Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 ara leikafmæli JÓN AÐILS Einn kunnasti leikari þessa lands, Jón Aðils, á í dag 50 ára leikafmæli. Þó að hljótt hafi verið um Jón Aðils hin alsíð- ustu ár og hann tekið minna þátt í leiknum en áður, vegna flöktandi heilsu, væri ekki annað sæmandi en minnast hér, þó í litlu sé, þessa merkisafmælis lista- mannsins og nota um leið tækifærið að rifja upp vörðurnar á listferli hans. Jón Aðils er fæddur í Reykjavík 1913 og kom því á svið kornungur. Faðir hans var Jón Jónsson Aðils eldri, sem talsvert kom við sögu leika í frumbernsku Leikfélags Reykjavíkur, var sem leið- beinandi og þýðandi, einn þeirra, sem innleiddu nýjan stíl, þegar raunsæis- stefnan barði dyra í stofu, sem fram að því hafði einkum hýst danska söngva- smámuni. Sem leikari virðist Jón Aðils eldri þó einnig hafa átt flug og þol í hið rómantíska verkefnaval, og söngrödd hafði hann rómaða. Jón Aðils eldri sneri sér síðan alfarið að sagnfræðirannsókn- um og varð með tíð og tíma prófessor í þeirri grein, svo sem alkunna mun vera. En ekki þarf að efa, hvert Jón yngri hefur sótt leiklistarsýkilinn. Fyrsta hlútverkið hét Hervarður líf- varðarforingi í barnaleikritinu Hlyni kóngssyni eftir Óskar Kjartansson, þann Islending, sem einna fyrstur virtist hafa gert sér grein fyrir mikilvægi barnaleik- húss og samdi fyrir börn nokkur ágæt verk, áður en hann dó frá ætlunar- verkinu, langt um aldur fram. Að þessum sýningum stóð leiksvarinn hópur, sem nefndi sig Litla leikfélagið og þar ýmsir ungir framfaramenn eins og Þorvaldur Guðmundsson, sem síðar varð kunnur athafnamaður. Þetta framtak á kreppu- árunum vekur talsverða furðu og mætti kanna þessa sögu vel, áður en þátttak- endurnir eru allir horfnir af sjónarsvið- inu. Upplagt verkefni fyrir leiklistar- fræðinga, í stað þess að vera að rífa niður framtak dagsins í dag. Arið eftir er Jón Aðils kominn upp á svið hjá Leikfélagi Reykjavíkur og næsta áratuginn leikur hann þar árlega tals- verðan fjölda hlutverka. Á áratugnum milli 1940 og ’50 færist Jón enn í aukana Jón Aðils sem Weston og Inga Þórðardóttir sem Tondeleyo i Jón Aðils sem Gregers Werle og Valur Gislason sem Werle „Tondcleyo" eftir Leon Gordon. stórkaupmaður í „Villiöndinni" eftir Ibsen. og verður einn af mikilhæfustu leikurum Leikfélagsins, en hefur einnig tíma til að hlaupa útundan sér og bregða á sprett í revíum Fjalakattarins. Hann var sjálf- kjörinn í hóp fastráðinna leikara í Þjóðleikhúsinu við opnun þess og starf- aði þar í rúman áratug, en átti síðan upp úr 1965 nýtt blómaskeið í Iðnó. Á ferli sínum vann hann mest með leikstjórun- um Indriða Waage, Haraldi Björnssyni og Lárusi Pálssyni og einkum hygg ég hann hafi verið hændur að Indriða og dáðst að honum sem listamanni, enda átti hann mörg sín bestu hlutverk í sýningum Indriða. Jón hefur lýst fyrir mér, hvernig þeir áttu það til, hann og Indriði, að setjast á sviðið í Iðnó, allt að tveimur stundum áður en leiksýning átti að hefjast — eða hvort þeir héldu þessum sið eftir að þeir fluttust upp í Þjóðleikhús líka — draga að sér heil- næmt leikhúsrykið, láta hugann reika og hugmyndirnar fæðast, stundum þöglir, Stundum málhreifir. Það var þó í sýningu eftir Lárus Pálsson, sem Jón Aðils skóp sitt fyrsta meistarastykki, persónusköpun, sem hóf sig úr ágæti kunnáttusemi í listrænar hæðir: Pétur skraddari í Orðinu eftir Kaj Munk. Þetta var 1943, en ýmsir hafa haldið því fram í mín eyru, að á sínum fyrstu mótunarárum, á fjórða áratugn- um, hafi Jón verið fremur einhæfur leikari. En lengi skal manninn reyna og leikarann ekki síst, og þegar litið er á feril Jóns nú í dag, árátugum síðar, blasir við mikil fjölhæfni og stórfelldur tónstigi. í fyrstu þótti Jóni takast sérlega vel að lýsa kaldrifjuðum mönnum eða ofstækis- fullum, grimmum og hörðum, en auðvit- Jón Aðils sem Pétur skraddari í „Orð- inu" eftir Kaj Munk. að eiga önnur lýsingarorð líka rétt á sér, nærfærni, karlmennska, þurr kímnigáfa, vitsmunaleg skerpa og ekki skortir listamanninn hina mýkri tóna: hver man ekki afann í Hitabylgju, hýran og glettinn og auðugan af skilningsríkri hlýju (1970). Jón átti strengi fyrir bæði böðulinn og fórnarlamb hans, gott dæmi um hið síðarnefnda var Tot í ungverska leikritinu Það er kominn gestur eftir Isztván örkény, aumkvunarverð mynd af lítilli manneskju í stóru samfélagi. Annars er myndasafn Jóns Aðils býsna fjölbreytilegt og litríkt. Þarna er Weston í Tondeleyo, karlmennskuhug- sjón með brotalöm, þjófurinn í Gullna hliðinu, illur og mennskur í senn, konungurinn í Vopnum guðanna, herskár foringi, dómkirkjupresturinn í Islands- klukkunni með rótgróna vitund þess að verða aldrei í hópi hinna fremstu af eigin ágæti, hversu mjög sem hann klifraði upp hinn veraldlega metorðastiga. Þarna er líka Kristján skrifari í Jóni Arasyni, hinn óhræddi undirhyggjumað- ur, og ofstækismaðurinn Gregers Werle með sína hrokafullu og huglægu sann- leiksást, sem hann ímyndar sér að hafi eitthvert algildi. Lengi mætti telja. Sá, sem hér ritar, hefur í þrígang átt þess kost að vinna með Jóni Áðils að hlutverki á sviði. í öll skiptin fannst mér hann skila sínu með miklum sóma. Þarna var hirðstjórinn í Yvonne, klókur, útsmog- inn, hláleg ímynd ytra siðgæðis og hugmyndasnauðra hefða, lýst af mis- kunnarlausri skerpu og afvopnandi kímni. Og þarna var blindi spámaðurinn Teiresias í Antígónu, þrunginn kvíða og ólgu þess sem sér í hið ókunna, goðsögu- legur í upphöfnum þrótti þess sem er í þjónustu æðri afla. Loks var þarna lítil perla, James Smith bryti í Kristnihaldi undir Jökli, óræður fulltrúi hins stóra, grimma heims útlandsins, „þá fór ég dús um salinn“, hefði Haraldur Björnsson sagt. Má ég, fyrir hönd Þjóðleikhússins, allra starfssystkina Jóns í leiklistinni og þess stóra skara, sem notið hefur listar hans um áratugi, færa listamanninum árnaðarkveðjur á þessum merkisdegi, óska honum heilla og langra lífdaga og þakka honum ótaldar ánægjustundir. Persónulega þakka ég minnisverða sam- vinnu. Sveinn Einarssun Tónleikar í Norræna húsinu Okko Kamu og Eero Heinonen léku saman verk eftir Mozart, Englund og Beethoven. Fyrsta verkið var sónata í e-moll eftir Mozart. Sónötur hans fyrir fiðlu og píanó hafa sama gildi fyrir þróun fiðlusónötunnar og kvart- ettar Haydns, fyrir þróun kvart- ettsins. Fyrstu sónötur Mozarts voru gefnar út í París, er hann var átta ára að aldri, en e-moll sónötuna semur hann í Mann- heim, 22 ára að aldri og þá búinn að semja 303 tónverk. Sónatan er yndislegt verk og fluttu Kamu og Heinonen verkið með róman- tískum tilþrifum. Þrátt fyrir tón þrunginn af sterku „vibrato" og allt að því klökkva var Mozart mjög fallega leikinn. Annað verkið á efnisskránni var Sónata í fjórum þáttum eftir Einar Englund. Eitthvað hefur verið flutt eftir hann hér á landi, minniháttar lög fyrir píanó, en þetta er fyrsta verulega tónsmíðin, sem heyrist eftir hann hér. Því hefur oft verið fleygt að Norðurlandabúar fylgist lítið með því sem gerist hér uppi á Islandi og það er rétt, en tæplega gefa Islendingar frændum sínum nokkuð eftir, svo að jafnt er á komið, trúlega. Sónatan eftir Englund er áheyri- legasta tónsmíð, og var vel flutt af þeim félögum. Síðasta verkið á efnisskránni var svo Kreutzer- sónatan, eftir Beethoven. Okko Kamu er góður fiðluleikari og gerði margt vel í sónötunni, þó nokkuð virtist har.n ekki alveg sáttur við gamla manninn í fyrsta kaflanum og jafnvel á nokkrum stöðum í tilbrigðunum. Síðasti kaflinn var sérlega skemmtilega fluttur, léttur, leik- andi og hrynfastur. Eero Hein- onen lék með Kamu og var leikur hans með ágætum. Píanóhlut- verkið í Kreutzer er erfitt og ef eitthvað má tína til, gerði Hein- onen helst til lítið úr erfiðleikun- um og létti einum of brúnina á þessu ægifagra verki. Þrátt fyrir það, að fjarri var þungbúinn svipur Beethovens, var léttur og leikandi flutningsmáti þeirra sannfærandi og persónulegur. Tónleikar Kamu og Heinonen voru mjög skemmtilegir og ef svona heldur áfram, getur Nor- ræna húsið rofið einangrun okkar eyjabúa, en eins og stend- ur í fornu kvæði, sem trúlega er ort á Norðurlðndum og varðveitt Tðnllsl eftir JÓN ÁSGEIRSSON á íslandi, er þar tíundað hversu varðveita skal vináttubönd. Veistu. el þú vin átt. I»ann er þú vel trúir, <>K vilt þu af honum Kott Keta, kW»í skaltu virt þann hlanda <>K Kjofum skipta. fara aA finna oft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.