Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI 1981 19 eins og ísland og Hawaiieyjar. Hvað sem um möttulstrókinn má segja, þá er öruggt að mið-Atlantshafshryggurinn liggur í gegnum ísland. Eins og ég gat um áðan, verður sundur- færsla platnanna um hryggina, og- þá auðvitað einnig um mið- Atlantshafshrygginn. Þess vegna er ísland talið vera að færast í sundur, þannig að aústurhlutinn fylgi Evrasíu- plötunni og vesturhlutinn Am- eríkuplötunni. Rekhraðinn er trúlega 1 til 2 cm á ári, en sundurfærslan er í hrinum, áþekkri þeirri sem verið hefur á Kröflusvæðinu nú síðustu árin. Við sundurfærsluna myndast sprungúr og misgengi, líkt og á Reykjanesskaga, Þingvöllum og Kröflusvæðinu, og bérgkvika nær stundum að troða sér upp í sprungurnar. Hún nær ýmist yfirborði sem eldgos, eða storknar sem innskot, aðallega berggangar. Við sprungumynd- un og eldsumbrot verða jarð- skjálftar, en vegna þess að möttlinum bráðnar platan að hluta eða alveg, og bráðna efnið leitar til yfirborðs sem kvika. Þess vegna er mikil eldvirkni skammt innan við rennurnar, svo sem í Japan og víðar. Eins og sundurfærslan verður sam- kýtingin í rykkjum, og við rykkina nuddast plöturnar sam- an og valda jarðskjálftum. Það þarf mun meiri kraft til að þrýsta einni plötu undir aðra en til að færa þær í sundur, og þess vegna verða jarðskjálftar mun stærri við rennurnar en við hryggina. Þar sem plöturnar skríða samsíða eftir víxlgengjum er engin eldvirkni né fjallamynd- un, en vegna þess að plöturnar nuddast þar saman eru jarð- skjálftar algengir. BYLTING í hverju er byltingin fólgin? Hún er fólgin í því, að ein kenning, plötukenningin, skýrir á einfaldan hátt ýmis fyrirbæri jarðar, sem áður þurfti margar Heitt möttulefnið rís upp við hryggina og bœtist viö plöturnar, en í sama mæli eyðast gamlar plötur í rennunum. Orsakir plötuhreyfinganna eru enn ókunnar. Hór er ein tilgáta, sem er kannski eins sennileg og hinarl plöturnar eru þynnstar við hryggina brotnar skurnin þar við lítið átak, svo jarðskjálftar hér á landi verða aldrei mjög stórir. En það eru fleiri svæði en ísland sem plötukenningin skýrir. Lítum á fellingafjöllin. FELLINGAFJÖLL Allir mestu fjallgarðar jarð- ar, svo sem Alparnir og Himal- ajafjöll, eru fellingafjöll. Þessi fjöll verða til þar sem plöturnar skríða saman. Þegar þyngri platan skríður undir hina skrapast setlögin af og hrúgast upp í fellingar. Setlögin á sjáv- arbotni eru víðast nokkur hundruð metra þykk, og það eru þau, ásamt nokkru af storku- bergi, sem mynda fellingafjöll- in. Setlögin verða því eftir í rennunum þegar platan sjálf skríður niður. Vegna hitans í kenningar til að skýra. Kenn- ingin sameinar mörg svið, svo sem jarðskjálftafræði og eld- fjallafræði, sem áður virtust nánast óskyld. Og það sem meira er: hún hefur opnað augu jarðfræðinga betur en ■ áður fyrir því, að jörðin er ein heild þar sem allir þættir hafa áhrif hver á annan. En er þá plötukenningin end- anleg lausn? Það verður að telja ólíklegt. Saga vísindanna sýnir, að kenningar koma og fara: kenningar sem þykja áreiðan- legar í dag eru úreltar á morg- un. Þegar eru komin upp vanda- mál, sem plötukenningin á erf- itt með að skýra, og því er líklegt að úr henni eigi eftir að þróast ný og betri kenning. En þá mun plötukenningin hafa gert sitt gagn: varðað veginn að betri skilningi á jörðinni sem v'ð byggjum. Aklæði og gluggatjöld í nýju og endurbættu húsnæði VERZLUNIN Aklæði og gluggatjöld. Skipholti 17a Reykjavík, opnaði á ný 24. apríl sl. eftir breytingar og stækkun verzlunarinnar. Með breytingunni var tekið í notk- un nýbygging á baklóð og stækkar gólfrými verzlunar- innar við það um meira en 100%. Hönnun innréttinga sá Pétur B. Lúthersson innan- hússarkitekt um. un með heimilisvefnaðarvörur og rekur gluggatjaldasauma- stofu. Á þrettán ára starfsferli fyrirtækisins hefur verslunin þrisvar verið stækkuð og inn- réttingum breytt. Breyt- ingarnar nú voru gerðar með það að markmiði að gera vörurnar sem aðgengilegastar jafnt fyrir viðskiptavini sem starfsfólk, að sögn Ara Berg- mann Einarssonar fram- kvæmdastjóra. Við fyrirtækið starfa nú 20 fastráðnir starfs- menn. Verzlunin Áklæði og gluggatjöld var stofnuð 1967 af Ola V. Methúsalemssyni og fjölskyldu hans. Eigendur verzlunarinnar í dag eru Sig- ríður Ágústsdóttir og dætur hennar Sigrún Fríða Oladóttir og Ólöf Erla Óladóttir. Framkvæmdastjóri er Ari Bergmann Einarsson. Verzl- unin hefur sérhæft sig í verzl- Hér má sjá hluta af verzluninni eftir breytinguna. Boðsbréf Hinn 30. júní n.k. veröur biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, sjötugur. í tilefni þess hefur Prestafélag íslands haft forgöngu um útgáfu bókar sem geymir úrval af ræöum hans og ritgeröum. Áskriftarkjör Bókin mun aöeins fást í áskrift og veröur verð hennar meö söluskatti kr. 296.40. Meöfylgjandi er áskriftarmiöi sem væntanlegir kaupendur eru beönir aö fylla út og senda til Prestafélagsins fyrir 1. júní n.k.í pósthólf nr. 1253, Reykjavík. TABULA GRATULATORIA Nöfn áskrifenda veröa skráö fremst í bókina. Askriftarmiði: Ég undirrit... óska hér meö eftir aö fá senda í póstkröfu, samkvæmt tilboöi Prestafélags íslands, bók þá er félagiö hefur forgöngu um aö gefa út í tilefni sjötugsafmælis herra Sigurbjörns Einarssonar biskups: (NAFN) (HEIMILISFANG OG PÓSTNÚMER) EINTAK/EINTÖK Ef þér óskiö eftir fleiru en einu eintaki, þá vinsamlegast setjiö viöeigandi töluofan viö oröin EINTAK/EINTÖK. F.h. Prestafélags íslands Guömundur Óskar Ólafsson form. Sigfinnur Þorleifsson ritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.