Morgunblaðið - 14.05.1981, Síða 16

Morgunblaðið - 14.05.1981, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ1981 l>inKmál 312 Þann 6. maí sl. mælti iðnaðar- ráðherra, Hjörleifur Guttorms- son, fyrir stjórnarfrumvarpi í efri deild Alþingis til laga um sjóefna- vinnslu á Reykjanesi. I sjálfu frumvarpinu er aðeins getið um „vinnslu á saltefnum og öðrum efnum, sem til falla við þá vinnslu“, en heimilt sé „að hefja undirbúning að framleiðslu á natriumklórati til útflutnings". Af greinargerð með frumvarp- inu verður þó ljóst, að megintil- gangurinn með því er sá „að hefja framleiðslu á fisksalti hér á landi í stórum stíl“, 8 þúsund tonn á ári til að byrja með, en síðan 40 þúsund tonn árlega. Um hugsan- lega framleiðslu á natríumklórati er þess getið í greinargerðinni, að efnið sé hættulegt meðferðar, en þetta sé „mjög orkufrekur iðnaður miðað við afurðaverðmæti". Ferskt vatn úr sjó Það var fyrir rúmum 10 árum síðan, að gerð var í Los Angeles áætlun um vinnslu á fersku vatni úr sjó, en vatnsskortur er víða tilfinnanlegur í suðvesturhluta Bandaríkjanna, einkum til hvers konar ræktunar. Nota skyldi kjarnorku, og ekki þótti taka því að hafa vinnslustöðina minni en svo, að hún framleiddi 150 milljón gallon af fersku vatni á sólar- hring, þ.e. nær 570 þúsund tonn. En hér kom nýtt vandamál til sögunnar. I eimingarstöð af þess- ari stærð mundu falla til, hvorki meira né minna en um 20 þúsund tonn af salti á hverjum sólar- hring, og hvað átti að gera við allt þetta salt? Ekki veit ég, hvort þessi stöð var reist, en eimingar- stöðvar af þessu tagi eru víða til, þó að þær séu ekki svona stórar. En eitt er þó víst, að með stöðugt vaxandi skorti í heiminum á fersku vatni kemur fljótlega að því, að út við strendur frjósamra landa og iðnvæddra ríkja rís upp fjöldi stöðva til vinnslu á vatni úr sjó, og fellur þá til mikið af sjávarsalti. Verður þá svo komið, að salt er nánast verðlaust úr- gangsefni, er þeir mega hirða fyrir lítið, sem vilja. Kaupendur að þessu verksmiðjusalti þyrftu því lítið að greiða nema flutnings- kostnaðinn. Út frá þessu sjónarmiði er saltverksmiðju á Reykjanesi ekki óhætt að reikna sér hærra verð á sínu salti, á þessu vinnslustigi, en sem nemur flutningskostnaði á salti erlendis frá. Er þá hætt við því, að lítið fengist fyrir hitaork- una á Reykjanesi miðað við ís- lenzkt markaðsverð. En sagan er ekki þar með öll. Saltið, sem fæst við eimingu sjávar í þar til gerðum verksmiðj- um, er fjarri því að vera hæft til söltunar á fiski samkvæmt ís- lenzkum kröfum, nema á því séu gerðar ýmsar endurbætur. Er þetta að sjálfsögðu viðurkennt í greinargerðinni með ofannefndu frumvarpi. íslenzkur saltfiskur Islenzkur saltfiskur hefur um langan aldur verið viðurkennd gæðavara og eftirsóttur víða um heim. I rómönskum löndum mun fæst að lokinni útfellingu, háð ýmsum ytri skilyrðum. Veldur þar mestu, hvenær útfellingin er stöðvuð, en hraði útfellingarinnar, hitastig pækilsins og hreyfing hafa einnig sín áhrif. Allt getur þetta verið mismunandi í eim- ingarstöðvunum. Þar er líka vinnsluhraðinn oft mikill og þá mjög vandasamt að stjórna þessu öllu saman. Er þetta vandamál löngu þekkt hjá þeim fyrirtækj- um, sem vinna salt úr jörðu með vatnsdælingu, en þá er vatni dælt niður í saltlögin og saltpæklinum, sem fæst, síðan dælt upp aftur. Er svo saltið unnið úr pæklinum með eimingu, eins og gerist við salt- vinnslu úr sjó. Við sólarhitann í saltverum suðurlanda gengur þetta allt hæg- ar fyrir sig. Lögmál náttúrunnar ráða þar ferðinni, óbrigðul að vanda, og minni hætta er þarna á Sigurður Pétursson: Saltvinnsla á Suðurnesjum Á að eyðileggja íslenzka saltfiskinn? hann víða vera algengari á borð- um en hér heima og talinn þar ómissandi. Milljónir neytenda með erlendum þjóðum eru orðnir vanir bragði og gerð íslenzka saltfisksins, enda hafa þessi sér- kenni hans haldizt óbreytt um aldarskeið að minnsta kosti. Saltið, sem íslendingar hafa langmest notað til fiskverkunar, er sjávarsalt unnið á sólríkum ströndum suðrænna landa. Sólar- orkan sér þar um eimingu vatns- ins úr víðáttumiklum sjótjörnum, og á tilsettu stigi útfellingar saltsins er móðurpækjinum rennt ofan af saltinu, allt eftir alda- gömlum venjum og á sama hátt ár eftir ár. Við þetta næst mikill stöðugleiki í efnasamsetningu og kornastærð saltsins. Hefur Islend- ingum tekizt að hagnýta sér þessa mikilvægu eiginleika saltsins við verkunina á saltfiskinum og þann- ig tryggt sér stöðugleika í gæðum vörunnar. Verksmiðjusalt I sjávarsalti eru sem kunnugt er margar tegundir af söltum. Þessi sölt kristallast hvert á sinn hátt og hvert við sitt vissa styrkleika- stig móðurpækilsins. Stærð og gerð saltkornanna og efnasam- setning verður því mjög mismun- andi og samsetning saltsins, sem truflunum af völdum mannlegra mistaka og vélabilana. Óraunhæfar forsendur — Hættulegar aíleiðingar Af framanrituðu er það ljóst, að framleiðsla á fisksalti á Reykja- nesi, samkvæmt nefndu stjórnar- frumvarpi, er ekki aðeins óraun- hæf fjárhagslega, heldur líka stór- hættuleg fyrir saltfiskframleiðslu íslendinga, ef úr yrði. Við hug- mynd þessa um saltframleiðslu er búið að dekra af vissum hópi manna í meira en tvo áratugi, og hefur það verið látið óátalið þar til nú, þegar sýnt þykir, að hrinda eigi henni í framkvæmd. Þann 14. apríl sl. birtist í Dagblaðinu grein eftir Asgeir Long, þar sem hann gagnrýnir uppsetningu saltverksmiðjunnar á Reykjanesi, bæði frá fjárhagslegu sjónarmiði og sakir hættu fyrir saltfiskframleiðsluna. Um fjár- haginn segir hann „að talsvert muni skorta á, að fyrirtækið vinni fyrir vöxtum". Hvað varðar gæði framleiðslunnar telur hann „mikið vanta á, að um fyrsta flokks vöru sé að ræða“, en svo bætir Ásgeir við: „Saltfiskurinn okkar er dýr- mæt útflutningsvará og verður að gæta þess, að einungis úrvalssalt sé notað í hana.“ Báðar þessar athugasemdir eru réttmætar. Meira kapp en forsjá I greinargerð frumvarpsins láta höfundar gamminn geysa um alla þá miklu möguleika, sem verk- smiðjan hefur til framleiðslu á nytsömum efnum. Gætir þar mik- illar bjartsýní, sem títt er hjá áhugamönnum. Þó er þar sitthvað tortryggilegt. Það vekur fyrst og fremst at- hygli að öll meginvandamálin við framleiðslu verksmiðjunnar eru ennþá óleyst, og þá sérstaklega hvort hægt sé að gera saltið hæft til verkunar á saltfiski. En þetta er ekki litið svo alvarlegum aug- um, hinir ágætu vísindamenn vor- ir eigi fljótlega að geta leyst það. Þetta er vægast sagt blekking. Það tekur mörg ár að gera fram- leiðslutilraunir og þreifa sig áfram og kanna undirtektir salt- fiskneytenda í hinum ýmsu mark- aðslöndum. Og það sem verra er, það er borin von að það takist nokkurn tíma að verka með svona verksmiðjusalti saltfisk svo líkan að lit, lykt, bragði og gerð þeim saltfiski, sem nú er framleiddur hér, að kaupendur vilji við hann una. Sterk meðmæli með hinu nýja salti eru þau, að roði á fiskinum af völdum gerla mundi hverfa úr sögunni. Þetta er sennilega rétt. Roði þessi á saltfiski veldur stund- um tjóni þar sem ekki er hægt að halda fiskinum nægilega kældum um sumartímann, en svo fer raunar um mörg matvæli, að þau skemmast ef spöruð er kælingin. Eftir er líka að sjá, hvort smit getur borizt í fiskinn annars staðar frá en úr saltinu, sem í hann er notað. . Efnt til ráð- stefnu um barnavernd- armálefni SAMBAND ísl. sveitarfélaga efnir á morgun. föstudag, til ráðstefnu á Hótel Elsju um harnavernd. Verður í umra'ðuhópum fjallað um eftir- litshlutverk harnaverndarnefnda. reglur um útivist og aðgang ungl- inga að samkomum og um framtíð- arskipan barnaverndarmáia i sveitarfélögum. Á ráðstefnunni mun Ármann Snævarr hæstaréttardómari kynna nýsamþykkt barnalög, Gunnar Ey- dal, formaður barnaverndarráðs, kynnir lög og reglugerðir um vernd barna og ungmenna og Sveinn Ragnarsson félagsmálastjóri, Bragi Jósepsson, formaður barnaverndar- nefndar Reykjavíkur og Guðrún Kristinsdóttir, yfirmaður fjöl- skyldudeildar Félagsmálastofnunar, kynna meðferð barnaverndarmála hjá Reykjavíkurborg. Þá munu sr. Jakob Ág. Hjálm- arsson, formaður félagsmálaráös á Isafirði og sr. Vigfús Þór Árnason, bæjarfulltrúi í Siglufirði, hafa framsögu um barnavernd í kaup- stöðum, kauptúnum og í strjálbýli, Helgi Jónsson fræðslustjóri ræðir um hlutverk skóla í barnavernd og sálfræðingarnir Álfheiður Stein- Jjórsdóttir og Guðfinna Eydal kynna foreldraráðgjöf. „Vona að samskipti íslands og Suður-Kóreu eigi eftir að dafna“ Suk-Shin Choi sendiherra Suður- Kórcu á lslandi (i miöiö). en honum til hægri handar er Harald- ur Úlafsson ræðismaður S-Kóreu á íslandi og hlaðafulltrúi hans er honum tii vinstri handar. Lengst til vinstri er fulltrúi i sendiráðinu í Osló, cn lengst til ha-gri viðskipta- fulltrúi stærstu skipasmiða- stöðvar S-Kóreu. með aðsetur einn- ig í Osló. Ljt'tsm. Mbl. RAX „Við búum við stanzlausar ögranir af hálfu Norður-Kóreu. Þeir eru jafnan að erta okkur og ofsækja á einn eða annan hátt. Við erum því viðbúnir innrás frá Norður-Kóreu, herir okkar eru í viðbragðsstöðu. Norður-Kóreu- menn hafa meiri herafla en við, hafa yfirburði á því sviði, en okkar herir eru vel þjálfaðir og við þykjumst fullfærir um að verjast innrás. En við höfum slæma reynslu af styrjöldum, það vinnur enginn styrjaldir, af þeim hlýst aðeins margvísleg eyðilegging. Og þar sem við aðhyllumst frelsi og frið, viljum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að forðast átök, hvað sem það kostar. Friður er meira virði en styrjaldarsigur." Þannig mælti Suk-Shin Choi, nýskipað- ur sendiherra Suður-Kóreu á íslandi, á fundi með blaða- mönnum er hann var spurður um ástandið á landamærum Norður- og Suður-Kóreu og hvort stjórnvöld í Seoul óttuðust jnnrás úr norðri. Sendiherrann og blaðafulltrúi hans, en þeir hafa aðsetur í Osló, sögðu það draum allrar kóresku þjóðarinnar að ríkin tvö samein- uðust. Yfirvöld í Norður-Kóreu ynnu þó markvisst að því að sameina ríkin með því að beita hervaldi og koma á þjóðfélags- skipulagi kommúnista í suður- hlutanum. Þeir sögðu að frá iokum heimsstyrjaldarinnar síð- ari hefðu ráðamenn í N-Kóreu lagst gegn öllum tilraunum til að sameina ríkin tvö. „Nú er svo komið, að efna- hagslegir yfirburðir okkar eru miklir, og bilið milli ríkjanna eykst stöðugt. Það er því von okkar að þegár það verður það breitt, að N-Kóreumenn geti ekki lengur náð okkur, gefi þeir upp á bátinn þann metnað sinn - segir Suk-Shin Choi sendiherra S-Kóreu á íslandi að sameina allan Kóreuskagann með vopnavaldi og fallist á hugmyndir okkar um friðsam- lega sambúð. Af þessum sökum höfum við lagt svo ríka áherzlu á iðnvæðingu og efnahagsframfar- ir í stað hervæðingar," sagði sendiherrann. Það kom fram á fundinum, að fram til ársins 1969 hefðu þjóð- artekjur á hvern íbúa verið hærri í N-Kóreu en í S-Kóreu. Síðustu árin hefur hagvöxtur hins vegar verið mikill í S-Kóreu vegna mikillar iðnvæðingar, og eru þjóðartekjur á mann í Suð- ur-Kóreu nú meira en tvöfalt hærri en í Norður-Kóreu. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum fyrir síðasta ár voru þjóðartekjur á mann í Suður-Kóreu jafnvirði 1.600 Bandaríkjadollara, en 700 dolllarar í N-Kóreu. Sendiherr- ann sagði, að Suður-Kóreumenn verðu um 5,6% þjóðarframleiðsl- unnar til hermála, en Norður- Kóreumenn hins vegar milli 22 og 23%. Frá því 1970 hafa N-Kóreumenn fjölgað hermönn- um úr 360.000 í 700.000, en alls ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.