Morgunblaðið - 14.05.1981, Síða 45

Morgunblaðið - 14.05.1981, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ1981 45 34. leikvika — leikir 2. maí 1981 Vinningsröð: 1X1—2X1—2X1 — 121 1. vinningur: 11 réttir — kr. 40.250,- 11872 37095(4/10) 2. vinningur: 10 réttir — kr. 1.015,- 792 3676 7629 18927+ 25728(2/10) 36761+ 1098 3910 9862 19551 29190 37885 2815 6050 9920 20440 31414 39526+ 3139 6629 14789 20446 34229 41100 3552 7166 17616 22554 35028+ Kærufrestur er til 25. maí 1981 kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöö fást hjá umboösmönnum og á aöalskrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimiiisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. Moskvuförin gæti orðið til g'óös „Þá liggur það ljóst fyrir að Alþingi Islendinga hefur tekið þá mjög svo umdeilanlegu ákvörðun að þekkjast nú heimboð Æðsta- ráðs Sovétríkjanna. En hver veit nema að þessi heimsókn eigi eftir að verða til góðs og fer þá að sjálfsögðu eftir því hvernig á verður haldið. Brýnasta verkefni þingmanna- nefndarinnar austur til Moskvu er að leggjast þar af fullum þunga á árina um að gera allt sem unnt er til að veita liðveislu í baráttunni til stuðnings stórmeistaranum Viktor Kortsnoj og fjölskyldu hans, því að væntanlega munu þingmennirnir fá tækifæri til að ræða við háttsetta menn sem sæti eiga í Æðstaráðinu. Væri slíkt í samræmi við „nótur“ utanríkis- ráðherra til Kremlverja. Ég tel það vera mál sem þing- flokkur Sjálfstæðismanna þurfi að athuga snarlega, hvort ekki sé rétt að annar tveggja fulltrúa þing- flokksins í þessari för skuli víkja fyrir öðrum manni úr þingliðinu, Halldóri Blöndal, formanni nefnd- arinnar, sem stóð fyrir ávarpinu til stuðnings Kortsnoj-fjölskyld- unni. Þá gæfist nefndarformann- inum tækifæri til að segja Æðsta- ráðsmönnum að óskir íslendinga í málinu kæmu einnig fram í ræðu- stúfi þeim sem forseti FIDE, Friðrik Ólafsson, hélt yfir skák- forustumönnum þar eystra á dög- unum. Einu sinni var það talið heppi- legt í röðum þingmanna Sjálf- stæðisflokksins að Schram stæði upp fyrir Pétri stýrimanni. Mörg- um mun trúlega þykja það betur henta nú, að Blöndal skuli vera annar tveggja fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins i þessari för til Moskvu. Sverrir Þórðarson.“ Hefði átt að gæta hagsmuna okkar hetur Ágúst Sigurðsson, Grettisgötu 6, skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég ætla að beina orðum mínum til sölumanns fasteignasölu nokk- urrar á Háaleitisbraut. Hann seldi á Njálsgötu 10 tvær fasteignir á sama kaupsamningnum, sem mér sýnist að ekki muni hafa verið hægt. Það er hæð í húsinu, sem kona nokkur átti og á lóðinni var svo herbergi í skúr, sem ég átti. Fljótlega eftir að salan hafði farið fram var skúrinn leigður á kr. 20 þúsund á mánuði og þrír mánuðir borgaðir fyrirfram. Og þessa eign hafði sölumaðurinn í fyrstu metið á kr. 225 þús., án þess að hafa samband við mig. Þó hafði ég lagt um kr. 500 þús. í kostnað við að gera við skúrinn, efni og vinnu. Var þó að selja eign- ir fyrir gamalt fólk Síöan seldist hæðin á kr. 11 milljónir. Af þeirri upphæð var tekin 1 milljón til þess að borga mér skúrinn. Það er hins vegar skoðun mín að sanngjarnt verð hefði verið 16 milljónir, á þeim tíma sem salan fór fram. Ég álít að sölumaðurinn hafi dregið taum kaupandans, en ekki gætt hags- muna beggja aðila, kaupanda og seljanda. Þarna var hann þó að selja eignir fyrir gamalt fólk, mig sem er 81 árs og konuna sem er 72. Er furðulegt að hann skuli ekki hafa tekið tillit til aldurs okkar og gætt hagsmuna okkar betur en hann gerði. Svo vil ég fá að vita það hjá honum af hverju hann verðiagði skúrinn án þess að hafa samband við mig og af hverju hann hafði tvær eignir á sama kaupsamningnum. Ætli hann hafi ekki verið að hjálpa kaupandan- um, manninum sem ég bjó með í húsinu. Ég hefi lýst honum í Mánudagsblaðinu sem út kom 23. febrúar." Hvergi hægt að fá faldaðar gardínur [.„rarinn Iljflrnstton hringdi og sagði: - Veistu það, Velvakandi, að það er hvergi hægt að fá faldaðar gardínur hér í höfuð- borginni. Eg er með háineiðihleg gluggatjóid fyrir hjá mér sem stendur, en á aðrar tllbunar, það þarf ekki annað en að klippa i sundur og sauma svo faldinn. Eg var að reyna að fá þetU gert i gær en fékk alls staðar afsvar. M a. hringdi ég í einu faUviðgerð- ina i borginni, en fékk þar þau svðr, að þar væru aðeins tekin fðt I til viögerðar, ekki annað. Er þetu I eðlilegt í eins stérri borg og Reykjavík er orðin? sækja áreiðanlega ekki síður en aðrir íbúar höfuðborgarsvæðis- ins, án þess að taka þátt í tapinu. En það má víst lengi metast út af svona hlutum. Sýnið Dallas á sunnudags- kvöldum Vaktavinnukona hafði sam- band við Velvakanda og kvart- aði, eins og fleiri, yfir vali sjónvarpsins á sýningarkvöld- um fyrir Dallas-þáttinn: — Það er slæmt fyrir okkur vakta- vinnufólkið að missa alltaf af öðrum hverjum þætti í þessum langa myndaflokki. Hins vegar var sænski myndaflokkurinn um Karlottu Löwensköld þegar u.þ.b. hálfnaður, er sýningar hófust á Dallas, svo að sunnu- dagskvöldin voru upptekin. En mætti ekki fara þarna mála- miðlunarleið og færa Dallas yfir á sunnudagskvöldin, þegar sænska myndaflokknum lýkur? GETRAUNIR - íþróttamiöstödinni - REYKJAVÍK 220/12 volt Spennubreytar Verð 435,- I Benco Bolholti 4, Sími 91-21945. Er kjördæmamálið mannréttindamál? Fimmtudaginn 14. maí nk. heldur Landsmálafélag- iö Vöröur fund um kjördæmamálið. Fundurinn veröur í Valhöll, Háaleitisbraut 1 og hefst kl. 20.30. Frummælendur: Gunnar Thoroddsen, forsætisráö- herra, form. stjórnarskrárnefndar. Matthías Á. Mathiesen, alþingis- maöur Reykjaneskjördæmis. Ath.: Öllum þingmönnum Sjálf- stæöisflokksins sérstaklega boðiö til fundarins. Eftirfarandi eru dæmi um fjölda kjósenda og þingmanna úr þrem- ur kjördæmum eftir Alþingiskosn- ingarnar 1979: Kjósendur Alþingismenn Reykjavík 56.402 15 Reykjanes 29.510 7 Vestfiröir 6.150 6 Þetta eru dæmi um misvægi atkvæða. Er brotið á mannréttindum þeirra er á þéttbýlissvæöum búa? Er leiðréttinga von? Fáum viö svar á fundinum? Sjálfstæöisfólk er hvatt til að mæta á fundinn. Landsmálafélagið Vöröur Fimmtudaginn 14. maí kl. 20.30, Valhöll.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.