Morgunblaðið - 14.05.1981, Side 13

Morgunblaðið - 14.05.1981, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAI 1981 13 90% af kostnaðarverði lán- að til raðsmíði fiskibáta RÍKISSTJÓRNIN hefur nú ákveðið nokkurn stuðninn við raðsmiði fiskiháta <>k gengið hefur verið frá re^lum um 5% viðbótarlán veKna nýsmíði háta innanlands er falla undir þessa raðsmíði. Ákvörðun þessi er afrakstur 13 mánaða starfs hjá svonefndri verkefnisstjórn um hönnun ok raðsmíði fiskiskipa sem í áttu sæti fulltruar FélaKs dráttar- hrauta <>k skipasmiðja. iðnaðar- ráðuneytisins <>k sjávarútveKsráðu- neytisins. Við gerð lánsfjárlaga fyrir árið 1981 var ákveðið 10 milljón króna framlag til innlendrar bátasmíði, og verður framlag þetta tekið að láni erlendis frá. Reglur um ráðstöfun þessara 10 milljóna eru þessar: „Byggðasjóður verður hinn formlegi lántakandi og gengur lánið síðan til þess sem lætur smiða fiskiskip innanlands í tengslum við áætlun um raðsmíði fiskiskipa. Miðað er við að lánveiting þessi nemi að jafnaði um 5% af kostnaðarverði báts og komi til viðbótar framlagi Fisk- veiðasjóðs og Byggðasjóðs.“ Iðnað- arráðherra sagði á fundi með blaða- mönnum, að þetta þýddi 90% láns- fjármagnsmöguleika fyrir viðkom- andi kaupanda, en kaupendum verð- ur ekki heimilt að gera kröfur um teljandi frávik frá fyrirliggjandi teikningum samkvæmt raðsmíða- verkefninu. Umsóknir um lán skulu sendast Byggðasjóði, sem tekur afstöðu til þeirra, að höfðu samráði við Fisk- veiðasjóð og gengur úr skugga um að um raösmíði sé að ræða. Umsóknum eiga að fylgja sömu upplýsingar og krafist er af Fiskveiðasjóði, og álit F'élags dráttarbrauta og skipasmiðja um hvort viðkomandi smíðasamn- ingur falli innan raðsmíðaverkefnis skal fylgja umsókn. Verkefnisstjórnin áðurnefnda kynnti sér hugmyndir útvegsmanna um land allt varðandi æskilegar skipsgerðir, og í framhaldi þess var ákveðið að ráðast í frumhönnun 23 m skipa, 26 m og 35 m. Jafnframt voru samdar smíðalýsingar fyrir allar þrjár skipsgerðirnar og á grundvelli þeirra hafa þátttakendur verkefnisins komið fram með sam- eiginleg verðtilboð fyrir hverja skipsgerð: 1. 23ja m skip, u.þ.b. 100 brl. — kr. 10.300.000 (miðað við verðlag 10. mars 1981). 2. 26 m skip, u.þ.b. 180 brl. - kr. 13.960.000 (miðað við verðlag 20. janúar 1981). 3. 35 m skipin, u.þ.b. 250 brl. — kr. 21.500.000 (miðað við verðlag 9. mars 1981). Verðið miðast við að smíðuð verði fleiri skip en eitt af hverri gerð. Mest mun ásóknin í stærsta skipið. Varðandi þörfina á endurnýjun bátaflotans vísar iðnaðarráðuneytið til tillagna nefndar á vegum sjávar- útvegsráðuneytisins, en þar er talin þörf á endurnýjun bátaflotans og jafnframt tengist fjöldi skipa í raðsmíðinni einnig aukinni úreld- ingu fiskiskipa, sem sjávarútvegs- ráðherra hefur boðað. Iðnaðarráðherra kvað F'iskveiða- sjóð hafa nýlega tekið afstöðu til nokkurra raðsmíðasamninga og sagði „sæmilega séð fyrir verkefnum á vegum flestra skipasmiðastöðva á þessu ári“. Þó hefur Vélsmiðja Seyð- isfjarðar enn ekki fengið samþykkt- an samning um smíði báts fyrir Vopnfirðinga og er þess vegna verk- efnalaus. Sagðist Hjörleifur Gutt- ormsson ætla að beita sér fyrir lausn á því máli. Þórleifur Jónsson, for- maður Félags dráttarbrauta og skipasmiðja, sagði að það yrði að smíða samfellt, og forsenda þess að hagkvæmni næðist í íslenskri skipa- smíði, væri að samþykkja áætlun, þannig að ekki kæmi eyða í starf- semi skipasmíðastöðvanna. Menn þyrftu að gera það upp við sig hver endurnýjunin ætti að vera, svo hægt væri að skipuleggja þessa hluti. Þannig standa til dæmis mál, að skipum þeim sem Fiskveiðasjóður hefur leyft smíði á, má ekki byrja á fyrr en í byrjun árs 1982. „Þennan afgreiðslumáta Fiskveiðasjóðs verð- ur að telja hemil á eðlilega og æskilega framvindu verkefnisins," sagði Þórleifur Jónsson, og lét þess getið að allt útlit væri fyrir að Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi yrðu verkefnalausir til áramóta. Iðnað- arráðherra kvaðst ætla að senda Fiskveiðasjóði erindi varðandi Vélsmiðju Seyðisfjarðar og áreiðan- lega yrði þar farið fram á að raðsmíðinni verði flýtt. Þá sagði iðnaðarráðherra að unnið væri að endurbótum á aðstöðu skipa- smíðastöðva með sérstakri lánafyr- l>etta er teikning af 23 m skipinu sem getur stundað veiðar með botnvörpu. línu og net. Lestarrými er 95 rúmm. og pláss er fyrir 16 tonn af brennsluoliu og 10 tonn af ferskvatni. Aðalvélin er 500 hö„ ganghraði áatlaður rúmar 10 sjómílur og togspyrna skipsins með fastsetta togvíra rúm 8 tonn. íbúðir eru í skipinu fyrir 10 manns. irgreiðslu til stofnframkvæmda við dráttarbrautir og skipasmíðastöðv- ar, og talaði um 20 milljónir króna í því skyni. Það kom bersýnilega fram á fundi þessum ágreiningur milli iðnaðar- ráðherra og Félags dráttarbrauta og skipasmiðja varðandi heimildina til nýsmíði án fyrirframgerðra kaup- samninga. Iðnaðarráðherra sagði að það væri ekki þörf fyrir smíði án samninga, því ásóknin væri svo mikil í skip, en fulltrúar Félags dráttarbrauta og skipasmiðja sögðu, að þess þá heldur ætti að leyfa nýsmíði án samninga, þegar lægi fyrir að það væri mikil ásókn í skip. í bréfi félagsins segir: „Þar sem Félag dráttarbrauta þekkir af eigin raun, að erfitt getur orðið að breyta afstöðu stjórnvalda í þessu efni, en ítrekuö nauðsyn á áætlun til nokk- urs tíma um nýsmíði skipa, þá hefur stjórn samstarfsnefndar sett fram hugmynd um skipsgerðir, fjölda skipa og afhendingartíma á næstu árum.“ Hugmyndin er sú að leyfa smíði 18 skipa, frá 100 brl. upp í 250 brl. á næstu tveimur og hálfu ári, sem skyldu afhendast á tímabilinu maí 1982 til febrúar 1984. Alls 3.920 brúttórúmlestir eða rúmlega 1500 að meðaltali á ári. Fulltrúi sjávarút- vegsráðuneytisins sagði að áætlun þessi væri ekki fjarri þeirri endur- nýjun sem ráðuneytið teldi æski- legasta í bátaflotanum. Aðspurðir sögðu fulltrúar Félags dráttarbrauta og skipasmiðja, að reynslan sýndi að nýsmíði innan- lands væri fyllilega samkeppnisfær við erlenda. Iðnaðarráðherra. ásamt fulltrúum Félags dráttarbrauta <>g skipa- smiðja og einnig sjávarútvegsráðuneytisins á fundi með hlaða- mönnum. I.jusm. Kmilia.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.