í Saurbæ 1945 og byggðu þar gott íbúðar- hús. Þeim hjónum búnaðist vel að Neðri-Brunná, enda vóru bæði dugleg, reglusöm og samhent við búskapinn, greiðvikin og vinmörg. Margrét lærði ljósmóðurfræði og var ljósmóðir í sinni sveit yfir 30 ár og rækti hún það starf af sömu sérstöku skyldurækninni og alúðinni og önnur og farnaðist ætíð vel. Allt lék nú í lyndi fyrir þeim hjónum á Neðri-Brunná. Þau eign- uðust 4 myndarleg og mannvæn- leg börn, sem farin vóru að hjálpa þeim við búskapinn. Framtíðin blasti björt við þessari samhentu og velgerðu fjölskyldu, en þá dró ský fyrir sólu. Sæmundur veiktist og andaðist 20. febrúar 1957. Þetta var mikið áfall, en þá sýndi Margrét sem fyrr sálarstyrk sinn og dugnað. Hún hélt áfram bú- skapnum með börnum sínum, en síðar tók sonur hennar, Kristján, við, ásamt konu sinni, en Margrét var áfram að Neðri-Brunná og vann búinu af sömu elju og dugnaði sem fyrr. Var hún sím- stöðvarstjóri en Neðri-Brunná hafði fyrir nokkrum árum verið gerð að síma- og póstafgreiðslu- stöð. Börn þeirra hjóna eru þessi: Jóhann bankastarfsmaður í Búð- ardal, kvæntur Jarþrúði Krist- jánsdóttur, þau eiga 6 börn. Lilja, gift Boga Thorarensen, afgreiðslu- manni í Reykjavík, þau eiga 9 börn. Kristján, bóndi að Neðri- Brunná, kvæntur Sigríði Ásgríms- dóttur, þau eiga 6 börn. Grétar, rannsóknarlögreglumaður Reykjavík, kvæntur Auði Baldurs- dóttur, þau eiga 3 börn. Margrét fluttist til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum, en hugur hennar var áfram tengdur órjúf- andi böndum sveit hennar, og vinum og heimili að Neðri- Brunná. Þangað kom hún á hverju ári. Hinzta ferð hennar er nú upprunnin, því hún verður borin til grafar í sveitinni sinni í dag. Þessi merkiskona, Margrét frá Neðri-Brunná, hefur skilað löngu og miklu lífsstarfi og ég er sann- færður um að hún var góð móðir og amma. Við hjónin þökkum Margréti allt sem hún gerði fyrir dóttur okkar og tengdadóttur sína. Jafn- framt þökkum við henni um- hyggju og vinsemd er hún sýndi börnum okkar fjórum, sem dvöldu mörg sumur að Neðri-Brunná. Hugheilar samúðarkveðjur sendum við hjónin börnum, tengdabörnum, barnabörnum og systkinum Margrétar. Guð blessi minningu hennar. Asgrímur Ilartmannsson. ólafsfirði. Þingféttir í stuttu máli Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra: Reka verður ríkisút- varpið hallalaust - byggja yfir stofnunina og styrkja dreifikerfið - Rætt um kolann í Faxaflóa og ýmiskonar varnarmál Síðastliðinn fimmtudag var þungur skriður á þingmálum og fundir i báðum þingdeildum. auk fundar í Sameinuðu þingi. I sameinuðu þingi voru sam- þykktar sex þingsályktanir (sjá frétt á siðunni) en mun fleiri fengu efnislega umfjöllun. ★ Ingvar Gíslason, mennta- málaráðherra, flutti framsögu með skýrslu um Ríkisútvarpið. Fjallað menntamálaráðherra um eftirfarandi efnisþætti: 1) Hagur og staða stofnunarinnar, 2) framtíðaráform útvarps og sjónvarps, 3) hvernig greiða megi uppsafnaðan rekstrarhalla undanfarinna ára, 4) fjármögn- un nýrrar langbylgjustöðvar, 5) fjármögnun nýs útvarpshúss, 6) húsnæðisvanda stofnunarinnar næstu árin, 7) áætlanir um styrkingu dreifikerfisins, 8) fjár- hagslega þætti sjónvarpssam- bands við gerfitungl, 9) hvenær steriosendingar næðu til alls landsins, og loks 10) um aðra útvarpsrás eða landshlutaút- varp. Ráðherra sagði að þrennt væri sér efst í huga þegar hann liti fram á veg stofnunarinnar: að stofnunin verði ætíð rekin hallalaus, að byggt verði nýtt hús yfir hana og dreifkerfið verði svo styrkt að nái til alls landsins og miðanna umhverfis það. ★ í efri deild vóru 10 mál tekin til umfjöllunar og 8 í neðri deild. Nokkur frumvörp voru afgreidd á milli deilda og enn fleiri til umfjöllunar í þing- nefndum en engin lög voru afgreidd. Hinsvegar er búizt við því að nokkur frumvörp hljóti lagagildi við lokaafgreiðslu í deildum Alþingis í dag. * Karvel Pálmason (A) krafð- ist þess að frumvarp sjávarút- vegsráðherra um takmarkaðar kolaveiðar (i dragnót) á afmörk- uðu svæði í Faxaflóa og undir vísindalegu eftirliti fiskifræð- inga yrði frestað unz flutnings- maður, þ.e. ráðherra, mætti til þings og gæti svarað fyrirspurn- um frá þingmönnum það varð- andi. Af þessu tilefni spunnuzt harðar og skemmtilegar deilur milli „sértrúarsafnaðar kola- verndarmanna" og “koladráps- manna“, eins þingmenn kölluðu hvor aðra í hita (eða gáska) umræðnanna, en forseti frestaði málinu um einn dag, svo það verður væntanlega til afgreiðslu í dag. * I umræðu um frumvarp um „Varnir gegn mengun" minnti Sighvatur Björgvinsson á þá staðreynd, að í dag (þ.e. sl. fimmtudag) væri 30 ára afmæli varnarsamstarfs við Bandaríkin, en umræðan um mengunarvarn- ir yrði sennilega eina varnar- málaumræðan sem þingmenn Alþýðubandalagsins tækju þátt í á þessum degi á Alþingi íslend- inga! * Er Guðrún Helgadóttir (Abl) mælti fyrir nefndaráliti um frumvarp um grunnskóla notaði hún tækifærið til að svara Sighvati og sagði baráttu Al- þýðubandalagsins gegn Natólið- inu ekki háða dagsetningum heldur ári og árum og þingmenn þess myndu láta til sín heyra í umræðu um utanríkismála- skýrslu utanríkisráðherra eftir helgina. * Sighvatur Björgvinsson sagði „gegn her i landi“— frammistöðu Guðrúnar Helga- dóttur og Alþýðubandalagsins minna sig á eymd annars þing- manns í fyrri tíð sem Hannibal Valdimarsson hefði lýst þannig: „Hann er eins og draugur upp úr öðrum draug“. Mér sýnist þessi draugur hér afturgenginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.