Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 35 Ilandritahöfundur. leikstjóri, klippari og framleiðandi myndarinn- ar með meiru. Rainer Werner Fassbinder. Vöðvabúnt á háhæluðum skóm sterkur straumur tilfinninga svo úr varð tær list: Hjónaband Mariu Braun sem sýnd var hér fyrir skömmu í Regnboganum. í þeirri Fassbinder mynd, sem nú er sýnd á mánudögum vestur í Háskólabíói, Ár hinna þrettán mána, ber óheft frásagnargleði og tilfinningasemi tæknina ofurliði. Fassbinder er hér að fjalla um mjög persónulegt efni: Sjálfsmorð Armin Meyer sem var víst elskhugi Fassbinders um árabil. Myndina gerði Fass- binder skömmu eftir þennan hryggilega atburð og er þar ef til vill að finna skýringuna á hinni ónákvæmu uppbyggingu mynd- arinnar, þar sem feikilöng eintöl rjúfa gersamlega framvindu at- burðarásarinnar svo úr verður langdregið melodrama, óskiljan- legt öðrum en þeim sem stóðu næstir Armin Meyer. Það er að sjálfsögðu ekkert út á að setja, er listamaður losar sig við tilfinningafarg, með hjálp þess miðils sem hann hefir kosið sér. Hins vegar er ekki hægt að ætlast til þess að sá sem nýtur listaverksins, sé fær um að ausa af sama tilfinningabrunni og listamaðurinn sjálfur. Reynsla áhorfandans er hann situr undir nýjustu mánudags- mynd Háskólabíós verður því svipuð reynslu þess manns sem villist inn á jarðarför. Hann sér sorgbitið fólk en fer ekki að gráta sjálfur. Þetta á kannski bara við um kaldlyndan gagn- rýnanda hér norður við ballar- haf. Af ummælum kollega í Danaveldi má ráða að þeir hafi fellt mörg og stór tár yfir myndinni. VÖÐVABÚNT Á HÁHÆLUÐ- UM SKÓM ... Nafn á frummáli: In einem Jahr mit 13 Monden. Handrit, leikstjórn. mynda- taka. klipping, framleiðsla: Rainer Werner Fassbinder. Gerð árið 1978. Sýningarstaður: Háskólabió/ Mánudagsmynd. Rainer Werner Fassbinder er svo afkastamikill kvikmynda- gerðarmaður að furðu sætir. Ætti kappinn að vera farinn að þekkja kvikmyndatæknina eins Kvlkmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON vel og sína eigin stórutá. Allt frá sjálfri myndatökuvélinni, til ljósabúnaðar,' hljóðsetningar, klippingar og annars slíks sem hinn sérstæði miðill, kvikmynd- in, krefst. Síðari myndir Fass- binder bera vitni þessarar kunn- áttu, svo einstaka skot jafnast í tæknilegri fullkomnun á við sumar myndir Herzogs. Því mið- ur er hér aðeins um einstaka atriði að ræða, því allt of oft ber frásagnargleðin Fassbinder ofurliði. Hinn mikli prússneski agi sem læsir hverja senu mynda Herzóg í gullinn ramma full- komnunar, víkur sí og æ fyrir óheftu tilfinningastreymi hjá Fassbinder. Raunar hef ég að- eins séð eina mynd eftir Fass- binder, þar sem saman fór agi og Blikksmiðir efna til fræðslufunda FÉLAG blikksmiða og blikksmiðju- eigenda efna til sameiginlegs fræðslufundar að Hótel Esju. þriðjudaginn 12. maí kl. 20.00 um byggingareglugerðina. námskrá og -Reglugerð um sveinspróf í blikksmíði". Á fundinum verða flutt fjögur stutt framsöguerindi en að öðru leiti sitja framsögumenn fyrir svörum og er það markmið fundarins að ná sem bezt til þeirra manna í atvinnulífinu sem fundinn sækja og gefa þeim kost á að koma með spurningar um það sem þeir vilja og þurfa að fá svör við. Framsögumenn verða: Gunnar Sigurðsson byggingafull- trúi er kynnir félagslegu hlið bygg- ingareglugerðarinnar, Friðrik S. Kristinsson byggingatæknifræðing- ur, er kynnir tæknihiið reglugerðar- innar, Þuríður Magnúsdóttir fulltrúi Iðnfræðsluráðs, er kynnir námskrá i blikksmíði og Einar Þorsteinsson byggingatæknifræðingur. er kynnir reglugerð um sveinspróf í blikk- smíði. Einnig mæta frá bygginga- fulltrúaembættinu í Reykjavík Hall- grímur Sandholt deildarverkfræð- ingur og Ragnar Gunnarsson tækni- fræðingur. Fundarstjóri verður Kristján Ottósson blikksmiður og ritari Sveinn A. Sæntundsson blikksmíða- meistari. Þann 17. okt. 1979 var haldinn í Reykjavík ráðstefna unt blikksmíði í byggingariðnaði. Hún var fjölsótt og sóttu hana hönnuðir jafnt sent blikksntiðir. Gas 09 grillvörur Æ Suöurlandsbraut 4 srni 38125 ÍSLANDSMOTIÐ 1.DEILD - ÁFRAM FRAM! FRAM IBV á Melavellinum í dag kl. 14.00. Valinn veröur leikmaöur leiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.