Morgunblaðið - 02.06.1981, Side 18

Morgunblaðið - 02.06.1981, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. Löng leit • • Oll þjóðin fylgist af athygli með leitinni að flugvélinni TF-ROM, sem hvarf á miðvikudagskvöldið í síðustu viku á leið frá Reykjavík til Akureyrar. Þúsundir manna hafa lagt land undir fót og farið um holt og hæðir í leit að mönnunum fjórum, sem í vélinni voru. I óteljandi klukkustundir hafa leitarflugvélar flogið yfir eðlilega flugleið vélarinn- ar og langt út fyrir hana. Þegar þetta er ritað, hefur ekkert til vélarinnar spurst. Vonandi líður ekki á löngu, þar til úr því fæst skorið, hver orðið hafa örlög ferðalanganna fjögurra. Fram hefur komið í fréttum, að leitað hafi verið á tæplega helmingi landsins eða á um 50 þúsund ferkílómetra svæði. Þessi staðreynd minnir okkur á hve víðáttumikið land okkar er. Nú þegar sumarferðalög um óbyggðir eru að hefjast, er nauðsynlegt að leggja á það ríka áherslu, að fyilstu varúðar sé gætt. Menn tefli sér og sínum ekki í neina tvísýnu eða glettist með óhæfilegum hætti við náttúruöflin. Nútímatækni gerir mönnum kleift að kynnast íslandi með allt öðrum hætti en áður, en hún gerir þá ekki óhulta gagnvart margvíslegum hættum, sem á leið þeirra kunna að verða. Nú eins og áður verða ferðalangar að gæta sín á straumhörðum ám og fljótum, vara sig á sandbleytu og jökulsprungum, hafa hiiðsjón af duttlungum veðurguðanna og láta aðra vita, hvert ferðinni er heitið, svo að eftirgrennslan verði auðveidari. Umfangsmikil leitin að flugvélinni TF-ROM hófst um leið og vélin hélt ekki þá áætlun, sem gerð var í upphafi ferðar. Hvergi er eins nákvæmlega fylgst með ferðum manna eins og þegar þeir fara fljúgandi milli staða. En landið er stórt og margt getur hindrað mönnum sýn. Ekki má hætta hinni löngu leit, fyrr en hún ber árangur. Endurtekning Tilkynnt hefur verið, að frá og með, 1. júní hafi landbúnaðarvörur hækkað um nokkra tugi prósenta. Hækkanafréttir af þessu tagi eru hættar að koma okkur á óvart. Þær munu endurtaka sig svo lengi sem ekki verður gripið til raunhæfra ráðstafana gegn verðbólgunni. Það er dæmigert fyrir sýndarmennsku ríkisstjórnarinnar í átökunum við verðbólguna, að í byrjun maí síðastliðins var látið sem svo að með auknum niðurgreiðslum væri verið að lækka verð á landbúnaðarvörum til einhverrar frambúðar. Stjórnarherrunum þótti sá blær nauðsynlegur til að dylja raunverulegan tilgang sinn, sem var sá að leika á vísitölukerfið, svo að laun manna hækkuðu minna nú um mánaðamótin en annars hefði orðið. Líklega hefur aukið fjárstreymi úr ríkissjóði til að greiða niður landbúnaðarvörur leitt til þess, að fjármálaráðherra taldi nauðsynlegt að hækka áfengi og tóbak. Hækkanir á þeim varningi hafa ekki bein áhrif á verðbótakerfi launþega. Þess vegna er rekin sú fjármálapólitík af ríkisstjórninni að halda launum manna í skefjum með því að greiða niður landbúnaðarvörur í einn mánuð, á meðan vísitölubætur á laun eru reiknaðar. Strax í mánaðarlok er sá reikningur ríkissjóðs gerður upp, síðan er áfengisverslununum iokað og söluvarningur þeirra hækkaður til að standa undir kostnaði við launalækkunina. Svo hækka landbúnaðarvörur og einkasöluvarningur ríkissjóðs samtímis, þegar þeim tiigangi hefur verið náð að „telja verðbólguna niður", eins og þessi kúnst heitir hjá ráðherrunum. , Gleðin ótvíræð Olafur R. Grímsson þingflokksformaður Alþýðubandalagsins rakti í Þjóðviljanum sl. fimmtudag gang mála á síðasta þingi. Enginn, sem það viðtal les, getur efast um ánægju þingflokksformannsins með hlut Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsens. Ólafur R. Grímsson segir, að af „veigamikilli" lagasetningu, sem ríkisstjórnin átti frumkvæði að, hafi verið „veigamestir" þeir máiaflokkar, sem Alþýðubandalagið fer með í ríkisstjórninni. Framsóknarmenn hafa talið sig eiga höfundarrétt á „niðurtaln- ingarstefnunni" og sögðu um áramótin, að loksins væri niðurtalningin hafin. Ólafur R. Grímsson er greinilega ekki sammála þessu. Hann segir í Þjóðviljanum: „Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar ber mjög svipmót þeirrar afstöðu sem Alþýðubandalagið hefur haft síðan 1978. Sú afstaða varð undir í ríkisstjórninni 1978—79. Nú hefur hins vegar verið tekið tiliit til sjónarmiða Alþýðubandalagsins og árangurinn er að koma í ljós.“ Þessi gleði þingflokksformanns Alþýðubandalagsins er í litlu samræmi við þann harmagrát, sem Svavar Gestsson formaður flokksins kýs að hafa uppi, þegar hann situr fyrir svörum í sjónvarpssal með öðrum oddvitum stjórnarliðsins. Þá snýst talið um það, að ekki megi útiloka flokk, sem hafi um 20% kjósenda á bak við sig og þar fram eftir götunum. í sjálfsánægju sinni gleymir Ólafur R. Grímsson þeirri staðreynd, sem jafnvel Svavar Gestsson mundi eftir, að Alþýðubanda- lagið, sérviska þess og afturhaldssemi, er neikvæðasti þáttur þessarar ríkisstjórnar og hið ríka tillit, sem tekið er til flokksins af forsætisráðherra, stafar ekki af umhyggju fyrir þjóðarhag heldur fastheldni á völdin. Leitarmenn ösluðu aur og snjó upp að hnjám Fórum liðlega 40 km á hálfum sólarhring — sagði Arngrímur Blöndahl, aðstoðarsveitar- foringi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík ERFIÐ leitarskilyrði gcrðu björgunarsveitarmönnum og öðrum mjög erfitt fyrir, meðan leitin að flugvélinni TF-ROM stóð yfir á landi frá því á aöíaranótt fimmtudags, þar til í gær. Blaðamaður Mbl. var á ferð með björgunarsveitarmönnum og var það mál manna, að þessi leit væri með þeim erfiðari hin síðari ár. Ýmist gengu menn upp í hné i krapa og snjó, eða örkuðu í aur og eðju. Það fór því ekki hjá því, að menn væru orðnir heldur framlágir þegar þeir loks fengu hvíld eftir mikið erfiði. Ekki var óalgengt, að flokkar væru á ferðinni í 10—15 klukkutima án hvíldar og það við erfiðustu skilyrði. Sumir voru á ferðinni allt upp í sólarhring i lotu. Segja má, að margir leitarflokkanna hafi leitað án hvíldar i nærri tvo sólarhringa til að byrja með, og voru velflestir með heldur litlar matarbirgðir, sérstaklega síðari daginn, því yfirleitt eru menn útbúnir með nesti til eins sólarhrings. Svæðin óneitanlega mjög erfið yfirferðar „Þau svæði, sem okkar menn fóru •um, voru óneitanlega mjög erfið yfirferðar, vegna snjóa og aur- bleytu, auk þess, sem þoka gerði okkur mjög erfitt fyrir á stundum," sagði Erlingur Thoroddsen, formað- ur björgunarsveitar Ingólfs frá Reykjavík, í samtali við Mbl. „Menn drifu sig af stað með matarbirgðir fyrir daginn og voru því orðnir ansi dasaðir eftir tveggja daga hvíldarlitla leit. í raun voru flestir okkar alveg matarlausir annan dag leitarinnar," sagði Erl- ingur ennfremur. Sem dæmi um hversu lengi hver leiðangur stóð yfir, sagði Erlingur, að Ingólfsmenn hefðu farið af stað eina nóttina upp úr eitt, en þeir voru ekki komnir til baka fyrr en tæpum sólarhring síðar. Fóru liðlega 40 km á hálfum sólarhring Arngrímur Blöndahl, aðstoðar- sveitarforingi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, sagði í samtali við Mbl., að þetta væri með erfiðari leitum, sem hann hefði tekið þátt í. — „Við vorum á ferðinni nánast allan sólarhringinn, og það í færi, sem getur varla orðið miklu erfiðara. Ymist var maður á kafi í snjó, eða þá gengið var í aurbleytu upp í hné,“ sagði Arngrímur Blöndahl enn- fremur. Aðspurður um hversu langar vegalengdir þeir hjálparsveitar- menn hefðu farið, sagði Arngrímur, að einn sólarhringinn hefðu þeir farið liðlega 40 kílómetra, en það var á Eyvindarstaðaheiði frammi á Skagafirði. — „Eftir þá göngu voru menn orðnir heldur framlágir, enda ekki furða," sagði Arngrímur Blöndahl, en til að gera mönnum lífið enn leiðara, þá voru menn yfirleitt mjög illa nestaðir eftir fyrsta sólarhringinn, sem auðvitað dregur úr krafti manna.“ Þá gat Arngrímur þess eins og Erlingur, að veðrið hefði á stundum gert þeim erfitt fyrir. — „T.d. voru aðeins 50 metrar á milli manna, þegar við vorum á ferð í Snjófjöll- um á Holtavörðuheiði, og það sást varla á milli þeirra," sagði Arn- grímur Blöndahl ennfremur. Einhver strembnasta leit síðari ára Gylfi Gunnarsson, félagi í Flug- björgunarsveitinni í Reykjavík, sgaði, að félagar sveitarinnar hefðu lent í mjög misjöfnu landi. Oftast hefði færið þó verið erfitt. — „Sumir voru á ferðinni um hálfan sólarhring stöðugt í aur og snjó til skiptis, sem auðvitað reynir á þol- rifin í mönnum," sagði Gylfi Gunn- arsson ennfremur. Gylfi sagði aðspurður, að þetta væri einhver umfangsmesta leit að flugvél hin síðari ár og jafnframt einhver sú strembnasta. Auk björgunar- og hjálparsveit- armanna tóku þátt í leitinni bænd- ur heima í héraði á hverjum stað. Fóru þeir ýmist ríðandi eða fót- gangandi. Var það mál þeirra, sem blaðamaður Mbl. ræddi við, að aðstæður til leitar hefðu verið mjög slæmar. Hestarnir hefðu t.d. sokkið mjög í aurleðju frammi á Skagafirði og inni á hálendinu. Leitajypenn taka sér stutta hvild á fjöllum l.jósmyndir Brynjar örn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.