Morgunblaðið - 14.05.1981, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ1981
COSPER
71 o
A3AX
HOTEU
InnileKar þakkir fyrir þetta, kæri vinur, svona vináttuvott
kann é»? að meta!
HÖGNI HREKKVÍSI
HílOUR JMmiM ! '
Ast er...
... eltingaleikur
TM Rag U.S. P»t OH -ill rtghts resanwd
e 1981 Los Angaias Tlmas Syndicate
Eina lausnin að lækka
hitann á plötunni
Heimdellingur skrifar:
„Velvakandi.
Síðastliðinn föstudag voru
sýndir á skjánum fyrstu þættirnir
sem Milton Friedman, Nóbels-
verðlaunahafi í hagfræði, hefur
gert. Ég og öll mín fjölskylda
horfðum á þættina, sem voru í
einu orði sagt frábærir, en þar fór
saman málsnilli hagfræðingsins
ásamt vönduðum og skýrum
málflutningi.
Það er lítið vafamál að stjórn-
endur þessa lands geta margt af
Friedman lært. Hann benti m.a. á
það, að sífelldri aukningu pen-
ingamagns fylgdi jafnan verð-
bólga, en þessi sannindi heyrast
sjaldan af vörum íslenskra ráða-
manna.
Meðal þeirra er einvörð-
ungu rætt um „verðstöðvun", „að-
hald að verðlagshækkunum" og
síðan „hert aðhald".
Allir sem hafa eitthvert smávit
á hagfræði vita, að með slikum
aðgerðum er ekki verið að ráðast
að rótum verðbólguvandans, sem
er fólginn í of miklu peninga-
magni.
Með sjónhverfingum eins
og verðstöðvun er verið að leggjast
ofan á pottlok með sjóðandi vatni
undir, í stað þess að lækka hitann
á plötunni, en það er að sjálfsögðu
eina lausnin.
Milton Friedman
Ásgerður Jónsdóttir skrifar 7.
maí:
„Velvakandi.
Það fær varla dulist þeim, er
lesa að staðaldri tónlistargagn-
rýni Jóns Ásgeirssonar tónskálds,
hvílíka óbeit hann hefur á því að
bera lof á Guðnýju Guðmunds-
dóttur konsertmeistara. Þetta hef-
ur vakið eftirtekt og undrun
margra undanfarin ár. Nú kastar
tólfunum í dómi um sinfóníutón-
leikana 30. apríl sl. í dag, heilli
viku frá tónleikum þessum, komu í
Morgunblaðinu 47 eins dálks línur
um þá frá hendi gagnrýnandans,
Jóns Ásgeirssonar. Þar er lofið
eins naumt skammtað og auðið er,
en blendið í meira lagi.
Misstu af miklu
Það liggur á milli linanna, að
Jóni Ásgeirssyni þyki Guðný Guð-
mundsdóttir úr hófi kappsöm. En
þurfa ekki listamenn að hafa
kappsemi í fylgd sinni ef þeim á að
verða eitthvað ágengt? Svo mun
að minnsta kosti Jóni Ásgeirssyni
þykja þegar aðrir eiga í hlut en
Guðný Guðmundsd., því að á sömu
síðu Morgunblaðsins skrifar hann
næstum þrefaldan linufjölda um
aðra tónleika og aðra listakonu,
einnig unga og kappsama, sem
vissulega hefur alla verðleika til
þess að standa undir þeim lofkesti
sem henni er hlaðinn þar. En ég er
viss um að jafn næmri og ósvik-
inni listakonu og Þorgerði Ingólfs-
Þesslr hringdu . . .
Get faldað
gardínurnar
fyrir Þórarin
Rannveig Axelsdóttir
hringdi og sagði: — Ég sá það í
dálkunum hjá þér, að Þórarinn
Björnsson er í vandræðum með
gardínurnar sínar, að fá þær
/aldaðar, en það er alveg sjálf-
sagt, að ég taki verkið að mér
fyrir hann. Hann getur hringt í
síma 32434, ef hann er þá ekki
þegar búinn að fá aðstoð.
Þá langar mig til að nota
tækifærið til að gera athuga-
semd við það, sem Rannveig
Tryggvadóttir segir um Nes-
vagninn — leið 3, sem hún segir,
að Reykvíkingar noti jafnmikið
og Seltirningar. Auðvitað er
ekki nema sjálfsagt, að Seltirn-
ingar borgi sinn hlut í halla-
rekstri á þessari leið, þó að
Reykvíkingar noti vagninn líka,
því að Seltirningar notfæra sér
það áreiðanlega að fá skipti-
miða í vagninum til framhalds-
ferðar með vögnum sem Reyk-
víkingar borga einir hallann af.
Svo er rétt að minna á halla-
rekstur Reykvíkinga af sund-
stöðum sínum, sem Seltirningar
Hver,skilur
Jón Ásgeirsson?
dóttur þykir lítill fengur að svona
ósmekklegri uppstillingu eins og
þessum tveimur dómum í sama
ramma.
Aö lokum vil ég geta þess, að
það er álit allra, sem ég hef heyrt
minnast á sinfóníutónleikana 30.
apríl, að þeir hafi verið glæsilegir
og fagrir og megi leita langt til
samjafnaðar. Útlendingaaðdáend-
urnir, sem voru fjarverandi þetta
kvöld, misstu því af miklu.“
Ásgerður Jónsdóttir