Morgunblaðið - 02.06.1981, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.06.1981, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1981 Aðalfundur Neytendasamtakanna á Akureyri: Endurskoðun á heildarskipu- lagi Neytendasamtakanna Flugfélag Austurlands kaupir nýja flugvél Stokkholmi. 2H. mai. FLUGFÉLAG Austurlands hofur fost kaup á nýrri fluKvél hér í Svíþjóð. Vélin er sömu «orðar ok vél som félanið átti áður. Pipor Navajo PA 31. Flugvélin tekur 8 farþega og hún er búin öllum beztu tækjum, sem völ er á. Vélin hefur aðallega verið notuð til að flytja menn í viðskiptaerindum og er hún öll hin glæsilegasta. Hún ber einkenn- isstafina TF-EGS. Afhending vélarinnar fór fram á Bromma-flugvelli við Stokkhólm í dag. Þar var meðfylgjandi mynd tekin. Við vélinni tóku fyrir hönd Flugfélags Austurlands, Jóhann D. Jónsson, Kolbeinn Arason og Benedikt Snædal, en tveir þeir síðarnefndu eru flugmenn. Ráð- gert er að vélin hefji áætlunarflug um mánaðamótin. — Loftur AÐALFUNDUR Neytendasam- takanna á Akureyri og nágrenni (NAN) var haldinn 9. maí sl. í skýrslu stjórnar kom m.a. fram að á árinu komu út 4 töiublöð NAN-frétta. scm send voru fé- lagsmönnum. Yfirleitt tókst að leysa úr kvörtunarmálum er hár- ust skrifstofunni. Minna var leit- að til kvörtunarþjónustunnar en áður. Útbúin var spjaldskrá um efni fjögurra erlendra neytenda- hlaða. sem NAN kaupir, «g er fljótlegt að leita upplýsinga um hvaðeina í henni. Stjórn NAN var endurkjörin en hana skipa: Steinar Þorsteinsson, formaður; Stefanía Arnórsdóttir, varaformaður; Jónína Pálsdóttir, gjaldkeri; Valgerður Magnúsdótt- ir, ritari; Stefán Vilhjálmsson, meðstjórnandi. í varastjórn eru: Margrét Ragúels, Sigríður Jó- hannesdóttir, Úlfhildur Rögn- valdsdóttir og Þórarinn Þorbjarn- arson. Nú fer fram endurskoðun á heildarskipulagi Neytendasam- takanna. NAN eiga fulltrúa í Amsterdamflug Flugleiða hefst 26. júní nk.: Til Amsterdam og til baka fyrir 1850 krónur 99 Á/CTLUNARFLUG Flugleiða til Amsterdam hefst 26. júní nk., en ekki hafði verið flogið þangað á vegum félagsins síðan 1958. þeg- ar Loftleiðir voru með fast áætl- unarflug þangað. en það hafði staðið frá 1959. í tilefni þess, að Flugleiðir taka nú upp Amsterdamflug að nýju, þá hefur félagið ákveðið að bjóða sérstakt fargjald í fyrstu ferðina. Fargjaidið fram og aftur í þessa fyrstu ferð verður 1.850 krónur, en venjulegur ársmiði kostar 5.300 krónur. Vegna þess að Amsterdamflugið Sumarbústaðalönd við Vatnaskóg: Seljast trú- lega upp á næstu dögum“ NÝLEGA birtist hér í blaðinu auglýsing frá eignamarkaðinum, þar sem auglýst voru til sölu sumarhústaðalönd við Vatna- skóg. I samtali við“Mbl. sagði Krist- ján Knútsson hjá Eignamarkaðin- um, að um væri að ræða u.þ.b. 81 hektars svæði, sem Reynir Vil- hjálmsson landslagsarkitekt hefði skipulagt og væri það vestasti hluti Vatnaskógs. „Við höfum þegar selt og tekið frá um 25 lóðir og þær seljast trúlega allar upp á næstu dögum ef fer sem horfir," sagði Kristján. Fólk virðist hafa mikinn áhuga fyrir þessu, enda orðið harla erfitt að komast yfir eignarland í ná- grenni Reykjavíkur. Alls er hér um að ræða 70 sumarbústaðalóðir og er hver þeirra um og yfir einn hektari að stærð — en 11 hektarar eru sameiginlegt svæði. Eru þessar sumarbústaðalóðir á verðbilinu frá 55.000 kr. til 80.000 kr. Vegur er upp að hverri lóð og einnig vatnslögn — fylgir þetta með í kaupunum ásamt rétti til afnota af sameiginlega svæðinu." verður aðeins einu sinni í viku, hefur ennfremur verið ákveðið að bjóða þessum farþegum að fara heim í gegnum Luxemborg ef þeir vilja. Til Amsterdam verður í sumar flogið síðdegis á föstudögum og til baka aftur um kvöldið. skipulagsnefnd, sem kosin var á aðalfundi Neytendasamtakanna í Reykjavík. Stefnt er að því að stofna formlega í haust Lands- samtök neytenda með aðild deilda eða félaga um allt land. NAN þurfa að víkja úr húsnæð- inu í Skipagötu 18, og flytst starfsemin eftir 1. júlí að Eiðs- Landsmót UMFÍ á Akureyri LANDSMÓT UMFÍ verður hald- ið á Akureyri dagana 10. —12. júlí og verður m.a. keppt í skák. 13 fjögurra manna sveitir til- kynntu þátttöku i forkeppni mótsins og var þeim skipt í þrjá riðla. Tvær vinningshæstu sveitirnar í hverjum riðli komast í aðal- keppni Landsmótsins. Keppni í A-riðli fór fram í Kópavogi og tefldu þar 5 sveitir. UMF Bolung- arvíkur sigraði í þeim riðli en í 2 sæti varð sveit UMS Kjalarnes- þings. Keppnin í C-riðli fór fram í Vik í Mýrdal. Fjórar sveitir mættu til leiks og urðu tvær sveitir efstar og jafnar að vinn- ingum, sveit Úngmenna- og íþróttasambands Austurlands og Héraðssambandsins Skarphéð- inn. Keppni í Norðurlandsriðli fer fram um næstu mánaðamót væntanlega. Ungmennasamband Eyjafjarð- ar sér um framkvæmd þessa landsmóts. vallagötu 6. Félagar í Neytenda- samtökunum eru alls rúml. 4.000 en þar af eru 300 í NAN. EIÐFAX K7 5 S VðLVO V Volvo á hringferð um landið Volvoumboðið Veltir sýnir um þessar mundir nokkrar gerðir af vörubílum víða um landinu. en sýningarferðin mun standa til 24. júní. í bílalestinni. sem fer um landið, eru vöruflutningabíll með yfirbyggingu frá Bifreiða- og trésmiðju Kaupfélags Borgfirðinga, vörubíll með palli frá Málmtækni hf. og Hiab Foco-krani, tveir vörubílar með mismunandi grjótpöllum og einnig verða með í för Volvo Penta-bátavél. Volvo Lapplander-torfærubíll og Volvo 345-fólksbíll. í ferðinni verða starfsmenn söludeildar. þjónustudeildar og varahlutadeildar. -»«■5<áH Nýtt tölublað Eiðfaxa komið út TÍMARITIÐ Eiðfaxi er nýkom- ið út. fimmta toluhlað þessa árs, og er það fjölbreytt að efni sem fyrr. Blaðið er 36 síður að stærð. prentað á vandaðan pappir og prýtt fjölda mynda. Á forsíðu er mynd af sjóböðun hesta við Stokkseyri. eftir Sig- urð Sigmundsson. sem jafn- framt er ritnefndarfulltrúi og ábyrgðarmaður ritsins. Meðal greina í Eiðfaxa að þessu sinni er grein eftir Björn Sigurðsson um hestasýningar, Páll A. Pálsson yfirdýralæknir ritar grein um smitsjúkdóma og hættur þeim samfara, Gílsi B. Björnsson skrifar um sölumál íslenskra hesta í Evrópu, viðtal er við Sigurð Snæbjörnsson bónda og hrossaræktarmann á Höskuldsstöðum í Eyjafirði, Sigurður O. Ragnarsson fjallar um áhrif keppnisvalla á gang brokkhesta og heilbrigði fóta og viðtal er við Jóhann Friðriksson um hvort „ungviðinu sé ofboð- ið?“ Þá má nefna grein um beit- armál eftir dr. Ólaf Dýr- mundsson landnýtingarráðu- naut, rabbað er við Ólöfu Guð- brandsdóttur á Nýja-Bæ í Borg- arfirði, sagt er frá aðalfundi Eiðfaxa 1981, opið bréf til Péturs Behrens er í ritinu eftir Rosemarie Þorleifsdóttur, grein eftir Hildi Sigurðardóttur og margt fleira efni. Útgefandi ritsins er samnefnt hlutafélag, en í ritnefnd eru þeir Árni Þórðarson, Björn Sig- urðsson, Kári Arnórsson, Pétur Behrens, Sigurður Ragnarsson, Sigurður Sigmundsson og Sig- urður Sæmundsson. Víða heitt vatn í jörðu í Hreppunum Syór*-I>an»<holti. 20. mai. IIÉR í Hrunamannahreppi er heitt vatn vírta í jörrtu. þó ekki séu heitir hverir mjög vírta. Borart hefur verirt eftir heita vatninu á þó nokkrum störtum á undanförnum árum og hefur árangur yfirleitt verið já- kva'rtur. þó ekki alls staðar. Áriö 1978 var borað með jarðbornum Ými á bæjunum Kópsvatni og Reykjadal og voru þá boraðar rúmlega 600 m djúpar holur. Nú í vetur voru þessar holur dýpkaðar með jarðbornum Glaumi. Á Kóps- vatni þar sem er tvíbýli koma nú upp 2,2 sekúndulítrar af 82 gráða heitu vatni úr 1052 m djúpri holu sem næst með djúpvatnsdælu 30 m niður í. í Reykjadal er mikið af heitu vatni, sem þarf einnig að dæla upp með djúpvatnsdælu. Þá er verið að virkja jarðhita fyrir bæina Skipholt og Kot- laugar, en þar var lítið vatn en heitur jarðvegur. Með því að grafa um 9 m niður koma þar nú 2 til 3 lítrar af 85 stiga heitu vatni, sem er meira en nóg til upphitunar á þessum bæjum, en í Skipholti er tvíbýli. Það hlýtur að vera eitt stærsta hagsmunamál okkar íslend- inga að hagnýta okkur jarð- varmann þar sem það er mögu- legt með sæmilega hagkvæmu móti. Rannsóknir og fyrir- greiðsla opinberra aðila þarf enn að aukast á þessu sviði. Við hljótum að búa að innlendum orkugjöfum í framtíðinni eins og mögulegt er. Fréttaritari. Frá framkvæmdum við Kutlaugahver. Ljósm. Sík- Siífm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.