Morgunblaðið - 14.05.1981, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ1981
Pólskir fangar
í sel tl ívei r ki Eal i
PÓIÍ5KA frétta.stofan PAP hefur staðfest fréttir um setuverkfall í fangelsi
nálæKt Poznan og sejfir að fanxelsisstjórinn o« annar háttsettur
starfsmaður fanKelsisins hafi verið sviptir störfum vcgna málsins.
Panf'elsisstjórinn skipaði fanga-
vörðum að beita gúmmíkylfum gegn
207 föngum þegar þeir neituðu að
vinna. PAP segir að enginn fang-
anna hafi þurft læknismeðferð, en
Solidarnosc segir að einn fangi hafi
særzt alvarlega.
Fréttastofan segir rannsókn hafa
leitt í ljós að engin ástæða hafi verið
til að beita valdi gegn föngunum og
yfirmennirnir hafi verið reknir fyrir
að beita óheyrilega miklu valdi.
Jafnframt segir Solidarnosc að
Zýgmunt Goiawski úr samtökunum
KPN hafi verið sleppt úr haldi.
Hann hefur verið í hungurverkfalli í
sex mánuði og neyddur til að matast.
Varnarnefnd pólitískra fanga leitaði
til Amnesty vegna málsins.
Sextán leiðtogar
Mafiunnar teknir
Kom. 13. maí. AP.
SEXTAN grunaðir leiðtogar Mafiunnar’og annarra neðanjarðarsamtaka
glæpamanna voru handteknir i dag i samræmdum árásum i Róm, Mílanó.
Catanzaro. Genúa. Padua. Frosinone og Messina að sögn itölsku
lögreglunnar.
Francesco Monastero ríkissak-
sóknari sagði að allir þeir sem voru
handteknir yrðu ákærðir fyrir
mannrán, viðskipti með lausnar-
gjöld, ólöglega flutninga verðmætra
muna, hergagnasölu og eiturlyfja-
smygl. Hann tilkynnti einnig að 12
aðrir, sem þegar sitja í fangelsi fyrir
aðra glæpi, yrðu einnig ákærðir fyrir
sömu sakir.
Monastero sagði að í aðgerðunum
hefði tekizt að góma einn helzta
leiðtoga Mafíunnar í Calabria á
Suður-Italíu, Paolo Di Stefano frá
Mílanó, og Darmelo Bianco, sem er
talinn guðfaðir glæpafjölskyldu ná-
lægt Catanzaro í Caiabria.
Hann sagði að hinir handteknu
hefðu stjórnað neti mannræningja
og „fjármálaráöunauta", sem stóðu í
viðskiptum með fé sem var kúgað út
úr fjölskyldum fólks er hafði verið
rænt. Þeir voru einnig taldir hafa
verið viðriðnir ólöglega flutninga á
stolnum demöntum fyrir millgöngu
útflutningsfyrirtækis, sem var að-
eins til á pappírnum, og haft fé af
kaupsýslumönnum á Italíu og í
Belgíu.
Lögreglan hafði áður skýrt frá
handtökum 17 grunaðra Mafíu-
manna í Palermo á Sikiley. Þeir eru
ákærðir fyrir morð, mannrán, fjár-
kúgun og ólöglegan vopnaburð.
Okyrrð að nýju
í Kosovo-héraði
Brlxrad. 13. mai. AP.
HÁSKÓLASTÚDENTAR í héraðinu Kosovo hundsuðu bann við því að fólk
kæmi saman á almannafæri i gærkvöidi og gerðu hróp að vegfarendum og
lögreglu i bamurn Pristina að sögn fréttastofunnar Tanjug i dag.
Olætin stóðu fram undir miðnætti,
en lögreglan virðist ekki hafa beitt
sér. I marz áttu háskólastúdentar í
Pristina upptök að óeirðum al-
banskra þjóðernisinna, sem leiddu
til þess að í það minnsta níu biðu
bana og um 260 slösuðust.
ip Broz Tito-menntamiðstöðinni“ í
bænum Urosevac.
Miðstjórn kommúnistaflokksins
hefur samþykkt ályktun, þar sem
önnur þjóðabrot eru vöruðu við að
áreita Albani. Miðstjórnin krafðist
rannsóknar á því hvaða leiðtogar
kommúnista bæru ábyrgð á ástand-
Stúdentarnir hrópuðu frá glugg- inu í Kosovo.
um félagsmiðstöðvar stúdenta og
svölum stúdentagarðs. Aðrir höfðu í
frammi hróp og köll á götum úti og
blístruðu að vegfarendum og öku-
mönnum bifreiða heraflans, er komu
nokkrum sinnum á vettvang.
Yfirvöld virðast ætla að reka
starfsmenn í félagsmiðstöð stúd-
enta. Útgöngubanni hefur verið af-
létt, en neyðarástand ríkir enn að
öðru leyti. Nokkrir stúdentar og
verkamenn í viðbót hafa verið reknir
úr deild kommúnistaflokksins í „Jos-
Rúmlega 100 hafa verið reknir úr
flokknum síðan óeirðirnar í Kosovo
hófust og Veli Deva hefur verið
skipaður flokksleiðtogi i héraðinu í
stað Mahmut Bakali. Bundinn hefur
verið endi á öll menningarsamskipti
við Albaníu.
I ályktun miðstjórnarinnar er
einnig hvatt til fækkunar stúdenta í
Kosovo „í samræmi við þjóðfélags-
legar þarfir" og sagt að efla verði
öryggissveitir með auknum mann-
afla og aukinni tækniþekkihgu.
ASSOCIATED PRESS
ÞRÁTT fyrir mikið atkvæðatap
í fyrri umferð frönsku forseta-
kosninganna, ætla franskir
kommúnistar sér að ná miklum
áhrifum i næstu rikisstjórn
Frakkiands. Kjör jafnaðar-
mannsins Francois Mitterands,
sem fclldi Giscard d'Estaing
forseta í síðari umferð forseta-
kosninganna á sunnudag, hefur
gefið franska kommúnista-
flokknum — sem er fylgispakur
við Sovétríkin — fyrstu fótfest-
una, sem hann hefur náð innan
stjórnarbúðanna þar í landi frá
árinu 1947.
Aðalritari flokksins, Georges
Marchais, hefur boðað miðstjórn
flokksins til fundar föstudaginn
Georges Marchais,
leiðtogi franskra kommúnista
kvæðum sínum á frambjóðendur,
sem engar sigurlíkur ættu.
Sumir fréttaskýrendur telja að
margir kommúnistar hafi yfir-
gefið Marchais og kosið Mitter-
and í fyrri umferð til að bola
Chirac út úr úrslitakeppninni.
Til að sanna styrk sinn verða
kommúnistar í það minnsta að
halda þeim 86 sætum, sem þeir
hafa nú á þjóðþinginu, en alls eru
sætin þar 491. Jafnaðarmenn,
sem hafa nú 114 sæti, stefna að
því að fá 160 sæti, og gera sér
jafnvel vonir um að ná 200
sætum. Quiles kosningastjóri við-
urkennir að vonlaust sé að gera
sér vonir um hreinan meirihluta
á þingi, án samvinnu við komm-
únista.
Hver sem úrslitin verða, er
talið víst að kommúnistar sendi
Mitterand reikning sinn fyrir
Franskir kommúnístar
hyggja á aukin áhrif
15. maí til að leggja línurnar
fyrir samskipti kommúnista við
Mitterand forseta, og ræða undir-
búning fyrir þjóðþingskosn-
ingarnar í næsta mánuði. Strax
og úrslit forsetakosninganna
voru kunn á sunnudagskvöld,
tilkynnti Marchais að flokkurinn
væri reiðubúinn að taka upp
samningaviðræður við jafnað-
armenn, og kvað kommúnista
„reiðubúna til að axla ábyrgð sína
gagnvart ríkisstjórninni".
Jafnaðarmönnum virðist hins-
vegar ekkert liggja á að hefja
viðræður, og eru engan veginn á
því að taka upp samninga um
sameiginlega stefnu. Paul Quiles
kosningastjóri jafnaðarmanna
lýsti því yfir á þriðjudag að
flokkur hans gengi til þjóð-
þingskosninga „undir stefnu
Mitterands", og gaf þar með í
skyn að hugsanlegir samningar
kommúnista og jafnaðarmanna
yrðu að bíða betri tíma.
Það fyrsta, sem Mitterand
verður að einbeita sér að, er að
binda enda á meirihluta hægri
flokkanna á þingi, og tryggja að á
næsta þingi eigi vinstri menn og
samstarfsflokkar þeirra nægilegu
fylgi að fagna til að styðja
framgang þeirra róttæku efna-
hagsbreytinga, sem hann hefur í
huga.
Kommúnistar leggja hinsvegar
höfuðáherzlu á að bæta upp
lélega frammistöðu sína í fyrri-
hluta forsetakosninganna.
Marchais hlaut aðeins 15,3% at-
kvæða, og er það minnsta fylgi
sem kommúnistar hafa fengið í
rúma fjóra áratugi. Af tíu fram-
bjóðendum varð Marchais í
fjórða sæti á eftir Giscard
d’Estaing með 28,3%, Mitterand
með 25,9% og gaullistanum
Jacques Chirac með 18%. Ýmsir
fréttaskýrendur telja að veik
staða kommúnista veiti Mitter-
and verulegan styrk þegar að
samningaviðræðum kemur. En
ástæða er til að ætla að staða
kommúnista sé ekki jafn veik og
sumir álíta.
Rétt fyrir fyrri umferð forseta-
kosninganna sýndu úrslit skoð-
anakannana mikla og öra fylgis-
aukningu hjá Chirac, og bentu
jafnvel til þess að hann kæmist
upp fyrir Mitterand, svo það yrðu
hann og Giscard d’Estaing, sem
ieiddu saman hesta sína í síðari
umferðinni. Varð þetta til þess að
bæði forsetinn þáverandi og Mitt-
erand skoruðu á kjósendur að
greiða „gagnleg atkvæði", með
öðrum orðum ekki að eyða at-
stuðning í forsetakosningunum.
Áætlað er að 88% kjósenda
kommúnista hafi greitt Mitter-
and atkvæði. Kommúnistar hafa
krafizt ráðherrastóla í næstu
ríkisstjórn og áhrifa innan ríkis-
stjórnarinnar í laun fyrir stuðn-
inginn. Það fer eftir styrk þeirra
í þingkosningunum að hve miklu
leyti Mitterand sér sér fært að
ganga til móts við kröfurnar.
Það ríkir enn djúpur ágreining-
ur milli flokkanna tveggja, sér-
staklega í utanríkismálum, þar
sem kommúnistar eru andvígir
Atlantshafsbandalaginu, og hafa
stutt Sovétríkin rækilega varð-
andi stefnu þeirra í Afghanistan.
Einnig greinir flokkana á í inn-
anríkismálum, þar sem kommún-
istar krefjast til dæmis mun
víðtækari þjóðnýtingar en jafn-
aðarmenn.
Áður en til nokkurra samninga
kemur, liggur fyrst fyrir að reyna
að vinna á einhvern hátt meiri-
hluta á þingi. Fall hægri sinnaðs
forseta leiðir ekki sjálfkrafa til
sigurs í þingkosningum fyrir
vinstri menn, og stuðningsmenn
bæði Giscard d’Estaings og
Jacques Chiracs eru ákveðnir í
því að þeirra flokkar haldi meiri-
hlutanum.
Sovézk farþegaflugvél
kyrrsett í Washington
WashinKton. 13. mai. AP.
BANDARÍSKIR tollverðir lögðu
hald á á þrjú tæki í sovézkri
Þráttað um líkið í
sjö kliikkustundir
liolfast. 13. mai. AP.
BREZK yfirvöld neituðu i dag að
afhenda lík hryðjuverkamannsins
Francis Hughes. er lézt eftir hung-
urverkfall í Maze-fangelsinu i
Beifast í gær, þar til að fjölskylda
hans hafði fallist á kröfur yfir-
valda að líkið yrði flutt rakleiðis
til heimaþorps Ilughes i stað þess
að farin yrði likfylgd um kaþólsk
hverfi Belfast og efnt til minn-
ingarguðsþjónustu þar.
Af þessum sökum var líkið ekki
afhent fyrr en eftir sjö klukku-
stunda þóf, og var því ekið í
líkvagni rakleitt - tii Bellaghy, sem
er 60 kílómetra norðvestur af Belf-
ast. Er gert ráð fyrir að Hughes
verði jarðsunginn þar á föstudag,
með samskonar athöfn og þegar
Bobby Sands var borinn til grafar.
í ráði hafði verið að aka líkinu á
bílpalli um Andersonstown- og
Falls Roads-hverfi kaþólskra, og
biðu þúsundir kaþólskra eftir því að
líkfylgdin birtist. Þegar það svo
spurðist út, að fjölskyldu hryðju-
verkamannsins yrði ekki afhentur
yfirráðaréttur yfir líkinu þar til
hún hefði fallist á að því yrði ekið
rakleitt til heimaþorps fjölskyld-
unnar í fylgd lögreglu, brutust út
óeirðir í vesturhluta Belfast.
í dag lézt mjólkurpóstur er særð-
ist í árás á föstudag, en kaþólsk
ungmenni réðust á hvað sem fyrir
varð til að hefna andláts Bobby
Sands. Mjólkurpósturinn, sem var
mótmælandi, var að keyra út mjólk
í hverfi kaþólskra og naut hjálpar
14 ára sonar sins. Benzínsprengju
var kastað á bifreið þeirra, og
missti mjólkurpósturinn við það
stjórn á bifreiðinni, sem ók á
Ijósastaur. Sonur mjólkurpóstsins
lézt samstundis. Mjólkurpósturinn
er 2.101. fórnarlamb. átakanna á
Norður-írlandi, en þau hafa staðið
yfir í 12 ár.
farþegaflugvél, sem þeir kyrr-
settu í um fjóra tima á Dulles-
flugvelli í Washington, og reynt
er að ganga úr skugga um hvort
útflutningsleyfi hafi verið fyrir
þeim að sögn handariska utan-
ríkisráðuneytisins í dag.
Sovézka fréttastofan kallaði at-
burð þennan í gærkvöldi dæmi um
„alþjóðlega hryðjuverkastarf-
semi“.
Talsmaður ráðuneytisins sagði
að tollverðir og starfsmenn FBI
hefðu farið um borð í flugvél
Aeroflot þar sem yfirvöld hafi
haft ástæðu til að ætla að útflutn-
ingsleyfi væru ekki fyrir farmi um
borð. Útflutningsleyfi þarf fyrir
tölvum, rafeindatækjum og ýms-
um öðrum háþróuðum tækjabún-
aði.
Ráðuneytið hafði áður sagt að
tækin, sem lagt var hald á, hefðu
verið hernaðarlegs eðlis og bannað
væri að flytja þau úr landi, en
seinna var sagt að um rangtúlkup
á upplýsingum gæti verið að ræða.
þotunnar, Boris Murovenko, sagði
fréttamönnum við komuna til
Moskvu að bandarísku tollverðirn-
ir og FBI-mennirnir hefðu ekki
skýrt frá því að hverju þeir væru
að leita og kvað áhöfnina „reiða"
vegna framkomu þeirra. „Ég hef
aldrei kynnzt öðru eins á 18 ára
ferli í alþjóðaflugi," sagði hann.
Yuri Logovoi, yfirmaður
alþjóðaflugs Aeroflot, sagði
fréttamönnum: „Við höfum aldrei
sætt svona meðferð á nokkrum
flugvelli." í flugvélinni voru 99
farþegar, þar á meðal 35 sem voru
ekki Rússar.
Tass sagði að ráðizt hefði verið
á menn úr áhöfninni þegar leitin
var gerð, en Morovenko neitaði
því. Hann sagði að tollverðirnir
hefðu ekki nefnt nokkrar ástæður
fyrir leitinni og engar kröfur gert.
Hann sagði að bandarísku emb-
ættismennirnir hefðu lagt hald á
siglingatæki, sem voru hluti af
frakt, og tvö lítil sýnishorn af
frakt frá Amtorg, sovézk-banda-
Loftsi#lingafræðingur farþega- » rísku verzlunarfyrirtæki.