Morgunblaðið - 14.05.1981, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið.
Stöðnun í góðæri
Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, staðhæfði á
fundi um atvinnu- og efnahagsmál, sem sjálfstæðismenn í
Breiðholti gengust fyrir á dögunum, að íslendingar byggju á
líðandi stund við stöðnun í góðæri og að stjórnarstefnan gagnvart
atvinnuvegunum í skatta-, verðlags- og gengismálum væri
uppskrift að atvinnuleysi, ef fram héldi sem horfði.
Geir sagði að Islendingar hefðu á flestan máta búið við hagstæð
ytri skilyrði undanfarin misseri. Magn sjávarafurða hefði aukizt
um 27% á síðustu tveimur árum. í ár væri gert ráð fyrir 420.000
tonna þorskafla, sem væri helmingi meiri afli en veiddur var fyrir
aðeins nokkrum árum. Þrátt fyrir þetta blöstu samdráttarein-
kennin við víðast hvar sem skyggnzt væri um í íslenzkum
þjóðarbúskap.
Það er staðreynd, sagði flokksformaðurinn, að þjóðarframleiðsl-
an, sem jókst um 4,6% að meðaltali á síðastliðnum áratug, hefur
síðustu tvö árin ekki aukizt nema á milli tvö og þrjú prósent. Og á
yfirstandandi ári er komið það langt niður í öldudalinn að ekki er
búizt við neinni aukningu þjóðarframleiðslunnar, sem hverju sinni
setur þjóðinni lífskjararamma.
Þjóðartekjur hafa staðið í stað síðastliðin tvö ár, og minnka nú
á yfirstandandi ári. Það er því meira en tímabært að við spyrjum
okkur sjálf, hvers vegna við búum við stöðnun í góðæri, hvort hér
sé ekki um sjálfskaparvíti að ræða.
Verðbólgan er sá vágestur sem er höfuðskaðvaldurinn og
skýringin á þessari stöðnun, sagði Geir Hallgrímsson, en
sofandahátturinn og hægagangurinn í undirbúningi og ákvarðana-
töku orkuframkvæmda, sem og aðför að atvinnurekstri, m.a. á
sviði skattamála, hefur þrengt möguleika þjóðarbúsins til
afrakstrar í þágu þjóðarheildarinnar, bæði í bráð og lengd.
Geir Hallgrímsson vakti athygli á því að þingmenn Sjálfstæðis-
flokks hefðu flutt þrjú þingmál í tengslum við orkuuppbyggingu á
yfirstandandi þingi. í fyrsta lagi frumvarp um stefnumörkun og
skipulag orkumála. í annan stað frumvarp um þrjár stórvirkjanir
á þessum áratug, Sultartangavirkjun, Fljótsdalsvirkjun og
Blönduvirkjun. í þriðja lagi um uppbyggingu stóriðju í tengslum
við þessar stórvirkjanir. Þessi þrjú þingmál tengjast ekki sízt
þeim tilgangi að mæta vaxandi atvinnuþörf þjóðarinnar á næstu
árum og áratugum og auka svo á þjóðarframleiðslu og
þjóðartekjur að rísi undir sambærilegum lífskjörum hér á landi og
nágrannar búa við. Þetta frumkvæði sjálfstæðismanna ýtti svo við
stjórnarliðum, að nú, rétt fyrir þinglausnir, kom fram síðbúið
stjórnarfrumvarp um orkuframkvæmdir, sem að vísu er stefnu-
vana en þó skilningsvottur á nauðsynlegri framþróun í þjóðar-
búskapnum.
Skattastefna núverandi ríkisstjórnar gagnvart atvinnuvegunum
mótast af því að hvergi megi betur gera en hanga á horriminni.
Stjórnarfrumvarp, sem nú liggur fyrir Alþingi um þrengingu
gildandi fyrningarreglna, gengur enn lengra í aðför að atvinnu-
rekstri. Stefnt virðist að því að útiloka alla eiginfjármyndun í
atvinnurekstri, sem er forsenda þess að fyrirtæki geti fært út
kvíar, tæknivæðst og aukið framleiðni. Þannig gengur skatta-
stefna ríkisstjórnarinnar þvert á almannahag, því rekstraröryggi
atvinnuvega er hin hliðin á atvinnuöryggi almennings, og
blómlegur atvinnurekstur er forsenda aukinnar þjóðarframleiðslu
og aukinna þjóðartekna, sem er eina færa leiðin til bættra
lífskjara.
I stöðnun þjóðarframleiðslu og rýrnandi þjóðartekjum, sem eru
eyrnamörk þjóðarbúskaparins á líðandi stund, átti ríkisvaldið að
draga saman segl í ríkisútgjöldum og skattheimtu til að efla
almenn umsvif í þjóðarbúskapnum. En ríkisstjórnin kaus og kýs
að ganga enn frekar fram í skattaherferð sinni og hrifsa til sín
enn stærri hlut af smækkandi þjóðarköku — á kostnað
almennings og atvinnuvega. Það er greinilegt að Alþýðubandalag-
ið, neitunarvaldsflokkurinn, er kompásinn eða stefnuvitinn á
stjórnarheimilinu.
Breiðholtið, sem var hugsað sem 15 til 20 þúsund manna byggð,
reis á rúmum áratug — og er byggingarsögulegt afrek, bæði þess
einkaframtaks hinna almennu borgara, er þar áttu hlut að máli,
og þáverandi borgarstjórnarmeirihluta, sem byggði alla samfé-
lagslega aðstöðu svo að segja samtímis því að borgarhlutinn var
byggður. Þessi byggð var því viðeigandi bakgrunnur þeirrar
áskorunar formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann beindi til
áheyrenda sinna á tilvitnuðum fundi, að skera nú upp herör gegn
því afturhaldi, sem ræður ríkjum í landinu undir forystu
Alþýðubandalagsins og kommúnista. „Það er skylda okkar í
samræmi við þá frjálslyndu og víðsýnu stefnu sem við höfum,"
sagði Geir Hallgrímsson, „að efla samtök okkar og samheldni, svo
að betri tímar megi renna upp að nýju hér á landi."
TILRÆÐIÐ VIÐ PÁFANN
Hótaði að mi
páfa í Tyrklí
Ankara. 13. maí. AP.
MAÐURINN, sem ítalska
fréttastofan sagði að hefði skotið
á Jóhanncs Pál páfa II flúði úr
tyrknesku fangelsi á sinum tima
og er sagður hafa strengt þess
heit að myrða páfann þcgar páfi
var í heimsókn i Tyrklandi 1979.
Talið er víst í Ankara að
maðurinn, sem ítalska fréttastof-
an kallar Nehment Ali Hagca, sé
Mehmet Ali Agca, sem var dæmd-
ur fyrir tilræðið við aðalritstjóra
dagblaðsins Miliyet, Abdi Ipekci,
1. febrúar 1979. Agca var fangels-
aður skömmu eftir morðið á rit-
stjóranum.
Tyrknesk blöð sögðu að Agca
hefði strengt þess heit að myrða
páfa í bréfi sem hann skildi eftir
þegar hann flúði úr Sagmalcilar-
herfangelsinu í Istanbul skömmu
eftir að páfi heimsótti Tyrkland
haustið 1979.
Liðsforingjar og undirforingjar,
hægrisinnaðir í skoðunum, hjálp-
uðu Agca að flýja úr fangelsi.
Agca var í tengslum við öfgasinn-
aðan hægriflokk þjóðernissinna,
Baráttuflokk Baparslan T’urkes,
sem var ásamt 219 öðrum flokks-
Fyrirboði
páfans
Páfagarði. 13. maí. AP.
FYRIR AÐEINS einni viku
flutti Jóhannes Páll páfi II
sérstaka messu fyrir nýja
svissneska lífverði og sagði þeim
að þeir yrðu ef til vill að fórna
lífi sínu til að bjarga honum og
lét í ljós þá von að „ofbeldi og
ofstæki" yrðu utan veggja Páfa-
garðs.
„Hver sá sem lætur lífið fyrir
mig mun finna það aftur. Því
hefur sjálfur drottinn lofað,"
sagði páfinn.
Engan svissneskan iífvörð
sakaði í árásinni á páfann í dag,
en þeir voru í hópi hinna fyrstu
sem komu honum til hjálpar.
mönnum ákærður fyrir tilraun til
að kollvarpa tyrkneska ríkinu.
Þeir eiga allir dauðadóma yfir
höfði sér.
Agca er sagður hafa búið í
Vestur-Þýzkalandi og gengið að
eiga þýzka konu. Tyrknesk yfir-
völd hafa reynt að hafa hendur í
hári hans og fá hann framseldan,
en sagt er að Vestur-Þjóðverjar
hafi hikað við það vegna stöðu
hans í Þýzkalandi.
Skv. fyrstu fréttum bar Agca
engin persónuskilríki eða skjöl.
Hann talar ensku reiprennandi og
kveðst fæddur í Tyrklandi 9. jan.
1958. Hann sagðist fyrst vera
stúdent í háskóla fyrir útlendinga
í Perugia norðan við Róm, en
fannst ekki á skrám.
Fyrir sjö dögum varaði tyrkn-
eska lögreglan við Agca og spáði
því að hann kæmi fljótlega til
Italíu. Tyrkneska fréttastofan
Aðstoðarmenn páfa hlaupa honum til aðstoðar augnabliki eftir að tilraun
páfa af dögum á Péturstorginu í gær. Á myndinni er jeppabifreiðin sem
Beðið fyrir páfanum
tilræðið sem vakti ski
FRÉTTIN um tilræðið við páfa
vakti skclfingu og ugg um allan
heim í ga-r og víða voru haldnar
sérstakar guðsþjónustur til að
biðja fyrir páfa.
„Ég mun biðja fyrir honum,"
sagði Ronald Reagan forseti, sem
enn hefur ekki náð sér að fullu
eftir banatilræðið sem honum var
sýnt fyrir aðeins sex vikum. Hann
hringdi í Terrence kardinála
Cooke í New York til að lýsa
bryggð sinni og bandarísku þjóð-
arinnar. Kardinálinn lofaði að
koma orðsendingu forsetans áleið-
is til Páfagarðs.
Kurt Waldheim, aðalritari SÞ,
trúaður kaþólikki og vinur Jó-
hannesar Páls, kvað fréttina fylla
sig skelfingu og hryllingi og setti
sig í samband við Páfagarð til að
afla frekari upplýsinga.
Elísabet Englandsdrottning
lýsti einnig skelfingu sinni og
hryllingi og sendi páfa samúð-
arkveðjur aðeins nokkrum mínút-
um eftir tilræðið. Páfi hyggst
heimsækja Bretland um næstu
mánaðamót. Messur voru sungnar
í kvöld fyrir páfa í dómkirkjunum
í Westminster og Liverpool.
Erkibiskupinn af Kantaraborg,
dr. Robert Runcie, sagði: „Ég og
kristið fólk um allan heim mun
biðja fyrir honum nú þegar hann
gengst undir skurðaðgerð. Megi
guð færa Jóhannesi Páli páfa
fuljan bata.“
Áköf bænahöld fylgdu fljótlega
í kjölfar skelfingar um þver og
endilöng Bandaríkin. Þegar sjón-
varpsstöðvar rufu útsendingar
sínar til að segja frá fréttinni
settist fólk þungbúið við sjón-
varpstæki sín — rétt eins og fyrir
sex vikum þegar skotárásin á
Reagan var gerð. Sérstakar guðs-
þjónustur fara fram í mörgum
bandarískum borgum.
„Við getum aðeins vonað að
páfinn hafi með sér pólska heppni
og nái sér eins og forsetinn," sagði
vinur páfa, Edward Piszek, kaup-
sýslumaður í Fíladelfíu.
Erkibiskupinn í Boston sagði:
„Hver er öruggur þegar þessi
maður, sem berst fyrir mannkær-
leika, réttlæti og friði, verður fyrir
árás? Hann sagði að tilræðið væri
sorglegt dæmi um dvínandi virð-
ingu fyrir mannslífum og sagði:
„Þegar guð er ekki lengur kjöl-
festa lífs okkar fyllist tómarúmið
fljótt af mannvonzku og brjál-
serni." Á kirkjuþingi í Fíladelfíu
heyrðust þær raddir að herða ætti
á byssueftirliti.
Pólski verkalýðsforinginn Lech
Walesa heyrði fréttina í Japan þar
sem hann er í heimsókn og hann
sagði að sér væri mikið brugðið. í
ísrael kallaði Menachem Begin
forsætisráðherra banatilræðið
„hræðilegar fréttir" og hvatti
Israelsmenn til að biðja fyrir bata