Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 MYNDLIST Síðasta sýning- arhelgi hjá Eddu Um þessa helRÍ lýkur sýnin«u Eddu Jónsdóttur í Gallerí Langbrók við Amtmannsstíg. Opið verður í dag og á morgun frá kl. 14—18. A sýningunni eru collage-myndir og fléttuð grafík. Ein af myndum Eddu Jónsdóttur á sýnin«unni í Galleri Lanxhrók. Píanótónleikar í Norræna húsinu í dag heldur finnski píanó- leikarinn Eero Heinonen ein- leikstónleika í Norræna hús- inu og hefjast þeir kl. 16. A efnisskrá eru verk eftir Einar Englund, Sibelius, Hannika- inen, Mozart og Liszt. Eero Heinonen er fæddur 1950 og hóf nám í píanóleik 6 ára gamall í Ábo. Að loknu tónlistar- námi þar hélt hann til Moskvu, þar sem hann var í þrjú ár nemandi hjá Dmitry Baschkirov. Hann hefur haldið tónleika víða um heim og alls staðar hlotið mikið lof fyrir leik sinn. Aðgöngumiðar að tónleikum Eero Heinonens eru seldir í kaffi- stofu og við innganginn. SAFNAHÚSIÐ Á SELFOSSI Sýningu JaJcobs Haf- stein lýkur um helgina Utn helgina lýkur sýningu Jakobs Hafstein í Safnahúsinu á Selfossi. Á sýningunni eru yfírleitt stór verk, 14 olíumyndir, 13 vatnslitamyndir og 6 pastelmyndir, m.a. með blandaðri tækni. Aðsókn að sýningunni hefur verið góð, bæði frá Selfossi, úr nágrannasveitunum og Reykjavík og margar myndir selst. Jakob Hafstein við eina mynda sinna. Síðustu vortónleik- ar Tónmenntaskólans í dag verða haldnir síðustu vortónleikar Tónmenntaskóla Reykjavíkur í Austurbæjar- bíói og hefjast þeir kl. 14. Á þessum tónleikum koma eink- um fram eldri nemendur skól- ans. Á efnisskránni verður einleikur, samleikur og hóp- atriði. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tónmenntaskólinn er nú að ljúka 28. starfsári sínu. I skólanum voru um 450 nem- endur í vetur. Kennarar voru rúmlega 30. Meðal annars starfaði við skólann hljómsveit með tæp- lega 50 þátttakendum og lúðrasveit með um 30 þátttak- endum. Mikið hefur verið um tónleikahald á vegum skólans í vetur og vor. MYNDLIST Eiríkur Smith við eina mynda sinna i austursal Kjarvalsstaða. Sýningu Eiríks Smith lýkur um helgina Um helgina lýkur sýningu Eiríks Smith í austursal Kjarvalsstaða. Þar sýnir hann 114 verk, olíumálverk og vatnslitamyndir, einnig 20 litteikningar úr þjóðsögum. Aðsókn hefur verið mjög góð á sýninguna og hafa um 80 myndir selst. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Gfsli Halldórsson og Guðmundur Pálsson i hlutverkum sinum i Skornum skömmtum. Uppselt á allar sýningar Í kvöld er Ofvitinn á fjölunum hjá Leikfélagi Reykjavíkur og er þegar uppselt á þá sýningu. Sömu- leiðis á nýju reviuna. Skorna skammta, eftir þá Jón Hjartarson og Þórarin Eldjárn. Revían hefur nú verið sýnd 15 sinnum, ætíð fyrir fullu húsi, og seljast miðar á þá sýningu á örfáum mínútum strax og miðasala hefst á hverja sýningu. Tólf leikar- ar leika í revíunni, undirleikari er Jóhann G. Jóhannsson. Með hlut- verk fara: Gísli Halldórsson, Kjart- an Ragnarsson, Sigríður Hagalín, Guðmundur Pálsson, Aðalsteinn Bergdal, Soffía Jakobsdóttir, Karl Guðmundsson, Helga Stephensen, Harald G. Haraldsson, Lilja Þóris- dóttir og Jón Júlíusson. Leikstjóri er Guðrún Ásmundsdóttir. MÍR-SALURINN „A leið til Berlínar“ í dag verður sýnd í MÍR-saln- um, að Lindargötu 48t 2. hæð, sovéska kvikmyndin „Á leið til Berlínar“ og hefst sýningin kl. 15. Sú gerð myndarinnar sem sýnd verður er frá 1969. Leikstjóri er Mikhaíl Jersov. Þetta er leikin mynd, en þó er verulegur hluti hennar settur saman úr frétta- myndum sem teknar voru meðan á sókn Rauða hersins til Berlínar stóð vorið 1945. Lýst er síðustu dögum stríðsins. Sovéskar her- sveitir hafa brotist inn í Berlínar- borg, en bardagarnir eru enn mjög harðir. Hafnar eru viðræður um vopnahlé við Þjóðverja og frá samkomulagi gengið, en á elleftu stundu tekst sovéskum hersveitum að bjarga lífi 3000 pólitískra fanga. Myndin er svart-hvít, 90 mín. löng með enskum skýringartextum. Leikfél. Húsavíkur Á 6. þúsund hafa séð Halelúja í kvöld verður aukasýning hjá Leikfélagi Húsavikur á leikritinu Hallelúja eftir Jónas Árnason og 19. sýningin verður annað kvöld. Uppselt hefur verið á hverja sýningu til þessa og hafa á 6. þúsund áhorfenda séð sýninguna, en heilu hóparnir hafa komið frá Akureyri og Sauðárkróki. Uppi eru raddir um að taka verkið aftur í haust. Karlakórinn Ægir Söngskemmtun á Suðuregri í kvöld heldur Kariakórinn /Egir í Bolungarvík söng- skemmtun í Félagsheimilinu á Suðureyri við Súgandafjörð og hefst hún kl. 21. Söngstjóri er séra Gunnar Björnsson, en und- irleikari á píanó Anna Kjart- ansdóttir og einsöngvari Örn Jónsson. Á efnisskránni eru m.a. lög eftir Árna Björnsson, Sigvalda Kalda- lóns, Pál Halldórsson, Sigfús Ein- arsson, Sigfús Halldórsson, Emil Thoroddsen og séra Bjarna Þor- steinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.