Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ1981
Fóstrudeilan:
Leikfangasafnið
og greiningadeild-
in einnig lömuð
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynninK frá
starfsfólki Athugunar- <>k Krein-
inKardeildarinnar í Kjarvalshúsi á
Seltjarnarnesi um fóstrudeiluna:
„í fréttum fjölmiðla af kjaradeil-
um fóstra og fjármálaráðuneytisins
hefur athyKlin einkum beinst að
daKvistarstofnunum ríkisspítalanna,
sem hafa verið lokaðar síðan 1. maí.
Fóstrur starfa hins vegar á fleiri
ríkisstofnunum, t.d. á Geðdeild
til muna þar eð 4 pláss verða óvirk.
Þetta er sérstaklega bagalegt í ljósi
þess, að nú eru um 70 börn á biðlista
fyrir athugun í Kjarvalshúsi, bæði
börn af höfuðborgarsvæðinu og
landsbyggðinni.
í Leikfangasafninu í Kjarvalshúsi
fer fram útláns- og leiðbeiningar-
starfsemi ætluð börnum með ýmis
frávik frá eðlilegum þroska. Einnig
veitir safnið öðrum stofnunum, t.d.
skólum og dagvistarheimilum ráð-
gjöf og leiðbeiningar við val og
Kjarvalshús á Seltjarnarnesi
barnaspitala Hringsins, barnadeild-
um sjúkrahúsanna og við Athugun-
ar- og greiningardeildina í Kjarvals-
húsi. Fóstrudeilan hefur ekki síður
valdið vandræöum á þessum stofn-
unum þó minna hafi verið um það
fjallað opinberlega.
Við Athugunar- og greiningar-
deildina í Kjarvalshúsi störfuðu
fram til 1. maí 3 fóstrur, 2 við
Athugunar- og greiningardeildina
sjálfa og 1 við Leikfangasafnið.
Deildin hefur það hlutverk að taka
til greiningar og finna viðhlítandi
kennslu og/eða þjálfunarúrræði
fyrir þroskaheft og fötluð börn eða
börn, sem grunur leikur á, að séu
þroskaheft eða fötluð. Deildin tekur
á móti börnum frá öllu landinu, enda
sú eina sinnar tegundar hérlendis.
í Kjarvalshúsi eru að jafnaði 14
börn hverju sinni. Vegna uppsagna
fóstra hefur nú orðið að fækka
börnum í 10. Auk þess að þurfa að
fresta athugun á 4 börnum, sem voru
í Kjarvalshúsi um sl. mánaðamót er
ljóst, að afköst deildarinnar minnka
notkun leikfanga. Til-safnsins sækja
að jafnaði 60—70 börn og koma þau
regiulega í safnið á 1—4ra vikna
fresti. Þessari starfsemi í Leikfanga-
safninu sinnir sérhæfð fóstra, en
safnið hefur nú verið lokað frá 1.
maí vegna fóstrudeilunnar, og þar til
samið verður mun fjöldi þroska-
heftra og fatlaðra barna verða af
nauðsynlegri þjónustu.
Nú er liðið vel á aðra viku síðan
uppsagnir fóstra sem starfa hjá
ríkinu gengu í gildi. Sveitarfélög
landsins hafa samið við þær fóstrur,
er starfa hjá þeim, og var vonast til
þess, að fjármálaráðuneytið gerði
sambærilegan samning við fóstrur á
ríkisstofnunum. Ráðuneytið hefur
hins vegar ekki viljað ganga að
kröfum fóstra um slíkan samning
með þeim afleiðingum, að ekki ein-
ungis hafa dagvistarstofnanir ríkis-
spítalanna verið lokaðar, heldur
hefur starfsemi nokkurra annara
ríkisstofnanna skerst til muna með
alvarlegum afleiðingum eins og að
ofan getur."
Aðalstjórn VFÍ 1981 —'82. Fremri röð írá vinstri: óskar Mariusson, Jóhann Indriðason, Ragnar S.
Halldórsson, form., Ingunn Sæmundsdóttir, Oddur B. Björnsson, Jón B. Hafsteinsson. Aftari röð frá
vinstri: Helgi G. Þórðarson, Þorgrimur Eiriksson, Loftur Al. Þorsteinsson, ólafur Jensson, Sveinn
Guðmundsson, Finnur Jónsson, Guðrún Zoega, Sigurjón Arason, Hinrik Guðmundsson, framkv.stjóri.
Verkfræðingafélag Islands:
72 nýir félagsmenn
AÐALFUNDUR Verkfræðinga-
fclags íslands var haldinn 18.
mars 1981 og 40 verkfræðingar
sóttu fundinn. Fundarstjóri var
Páll Sigurjónsson, bygginga-
verkfræðingur.
Ragnar S. Halldórsson, for-
maður VFÍ, flutti skýrslu stjórn-
arinnar um starfsemi félagsins á
liðnu starfsári. Þar kom m.a.
fram, að 72 nýir félagsmenn
höfðu gengið í félagið á starfsár-
inu og var félagatalan komin
upp í 810. Aldrei fyrr hefur árleg
viðkoma í verkfræðingastétt
orðið nálægt því eins mikil og að
þessu sinni, segir í frétt frá VFI.
Eftir starfsgreinum flokkast
félagsmenn þannig: Bygginga-
og mælingaverkfr. 360, þar af
erlendis 38, efnaverkfr. og efna-
fræðingar 103, þar af erlendis 8,
rafmagns- og rafeindaverkfr.
143, þar af erlendis 19, skipa- og
vélaverkfr. 137, þar af erlendis
18, og aðrir 67, þar af erlendis 6.
Samtals 810, þar af erlendis 89.
Formenn sérgreinadeilda fé-
lagsins fluttu stuttar skýrslur
um starfsemi deildanna og for-
menn fastanefnda félagsins
skýrðu frá starfsemi nefndanna.
í deildunum voru haldnir sam-
tals 24 fundir á starfsárinu og 8
fundir að auki í aðalfélaginu.
Hinrik Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri VFÍ, gerði grein
fyrir reikningum félagsins og
fjárhagsáætlun fyrir næsta
starfsár og var hvort tveggja
samþykkt samhljóða.
Við síðastliðin áramot var
skuldabréfaeign Lífeyrissjóðs
VFÍ 1.311 mkr. án verðbóta, en
1.842 mkr. með verðbótum. Á
árinu var sjóðfélögum veitt 53
skbr.-lán samtals að fjárhæð 291
mkr. og sjóðurinn keypti verð-
tfyggð ríkisskuldabréf fyrir 188
mkr. Stjórn sjóðsins skipa Loft-
ur Al. Þorsteinsson, formaður,
Þórarinn Magnússon, varafor-
maður, Einar B. Jónsson, ritari,
Karl Ómar Jónsson, gjaldkeri og
Björn E. Pétursson, meðstjórn-
andi. Hinrik Guðmundsson var
framkvæmdastjóri sjóðsins frá
því hann var stofnaður árið 1954
og fram í mái 1980, en Jón
Hallsson tók þá við starfinu.
Á aðalfundinum flutti Egill
Skúli Ingibergsson, rafmagns-
verkfræðingur, erindi um sam-
skipti stjórnmálamanna og verk-
fræðinga og lýsti m.a. mismun-
andi viðhorfum þessara manna
til þeirra viðfangsefna, sem við
væri að glíma.
Á aðalfundinum voru eftir-
taldir menn kosnir í fram-
kvæmdastjórn til næstu tveggja
ára: Jóhann Indriðason, raf-
magnsverkfræðingur, varaform.,
Ingunn Sæmundsdóttir, bygg-
ingaverkfr. meðstjórnandi, Jón
B. Hafsteinsson, skipaverkfr.,
varamaður. Fyrir í stjórninni til
eins árs eru: Ragnar S. Hall-
dórsson, byggingaverkfr., for-
maður, Óskar Maríusson, efna-
verkfræðingur, meðstjórnandi,
Oddur B. Björnsson, vélaverkfr.,
varamaður. Úr stjórninni gengu
eftir tveggja ára stjórnarsetu
Sigurður Þórðarson, bygginga-
verkfr., varaformaður, Jón Birg-
ir Jónsson, byggingaverkfr.,
meðstjórnandi, Jónas Matthías-
son, vélaverkfr., varamaður.
Verkfræðingafélagi íslands
hefur verið gefinn kostur á lóð í
Nýjum Miðbæ undir verkfræð-
ingahús sem verður félagsheim-
ili fyrir starfsemi félagsins og
verkfræðingastéttina. I undir-
búningi er að efna til samkeppni
um hönnun Verkfræðingahúss-
ins og til greina kemur að byggja
það í samvinnu við Bandalag
háskólamanna, sem hefur sýnt
nokkrun áhuga í þá átt, eða
einstök félög háskólamanna,
segir í frétt frá VFÍ.
Stykkishólmur:
Lítið fer fyrir vorinu enn
Stykkishólmi. 3. maí 1981.
ENN SEM komið er finnst
manni fara lítið fyrir vorinu.
Jörðin er mjög grá og gróður-
nálar sjást ekki margar. Eftir
misvindasaman og kuldalegan
vetur eru flestir farnir að þrá
vorið. Ekki er þó rétt að kvarta
yfir vetri þegar hugsað er til
fyrri tíma og hversu veturnir
oft voru langir og harðir og þá
voru ekki öll þau tæki og
þægindi sem nú eru bæði til
hjálpar og skemmtunar. Ilvern
hefði dreymt um þá tæknivæð-
ingu sem nú er á fullri íerð,
segjum bara fyrir 20 árum og
þær byltingar sem hafa orðið á
öllum sviðum til gagns og
léttis. Ilefði mörgum þótt
ásta-ða til fagnaðar yfir slíku
en þvi er ekki að hejlsa svo orð
sé á gerandi. Lifsgæðin og
ánægjan virðast ekki í sam-
ræmi frekar en kaup mann-
anna þar sem bilið virðist lítið
minnka milli erfiðismannsins
og hinna.
Nú þegar láglaunastéttirnar
hafa sýnt hógværð og minni
kröfuhörku þykir það koma úr
hörðustu átt þegar þeir sem
bera mest úr býtum eru orðnir
harðastir kröfuhópar í þjóðfé-
laginu. Og um þetta snýst hin
almenna umræða manna á milli
í dag. Það er talað um jafnrétti
og sömu laun fyrir sömu vinnu,
en það er nú svo, eins og
Þorsteinn Erlingsson orðar það,
að það ferðalag gengur svo
grátlega seint og gaufið og
krókana höfum við reynt. Og
þetta er nú svona þrátt fyrir
menningu og menntun að rétt-
lætið vill verða útundan.
Veiðar hafa verið með betra
móti í apríl, þótt enginn ofsi
hafi verið eins og við suður-
ströndina. Nú eru menn farnir
að hafa þorskhausana í meiri
hávegum og fara um þá öðrum
höndum en áður, enda þeir í háu
verði á erlendum markaði. Þetta
er nú notað vel og menn þræða
þá upp og hengja á trönur og
kippurnar blasa nú víða við,
mörgum til gagns og ánægju.
Væri nú ekki úr vegi að glugga í
gamlan fyrirlestur Guðmundar
próf. Finnbogasonar um þorsk-
hausana og þjóðina sem á sínum
tíma vakti athygli.
Gott er til þess að vita að
nýting sjávarafurða fer í auk-
ana og vissulega er þar mörgu
dýrmætinu kastað enn í dag.
Þarf ekki annað en minna á alla
grásleppuna sem fer í sjóinn
eftir að hrognin eru hirt. En nú
eru grásleppuveiðar hafnar hér
um slóðir.
Fyrsti maí var hátíðlegur
haldinn í félagsheimilinu hér kl.
3 þann dag af hálfu verkalýðsfé-
laganna í Stykkishólmi. Einar
Karlsson, form. Verkamannafé-
lags Stykkishólms, flutti í byrj-
un ávarp og stjórnaði fundi.
Lúðrasveit Stykkishólms lék
milli atriða og eins sönghópur
leikfélagsins Grímnis. Sturla
Böðvarsson sveitarstjóri ræddi
um málefni aldraðra og framtíð-
ina og minntist þeirra áfanga
sem þegar eru unnir hér í
Hólminum með tilkomu þessa
ágæta dvalarheimilis sem hefir
orðið öllum til mikillar gleði.
Dagbjört Höskuldsdóttir flutti
árvarp, Árni Helgason ræddi
um verkalýðshreyfinguna og
bindindismálin, en verkalýðs-
hreyfingin sótti sinn aðal kraft í
uppvexti til Góðtemplararegl-
unnar, enda voru frumkvöðlar
hennar ódeigir forystumenn
bindindismálsins, sem skildu
hvað áfengið hafði^kaðað erfið-
ismanninn og heimili hans. Þá
minntist hann tveggja afa-
bræðra sinna sem voru stofn-
endur og í stjórn fyrsta verka-
mannafélagsins á íslandi en það
var á Seyðisfirði. Las hann úr
endurminningum annars þeirra.
Daníel Jónsson, bóndi að Dröng-
um, flutti frumsamda sögu.
Á eftir var málverkasýning,
þar sem Jón Gunnarsson sýndi
40 málverk við mikla athygli
sýningargesta. Þessar myndir
eru úr ísl. náttúru og athafna-
lífi, bátar á sjó, menn við
beitingu lóða, myndir frá Stykk-
ishólmi og umhverfi, víða af
Snæfellsnesi og annars staðar
af landinu.
Þá var einnig sýning á ljós-
myndum um hollustuhætti á
vinnustöðum og voru útskýr-
ingar með þeim.
Voru báðar sýningarnar
ánægjulegar.
Afli bátanna í gær var upp í
14 lestir. Var aflinn tveggja
nátta.
Fréttaritari