Morgunblaðið - 02.06.1981, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1981
41
Hvernig væri
að fá einn
góðan vestra?
Ilermikráka skrifar:
„Velvakandi.
Undanfarna daga hef ég verið
að lesa bréf frá tveim mönnum,
senor Zýkúrta og hr. Flink. Ég er
sammála hinum fyrrnefnda, ég vil
láta endursýna þáttinn með
Jethro Tull (þar sem ég missti af
honum) og sýna þátt með Led
Zeppelin, ef hann er til. Svo vil ég
láta endursýna þættina um al-
þýðutónlistina, sem sýndir voru
hérna fyrir nokkrum árum.
Hvernig væri svo að fá einn
gamlan og góðan (og helst gam-
ansaman) vestra í kassann? Það
er langt síðan maður hefur fengið
slíkan. Og að lokum skora ég á
sjónvarpið að sýna eitthvað annað
en væmnisrusl eins og Dallas og
þvíumlíkt."
Dennis Weaver sem Poteet
rekstrarstjóri í Landnemunum.
Þessir hringdu . . .
Sundhöll Hafn-
arfjarðar þjónar
þremur hópum
Ingvi Baldvinsson, íþróttafulltrúi
í Hafnarfirði, hringdi og hafði
eftirfarandi að segja vegna athuga-
semdar hér í dálkunum um Sund-
höll Hafnarfjarðar:
— Það er rétt, að Sundhöll Hafn-
arfjarðar verður lokuð frá 20. júlí og
þar til endurbótum og viðgerðum
verður lokið, sem vonandi verður í
lok ágústmánaðar. Endurbæturnar
miðast fyrst og fremst við það að
gera hreyfihömluðum auðveldara að
nota sér sundlaugina.
Sundhöll Hafnarfjarðar leitast
við að veita þremur aðilum sem
besta þjónustu. Þeir eru: nemendur í
skólum bæjarins, almenningur og
sundfélag. Skýrslur sýna, að minnst
röskun verður á þessari þjónustu
með því að loka í ágústmánuði. Af
þeirri einu ástæðu hefur þessi
lokunartími verið valinn.
Sundhöllinni
lokað þegar
sLst skyldi
IUtaíirðtn*«» hrin«di
Þ*ð er kurr í okkur
faatagMtum Sundhallmrinnar
hér i Firðinum Við erum alveg
I undrandi á þvi að loka eigi eina
■undataðnum hér I b» frá miðj-
■ júli til áffúatloka. á beaU
tima aumaraina, eða þegar list
akyldi. Sundhöllin nýtur geyai-
legra vinaælda off er til d*mia
” ð aðtt af ffifftarajúklingum,
eiffa allt aitt undir haitu
I pottunum Er ekki að efa að
I marffur þeirra mun aakna þeaa
að geU ekki liðkað aiff þar fyhr
Kkki veit 1» um þw
M að baki liagja hjá
foravaramönnum Sundhallar-
innar, nema verið aé að horfa I
það að borffa aumarfólki
Ásta Gunnars Lapergola og Lára II. Clarke við mynd eftir Ingunni
Eydal.
íslensk gralík
í Fíladelfíu
Ásta Gunnars Lapergola. Al-
gard St., Fíladelfíu, skrifar:
„Velvakandi.
Mér datt í hug að senda þér
þessar línur vegna sýningar 17
íslenskra grafíklistamanna, sem
opnuð verður 21. maí nk. í Sænska
listasafninu hér í Fíladelfíu — þó
ekki væri til annars en listamenn-
irnir vissu, hvar verk þeirra eru
nú stödd á leið um Bandaríkin, því
að ákveðið var á síðustu stundu að
setja þessa sýningu upp hér.
Send verða út um 1000 boðskort,
svo að við erum að vonast eftir að
fjölmenni verði við opnunina, en
þá verður boðið upp á létt vín, osta
og kex, kaffi og rjómapönnukökur.
Við Anna Bohlin, Lára H.
Clarke og ég höfum verið á
safninu í þrjá daga við að hengja
upp myndirnar, pússa glerin, laga
til og undirbúa sýninguna, sem
vonandi á eftir að verða fjölsótt.
Hérna eru nokkrar línur úr
fréttatilkynningu sem sýningar-
nefndin sendi fjölmiðlum vegna
sýningarhaldsins:
„Frá 21. maí til 30. júní verður
haldin í Sænska listasafninu sýn-
ing á verkum 17 íslenskra grafík-
listamanna. Þar verða sýnd 35
verk eftir listafólk, sem flest er
ungt að árum. Verkin eru ætingar,
aquatintur, dúkskurður, silki-
þrykk og steinþrykk. Enda þótt
grafíklist sé ung listgrein á ís-
landi, bera verkin vott um þrosk-
aða list, sem endurspeglar jafnt
sterka vitund um þúsund ára
menningu íslendinga sem og sí-
breytilegan umheiminn.
Tólf hinna sautján listamanna
eru konur og mun ýmsum þykja
við hæfi, þar sem Islendingar kusu
nýlega konu í embætti forseta í
fyrsta sinn. Bæði listakonurnar
tólf, svo og hinir 5 karlkyns
félagar þeirra, eru víða þekkt í
Evrópu og sum þeirra hafa meira
að segja tekið þátt í sýningum í
fjarlægum löndum eins og Japan.
Þá eru verk eftir þau í eigu
opinberra safna um alla Skand-
inavíu."
Með bestu kveðju héðan frá
Fíladelfíu."
Anna Bohlin að hengja upp mynd eftir Valgerði Bergsdóttur.
Lundarhólmi i
Lundarreykjadal
Sumarhúsiö Lundarhólmi í Lundarreykjadal, Borgar-
firöi, ásamt tilheyrandi landi er til sölu.
Allar nánari upplýsingar gefur:
Málflutningsskrifstofa,
Guðmundar Péturssonar, Axels Einarssonar,
Aðalstræti 6, sími 26200.
Tölvuskólinn,
Borgartúni 29,
sími 25400.
Tölvunámskeið
hefjast 15. júní.
Byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið
á örtölvur.
Á námsskránni er m.a.
★ Námskeiö í BASIC fyrir byrjendur.
★ Framhaldsnámskeið í BASIC.
★ Upplýsingaleit í tölvumiðstöðvum erlendis.
★ Stjórnun tækja og ferla og aflestur mælitækja
meö örtölvu.
★ Fyrirtækjabókhald.
★ Assembler og vélamál.
★ Notkun diskettustöðvar og prentara.
★ Forritunarverkefni.
Sími Tölvuskólans er 25400.
Innritun stendur yfir.
International
TD-8B (Seria 22)
Vel með farin TD-8B jaröýta árgerö 1976 til sölu.
Nánari upplýsingar veita sölumenn véladeildar í síma
81299.
Bílaborg hf.
Smiöshöföa 23.