Morgunblaðið - 02.06.1981, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.06.1981, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JUNI 1981 35 Einnig er ómetanlegt að hafa á milli handanna litla bók þar sem Árni skráði fyrir barnabörn sín margar þær vísur sem hann kunni svo þau gætu kennt þær börnum sínum. Skriftin er orðin lúin. Þessar vísur voru eitt af því síðasta sem hann skrifaði. Árni bar mikla virðingu fyrir lífinu og lét sig miklu varða líðan afkomenda sinna. Aðfangadags- kvöld er í hugum margra besta kvöld ársins. Þau Þorbjörg og Árni kölluðu saman alla afkom- endur sína og maka þeirra sextíu og fimm aðfangadagskvöld. Jóla- undirbúningurinn stóð lengi því litlu tærnar og litlu fingurnir sem þurfti að prjóna utan um voru orðin æði mörg. Enginn gat hugs- að sér jólin án þessarar kvöld- stundar með þeim. Þá sátu þau prúðbúin við kertaijós og biðu gestanna. Það var fastur liður að ganga í kringum jólatréð og syngja jólalög. Síðan fengu börnin jólaglaðning. Aldrei brást að þar mætti finna handprjónaða sokka og vettlinga og kerti. Það er ekki auðvelt að minnast Árna án þess að hugsa um leið til eftirlifandi konu hans Þorbjargar. Þau voru eitt. Besta veganesti sem ég fékk við kynni mín af þeim hjónum eru aliar þær hugrenning- ar um samband karls og konu sem hafa flogið gegnum huga minn við að fylgjast með sambandi þeirra. Þetta samband, öðru nafni hjóna- band, er bandspotti sem auðveld- lega flækist svo hjá mörgum að aldrei tekst að greiða úr flækj- unni. Sumir hirða ekki um að leysa hana, aðrir slíta bandið í bægslaganginum. Það var bæði gaman og gagnlegt að fyigjast með því hvernig þau Árni og Þorbjörg gættu þess vel að aldrei hlypi snurða á þráðinn . Hug- myndir Árna um hjónabandið koma skemmtilega fram í fallegu brúpkaupsljóði sem hann yrkir til dóttur sinnar og tengdasonar. Þar eru honum hugstæð orð eins og kærleikur, góðvild og tryggð. Þessi góðvild réði ferðinni hjá þeim Árna og Þorbjörgu. Það síðasta sem ég heyrði Árna segja við konu sína var: „Alltaf ertu jafn góð við mig.“ Og hún svaraði: „Aldrei nóg.“ Þá voru liðin sextíu og sex ár frá því Árni, tuttugu og fögurra ára laglegur sveitapiltur, lagði af stað fótgangandi norðan úr Húna- vatnssýslu til Reykjavíkur til að sitja búnaðarnámskeið. Meðan á námskeiðinu stóð var hann í fæði í mötuneyti frú Ingibjargar Jóns- dóttur, í Vonarstræti þar sem nú er Leiklistaskóli Islands. Árni sagði mér margar skemmtilegar sögur, en skemmtilegast þótti mér að hlusta á söguna af þessari ferð hans suður. Sögunni fyigdi grein- argóð lýsing á frú Ingibjörgu. I mötuneytinu hitti Árni jafnöldru sína Þorbjörgu. Ári seinna eða 1916 var gefið út svohljóðandi hjónavígslubréf: Vjer Christian hinn Tíundi, af guðs náð Danmerkur konungur, Vinda og Gauta, hertogi í Sljesvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þjett- merski, Láenborg og Aldinborg, — Gjörum kunnugt: Að Vjer sam- kvæmt þegnlegri umsókn þarum hjermeð viljum leyfa, að — Árni Erlendsson, Fremsta Gili, Húna- vatnssýslu — og — Þorbjörg Grímsdóttir, Kirkjubóli, Stranda- sýslu — á Voru landi íslandi — megi, án undanfarandi lýsingar af prjedikunarstóli, gefa saman í heimahúsum af hverjum þeim presti, er þau þartil kjósa, og þartil fá. Þó skulu þau sanna það með vottorði, að prestur sá er annars hefði átt að gefa þau saman, hafi fengið lögmæta borg- un; en enginn prestur annar en sá, sem einhvei^u prestakalli þjónar, má framkvæma hjónavígsluna, enda á hann að ábyrgjast, að hjónavígslan fari löglega fram, og einnig sjá um að ekkert það sje fyrir hendi, er hjónabandinu megi tálma að lögum. — Útgefið í Reykjavík þann 20. júní 1916. Undir Voru konunglega innsigli. Eftir allramildilegastri skipun Hans hátignar konungsins. Þau nutu samvista í sextíu og fimm ár. Dugnaður og kjarkur þeirra beggja hefur verið aðdáun- arverður. Þó svo að Árni hafi verið rúmfastur undanfarin fimm ár gáfust þau ekki upp. Þorbjörg var dugleg að lesa upphátt fyrir hann til að stytta honum stundir. Þau höfðu gaman af að hlusta á sögur í útvarpinu og einnig veitti það þeim ómælda ánægju að hlusta á sögur sem fengust að láni frá Hljóðbókasafni Blindrafélags- ins og Borgarbókasafnsins. Árni var orðinn þreyttur maður og hvíldar þurfi. Sár er eflaust söknuður Þorbjargar, en það hjálpar að margar og ljúfar minn- ingar ylja. Mig langar að lokum að láta hér fylgja með eitt erindi úr ljóði sem Árni orti til konu sinnar á sextugsafmæli hennar árið 1951. Fari ég á undan í leit að liísins kIóö láttU ekki sorxir huvr þinn fylla. Bornin okkar sem eru hæAi mörK ok kóö. hreKdast varla hörpu þína stilla. Guðbjörg Þórisdóttir Vormorgunn, sólarupprás. Klið- ur í lofti, angan blóma. Fagnandi heilsar allt á jörð lífgjafa sínum, sólinni, þegar hún sendir geisla sína bjarta og hlýja. Dagur er risinn. Hann ber að nýta til margvíslegra lífsanna, á meðan hin skínandi sól þokast til vesturs, þar sem hún hverfur sjónum við sólsetur. Og kyrrð færist yfir á ný. Stundum dregur raunar dökk ský fyrir, svo getur virst sem lífgjaf- inn hafi snúið baki við iðjagræn- um gróðurreitunum. Að baki skýja vakir hann samt og birtist á ný, oft fyrr en varir, með endur- nýjuð fyrirheit um nýja von í náttúrunnar ríki. Hvers vegna eru svo augljós og öllum kunn sannindi rifjuð upp, þegar rita skal örfá eftirmæli um aldurhniginn mann? Það gerir honum nákominn ritari þessara sundurleitu þanka vegna þess að æfi Árna Erlendssonar Blandons má líkja við langan, bjartan dag. I upphafi vongleði æskunnar, . um hádegi starf og umönnun nýs lífs, að áliðnum degi enn störf meðan kraftar endast, síðan kyrrlátt kvöldið yljað umhyggju náinna vina og afkomenda, loks hvíld, þráð hvíld þreyttum og lúnum. Hreinn skjöldur lagður til hliðar, sem niðjum ber að hefja á loft á ný að fenginni eftirbreytniverðri fyrirmynd. Árni Ásgrímur hét hann og var fæddur 17. desember 1891 að Fremstagili í Langadal. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Þor- kelsdóttir og Erlendur Einarsson, bæði af kunnum húnvetnskum ættum. Sextán ára missti Árni föður sinn. Nokkru síðar brá móðir hans búi og næstu ár var Árni lausamaður, sá sér farborða við ýmiskonar störf. En 20. júní 1916 gekk hann að eiga Þorbjörgu Grímsdóttur frá Kirkjubóli í Steingrímsfirði. Hófu þau búskap í Neðri-Lækjardal þá um vorið. Það vantaði því tæpan mánuð við fráfall hans 22. maí á að farsælt og ástríkt hjónaband þeirra hefði staðið í 65 ár. Þau hjón eignuðust 5 dætur, Sigríði, Ingibjörgu, Valgerði, Þorgerði og Erlu. Eftir 30 ára búskap í Lækj- ardal brugðu þau búi og fluttu suður yfir heiðar, að Kaldaðar- nesi, þar sem Árni gerðist for- stöðumaður hælis drykkjusjúkra í tvö ár. Síðan lá leiðin til Reykja- víkur þar sem hann hóf störf hjá Skattstofunni. Þar vann hann til starfsloka, raunar lengur en regl- ur og lögleyfðu, eða allt til 77 ára aldurs. Lengst af búskaparáranna í Lækjardal var hann kjötmats- maður við sláturhúsið á Blöndu- ósi. Það mun ekki ofmælt að öll sín störf innti Árni af hendi af sérstakri skyldurækni og snyrti- mennsku. Hann mátti ekki vamm sitt vita í nokkrum hlut. Auður var ekki í garði en hjónin voru samhent um búhyggindi, þannig af þau voru fremur veitandi en þiggjandi. Frændi Árna og granni nyrðra, Bjarni Frímannsson á Efri-Mýrum, ritaði ítarlega grein um þau 85 ára, en hjónin voru jafnaldrar. Hann segir m.a.: „Að Neðri-Lækjardal bjuggu þau hjón- in í þrjátíu ár, blómabúi og við rómaðar vinsældir." Og Páll Kolka fyrrum héraðslæknir segir svo í grein, sem hann ritaði á gullbrúð- kaupsdegi þeirra: „Sem læknir var ég stundum sóttur á heimili þeirra hjóna, en einnig var oft haldinn þar farskóli og kom ég þar þá í skólaskoðun. Lækjardalur er ekki mikil jörð að landgæðum eða húsakosti, en allt bar með sér reglusemi og snyrtlmennsku þeirra hjóna, úti sem inni, enda er leitun á jafn samvöldum hjónum að allri prúðmennsku og farsælu samstarfi." Það mun mat allra, sem þekkja að ekki sé ofmælt hjá þessum gerkunnugu mönnum í mati þeirra á farsælli sambúð Árna og Þorbjargar. Þar studdi hönd hendi svo sem best verður á kostið, hvert mál var rætt í eindrægni, sátt og samlyndi ríkti, heimilisblær bar þessa glöggan vott. Nú hin síðustu ár var heilsa Árna og kraftar á þrotum. Um- önnun og ástríki konu hans á því æfiskeiði var einstök. í orðsins eiginlegustu merkingu má segja, að hún stóð meðan stætt var. Við hvílu hans féll hún skömmu fyrir jól og slasaðist svo að sjúkrahús- vist tók við. Ljúft er og skylt að þakka hjúkrunarkonum og öðrum, sem aðstoðuðu þau siðustu misseri á heimilinu við Þinghólsbraut, nærgætni og umönnun. Árni E. Blandon var fríður maður, orðvar og heiðarlegur. Hann var vel gefinn, sagði vel frá og hafði traust minni allt til síðustu vikna. Honum var mikið yndi að rifja upp æskuminningar og lá vel orð til allra á langri æfi. Hann var hagmæltur og eftir hann liggur bókarefni ritaðs máls, bundins og óbundins. Hann var fyrst og fremst bóndi, húnvetnsk- ur bóndi, sem unni heitt heima- byggð sinni og fylgdist náið með framvindu allri þar nyrðra. Um hver jól fengu þau hjón kveðjur að norðan, sem ánægjulegt var að lesa, margar listavel skrifaðar, allar vel orðaðar og einkar hlýjar. Afabörn og nú síðustu ár langafa- börn voru aufúsugestir, ást hinna öldruðu heiðurshjóna á þeim þekkti ekki takmörk. Nú er skarð fyrir skildi. Vjð sólarlag eru bornar fram þakkir. Árni Blandon kveið ekki þessu sólsetri. Hann trúði á endurfundi við ástríki foreldra, kæra bræður, og ekki síst við elstu dóttur þeirra hjóna, sem lést í blóma lífsins, öllum harmdauði. Á meðan okkar fámenna þjóð eign- ast menn í líkingu við hann er von til að menningarleg arfleifð kom- ist til skila. Á meðan hans líkar lifa og deyja er ekki til einskis lifað. Sigurður E. Haraldsson Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Eiginmaður minn og faðir okkar, HJALTI FRIÐGEIRSSON, frá Raufarhöfn, lést í Borgarspítalanum þann 30. maí. Þórhildur Kristinsdóttir og börn. Systir okkar. t GÍSLÍNA JÓNSDÓTTIR, Hátúni 10A, andaðist á Landspítalanum aðfaranótt 30. maí. Ingíbjörg Jónsdóttir, Bjarni Jónsson, Ulfljótur Jónsson, Hreiðar Jónsson. t Systir mín, SIGRÍÐUR SVEINBJARNAROÓTTIR, Glaðheimum 26, andaðist föstudaginn 29. maí. Guðrún Sveinbjarnardóttir t Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaöir og tengdafaðir okkar, HÁLFDAN EIRIKSSON, fyrrverandi kaupmaður, Vesturgötu 54 A, lést 28. maí. Margrét G. Björnsson, Hildur Hálfdanardóttir, Hadda Hálfdanardóttir, Jakob Hálfdanarson, Jón Hálfdanarson, Guðmundur Karl Sveínsson, Karl Karlsson, Gunnar Jóhannesson, Margrét Sveinsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Ólöf Ragnarsdóttir. t Móðir mín og tengdamóðir, GUÐRUN GISSURARDÓTTIR, fyrrum húsmóöir, Hverfisgötu 49, Hafnarfirði, sem lézt 26. maí veröur jarðsungin miðvikudaginn 3. júní kl. 2 frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Þeir, sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd vandamanna, Jóna Arnbjörnsdóttir, Eiríkur Eyleífsson. t Móöir okkar, GUÐNY JONATANSDÓTTIR, Holtsgötu 34, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 3. júní kl. 15. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag fslands. Þórey Þórðardóttir, Auður Stella Þórðardóttir. t Þökkum innilega samúð og hlýhug viö andlát og jaröarför fööur míns, tengdaföður og afa, INGVARS EINARSSONAR, vélstjóra, Miðtúni 62. Hilmar Ingvarsson, Helga Kristjánsdóttir. og barnabörn. Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför GUÐLEIFS GUOMUNDSSONAR, trésmiðs, Miklubraut 86. Ingibjörg Hallgrímsdóttir, Hörður Guðleifsson, Friðrik Guðleífsson, Guömundur Guðleifsson, Sígurður Guöleifsson, Nína Guðleifsdóttir, Helgi Fortescue, og barnabörn. Jóhanna Óskarsdóttir, Ásta Karlsdóttir, Sigríður Þórarinsdóttir, Guðmundur Eyjólfsson, Kristjana Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.