Morgunblaðið - 14.05.1981, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 14.05.1981, Qupperneq 17
17 Mjög furðulegt er það loforð, sem gefið er saltfiskverkendum á SV-landi, að þeir skuli fá saltið flutt í hús til sín og taki verk- smiðjan „enga þóknun fyrir það sérstaklega". Verður saltið til þeirra þar með 35% ódýrara en til kaupenda annars staðar á landinu. Þetta eru óvenjulpgir verzlunar- hættir og nálgast ósvífni, en auðveldar sennilega hlutafjár- söfnun til fyrirtaekisins í þessum útvalda landshluta. Auk þeirra 40 þúsund tonna af fisksalti (natríumklóríði), sem verksmiðjunni er ætlað að fram- leiða árlega, á hún um leið að gefa af sér 9 þúsund tonn af kalsíum- klóríði og 4 þúsund tonn af kalí. Kemur fram að ekki hafa verið gerðar nægilegar vinnsluprófanir hér að lútandi, né markaðskann- anir. Það vekur eftirtekt að lögð er sérstök áherzla á, að hefja megi í verksmiðjunni framleiðslu á natríumklórati, og teljist það orkufrekur iðnaður. Mun þetta eina varan, sem verksmiðjan get- ur framleitt, er talizt getur til þess háttar iðnaðar. Efni þetta er heldur ómerkilegt, að öðru leyti en því, að af því stafar mikil sprengi- hætta og því erfitt að flytja það. Mun það þó ætlað eingöngu til útflutnings. Sporin hræða Athuganir á möguleikum fyrir saltvinnslu á Reykjanesi hafa ver- ið á döfinni allt frá 1954, að því er segir í áðurnefndri greinargerð. Hafa þær farið fram á vegum ríkisstofnana, stjórnskipaðra nefnda, ráðuneyta og ráðherra, en frá því 1966 aðallega á vegum Rannsóknarráðs ríkisins. Sú stofnun hafði einnig með höndum gerð áætlunar um þörungaverk- smiðju á Reykhólum, sem reynzt hefur óraunhæf. Er full ástæða til að óttast, að eins muni fara fyrir saltverksmiðjunni á Reykjanesi. Þörungaverksmiðjan er að þrotum komin og þurrkar nú þorskhausa til útflutnings. Ef eins fer fyrir saltverksmiðjunni má þó alltaf samgleðjast Suðurnesjamönnum með það, að þeir þurfa ekki að flytja þorskhausana um svo lang- an veg sem þeir í Reykhólasveit- inni. 10. maí 1981, Sigurður Pétursson gerlafræðingur. hafa S-Kóreumenn yfir að ráða rúmlega 500.000 manna herliði. „Af okkar hálfu er það skilyrði að ríkin viðurkenni tilverurétt hins og friðsamleg sambúð kom- ist á, áður en af sameiningu getur orðið. Fyrst viljum við frið og sameiningu síðar. Það er of djúpstæður ágreiningur milli ríkjanna tveggja, til að af sam- einingu geti orðið í bili, og af hálfu Norður-Kóreumanna hef- ur ekki verið um neina undan- látssemi að ræða. Hjá þeim eru allar dyr lokaðar, og af þeim sökum erum við frekar svartsýn- ir á að eðlilegt samband takist í bráð, en við trúum samt, að sá dagur renni upp, að Norður- Kóreumenn geri sér það ljóst, að ekki þýði lengur að berjast gegn og þverskallast við tilraunum okkar til að koma á friði, einkum vegna ört vaxandi efnahagslegs forskots Suður-Kóreu og alþjóð- legs þrýstings," sagði Suk-Shin Choi. Sendiherrann lét í ljós þær vonir, að viðskipti Islendinga og Suður-Kóreumanna ættu eftir að aukast. Hann sagði þau væru að aukast, þótt ennþá væru þau íslendingum óhagstæð. íslend- ingar kaupa fyrst og fremst net, nótaefni og vefnaðarvörur frá Kóreu, en á síðasta ári keyptu Flugleiðir þaðan fjórar flugvél- ar. „Við höfum átt vinsamlegar og nytsamlegar viðræður við aðila í iðnaði og kaupsýslumenn hér á landi og ég vona, að meðan ég er sendiherra á Íslandi, eigi samskipti þjóðanna eftir að dafna,“ sagði Suk-Shin Choi að lokum. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAG.UR 14. MAI1981 Mikið kal í vellinum í Kópavogi og grasið orð- ið lélegt Knattspyrnuvöllurinn í Fífu- hvammi í Kópavogi hefur undan- farin ár yfirlcitt verið fyrr tilbúinn á vorin heidur en aðrir knatt- spyrnuvellir hérlendis. Sú er þó ekki raunin á í ár og verður i fyrsta lagi hægt að leika knatt- spyrnu á vellinum um mánaðamót- in. Grasið á vellinum mun vera orðið mjög lélegt og óttast ýmsir. að völlurinn muni ekki ná sér á strik í ár. Á Kópavogsvellinum eru hita- leiðslur undir grassverðinum og yfirbreiðsla úr plasti til að verja grasið kulda. Vegna þessa hefur völlurinn komið betur undan vetri frá því árið 1976 og fyrstu leikir yfirleitt farið fram á honum fyrstu vikuna í maí. Síðastliðinn föstudag átti keppnistímabil knattspyrnu- manna að hefjast í Kópavogi með leik Breiðabliks og Víkings í 1. deild, en þeim leik varð að fresta. Á föstudag átti Breiðablik að leika gegn Fram í Kópavogi, en sá leikur hefur nú verið færður á gamla Melavöllinn við Suðurgötu. Jónas Traustason, vallarstjóri í Kópavogi, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að ástand vallarins væri mun verra nú en undanfarin ár. Ástæðurnar væru sjálfsagt margar, en kalt haust og svellalög á vellinum í vetur hefðu haft mikil áhrif til hins verra og væri völiur- inn kalinn á milli vítateiga. Þá væíu röng notkun og meðferð fyrstu árin farin að segja til sín og grasið á vellinum væri orðið lélegt. Hann var spurður hvort grasið á vellinum væri ónýtt og sagði, að ef svo væri ætti það eftir að koma í ljós er lengra liði á sumarið. ekki, sem ekki róa. Því ættir þú aö drífa þig í næstu hljómplötuverslun og tryggja þér eintak. . . Eins og skot. Geimsteinn hf. dreifing stoinorhf Símar 87542 — 85055. ■ EINS DG SK IVERTIÐARD3 NY HUÓMFLATA MEÐ ÁHÖFNINNI Á HALASTJÖRNUNNI Á síöasta ári var Áhöfnin á Halastjörnunni sú langaflahæsta á plötumarkaöinum. Árangurinn var, aö hvorki meira né minna en 8000 manns hafa nú fengiö sér „Meira salt“.Nú í vertíöarlok, ári síðar, er aö hefjast ný vertíö hjá Áhöfninni á Halastjörnunni. Smá breytingar hafa oröiö á mannskapnumeins og veröa vill, og er áhöfnin nú skipuð Rúnari, Maríunum báöum, Ara, Viöari, Hemma Gunn og Páli Óskari. Sem fyrr eru öll lögin samin af Gylfa Ægissyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.