Morgunblaðið - 02.06.1981, Side 24
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JUNI 1981
Er sjúkrahótel Rauða
krossins einskis virði?
eftir Jórunni
Ólafsdóttur
frá Sörlastööum
Fimmtudaginn þann 7. maí sl.
var á dagskrá Ríkisútvarpsins
báttur, sem bar heitið „Hjálpar-
starf Rauða krossins".
Mun honum hafa verið veitt
rúm í útvarpinu vegna alþjóða-
dags Rauða krossins, sem var
daginn eftir (föstudaginn 8. maí).
Umsjón með þætti þessum, sem
stóð í um það bil klst., hafði Jón
Ásgeirsson, fréttamaður. Ræddi
hann við ýmsa, sem forystu hafa i
málefnum RKI, m.a. Olaf Mixa,
lækni, formann RKI, og Eggert
Ásgeirsson, framkvæmdastjóra.
Þá kom og þarna fram Sigurður
Magnússon, og var að heyra á því,
sem hann hafði að segja hlustend-
um, að hann væri að taka við
starfi hjá Rauða krossinum, sem
sérlegur fulltrúi í sambandi við
málefni aldraðra, sem þessi fé-
lagsskapur hyggst nú, að manni
skilst, ætla að fara að sinna af
sérstökum áhuga og krafti — til
samræmis við að næsta herrans ár
— 1982 kvað eiga að vera tileinkað
öidruðum alveg sérstaklega. Mun
ekki af veita, önnur eins rama-
kvein og ailtaf eru upp rekin í
sambandi við öldrunarmálin svo
að notað sé hið útþvælda og afar
leiðinlega orð.
Sannleikur mun það vera, að
þar sé víða pottur brotinn og
verulegra úrbóta þörf, og er það
Greinarhöfundur ber
mikið lof á sjúkra-
hótel Rauða krossins,
Skipholti 21 — það sé
griðastaður sjúkum
og öldnum, hlekkur í
festi fjölþættrar
hjálparstarfsemi
vissulega, verðugt verkefni fyrir
Rauða krossinn, sem hefur Sam-
hjálp og líknarþjónustu á stefnu-
skrá sinni fyrst og fremst og
löngum sýnt það í raunhæfu verki.
Er Rauði krossinn virðingar-
verður félagsskapur, sem hefur
unnið ómetanlegt starf á sviði
heilbrigðismála og mannúðar, allt
frá því að hann var formlega
stofnaður í Genf árið 1863 upp úr
hinni ægilegu styrjöld á milli
Frakka og Austurríkismanna
1859. Einkunnarorð aðalforgöngu-
manns að stofnun Rauða krossins,
Henry Dunant, og félaga hans,
sem unnu í sjálfboðavinnu án
afláts við að bæta úr mesta bölinu,
voru: „Allir eru bræður.“
Þessi fögru orð hafa fylgt Rauða
krossinum síðan og í anda þeirra
hefur margt ómetanlegt verið
unnið á þeirri rúmu öld, sem liðin
er frá því að Rauði krossinn varð
til. Hugsjónir hans eru víðtækar
og framar öllu göfugar. Ekki er
farið í manngreinarálit, ekki
gjörður munur á þjóðerni, kyn-
þætti, trú, stétt eða stjórnmála-
skoðunum. Rauði krossinn hefur
löngum látið til sín taka að fá þar
einhverja bót á ráðið, sem hung-
ursneyð og hernaður hefur sett
brennimark bölsins á þrautpíndar
þjóðir og minnir þar að vissu leyti
á hinn stórmerka félagsskap
Amnesty International.
Rauði kross Islands, sem var
stofnaður árið 1924, hefur á allra
síöustu árum verið á meðal þeirra
félaga innan Alþjóða Rauðakross-
ins, sem helga sig þessu verkefni í
allríkum mæli og lagt þar fram
bæði fjármagn og starfandi hend-
ur. Er skemmst að minnast þeirra
forgöngu, sem RKÍ hafði um
flutning flóttafólks frá Víetnam
hingað til lands og að bera veg og
vanda af veru þess hér. Er að visu
rétt að viðhafa góð orð um fram-
kvæmd þessa. En ekkert höfuðaf-
rek er hún þó út af fyrir sig og
mun mörgum finnast að RKI sé
merkari fyrir ýmsa aðra hluti,
sem hann hefur gjört. En óspart
var þessu hampað í nefndum
útvarpsþætti og mikil áherzla lögð
á ágæti RKI í sambandi við
þátttöku hans í hjálparstarfi í
þágu sveltandi og þjáðra þjóða úti
í hinni víðu og válegu veröld. Og
sem löngum, bæði fyrr og síðar,
gleymdist þessi holla ábending:
„Maður, líttu þér nær“!
Minnst var að vísu á starfsemi
RKÍ hér heima, m.a. getið um
þátttöku hans og umsjón með
sjúkraflutningum (samanber störf
hinna ýmsu deilda) o.fl. skylt.
Rætt var og við tvær konur,
Stjórn Sinawik i Reykjavík ásamt fulltrúum Umsjónarféiags Einhverfra Barna.
Einhverf böm fá meðferðarheimili
í SL. VIKU afhentu Sinawik-
konur í Reykjavík (eiginkonur
Kiwanismanna) Umsjónarfé-
lagi einhverfra harna gjöf að
fjárhað 7.000,- kr. Þessu fé er
ætlað að renna til meðferðar-
heimilis einhveríra (geðveikra)
harna að Trönuhólum 1 í Breið-
holti.
Umsjónarfélag einhverfra
barna var stofnað 1977. Stofnfé-
Við birtingu greinarinnar
„Skylt er að leiðrétta" hér í
Morgunbiaðinu á sunnudaginn
urðu þau slæmu mistök, sem
beðist er afsökunar á, að nafn
lagar voru nokkrir foreldrar
einhverfra barna og starfsfólk á
Geðdeild Barnaspítala Hrings-
ins. Nú eru í félaginu um 100
manns sem eru aðstandendur
einhverfra einstaklinga og fólk
sem vinnur að velferð þeirra.
Meginverkefni Umsjónarfé-
lagsins er að stuðla að bættum
meðferðarmöguleikum fyrir ein-
hverf börn. Þau þurfa flest
greinarhöf. féll hreinlega niður.
Greinina skrifaði frú Hulda Á.
Stefánsdóttir. Biður blaðið hana
að afsaka mistökin.
ævilanga meðferð sem foreldrar
einir geta ekki veitt. Félagið
hefur beitt sér fyrir því að koma
upp meðferðarheimili fyrir þessi
börn. Félagið hefur aflað fjár
með ýmsu móti í þessu skyni, og
m.a. fengið viðurkenningu
skattyfirvalda á skattfrelsi
framlaga til heimilissjóðs fé-
lagsins. Nánari upplýsingar um
Umsjónarfélag einhverfra
barna veitir stjórn þess, en hana
skipa: Alda Sveinsdóttir, Lára
Björnsdóttir og Sveinn Sigurðs-
son.
Ríkið hefur fest kaup á hús-
eigninni Trönuhólum 1 og verð-
ur þar starfrækt meðferðar-
heimili fyrir einhverf börn, hið
fyrsta sinnar tegundar á land-
inu.
„Skylt er að leiðrétta“
fráfarandi og nýkjörinn formann
Kvennadeildar RKÍ varðandi
starfsemina á vegum deildarinn-
ar, s.s. bókasöfn, verzlanir, sem
deildin á og annast og í tengslum
við Sjúkrahús í höfuðborginni. Er
það mikið nytjastarf og vinsælt.
Þá var minnst á sjúkravinaþjón-
ustu, sem er ein grein starfsemi
Kvennadeildarinnar. En fremur
fljótlega var yfir þetta farið, eins
og það skipti ekki verulegu máli að
kynna það neitt nákvæmlega fyrir
almenningi.
Og leið mistök voru það í
sambandi við gerð þessarar
dagskrár, að henni lauk svo, að
ekki var minnst með einu orði á
sjúkrahótel RKÍ, sem stendur við
Skipholt 21. Rvík, og gegnir svo
mikilvægu hlutverki, að það er án
efa á meðal beztu og þörfustu
stofnana á landi hér. Munu margir
verða til að undirstrika þá um-
sögn, þó að umsjónarmanni út-
varpsþáttarins sem fyrst og
fremst var kynning á „hjálpar-
starfi“ Rauða krossins, og þeim
ráðamönnum félagsskaparins,
sem þar komu fram til viðræðna
— þætti ekki taka því að nefna
það.
Eða var þetta e.t.v. gleymska?!
Öll rök mæltu með því, að
jr
Steinar Oskarsson
vélstjóri - Minning
Meú tryKKÚ tll máls ok manna
á mátt hins góúa ok sanna
þú trúúir traust ok fast.
Hér er nú starfsins endi.
í æöri stjórnarhendi
er þaó. sem heitt í huK þú barst.
(Einar Benediktsson)
Hinn 21. maí síðastliðinn lést
Steinar Óskarsson, vélstjóri, á
Landspítalanum.
Það er þungbært að horfa á bak
mönnum í blóma lífsins og þá ekki
síst, þegar um er að ræða slíkan
mannkosta mann, sem Steinar
var. Orð segja lítið, en mig langar
til að minnast hans í fáeinum
kveðjuorðum.
Steinar fæddist í Reykjavík 1.
apríl 1934. Foreldrar hans eru
hjónin Ólöf Daníelsdóttir og
Óskar Halldórsson.
Árið 1960 lauk Steinar vél-
stjóranámi og starfaði síðan sem
vélstjóri á ýmsum skipum til
dauðadags. Síðast var hann 1.
vélstjóri á togaranum Engey.
Steinari kynntist ég fyrst, þegar
ég kvæntist yngri systur hans.
Alla tíð sýndi hann mér og
fjölskyldu minni einstaka velvild
og vinsemd, sem seint verður
þökkuð. Margar góðar minningar
geymast um samverustundir, sem
þó urðu alltof fáar eins og títt vill
verða, þegar sjómennska, með
langdvölum fjarri heimili, er ann-
ars vegar.
Mér varð fljótt ljóst, að Steinar
var mjög hæfur í sínu starfi og
fylgdist vel með öllum nýjungum.
Þau störf, sem honum voru falin,
rækti hann af einstakri samvisku-
semi og snyrtimennsku, svo mik-
illi að orð fór af.
Steinar var dulur að eðlisfari,
en tryggur og traustur því fólki,
sem honum féll við. Skapmaður
var hann, en sáttfús og vildi aldrei
halla réttu máli. Steinar var afar
barngóður og kom það best í ljós
gagnvart systrasonum hans tveim,
sem hann hafði mikið dálæti á.
Steinar var ókvæntur og barn-
laus, en bjó alla tíð á heimili
foreldra sinna. Þeirra missir er
mikill.
Nú um nokkurt skeið hafði hann
glimt við erfiðan sjúkdóm og kom
karlmennska hans og kjarkur vel í
ljós í þeirri baráttu, sem þó varð
styttri, en til stefndi.
Að lokum vil ég þakka Steinari
samfylgdina, sem var alltof stutt,
og bið ég guð að gefa foreldrum
hans, systrum og vinum styrk í
sárri sorg.
Far þú 1 friði.
friðtir Guft» þi({ blessi,
hafftu þftkk fyrir allt ok allt.
(Vald. Briem)
Þ.B.