Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 Oddi tekur í notkun stærsta prentsmiðjuhús á landinu Hið nýja hús prentsmiðjunnar. skipta í 6 hluta. í fyrsta hlutanum, sem er á neðri hæð framhliðar hússins, fer fram allur undirbún- ingur fyrir prentun; tölvusetning, umbrot, pffsetfilmuvinnsla og plötugerð. í öðru lagi ber að nefna prentsalinn, þar sem fjöldi mis- munandi pren.tvéla fyrir hin margvíslegu verkefni er. Við hlið- ina á prentsalnum er pappírslager fyrirtækisins í þriðja hluta húss- ins. Þá er komið að fjórða hlutan- um, sem hýsir bókbandsdeild Odda, sem áður hét Sveinabók- bandið, en er nú orðin eign fyrirtækisins. Á annarri hæð er svo að finna skrifstofur Odda, sem við getum nefnt fimmta hluta húsnæðisins og síðast en ekki sízt er á sömu hæðinni fullkomin aðstaða fyrir starfsfólk, þar á meðal gufubað og rúmgott mötu- neyti." ,3tefnum að því að auka fjölbreytni og ná sem mestu af íslenzkri fjöllitaprentun inn í landið aftur4‘ Stjórnendur Prentsmiðjunnar Odda hf. talið frá vinstri: Lúth- er Jónsson, Pétur Magnússon, Benedikt Björgvinsson, Björg- vin Benediktsson, Baldur Ey- þórsson, Þorgeir Baldursson og Grimur Kolbeinsson. Baldur Eyþórsson forstjóri Odda hf. Prentsmiðjan Oddi hefur nú tekið í notkun stærsta og full- komnasta prentsmiðjuhús á land- inu og er það jafnframt eitt fullkomnasta sinnar tegundar á Norðurlöndum. Húsið er frá byrj- un sérhannað með starfsemi fyrir- tækisins í huga og í samræmi við ýtrustu kröfur á sviði prentiðnað- ar nú á dögum. Auk alis nútíma prent- og bókbandsbúnaðar telst það til nýjunga í byggingunni að hún er búin sjálfvirku hita- og rakastillikerfi, sem talið er nauð- synlegt til þess að fulikomin prentun geti farið fram, mjög vel hijóðeinangruð og auk þess búin afar vönduðu og traustu eldvarn- arkerfi. Húsið, sem er að Höfða- bakka 7, er 5.170 fermetrar að gólffleti og um 24.450 rúmmetrar og kostnaður er áætlaður um 1.500 milijónir gamalla króna. Arki- tektar hússins voru þeir Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall. Nú vinna um 80 manns hjá prentsmiðjunni og á síðasta ári voru um 150 manns á launaskrá. í tilefni þessa merka áfanga var blaðamönnum boðið að skoða prentsmiðjuna og að ræða við forráðamenn hennar. Tekið mið aí því bezta erlendis „Það var strax ætlunin að þessi byggi ng yrði eins fullkomin og tök yrðu á og því fengu arkitektarnir þá dagskipun í upphafi, að þeir skyldu fara utan og kynna sér það, sem bezt gerðist þar, þannig að næst yrði það þannig að ná- grannaþjóðirnar kæmu hingað til að kynna sér siíkar byggingar," sagði Baldur Eyþórsson, forstjóri Odda, meðal annars, er blaðamað- ur ræddi við hann. „Því var það um mánaðamótin marz-apríl 1979 að þeir fóru utan ásamt nokkrum af forráðamönnum prentsmiðj- unnar og kynntu sér tilheyrandi byggingar í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Síðan var tekið mið af þvi, sem þar var bezt og fullkomn- ast auk þess, sem byggt var á áratuga reynslu Odda hf. á sér- þörfum íslenzka prentiðnaðarins. Fyrsta skóflustungan var svo tek- in 25. ágúst síðastliðinn og síðan þá var stöðugt unnið að bygging- unni og starfsemi fyrirtækisins var komin í fullan gang í nýja húsinu í apríl 1981, réttum 20 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust. Prentsmiðjuhúsinu og þeirri starfsemi, sem þar fer fram, má Þrír starfsmenn í upphafi Hvenær var Oddi hf. stofnaður? „Prentsmiðjan Oddi hf. var stofnuð 9. október 1943 og þá hófst starfsemin að Freyjugötu 41 í Reykjavík, þar sem síðar var Ásmundarsalur. Þá voru starfs- mennirnir aðeins þrir, en siðan hefur prentsmiðjan vaxið jafnt og þétt. Þegar í upphafi voru megin- verkefni fyrirtækisins vinnsla og prentun tímarita og bóka, eins og lengst af hefur verið. Næsti áfangastaður Odda var Grettis- gata 16. Þangað var starfsemin í bókbandssalnum er alltaf nóg að gera, hér er verið að ganga frá endurprentun á einni af bókum „meistara Þórbergs.“ Prentsalurinn er hinn glæsilegasti og tilhögun eins og bezt verður á kosið. Fremst á myndinni er ein af offsettprentvélunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.