Morgunblaðið - 09.05.1981, Síða 9

Morgunblaðið - 09.05.1981, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI1981 9 r-K \V/^r/ J/io -1‘ s 0~r~t/ Bréf til Finnlands mcð 9 aura bláfjólubláu frimerki og fjórum 5 aura gulgrænum merkjum af „Vapen“-gerð. Bréfið er stimplað i Motala 18/11 1871. Gngin þessara frímerkja heyra bréfinu til frá upphafi. Annað 5 aura merkið frá vinstri er með ekta stimpii, en sá hluti hans, sem er á sjálfu umslaginu, er'teiknaður. öll hin merkin eru með fölskum stimplum í samræmi við þennan eina frá Motala. Ekki er allt # gull, sem glóir Þeir, sem safna frímerkjum og fylgjast vel með í frímerkja- heiminum, vita mætavel, að söfnun þessara litlu bréfmiða hefur orðið með alls konar til- brigðum, ef svo má segja, frá upphafi þeirra árið 1840. Fyrst söfnuðu menn nær ein- vörðungu stimpluðum frímerkj- um og lögðu ekki sérstaka áherzlu á stimplun þeirra. A síðari áratugum hafa safnarar svo farið að gefa stimplum og mismunandi gerðum þeirra gaum, enda hefur það aukið söfnunarsviðið á marga vegu. Þá tóku menn að safna óstimpluð- um frímerkjum og þá e.t.v. mest vegna þess, að stimplarnir hlutu Frimerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON vitaskuld oft að hylja verulegan hluta af myndefni merkisins, svo að það sást óglöggt. Þetta álitu margir ótækt, þar eð myndefni merkjanna væri aðalatriðið til söfnunar. Lengi vel söfnuðu menn ein- ungis frímerkjunum, og því voru þau tekin af bréfum eða send- ingum með ýmsum hætti. Þetta hefur viðgengizt allt fram á okkar daga. Engu að síður hefur ótrúlegur fjöidi bréfa og um- slaga varðveitzt frá elztu tímum frímerkjanna með þeim á og þá með margvíslegum stimplum i bak og fyrir. Nú hefur það líka gerzt, bæði hér á landi sem annars staðar, að safnarar hafa í auknum mæli sótzt eftir umslög- um í söfn sín, enda verður því ekki neitað, að slíkir hlutir prýða söfnin og auka verulega fjölbreytnina. Af þessu leiðir, að verð umslaga, einkum hinna elztu, hefur hækkað gífurlega — og oft ekki í neinu samræmi við annað verðlag eða jafnvel hina margumtöluðu verðbólgu. Þess vegna hafa fjársterkir menn haft tilhneigingu til að leggja fé í þetta efni og raunar gömul og fágæt frímerki, en við það hefur spennan enn aukizt til muna. Af sjálfu sér leiðir, að „birgð- ir“ þessa efnis eru takmarkaðar og því oft erfitt að fullnægja eftirspurn. En þá hafa óprúttnir menn gripið til sinna ráða til að gleðja safnara og „framleitt" frímerki í allmiklum mæli. Sú saga er orðin allgömul og þvi öllum söfnurum kunn. Voru nokkrir slíkir „snillingar" uppi um og eftir síðustu aldamót. Er svo komið nú, að „frímerki" þeirra eru eftirsótt í svonefnd rannsóknarsöfn og þess vegna ekki verðlaus með öllu. Ég nefndi gömul umslög hér að framan. E.t.v. hafa safnarar sízt átt von á því, að „lagnir" menn færu að falsa heil bréf með fágætum frímerkjum og stimplum, enda næsta ótrúlegt, að þeim gæti tekizt að gabba sérfræðinga, sem um áraraðir hafa gefið út vottorð um, að merki og stimplar séu ekta — eða ófölsuð. Sú hefur samt orðið raunin, og vil ég hér á eftir nefna dæmi, sem við blasir á sýningu í Póstminjasafninu sænska í Stokkhólmi þessa dag- ana. Sýningin var opnuð 10. apríl og stendur til 24. maí. Nefnist hún Hættuleg bréf. Á sýningunni eru 27 bréf frá fyrstu árum sænskra frímerkja. Þekktur safnari keypti þau fyrir nokkrum árum á sama stað og fékk síðan kunnan sænskan sér- fræðing til þess að athuga þau. Hann var grunlaus um, að hér væru maðkar í mysunni og gaf vottorð um, að þau væru öll ekta. Eitthvað hafa menn samt efazt um „sannleiksgildi “ bréfanna, því að annar þekktur sérfræð- ingur, nú Þjóðverji, var fenginn til að rannsaka þau nákvæmlega. Þá kom hið sanna í ljós. Bréfin voru öll „búin til“ og það a ýmsa vegú. Frímerkin eru vissulega öll ekta, en hafa víst fæst setið á bréfunum frá upphafi. Sum frí- merkin eru með ekta stimplum, en þeir eru svo lagaðir til á umslögunum eftir þörfum og aðrir sams konar búnir til á ónotuð merki, sem límd voru á til þess að fá rétt burðargjald, en þar mun hvergi skeika. Af þessu sést, að falsarinn, sennilega Þjóðverji, hefur verið mjög vel að sér í frímerkjafræðum. Allt þetta villti því bæði um fyrir kaupanda og þeim, sem vottorð- in gaf. Gizkað er á, að verðmæti þessara bréfa, ef þau væru ekta, væri um 300 þús. sænskar krón- ur eða um 420 þús. ísl. krónur. Hér eru þess vegna gífurleg verðmæti í húfi. ^ En víðar er pottur brotinn en með Svíum. Þeir, sem fýlgjast vel með frímerkjamálum, vita, að hið heimsþekkta fyrirtæki, Stanley Gibbons í London, á í miklum erfiðleikum um þessar mundir. Forráðamenn þess ætl- uðu að hasla sér völl á banda- rískum frímerkjamarkaði fyrir fáum árum og fóru af stað með allmiklum fyrirgangi og keyptu m.a. geysimikið frímerkjasafn fyrir 10 milljónir dollara. Síðar kom í ljós, að mörg umslög voru ) „slæm“ og var verð þeirra um 2 milljónir dollara! Segir sagan, að Stanley Gibbons sé engan veginn komið út úr þessari kreppu, enda hefur ýmsum áhrifamönnum fyrirtækisins verið sagt upp. Ekki er við öðru að búast en minni spámenn — eins og við erum flest hér heima — geti látið blekkjast, þegar þannig fer fyrir þeim stóru. Þess vegna vildi ég vekja nokkra athygli á þessu máli, enda hafa allmargir íslenzkir safnarar lagt sig eftir bréfum á liðnum árum. Því er bezt að fara að með gát, þar sem aldrei er að vita, hvenær þessum „snillingum" dettur t.d. í hug að búa til lagleg íslenzk skildinga- bréf handa þeim, sem vantar þau í söfn sín! Árbók Fornleifa- félagsins 1980 er komin út Út er komin Árbók Ilins íslenska fornleifafélags, 1980. Árbókin kom fyrst út árið 1880. en hún er fræðilegt rit um ýmis menningarsöguleg efni. fornleifafræði. listasögu, listiðnaðarsögu. þjóðhátta- fræði. örnefnafræði og fleira. Ritsjóri Árbókarinnar er dr. Kristján Eldjárn. Árbókin er fjölbreytileg að efni að þessu sinni eins og endranær, en af efni hennar má meðal annars nefna grein eftir Þór Magnússon um silfursjóð frá Miðhúsum í Egilsstaða- hreppi, Hannes Pétursson ritar um grafletur í Hóladómkirkju, Kristján Eldjárn um staðfræði- lega athugun á Leiruvogi og Þerneyjarsundi, og Elsa.E. Guð- jónsson ritar um fálkamerki Sigurðar Guðmundssonar mál- ara. Þá ritar Árni Björnsson um Geisladag, Mjöll Snæsdóttir um snældusnúð frá Stóruborg, Magnús Gestsson skrifar um veggskápinn úr Jörfakirkju. Grein er eftir Hörð Ágústsson er hann nefnir Af minnisblöðum málara, Þór Magnússon skrifar um refagildrur, Þorkell Gríms- son um stól Rafns Brandssonar, Kristján Eldjárn um Uslaréttir, Magnús Gestsson um settorfur, grein er eftir Guðrúnu Svein- bjarnardóttur, skýrsla um Þjóð- minjasafnið 1979, og frá Forn- leifafélaginu. Fyrri Árbækur eru nú til frá árinu 1955, en auk þess hefur Þjóðsaga nú til sölu ljósritaðar útgáfur fyrstu árganganna. \1 (il.VSIMiASIMINN KR: i'ok 22480 ^ Jtlorflivnblnbib 43466 Opid í dag frá kt. 13-15. Tunguvegur — 2 herb. í kjallara í tvíbýli. Sér inngang- ur. Verð tilboð. Furugrund — 3 herb. á 1. hæö, ekki fullfrágengin, 30 fm óinnréttað pláss í kjallara fylgir. Vogatunga — 3 herb. 60 fm neðri hæö í tvíbýli. Verð 330—340 þús. Kjarrhólmi — 3 herb. 80 fm á 3 hæð. Verð 420 þús. Engihjalli — 4 herb. verulega góð íbúð á 4. hæð í lyftuhúsf. Alfhólsvegur — 5 herb. 130 fm sérhæð. Verð 670 þús. Víðigrund — einbýli 135 fm á einni hæð 3 svefnher- bergi, sjónvarpsherbergi og góð stofa. Skjólbraut — einbýli Kjatiari, hæð og ris 95 fm grunnflötur. 2 samþykktar íbúð- ir. Bílskúrsréttur. Verð 800 þús. Kjalarnes Plata undir einbýlishús ásamt bílskúr. Melsel — raðhús á 2 hæðum ásamt bílskúr. Iðnaöarhúsnæði 500 fm við Hyrjarhöfða. Laust 1. júlí. Vantar góða 3ja herb. íbúö í Hlíðum eða Háaleiti. Góð útborgun. EFasfeignasalan • EIGNABORG sf TOOkðWHigw S*n» iittb 4 4JÍ0Í Sö*um V4h|átmu' Emsruon $*grún Kröyer Lðgm ^ Ólatur Thoroddsen Til sölu er 3ja herb. íbúö viö Hraunbæ á efstu hæö. Herbergi er í kjallara. Upplýsingar í síma 85142. Mk>BOR6 fasteignasalan i Nyja btohusmu Reykjavik Símar 25590,21682 Upplýsingar í dag hjá sölustjóra í síma 52844. Holtsgata Hf. 2ja herb. snyrtileg risíbúð í þríbýlishúsi. Sér hiti. Ákveðið í sölu. Verð 290—300 þús. Útb. 225 þús. Laufvangur — Hafnarfirðí 3ja herb. ca. 97 fm íbúð í fjölbýlishúsi. Sér þvottahús. Suðursvalir. Verð 440—450 þús., útb. 340 þús. Laufvangur Hf. Sérstaklega falleg 5 herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Verö 550 þús., útb. tilboö. Hólmavík Einbýlishús ca. 140 fm auk bílskúrs. Húsið er byggt úr timbureiningum áriö 1979. Verö 470—480 þús., útb. tilboð. Guðmundur Þóröarson hdl. Bátur til sölu Tæplega 20 tonna, lítiö notaöur stálbátur. Byggður í Bátalóni 1979, nánari upplýsingar gefur. Guðjón Steingrímsson, Linnetsstíg 3, sími 53033. r Allir þurfa híbýli Opiö kl. 14—16 ★ 2ja herb. íbúð — Álfheimahverfi Nýleg 2ja herb. íbúö á 1. hæð. Aðeins 3 2ja herb. íbúðir í húsinu. Mjög snyrtilegt hús og umhverfi. íbúöin er laus strax. ★ 4ra herb. íbúð — Álfhólsvegur 4ra herb. íbúð á jarðhæð. 1 stofa, 3 svefnherb., eldhús, bað, búr, sér inngangur. íbúðin er laus strax. ★ 3ja herb. sér hæö — Sæviöarsund íbúðin er á 2. hæð. Sér inngangur, ein stofa, 2 svefnherb., eldhús, bað, að auki stórt herb. i kjallara (möguleik fyrir einstaklingsíbúð). Sér þvottahús. Sér geymsla. Innbyggður bílskúr. Stórar suður svalir. Falleg íbúð. ★ 4ra herb. íbúð — Háaleitisbraut 4ra herb. íbúö á 2. hæð (endaíbúð) ein stofa, 3 svefnherbergi, eidhús, bað. Sér geymsla. Suður svalir. Aðeins ein íbúð á hæöinni. Bílskúrsréttur. ★ Sumarbústaður — Miðfellsland ræktað og girt land. Góöur bústaður. f~ ■k Hef fjársterka kaupendur að öllum stærðum eigna. HÍBÝLI & SKIP Garðastræti 38 Simi 26277 Gisli Ólafsson 201 78 Til sölu 2ja—3ja herb. 75 m2 íbúö, gott útsýni, sér garður, laus strax. Upplýsingar í síma 29515 milli kl. 1—3. I einkasölu Einbýlishús viö Barónsstíg Lítiö járnklætt timburhús á eignarlóð. Hæð, ris og kjallari, ásamt 25 fm. útigeymslu. Einkabíla- stæöi. Ræktaöur garður. Möguleiki á nýbygg- ingu. Laust strax. Okkur vantar allar stæröir af fasteignum. Verðmetum samdægurs Opið alla daga til kl. 10 e.h. éðS FASTEIGNAÚRVALIÐ U1P SÍMI83000 Silfurteigi 1 Solustjóri: Auóunn Hermannsson. Kristján Eiríksson hæstaréttarlógmaóur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.