Morgunblaðið - 14.05.1981, Side 35
I
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981
35
Uppgangur hjá
OLIVETTI
eftir ráðningu nýs forstjóra
Augu manna í hinum alþjóðlega peninga- og fjárfestinga-
heimi hafa undanfarin misseri mjög beinst að skyndilegri og
óvæntri breytingu til batnaðar á högum hins mikla Olivetti-
veldis á Ítalíu. Olivetti er stærsti framleiðandi skrifstofuvéla í
Evrópu. en á síðasta áratug varð fyrirtækið mjög illa úti í
verkföllum og vinnudeilum, eins og mörg önnur ítölsk
fyrirtæki. Um hríð var jafnvel talin hætta á að fyrirtækið yrði
gjaldþrota. Svo fór þó ekki. öðru nær. Nú sýna lánastofnanir
hiutabréfum fyrirtækisins mikinn áhuga, og má þar til dæmis
nefna hinn kunna banka Deutsche Bank í Vestur-Þýskalandi.
Að baki þessa nýja uppgangs
fyrirtækisins er nýr fram-
kvæmdastjóri, Carlo De Benedetti,
sem sumir telja að kalla megi eins
konar „kraftaverkamann" í at-
vinnulífinu. Á síðasta ári gat hann
glatt hluthafa í Olivetti með
hagstæðum niðurstöðutölum, töl-
um sem menn voru orðnir óvanir
að sjá. Þá hafði Olivetti skilað 40
milljón dala hagnaði, en árið áður
varð tapið meira en 100 milljónir
bandarískra dala. Á aðalfundi
þessa árs telur Benedetti að hægt
verði að sýna um það bil 20%
söluaukningu og 150 milljón dala
hagnað. Arður til hluthafa Oli-
vetti var greiddur í fyrra, í fyrsta
skipti síðan 1974. Staða forstjór-
ans er því sterk í fyrirtækinu nú.
Framtíðaráform Benedettis
voru kynnt á síðasta ári. Hug-
myndir hans virtust skýrar og
einfaldar: minni kostnaður, meiri
sala á framleiðslunni, bæði göml-
um vörum og nýjum. — En meðal
þess sem samsteypan hefur tekið
inn á framleiðsluáætlun, og raun-
ar þegar hafið framleiðslu á að
hluta til, má nefna peningakassa
Carlo De Benedetti, hinn nýi
forstjóri Olivetti á ítaliu.
og ljósritunarvélar sem selst hafa
mjög vel. Þá hefur Benedetti sagt,
að árið 1982 vilji hann að Olivetti
verði umfangsmikill aðili að því að
skapa það sem hann nefndi „skrif-
stofu framtíðarinnar". Ætlunin er
að fram til þess tíma verði varið
650 milljónum dala, eða sem
svarar rösklega 4 milljörðum
nýkróna, til að endurnýja og
endurbæta alla framleiðslu fyrir-
tækisins með tilliti til framtíðar-
innar. „Þegar þar að kemur mun-
um við ekki selja nema lítið eitt af
þeirri framleiðslu sem við erum
með í dag“ hefur verið haft eftir
Benedetti. Meðal þess sem hann
hefur í huga er framleiðsla á
símaskiptiborðum með tölvuminni
og tölvutengdum símum, einnig
hefur hann nefnt alveg nýja gerð
ritvéla er ryðja muni núverandi
ritvélum úr vegi, ný gerð skrif-
stofutölva er á döfinni og margt
fleira.
Til að ná settum markmiðum
hefur Olivetti þegar byrjað að
kaupa hluti í stórfyrirtækjum í
öðrum löndum, svo sem Banda-
ríkjunum og Japan. Meðal fyrir-
tækjanna má nefna Honeywell og
Hitachi, en þau munu bæði verða í
myndinni þegar hugmyndirnar
um „skrifstofu framtíðarinnar"
verða kynntar.
De Benedetti er 45 ára að aldri,
en hann réðist árið 1978 til
Olivetti sem forstjóri. Hann er nú
stærsti hluthafi fyrirtækisins,
með um 20% allra atkvæða á
aðalfundi. Aðgerðir hans og hug-
myndir hafa oft komið róti á hugi
meðeigenda hans, sem ekki hafa
alltaf skilið hvert hann stefndi.
Meðal umdeildra ákvarðana hans
má nefna að hann hóf framleiðslu
og sölu á elektrónískum ritvélum
er þegar náðu mikilli útbreiðslu,
og einnig setti hann á markað
litlar reiknitölvur er þegar náðu
miklum vinsældum. Á síðasta ári
ákvað Benedetti að hækka vöru-
verðið um 15% á Ítalíu og um 10%
til útflutnings, þrátt fyrir and-
mæli allra annarra framkvæmda-
stjóra samsteypunnar. í ljós kom
að verðhækkanirnar höfðu ekki
minnstu áhrif á söluna, en hagn-
aður Olivetti óx hins vegar gífur-
lega.
Það vár þó ekki vinsæl fram-
leiðsluvara eða hækkað verð sem
var lykillinn að nýjum uppgangi
Olivetti, þar þurfti fleira að koma
til. Starfsmannastjóri Benedettis
hefur látið segja upp 10.142 starfs-
mönnum í Olivetti-verksmiðjun-
um víða um heim, og á sama tíma
tókst að auka framleiðnina í
verksmiðjunum. Á árinu 1977 var
sala á hvern starfsmann talin vera
22.900 dollarar, árið 1979 var hún
38 þúsund dalir og 1980 meira en
50 þúsund.
Ohægast átti Benedetti um vik í
verksmiðjum Olivetti heima á
Italíu. Itölsk verkalýðsfélög hafa
jafnan barist hart gegn þeim
fyrirtækjum er hyggjast segja upp
starfsmönnum, en Benedetti
komst þó upp með að fækka
starfsmönnum sínum. Hann lét
það óátalið, þótt verkalýðsfélögin
tilkynntu það í fjölmiðlum að þau
hefðu sigrað í viðureigninni við
hann. Árið 1979 hafði hann til-
kynnt verkalýðsforingjum það
hreint út, að 4500 manns væri
ofaukið í verksmiðjunum á Ítalíu,
og að þetta fólk yrði að hverfa úr
starfi á árunum 1980 og 1981.
Þessu fylgdu verkföll æ ofan í æ,
en Benedetti lét sér fátt um
finnast. Starfsfólkið taldi að hann
myndi gera alvöru úr áformum
sínum, og því hættu 2339 manns
og fóru annað, eða fóru á eftirlaun
fyrr en ætlað hafði verið. Enginn
vildi bíða þess að til uppsagnar
kæmi.
Síðar sama ár settist Benedetti
svo niður með verkaiýðsleiðtogun-
um, en þá höfðu ítölsku verksmiðj-
urnar verið lamaðar mánuðum
saman, þó forstjórinn virtist ekki
taka það mjög nærri sér, þar sem
framleiðslan hélst í öðrum lönd-
um. Árangur samninganna varð
svo sá, að samþykkt var að segja
upp 450 manns, og öðrum 650
síðar, ef ítalska þingið samþykkti
ný lög um eftirlaunaaldur. — Á
síðasta ári var starfsmönnum svo
enn fækkað, þó uppsögnum fylgdi
jafnframt nýráðning um 400
manna í hópi tæknimenntaðra og
rannsóknarfólks verksmiðjanna.
„Samsteypan var eins og biluð
vél,“ segir De Benedetti um Oli- v
vetti-fyrirtækið. „Fyrirtækið bauð
góðar vörur, framkvæmdastjórnin
á millistigum var góð, og auglýs-
ingakerfið ágætt. En yfirstjórnina
skorti. Nú þegar fyrirtækið er
tekið að skila hagnaði, vinnur
fólkið hins vegar betur en áður,
það gerir fólk þegar það vinnur
fyrir sigurvegarana!"
í kaffisamsætinu voru tiu manns sem störfuðu hjá Hótel Loftleiðum
við opnun og starfa þar enn. Þau eru talin frá vinstri: Bjarni
Guðjónsson barþjónn, Emil Guðmundsson hótelstjóri, Gylfi Ingólfsson
gestamóttöku, Stefania Runólfsdóttir veitingabúð, Sigurður Brynj-
ólfsson þjónn, Hildur Friðjónsdóttir barþjónn, Jenny Clausen Ward
herbergisþerna, Ililmar Jónsson veitingastjóri, Soffia Andrésdóttir
forstöðukona þvottahúss og Erla Bjarnadóttir yfir-herbergisþerna. Á
myndina vantar, Reinholde Kristjónsson herbergisþernu, Bertha
Johansen gjaldkera og Rúnar Finnbogason gestamóttöku.
Hótel Loftleiðir
fimmtán ára
FYRSTA maí voru liðin 15 ár frá
því llótei Loftleiðir var opnað.
llótel Loftleiðir var fyrst byggt á
grunni, sem ætlaður hafði verið
undir flugstöð fyrir Loftleiðir hf.
í Reykjavík, en þegar félagið
flutti starfsemi sína til Keflavík-
urflugvallar, var ákveðið að reisa
hótel á grunninum.
Fyrsti hótelstjóri var Þorvaldur
Guðmundsson og réði hann miklu
um búnað og gerð hótelsins. Aðrir
hótelstjórar hafa verið Stefán
Hirst, Erling Aspelund og núver-
andi hótelstjóri er Emil Guð-
mundsson. Á Hótel Loftleiðum
vinna 108 manns.
I öndverðu gistu aðallega út-
lendingar á Hótel Loftleiðum og
þá oft í sambandi við viðdvalartil-
boð á leiðinni yfir Atlantshafið. Á
síðari árum hefur þetta breyst og
nú gista íslendingar þar meðan á
Reykjavíkurdvöl stendur ekki síð-
ur en útlendir ferðamenn, segir í
frétt frá hótelinu.
í tilefni af 15 ára afmælinu
bauð hótelið öllu starfsfólkinu til
veglegrar kaffidrykkju 1. maí.
Emil Guðmundsson hótelstjóri
sem stafað hefur við hótelið frá
opnun sagði frá ýmsu sem á
dagana hefur drifið og hópar
starfsfólks færðu hótelinu blóm.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
FYRIRFERÐALÍTIL EN FULLKOMIN
Olympia SGE 45 rafritvélin hefur kosti stórrar skrifstofuvélar
þótt hún sé bæði minni og ódýrari. Fram og
aftur dálkaval, 44 lyklaborð, 8 endurtekn -
ingalyklar, hálft stafabil til
leiðréttinga o.m.fl.
Rétt vél fyrir þann sem
hefur lítið pláss
en mikil verkefni.
Leitið nánari upplýsinga
o Olympia
KJARAIVI HF
ÁRMULI 22 - REYKJAVÍK - SÍMI 83022
Vörnraarkaðurinn kf.
Ármúla 1.