Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI 198i COSPER ást er... aö endur- gjalda honum kossa hans. TM Rw U.S Pal Ofl.-all rtghts rasarvad ® 1981 Los Angates Tlmas Syndlcate I>á cr KlaðninKurinn kominn eins o(? um var talað. Þú skalt vera brosandi og glaður á svipinn þegar kóngur- inn kemur, hann þolir ekki að sjá fýlusvip ... HÖGNI HREKKVISI Hó'í'Wi VAMN FyRJTU ^RÐIAJN F'jRiq TuNbllR 'I Gl'oMA !" Verðlaunaðir fyrir að hundsa landslög „Strákur" skrifar: Velvakandi góður. Þá veit maður hvernig maður á að hafa sitt fram í þessu lífi, að minnsta kosti ef maður er búsett- ur á sælureitnum Kópavogi. Eg sá ekki betur í biaðafrétt í morgun en að þeir væru að gera því skóna, þeir háu herrar sem hér þykjast fara með umboð kjósenda, að nú yrði hundunum alveg á næstunni hleypt á okkur Kópavogsbúa með boðskort uppá rófuna frá herrun- um sjálfum, nefnilega að bæjaryf- irvöld hafi á prjónunum fyrirætl- anir um að gefa leikinn fyrir svokölluðum hundavinum hér um slóðir, sem státa af kjölturökkum allt frá hrokkinhærðum greppi- trýnum á stærð við langsveltar rottur og uppí froðufellandi hrollvekjur sem ná okkur meðal- manneskjunum vel í mjöðm. Dvínandi virðing fyrir landslöguin Ég sagði að nú vissi maður semsagt hvernig maður ætti að bera sig að til þess að standa með pálmann í höndunum hér í Kópa- vogskaupstað, og það gerist þá einfaldlega eftir síðustu fréttum að dæma á þann veg að maður þverbrýtur allar reglugerðir, sendir yfirvöldum tóninn og gefur nágrönnunum langt nef — það er að segja þeim sem vilja ekki sætta sig við hundaskítinn, hávaðann og hætturnar sem fylgja hundahaldi í fjölbýli. Hafi þeir háu herrar skömm fyir heigulsháttinn. Og skyldi nú nokkurn undra þótt virðing manna hér í Kópavogi og raunar um land allt fari dvínandi fyrir landslögum, þegar menn komast ekki einasta upp með að hundsa þau í orðsins fyllstu merkingu, heldur eru verðlaunaðir fyrir framtakið. Kópavogi. 7.5“ t>essir hringdu . . . Sú fárán- legasta Kristín Guðmundsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég átti óvenju annríkt í byrjun þessarar viku, svo að það dróst úr hömlu hjá mér að renna í gegnum dagblöðin. Þegar ég svo var að fletta sunnudagsblaði Morgunblaðsins (3. maí) rakst ég þar á þá fáránlegustu grein, sem ég hef séð í dálkum Velvakanda. Þar ræðst einhver M.Ó. af ofstæk- isfullri heift á þáttinn Út og suður, sem útvarpað var sunnu- dagsmorguninn 26. apríl og fjall- aði um Rússlandsför sögumanns og fleiri kvenna fyrir allmörgum árum. Fer M.Ó. hinum háðuleg- ustu orðum um frásögnina og för þessara „kommakellinga", en er þó sýnu mest hneykslaður á því að þetta skuli hafa fundið náð fyrir augum dagskrárfólksins. Ég segi það hins vegar fyrir mig, að ég hafði bara gaman af þessari ferða- sögu, ekki síður en mörgum öðrum í þáttum Friðriks Páls, og hún rifjaði upp ýmislegt sem ég kann- aðist við úr ferðum mínum til Rússlands, en ég hef m.a. farið þangað sem leiðsögumaður. Ég varð ekki vör við neinn áróður í frásögninni, og er ég þó engin „kommakelling“, ekki einu sinni Alþýðubandalagsmaður. Hitt veit ég af reynslunni, að það finna allir fyrir kerfinu, þegar þeir koma til Rússlands, svo að þangað ættu allir kommar að ferðast að mínum dómi. Nei, það var fáránlegt hjá M.Ó. að taka þessu svona. Þetta eru skemmtilegir og oft fróðlegir þættir og við skulum halda póli- tísku ofstæki þar fyrir utan. En fyrst ég er komin í samband við þig, Velvakandi, þá langar mig til að nota tækifærið og þakka Birni Th. Björnssyni fyrir frábæra þætti sem hann hefur séð um bæði í útvarpi og sjónvarpi, ekki sísti útvarpsþættina um Einar Bene- diktsson skáld. Það er ekki einasta að Björn sé góður útvarpsmaður, heldur er framkoma hans öll til fyrirmyndar fyrir kurteisi og fág- un. iFáránJegasta út- arpsefni ársins l.ó. skrifar- tt ,,,, . . M.ó. skrifar: Sl. sunnudagsmorgun flaug mer í hug, að í kyrrþey hafi fanð fram keppni um fárán- legasta útvarpsefni ársins og að eg væri að hlusta á sigurvegar- ann sjálfan. rxn'aleg^ hefur einunK'3 starfs- folk dagskrárdeildar tekið þátt í keppninni og skemmt sér kon- unglega. Ég sé mannskapinn rynr mér stinga upp á hverju atnðinu öðru fáránlegra þar til ein tillagan, eitthvað á þessa J leið, slær öllum öðrum við og er f samþykkt: Hvílík vonbrigði Fyrir tuttugu og eitthvað ár- um voru fjórar kommakellingar i nokkra daga í Rússlandi og nú anð 1981, vill ein þeirra £«.’ Þjððinni ferðasöguna. Og sú ætlar heldur betur að leysa frá skjóðunni. Hún sá með eigin augum hersýningu 1. maí og sælgætisverksmiðju og fjós og annað hvort málverkasýningu eða ballet. Og hún er til í að segja frá öllu, meira að segja þvi, að sælgætið var „snyrtilega innpakkað" og að ættartöflur kunna voru við hvern bás Og fangelsismálin, maður. Ekkert verður dregið undan um dýflyss- ur Péturs mikla og strax á eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.