Morgunblaðið - 14.05.1981, Síða 3

Morgunblaðið - 14.05.1981, Síða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ1981 Thorvaldsenssýning á Kjarvalsstöðum ÁKVEÐIN hefur verið sýninn á verkum myndhögKvarans fra’tja Bertils Thorvaldsens á Kjarvalsstöðum í aprilmánuði á næsta ári. Koma frá Danmörku frummyndir eftir myndhöjígv- arann. sem Thorvaldsenssafnið í Kaupmannahöfn lanar, en það mun einnig sjá um uppsetningu sýninsarinnar. Verða á sýninu unni nokkrar höKKmyndir, lág- myndir. brjóstmyndir, teikn- in^ar og mikið ljósmyndasafn. Verður þessi mikla sýning í Kjarvalssal og stendur út maí- mánuð. Hugmyndin með þessari sýn- ingu er að kynna á íslandi Bertil Thorvaldsen og list hans tíma, bæði á Rómarárum hans og Kaupmannahafnarárum en Verk lista- mannsins koma frá Danmörku hann var uppi 1770—1844. ís- lendingum hefur ekki fyrr gefist tækifæri til að kynnast svo nokkru nemi verkum þessa fræga myndhöggvara, sem var að hálfu íslendingur, sonur prestssonarins og myndskerans Gottskálks Thorvaldsens úr Skagafirði. Er á sýningunni lögð áhersla á sögulegt og menning- arsögulegt gildi verka Bertils Thorvaldsens og á að gefa al- menningi og þá ekki síst skóla- fólki á Islandi tækifæri til að kynnast þeim. Þessi sýning á sér nokkuð langan aðdraganda. Janus Palu- dan, sendiherra Dana í Reykja- vík, átti hugmyndina að henni og bæði Kjarvalsstaðir og Thor- valdsenssafnið í Kaupmanna- höfn sýndu strax mikinn áhuga. En þar sem slík sýning er dýrt og mikið fyrirtæki, var það ekki fyrr en menntamálaráðuneyti beggja landanna voru komin í málið, að því fór að miða. Hefur forstöðumaður Thorvaldsens- safnsins, Dyveke Helsted, m.a. komið til Islands vegna sýn- ingarinnar, sem safnið mun sjá um uppsetningu á í samvinnu við Kjarvalsstaði og menntamála; ráðuneytin í báðum löndunum. í íslenzku nefndinni eiga sæti dr. Kristján Eldjárn, fyrrv. forseti, Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra, Einar Ágústsson, sendiherra í Danmörku, og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, stjórnarfor- maður Kjarvalsstaða. Samsvar- andi nefnd er skipuð í Dan- mörku, sem í eiga sæti stjórnar- formaður Thorvaldsenssafnsins, sendiherra Dana á Islandi, menntamálaráðherra Dana og Bent A. Koch ritstjóri. En list- ráðunautar safnanna, Þóra Kristjánsdóttir á Kjarvals- stöðum og Dyveke Helsted í Thorvaldsenssafninu, eru fram- kvæmdastjórar sýningarinnar. Sjálfsmynd eftir Bertel Thor- valdsen. gerð 1910. Kaupmáttur elli- og ör- orkulífeyris lækkar Stöplalinurit þetta sýnir þróun kaupmáttar elli- og örorkulifeyris að viðbættri tekjutryggingu miðað við ársmeðaltal ársins 1971, sem sett er 100. Útreikningarnir, sem línuritið er gert eftir eru frá Kjararannsóknanefnd. Um er að ræða ársmeðaltöl. Greinilega sést, hve kaupmáttur þessi hækkar frá árinu 1977 til 1978, en þá var Matthías Bjarnason heil- brigðis- og tryggingaráðherra. Síð- an tekur kaupmáttur elli- og örorkulífeyris með tekjutryggingu að dala og er á árinu 1980 aðeins 8,5 stigum hærri en hann var á árinu 1977 og 9 stigum lægri en hann varð hæstur 1978. Tillögur um tvö íbúðar- húsahverfi í Laugardal UNDANFARNA daga hafa verið kynntar i viðkomandi nefndum Reykjavíkurborgar tillögur að byggð i Laugardal. sem Ingi- mundur Sveinsson arkitekt hefur unnið fyrir skipulagsneínd. Þar er gert ráð fyrir tveimur ibúðar hverfum i dalnum austan Múla- vegar. Annars vegar 50 raðhús- um og 20 einbýlishúsum upp á lVz—2 ha“ðir i 6 þyrpingum neðan Suðurlandsbrautar. Og hins vegar ibúðir vestan f jölbýlis- húsanna við Álfheima, þar sem 55 íbúðir verði í 2—4ra hæða húsum. Þegar hugmyndir komu fram um meiri byggð í Laugarda) á sl. ári, mótmæltu 9000 manns á undirskriftalistum því að þrengt yrði að þessu íþrótta- og útivistar- svæði. Einnig skilaði samstarfs- nefnd frá umhverfismálaráði, æskulýðsráði og íþróttaráði um nýtingu útivistarsvæða áliti, þar sem nefndin telur augljóst að þörf verði fyrir allt svæðið í framtíð- inni til íþrótta- og útivistarat- hafna í framhaldi af því sem þegar er á áætlun. Tillögur arkitektsins, þar sem 55% hækk- un á verði humars VERÐ hefur verið ákveðið á ferskum og slitnum humri og er skiptaverðið 55% hærra en það var síðastliðið sumar. Verðið var ákveðið með sam- komulagi í Verðlagsráði sjávar- útvegsins á þriðjudag og miðast við að seljandi afhendi humarinn á flutningstæki við hlið veiðiskips. Verðflokkun byggist á gæðaflokk- um Framleiðslueftirlits sjávaraf- urða. Lágmarksverðið, sem ákveðið var, er sem hér segir: 1. flokkur, óbrotinn humarhali, 25 gr og yfir, hvert kg kr. 56.00 2. flokkur, óbrotinn humarhali 10 gr að 25 gr og brotinn humarhali 10 gr og yfir, hvert kg kr. 27.00. 3. flokkur, humarhali, 6 gr að 10 gr, hvert kg kr. 11.00. gert er ráð fyrir byggð í dalnum sunnanverðum og austanverðum, eru nú til umfjöllunar. Kaupmáttur elli- og örorkulffeyris að viðbættri tekjutryggingu. (1971=KX)) Ársmeðaltöl 198.0 196.2 XX) £J 1971 1977 1978 1979 1980 Lágheiði enn ófær VEGURINN um Lágheiði er enn ófær og sagði Matthías fréttarit- ari Mbl. á Siglufirði. að Siglfirð- ingar væru undrandi á. að heiðin skyldi ekki hafa verið rudd. Um langan tíma hefði stórt og oflugt snjóruðningstæki staðið ónotað við Þrasastaði. Ef Lágheiði er ekin styttist leiðin til Akureyrar verulega ug munar einum til einum og hálfum tíma ef hægt er að fara heiðina. Hjá Vegaeftirlitinu fékk Morg- unblaðið þær upplýsingar í gær, að búið hefði verið að moka að Þrasastöðum, innsta bæ í Stíflu, en leiðin þangað hefði lokast aftur. Nú væri beðið eftir því að tímabært þætti að ryðja heiðina. Apple þýöir viðskipti segir framkvæmdastjórinn .. ■ eins og Sir Freddie Laker ForsetiogLRKER framkvæmdastjori niRWRYS „Ég tel að framkvœmdastj&rar þurfi að hafa aðgang að nákvæmum upplýsing- um til þess að geta tekið réttar ákvarðanir fljótt í harðri samkeppni. Mikill hluti þessara upplýsinga er annað hvort af fjármálaeðlinu eða tölfrœðilega og þar af leiðandi er Apple tölvan kjörinfyrir vinnslu nauðsynlegra upplýs- inga, sem hafa áhrif á afköstfyrir- tœkis eða deildar. “ Ef þú framkvæmdastýrir eða stjórnar fyrirtæki eða deild, þá getur Apple tölvan hjálpað þér. Apple þýðir ... þú hefur skjótan aðgang að mikilvægum upplýsingum. Þú getur leiðrétt þessar sömu upplýsingar auðveldlega, þannig að breytingar eru strax skráðar og þú getur látið prenta þær út, upplýsingar sem þú vilt hratt og örugglega. Þannig veitir Apple tölvan þér forskot í samkeppninni. Apple þýðir ... leysa vanda, en ekki valda. Framkvæmdastjórar geta haft gagn af Apple kerfinu sínu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þeir fá tölvuna í hendur. Þeir, sem annast áætlanagerð komast í feitt með aðstoð Apple. Apple þýðir ... áreiðanleiki, þjónusta og eins árs ábyrgð. Apple þýðir ... þú getur valið um mörg tölvumál: BASIC, PASCAL, FORTRAN, CIS COBOL og APPLE PILOT. Apple þýðir ... þú getur notað Visi Calc forritið í tengslum við Apple plot forritið, sem gerir mögulegt að prenta allar tölulegar upplýsingar í línurit. Auk þess má tengja Desk/Top Plan forritið við hin tvö, fyrir mjög stór áætlunarverkefni. Visi Calc er forrit sem er geysi öflugt við áætlanagerð. Apple þýðir ... fjölbreytileiki — með marga nytsama tengimögu- leika í vísinda- og kennslunotkun. Apple þýðir ... deildur vandi er leystur vandi, þegar þú deilir honum með Apple umboðinu. tappkz pin'fnTTT' | fc n n n iEil ■•3 mimmn tölvudeild, Skipholti 19’ Sími 29800.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.