Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ1981 3 Borgarstjórnarmeirihlutinn klofnar um smábátahöfn: Samþykkt að hef ja f ram- kvæmdir í EUiðavoginum BORGARSTJÓRN samþýkkti á aukafundi i na'r. með 10 atkvseö- um borKarfulItrúa Sjálfstæðis-, Alþýðu- ok Framsóknarflokks, KPKn 5 atkvæðum borKarfulltrúa AlþýðubandalaKsins. að hefja i sumar framkvæmdir við smá- bátahofn við EUiðavoK. I borKarráði hafði tillaga um þetta verið samþykkt með 4 at- kvæðum gegn einu, en tillagan er komin frá Björgvini Guðmunds- syni. Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar sagði að Alþýðu- bandalagið væri á móti byggingu smábátahafnar í Elliðavogi, hins vegar væri flokkurinn því fylgj- andi að bygging slíkrar hafnar yrði athuguð í samráði við nær- liggjandi sveitarfélög. Björgvin Guðmundsson benti á að bæði á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði væri verið að athuga með byggingu slíkra hafna og því ekki líkur á að þau sveitarfélög fengjust í slíkt samstarf. Hins vegar væri nauðsynlegt að byggja smábátahöfn í Reykjavík. Borgarstjórn hélt aukafund i gær, þar sem afgreidd voru tvö ágreiningsmál úr borgarráði. í öðru málinu klofnaði meirihlutinn. cn þá var tekin ákvörðun um að hefja framkva-mdir við smábátahöfn við Elliðavog í sumar. Alþýðubandalagið var því mótfallið. Á myndinni eru Gunnlaugur Pétursson, sem gegnir störfum borgarstjóra í fjarveru Egils Skúla Ingibergssonar, Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar ok Sjöfn Sigurhjörnsdóttir borKarfuIltrúi. Ljósm. Mhl. (íuójón. Gjaldeyrisþjófnaður: Andvirði 10.000 kr. stol- ið frá áttræðum manni GJALDEYRI var stolið frá átt- ræðum vistmanni á Ilrafnistu en maðurinn varð var við hvarf pcninganna á laugardag. Gamli maðurinn ætlaði sér að ferðast til Sviþjóðar ug heimsækja börn sin þar og hafði lengi sparað saman til ferðarinnar. Gjaldeyririnn, sem tekinn var, var bæði í peningum og ferðatékk- um og nam um 10 þúsund íslensk- um krónum. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar hefur þjófur- inn ekki fundist enn og er málið í rannsókn, en gamli maðurinn mun hafa orðið að hætta við Svíþjóðar- ferðina af þessum sökum. Enn er §kki vitað hvort LIÚ fær að byggja að Hellnum EKKI cr enn ljóst hvort LÍC fær hyggingarleyfi fyrir sumarhús á Skjaidartröð að Hellnum á Snæ- fellsnesi. Heimamenn mótmæltu fyrirhuguðum byggingum sumar- bústaða á þessum stað síðastliðið sumar og voru þá unnin skemmd- arverk á undirstoðum, sem LÍÚ var búið að koma upp. Skemmd- irnar kærði LÍÚ til sýslumanns- embættisins i Stykkishólmi, en fór þess á leit við félagsmálaráðuneyt- ið. að það úrskurðaði hvort LIÚ uppfyiiti öll skiiyrði til að fá byggingarleyfi á staðnum. Félagsmálaráðuneytið hefur enn ekki fellt úrskurð sinn um það hvort Landssamband íslenzkra út- gerðarmanna uppfylli öll ákvæði til að fá leyfi til að byggja sumarhús- in, en málið er í meðförum ráðu- neytisins. LÍÚ vísaði málinu til ráðuneytisins eftir deilur við bygg- ingarfulltrúa svæðisins. Búist er við, að úrskurður liggi fyrir á næstunni. Þá er refsi- og skaðabótamálið vegna skemmdarverkanna að Hellnum enn til meðferðar hjá sýslumannsembættinu í Stykkis- hólmi. Róstusamt í Landmannalaugum: Magadans, taugaáfall, hártog og handarbit MIKILL fjöldi íerðamanna hefur sótt LandmannalauKar í sumar sem endranær og stundum hefur dregið til tíðinda. einkum vegna ölvunar. sem er talsverð, samkvæmt þeim fréttum sem Mbl. hefur fengið frá LandmannalauKum. Skálaverðir hafa skipt tjald- stæðum í tvennt, rólegra fólkið er á öðru svæðinu en ærslabelgir og drukkið fólk á hinu. Á föstudagskvöldið var almenn ölvun á síðarnefnda svæðinu. Slagsmál upphófust hjá einni fjölskyldu, sem hafði drukkið áfengi sleitulitið í einn sólar- hring. Hér á eftir birtist orðréttur kafli úr fréttabréfi, sem Mbl. hefur borizt frá Landmannalaug- um: „Ein stúlkukind í þeirri fjöl- skyldu tók upp á þeim ósköpum að hoppa á maga sofandi vinkonu sinnar. Sú sem fyrir magadans- inum varð fékk taugaáfall og var flutt í skála Ferðafélagsins, þar sem hún fékk aðhlynningu. En þetta var aðeins byrjunin. Móðir þeirrar, sem fékk taugaáfall, var dregin út úr tjaldi sínu á hárinu!! Sá sem það gerði var enginn annar en eiginmaðurinn. Þessi sama kona var síðan bitin í höndina af „vinkonunni", sem hoppað hafði á maga dóttur hennar. Til að flækja málið enn meira, var hún slegin af unnusta „magadansarans". Var fram- koma allrar fjölskyldunnar til mikilla leiðinda, sér í lagi þar sem hún var með aðeins ársgam- alt barn með sér. Laugin er sem fyrr mjög vin- sæl á helgarferðum Islendinga, þó menguð sé. Strípast landinn haugadrukkinn innan um hver annan og lætur ýmislegt í ljós, sem varla er hafandi eftir. Ekki er þó allt á floti i víni, hópar frá Ferðafélaginu koma einnig um helgar og stunda göngutúra af miklu kappi. Straumur erlendra ferðamanna er mikill bæði einstaklingar og fólk í hópferðum. Er umgengni þeirra að öllu leyti til sóma, enn sem komið er. Veður hefur verið gott, léttskýjað mest alla vikuna en fór að þykkna upp um helg- ina.“ Hakkavél Hakkar kjöt og f isk jafn- óöum og sett er I hana. Einnig fljótvirk viö gerö ávaxtamauks. Grænmetiskvörn Blandar súpur, ávexti, kjötdeig og barnamat. Saxar hnetur, o.fl., malar rasp úr brauói. Sítrónupressa Býr til Ijúffengan fersk- an sftrussafa á litlu lengri tlma en tekur aö skera sundur appelslnu. Grænmetisrifjárn Sker niöur rauörófur, agúrkur, epli, kartöflur. Raspar gulrætur, ost, hnetur og súkkulaöi. Stálskál Endingargóð og varan- leg skál, tilvalin f alla köku- og brauógerö. Ávaxtapressa Skilar ávaxta- og græn- metissafa meö öllum vltamfnum. Dósahnifur Opnar allar tegundir dósa án þess að skilja eftir sköröóttar brúnir. Grænmetisrifjárn Sker og raspar niöur I salat. — Búió til yöar eigin frönsku kartöflur meö til þess gerðu járni. 00 AUKNIR MOGULEIKAR KENWOOD chef er engin venjuleg hrærivél. Verð með skál, þeytara, hnoöara og hrærara Kr. 3.550.- KENWOOD chef Kaffikvörn Malar kaffiö eins gróft eóa fínt og óskaö er og ótrúlega fljótt. Hraógengt rlfjárn Sker niður og afhýöir grænmeti á miklum hraða og er meó fjórum mismunandi járnum. Þrýstisigti Aöskilur steina og annan úrgang frá ávöxt- um. Auóveldar gerö sultu og ávaxtahlaups. Rjómavél Býr til Ijúffengan, fersk- an rjóma á nokkrum sekúndum, aöeins úr miólk og smjöri. KENWOOD chef ELDHÚSHJÁLPIN Kartöfluhýóari Hetta Eyöiö ekki mörgum Yfirbreiösla yfir Ken- stundum I að afhýða wood Chef vélina. kartöflur sem Kenwood afkastar á svipstundu. PRISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.