Morgunblaðið - 02.06.1981, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1981
Ragnhildur Helgadóttir sjötug:
„Eg verð
sjálfstæðis-
manneskja meðan
ég dreg andann“
RaKnhildur IlelKadóttir á heimili sínu.
RaKnhildur Ileljíadóttir
veróur sjötuK í da>;. Hún var
einn af stofnendum Sjálfstæð-
iskvennafélaKs ísafjarðar.
fyrrverandi formaður
kvennafélaKsins lllífar á ísa-
firði um 12 ára skeið ok félaKÍ
í Ilvöt, félaKÍ sjálfstæðis-
kvenna.
Hún er fædd 2. júní 1911 á
Laugarbóli í Laugardal í Ögur-
hreppi. Foreldrar hennar voru
þau Dagbjört Kolbeinsdóttir
frá Ögri við ísafjarðardjúpi og
Helgi Jónsson frá Snæfjöllum.
„Ég ólst Upp á Laugarbóli til
12 ára aldurs," sagði hún í
samtali við Mbl. í tilefni af
afmæli hennar, „en þá brugðu
foreldrar mínir búi og fluttu í
Ögurnes, sem nú er reyndar
lagst í eyði eins og svo mörg
önnur byggð á Vestfjörðum.
Þarna var mitt heimili þar til
ég gifti mig 24 ára að aldri, en
ég var alltaf við og við í Ögri
þar sem móðir mín ólst upp
hjá henni nöfnu minni þar.
Ég er barnaskólalærð en fór
snemma út í það að sauma
kjóla og er kjólameistari óg
hélt kjólasaumanámskeið um
alla firði og var á tímabili
kölluð „konan úr öllum fjörð-
um“. Annars hélt ég flest af
þessum námskeiðum mínum í
Hlíf. Það kom alveg af sjálfu
sér að ég fór að berjast fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er í
blóðinu. Það er agalega mikið
sjálfstæðisfólk í minni ætt. í
kvennfélagið Hlíf gekk ég
1935, minnir mig, en þá sem nú
var það í því að hlúa að eldra
fólki og vinna að hinum ýms-
ustu félagsmálum og kirkju.
Það voru haldnir basarar og
skemmtikvöld fyrir gamla
fólkið og voru þau oft fjöl-
mennari en þorrablótin í þá
daga og er þá nokkuð sagt.
Þetta var allt saman afskap-
lega huggulegt og við sendum
þeim veitingar heim sem voru
lasburða og gátu ekki komið.
Og svo var ég í að stofna
Sjálfstæðiskvennafélag ísa-
fjarðar og var í því félagi í 40
ár. Þá var nú Isafjarðarbær
kallaður „Rauði bærinn", þar
réðu kratar lögum og lofum og
var oft ansi heitt í kolunum á
kosningafundum enda var þá
kjördæmaskipunin ekki komin
á og það var barist um hvern
mann. Ég held að okkar
stærsti sigur í félaginu hafi
verið þegar við komum honum
Kjartani Jóhannessyni á þing
’54 þar sem hann var 12 næstu
árin. Þá iðaði bærinn af fjöri
enda pólitíkin í þá daga mun
skemmtilegri og fjörugri en
nú. Það var engin lognmolla
yfir Isfirðingum á þessum tím-
um.
Ég flutti til Reykjavíkur
haustið 1975 og við hjónin
erum ákaflega ánægð með að
vera hér. Ég gekk strax í Hvöt
og hef sótt núna þrjá fundi hjá
þeim. Þegar við fluttum frá
Isafirði hélt kvennafélagið
Hlíf okkur veglegt samkvæmi
og leystu okkur út með gjöfum
og vil ég nota tækifærið núna
og þakka þeim fyrir langt og
gott farsælt samstarf.
Ég verð sjálfstæðismann-
eskja meðan ég dreg andann.
Sameinaður Sjálfstæðisflokk-
ur er eini bjargvættur íslensku
þjóðarinnar að mínu mati.
Þess vegna ríður á að allir séu
víðsýnir, sáttir og réttlátir í
öllum þeim málum er varða
þjóð okkar til lands og sjávar
sem og í lofti, og í öllu því sem
til heilla horfir í landi okkar.
Betri ósk á ég ekki til handa
mínum flokki á þessum tíma-
mótum lífs míns. Lítið var en
lokið er, má segja um mig.
Ekki má gleyma aldraða fólk-
inu sem hefur lagt grunninn
að velgengni þeirra sem lifa í
blóma lífsins í dag,“ sagði
Ragnhildur Helgadóttir að
lokum.
Áhugaljósmyndari tók þessa mynd af tveimur hryðjuverkamönnum irska lýðveldishersins i siðustu viku
þar sem þeir höfðu komið sér fyrir i Beechwood-götu i Belfast.
Myrtu lögreglu-
þjón á sjúkrahúsi
Belfast. 1. júnl. — AP.
ÞRÍR hryðjuverkamenn írska
lýðveldishersins (IRA) skutu
lögregluþjón til bana á sjúkra-
húsi í Belfast í gærkvöldi, aðeins
nokkrum klukkustundum eftir
að brezkur hermaður lét lifið er
bílsprengja sprakk.
Formælandi lögreglunnar
sagði, að þremenningarnir hefðu
læðst inn á Viktoríusjúkrahúsið
og skotið af skammbyssum af
stuttu færi á lögregluþjóninn þar
sem hann stóð vörð við gjör-
gæzludeild sjúkrahússins. Þre-
menningarnir, tveir karlar og
kona, misstu skammbyssu á flótt-
anum frá sjúkrahúsinu.
Talið er, að þremenningarnir
hafi valið lögregluþjóninn af
handahófi og án tiliits til þess
fanga er hann gætti á sjúkrahús-
inu.
Þær sögusagnir bárust út í gær
að Verkamannaflokkurinn brezki
hygðist endurskoða stefnu sína í
málefnum N-írlands og lýsa fylgi
við sameiningu héraðsins við
írska lýðveldið. Sérstök nefnd
sem vinnur að endurskoðun
stefnu flokksins í þessum málum
mun leggja til breytta stefnu og
hvetja til sameiningar héraðsins
við írska lýðveldið, að sogn heim-
ilda úr röðum æðstu manna
flokksins, en engin yfirlýsing
hefur verið gefin af hálfu flokks-
ins um þessar fregnir.
Bretar hafa 11.000 hermenn
staðsetta á N-írlandi í dag, og
beinn fjárstuðningur við héraðið
nemur 18 milljörðum króna á ári.
Vitað er að 2.118 manns hafa týnt
lífi af völdum óeirðanna í hérað-
inu frá því 1969.
Walesa á þing í Genf
Genf. 1. júni. AP.
Lech Walesa leiðtogi pólsku verkalýðshreyfingarinnar Samstöðu,
mun sitja árlegt þing Alþjóða vinnumálastofnunarinnar í Genf þessa
viku.
Búizt er við, að hann ávarpi þingið á föstudag. Janusz Obodowski
atvinnumálaráðherra Póllands er einnig í pólsku sendinefndinni á
þinginu.
Walesa sagði við komuna til Genfar, að hann vonaðist til að „læra
mikið" á þinginu. Það sitja fulltrúar frá 145 löndum, en þingið stendur í
þrjár vikur og verður sett á miðvikudag.
Ítalía:
Sósíalistar íhuga afstöðu
sína til stjórnarmyndunar
Róm. 1. júni. AP.
ARNALDO Forlani. forsætisráð-
herra á Ítalíu, hóf í dag viðræð-
ur við frammámenn i itölskum
stjórnmálum og eiga þær að
standa næstu tvo daga. Tilgang-
urinn með þeim er að reyna að
binda enda á stjórnarkreppuna i
kjölfar uppljóstrananna um
P-2-frímúrarareKluna ok fá úr
þvi skorið hvort það verður
Forlani. sem veita mun forstöðu
fyrir 41. rikisstjórninni á ítaliu
eftirstríðsáranna.
Forlani átti í dag tveggja
stunda fund með Bettino Craxi,
aðalritara Sósialistaflokksins, en
Craxi sækist sjálfur eftir forsæt-
isráðherraembættinu í næstu
stjórn. Eftir fundinn sagði Craxi,
að afstaða Sósíalistaflokksins
yrði gerð lýðum ljós þegar hann
hefði ráðfært sig við leiðtoga
hans, trúlega á miðvikudag. Sósí-
alistaflokkurinn er þriðji stærst-
ur ítalskra flokka, á eftir kristi-
legum demókrötum og kommún-
istum, og má heita að hann hafi
lykilaðstöðu við stjórnarmyndan-
ir.
Leiðtogar kristilegra demó-
krata styðja Forlani heilshugar
og sumir hafa haft á orði, að þeir
vildu fremur nýjar kosningar en
horfa upp á fyrstu ríkisstjórnina
eftir 1945 undir forystu manns úr
öðrum flokki.
Búist er við, að Forlani bjóði
sósíalistum valdamikil embætti í
hugsanlegri stjórn, ef þeir fást til
að styðja hana, og er nefnt til
embætti utanríkisráðherra og
innanríkisráðherra. Ef Forlani
mistekst stjórnarmyndunin kann
Sandro Pertini forseti að veita
Craxi umboðið til hennar eða
aðalritara Lýðveldisflokksins,
Giovanni Spadolini.
Arnaldo Forlani, (orsætisráðherra
fyrir 40. rikisstjórninni á ítaliu
eftir strið. en hún féll á dögunum
vegna uppljóstrana um meint sam-
særi félaga í P-2-frímúrarareKl-
unni. Forlani hefur nú fengið um-
boð til að mynda 41. rikisstjórnina.