Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JULI 1981
Bani-Sadr
lofar að
snúa aftur
Brirút. 13. júlí. AP.
ABOLIIASSAN Bani-Sadr, fyrr-
verandi forseti íran, skoraði um
helKÍna á þjóð sina úr útleKð að
veita harðstjórn islömsku klerk-
anna viðnám ok lofaði sjálfur að
koma aftur fram á sjónarsviðið.
Tyrkneska daxblaðið Hurriyet
Turkey sasði. að Bani-Sadr hefði
talað þessa orðsendingu inn á
segulhand og spólurnar gengu nú
manna í millum í norðvestur íran.
Bróðir Bani-Sadr, Fatollah, og
tveir aðstoðarmenn forsetans
fyrrverandi voru meðal 90 stuðn-
ingsmanna hans, sem voru hand-
teknir í íran um helgina. 23 voru
teknir af lífi, 12 í Teheran og 11 í
norðurhéruðum landsins. Þeir voru
ákærðir um að „há stríð gegn guði“
og „bera vopn gegn íranska lýð-
veldinu". Um 185 hafa verið leiddir
fyrir skotsveitir í íran á síðustu
þremur vikum.
Tólf-manna ráð, sem dæmdi um
hæfni 71 frambjóðanda í forseta-
embætti landsins, ákvað um helg-
ina, að aðeins 4 frambjóðenda væru
hæfir. Kosið verður 24. júlí. Mo-
hammad Ali Rajai, forsætisráð-
herra, sem hefur hlotið stuðning
klerkastéttarinnar, þykir líklegast-
ur til sigurs í kosningunum.
Pars-fréttastofan greindi frá því
á mánudag, að tilræði hefði verið
gert við Ali Asghar Jomei saksókn-
ara og Hojatoleslam Rajei dómara,
þegar þeir voru á leið til dómhúss-
ins í bænum Sari. Héraðsstjóri
Gilan-héraðs og aðstoðarmaður
hans voru myrtir í svipaðri árás í
síðustu viku. Menn á mótorhjólum
renndu upp að bíl þeirra og hófu
skothríð úr vélbyssum. Enginn
hefur tekið á sig ábyrgð tilræðis-
ins, en yfirvöld gruna marxista-
hópinn Mujahedeen Khalq.
Mikið tjón
í eldsvoða
í San
Francisco
San Francisco. 13. júli. AP.
TUTTUGU og sjö byggingar eyði-
logðust um helgina i eldi i San
Francisco og 60 manns misstu
heimili sín. Að minnsta kosti 8
manns létust í eldsvoðanum, sem
varð i einu verzlunar- og
skemmtihverfi borgarinnar.
Ekki hefur slíkt tjón orðið í eldi i
San Francisco síðan i jarðskjálft-
unum miklu 1906.
Ikigreglan handtók á laugardag
Otis J. Bloom, sem er grunaður um
íkveikju. Eldurinn átti upptök sín
í gömlu baðhúsi kynvillinga, sem
hefur staðið autt síðan 1976.
Ætluðu þeir að
myrða Castro?
Miami. 13. júlí. AP.
ÚTVARPIÐ í Ilavana greindi frá
þvi á laugardag, að fimm vopnað-
ir menn hefðu verið handteknir
fyrir austan borgina 5. júlí sl.
Þeir hefðu verið frá Bandarikj-
unum. komnir til að myrða Fidel
Castro. Sagði útvarpið, að menn-
irnir hefðu ætlað að fremja ódæð-
ið 26. júli, en þá verður haldið
upp á að 28 ár verða liðin frá
upphafi kúbonsku byltingarinn-
ar.
Mennirnir fimm eru í Alpha
66-samtökunum, sem hafa höfuð-
stöðvar í Miami. Þau reka áróð-
ursstarfsemi gegn stjórn Castros
og hafa þjálfað menn til að
blandast kúbönsku þjóðfélagi og
reka áróðursstarfsemi innan frá.
Wiktor Griszyn, formaður sovézku sendinefndarinnar á niunda flokksþingi pólska kommúnistaflokksins, við komuna til Varsjár i gær.
Griszyn, sem á sæti i stjórn sovézka kommúnistaflokksins, heilsar hér Wojciech Jaruzelski, forsætisráðherra, en Stanislav Kania,
flokksleiðtogi, er að baki Griszyns. simamynd ap.
Níunda flokksþing pólska kommúnistaflokksins hefst í dag:
Spáð er dramatísku þingi
og úrslita þess beðið með
mikilli eftirvæntingu
ÞING PÓLSKA kommúnistaflokksins, er hefst í Var* já í dag, á sér
óvenjulegan aðdraganda, en ekki langan. Síðasta þing flokksins
var haldið í árslok 1979 og hið næsta átti ekki að fara fram fyrr en
á árinu 1985. Og þótt aðeins 17 mánuðir séu frá síðasta
flokksþingi, hafa miklar og afdrifaríkar breytingar átt sér stað í
Póllandi. í millitíðinni hefur starfsemi frjálsra verkalýðsfélaga
verið leyfð, sem er einsdæmi í kommúnistarikjum, verkfallsréttur
hefur verið viðurkenndur, kirkjan hefur fengið greiðari aðgang að
fjölmiðlum, ritskoðun hefur verið afnumin að mestu og margvís-
legar aðrar félagslegar breytingar hafa átt sér stað. Talsverðar
brcytingar hafa verið gerðar á pólsku stjórninni á þessu timabili,
og einnig forystu pólska kommúnistaflokksins.
Ekki þarf að fara lengra aftur
í tímann en eitt ár, en snemma í
fyrrasumar hófst deila verka-
manna og stjórnvalda í Póllandi
er átti eftir að hafa afdrifaríkar
afleiðingar. Upphaf spennunnar
mátti rekja til þess að ríkis-
stjórnin ákvað að hækka kjöt um
80—100%, en „láðist" að geta um
hækkunina fyrr en 48 stundum
eftir að hún kom til fram-
kvæmda. Kjöt hafði verið af
mjög skornum skammti, og var
það ein af kröfum verkfalls-
manna að gerðar yrðu ráðstaf-
anir til að leysa matvælaskort-
inn í landinu, sem ekki hefur
tekizt enn sem komið er.
Til tíðinda dró árla í ágúst í
fyrra, er verkföllin í Lenin-
skipasmíðastöðinni í Gdansk
breiddust út og fyrr en varði
voru hundruð þúsunda verka-
manna í hinum ýmsu starfs-
stéttum í verkfalli. Stjórnvöld
höfðu framan af í hótunum við
verkfallsmenn, sem efldust við
hverja raun, og þess freistað að
skapa óeiningu í röðum verka-
manna. Hótaði Edvard Gierek,
þáverandi flokksformaður,
valdbeitingu, en um síðir sáu
stjórnvöld að sér, og, til að gera
langt mál stutt, féllust á kröfur
verkfallsmanna um myndun
frjálsra verkalýðsfélaga í ágúst-
lok.
Um sama leyti viðurkenndi
Gierek, að stjórninni hefðu orðið
á mistök við stjórnun efna-
hagsmála, og var honum vikið
frá í byrjun september, og við
flokksformennskunni tók Stan-
islaw Kania, en fastlega er gert
ráð fyrir því, að hann haldi stöðu
sinni í atkvæðagreiðslum á
flokksþinginu, þótt þar sé spáð
miklum breytingum á flokksfor-
ystunni, einkum því, að harð-
línuöflin muni lúta í lægra haldi.
Gierek
Eftir að frjálsu verkalýðsfé-
lögin höfðu verið mynduð, með
Iæch Walesa í broddi fylkingar,
hefur oft slegið í brýnu milli
Samstöðu, en svo nefnast sam-
tök óháðu verkalýðsfélaganna,
og stjórnvalda.
Allt frá byrjun hafa verka-
lýðsfélögin haft stuðning kaþ-
ólsku kirkjunnar, þótt ekki hafi
verið um að ræða samræmda
stjórnarandstöðu. Stuðningur
þessi hefur fyrst og fremst verið
móralskur, og þegar ágreiningur
hefur verið hvað mestur og
spenna í lofti, hefur kirkjan þó
hvatt til stillingar og hófsemi í
kröfugerð. Þá nutu verkfalls-
menn ekki sízt stuðnings Jó-
hannesar Páls páfa, sem áður
var pólskur kardináli. Stefan
Wyszynski kardináli, yfirmaður
kaþólsku kirkjunnar í Póllandi,
var helzti talsmaður kirkjunnar
heima fyrir, en hann féll frá í
vor.
Það hafði ekki lítið að segja að
kaþólska kirkjan í Póllandi er
afl, sem ríkisstjórnin hafði við-
urkennt og kommúnistaflokkur-
inn ræðst ekki gegn.
StöðuR verkíöll
Við stofnun óháðu verkalýðs-
félaganna um mánaðamótin
ágúSt-september í fyrra var
verkföllunum víðfeðmu í Eystra-
saltshéruðunum aflýst’. En allt
frá þeim tíma hafa vinnudeilur
átt sér stað á ýmsum stöðum, í
röðum hinna ýmsu starfsstétta.
Lengi framan af ríkti spenna og
óvissa um hvort og hvaða verka-
lýðsfélög hlytu staðfestingu, og
stóðu sjálfseignarbændur hvað
lengst í útistöðum við yfirvöld
um að fá leyfi til að mynda með
sér óháð samtök.
Óháðu verkalýðsfélögin munu
eiga 21% fulltrúa á flokksþing-
inu, en samtals verða fulltrúar á
þinginu 1964. Verkföll eru í
gangi og verkfallshótanir liggja í
loftinu við upphaf þingsins, en af
hálfu Samstöðu verður úrslita
þingsins beðið, áður en teknar
verða ákvarðanir um baráttumál
samtakanna í næstu framtíð.
Ný íorysta
Ný forysta hefur tekið við
þeirri er kjörin var fyrir 17
mánuðum, og mun hún leggja til
að ýmsar breytingar í lýðræðis-
átt og efnahagsáform verði stað-
fest. Búizt er við að leynilegar
kosningar verði við hafðar á
þinginu, og er reiknað með, að
það eigi eftir að hafa sín áhrif
þegar ný miðstjórn verður kosin.
Búizt er við að samþykktar verði
ýmsar ráðstafanir er miða að því
að draga úr miðstýringu efna-
hagslífsins.
Allt frá því á miðju sumri í
fyrra hafa yfirvöld í Sovétríkj-
unum haft þungar áhyggjur af
þróun mála í Póllandi, og fylgzt
verður náið með flokksþinginu
víða í Austur-Evrópu. Það heyrir
til nýmæla, að stórir skarar af
blaðamönnum frá austantjalds-
ríkjum munu fylgjast með þing-
inu og flytja fréttir af því til
sinna heima. En austantjalds-
ríkin senda þó aðeins lágt setta
embættismenn sem áheyrnar-
fulltrúa á þingið.
Jafnan hafa fjölmiðlar í öðr-
um austantjaldsríkjum, einkum
í A-Þýzkalandi og Sovétríkjun-
um, veitzt harðlega að verka-
lýðsfélögunum og fulltrúar
þeirra verið sakaðir um andbylt-
ingarstarfsemi. Framan af var
óttazt, að atburðirnir í Póllandi
kynnu að ýta undir samskonar
baráttu í öðrum löndum austan
járntjalds.
Heræfinjíar
Vegna atburðanna í Póllandi í
fyrrasumar var efnt til mikilla
heræfinga Varsjárbandalags-
herjanna í og umhverfis Pól-
lands í fyrrahaust, og var um
tíma óttazt, að innrás í líkingu
við innrásina í Tékkóslóvakíu,
væri í undirbúningi. Og áður en
til æfinganna kom, urðu Rússar
uppvísir að miklum liðssafnaði í
nágrenni pólsku landamæranna.
Og nú við upphaf flokksþingsins,
er efnt til flotaæfinga á Eystra-
salti.
Diplómatar búast við mjög
dramatísku flokksþingi, þar sem
fluttar verða harðar og opinská-
ar ræður. Þeir segja það þó litlu
varða hvað sagt verður, heldur
muni það skipta öllu hvernig
kosningar á þinginu fara og er
úrslita þingsins beðið með mik-
illi eftirvæntingu. Fulltrúar á
þinginu og ýmsir embættismenn
taka í sama streng og segja að
ekki verði sérstaklega spurt um
hvað samþykkt verði, heldur
hverjar efndir verða að þinginu
loknu, og hvernig samþykktirnar
verði í reynd.
Áhyggjur
Heimildir úr röðum forystu
pólska kommúnistaflokksins
herma, að mikill fjöldi flokksfé-
laga hafi skilað flokksskírtein-
um sínum og að það muni velta á
úrslitum þingsins hvort þeir
sæki þau aftur. Hafa yfirvöld af
þessu talsverðar áhyggjur, og
einnig því, að þúsundir verka-
manna hafa sagt sig úr hinum
opinberu verkalýðsfélögum.
En hvað sem öllu líður, er
fylgzt með þingi pólska komm-
únistaflokksins af miklum
áhuga víða. Diplómatar eru þeg-
ar farnir að spá því, að Sam-
staða muni láta verulega að sér
kveða í næsta mánuði og að þá
kunni að draga til verulegra
tíðinda.
Kao.a
Waletia
Jóhannes Fáll páfi