Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981 eftir Harald Ásgeirsson forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins Skemmdir af völdum alkalí- efnahvarfa í steinsteypu hafa að undánförnu vakið miklar umræð- ur. Þetta er ofur eðlilegt, því sprungur og gallar blasa víða við. Ekki eru þó allar steypuskemmdir af völdum alkalíefnahvarfa, og aðrar orsakir eru hér einnig tíðar. Samverkun orsaka er líka jafnan áhrifamest. Greining orsakanna krefst tækja og tækni og vefst jafnvel fyrir færustu vísinda- mönnum. Leikmönnum hættir því stundum til að rasa um ráð fram og leggja í kostnaðarsamar að- gerðir, þar sem þeirra er ekki bein þörf. Hitt er þó miklu algengara að viðhaldsaðgerðir séu látnar að meðan notuð voru óþvegin sjávarfylliefni gat seltumagn þeirra jafnvel tvöfaldað virkt al- kalímagn í steypunni. 3. Slagregn eru tíðari og meiri á suðvesturhorni Islands en annars staðar þekkist. Af þessu leiðir að veggir verða rakari en ella, og er það orsök til alkalískemmda og einnig til frostskemmda ef steyp- an er ekki loftblendivarin, eða ef umtalsverðar sprungur myndast í henni t.d. vegna alkalískemmda. Flókin íyrirbrÍKði Alkalíefnahvörf í steinsteypu eru flókin fyrirbrigði. Með mikilli einföldun má þó lýsa þeim svo, að alkalílúturinn leysi kísil upp úr stöku fylliefnakornum og myndi úr honum alkalí-kísilgel. Þetta gel hefir þann eiginleika að drekka í sig raka og bólgnar þá út. Það er svo þessi bólgnun sem veldur þenslu og grotnun í steypunni. Það er eðli þessara skemmda, að Vamir gegn alkalívá Alkaliskemmdir i gafli raðhúss. Það er veikleiki að gafl stendur upp og út fyrir húsið. Blikk eða borðaþétting á brún hefði a.m.k. dregið það að skemmdir kæmu fram. Ljósm. Dr. Ríkharður Kristjánsson „Þegar svo er komið að húsin hafa tekið á sig víðtæk, opin sprungumynstur er fátt til ráða annað en vatnsklæða þau“ dragast, en það getur valdið marg- feldi kostnaðar. Því eru þessar línur á blað skráðar. Hvað vcldur alkalískemmdum? Aðeins samverkan þriggja þátta í steinsteypu getur valdið skaðleg- um efnahvörfum í henni. Þessir þættir eru: 1. Að í steypunni séu virk fylli- efni. 2. Að í steypunni sé verulegt magn af lausbundnum alkalí- um. 3. Að í steypunni sé raki. Allir þættirnir eru algengir í íslenskri steinsteypu — og orsakir fyrir því raunar eðlilegar. 1. Gosbergsfylliefnin eru oft mynduð við hraðkælingu berg- storkunnar og því glerkennd. Glerhluti bergs er jafnan miklu virkari en mineralar þess. Af þessum sökum eru jafnvel ýmsar gerðir basalts virkar, þ.e. uppleys- anlegar í alkalí-lútarefnum. Bas- alt var annars áður talið dæmi- gert fyrir óvirk efni, en ísúr og súr steinefni eru miklu virkari. 2. Sementshráefni eru hér ein- stæð, — skeljasandur og líparít- gler, og ekki er um önnur hráefni að ræða. Af þessu leiðir að með sementinu berst mikið alkalí inn í steypuna. Ekki bætir það svo um, efnahvörfin eru hægfara og því koma skemmdirnar oft ekki fram fyrr en áratug eftir að mannvirkin hafa verið steypt. Alkalímagn í sementi hefir auk- ist mikið víða um heim á síðari árum. Þetta stafar aðallega af því að margvíslegar tilraunir til olíu- sparnaðar í sementsframleiðslu valda lægri reykhita, og því slepp- ur minna af hinum reikulu alkalí- um burt með reyknum. Ahugi hefir því vaknað einnig erlendis fyrir vörnum gegn alkalíáhrifum. Erlendis verða alkalískemmdir oft auðþekktar á geli, sem vellur út úr steypunni. Hér á landi er gelið sjaldséð utan á steypunni, og stafar það sennilega af því að það þvæst burt í yfirborðsvatns- flaumnum. Hins vegar eru kalk- myndanir á sprunguflekkjunum algengar og eðlilegar hér eins og annars staðar. Séríslensk viðbrögð Séríslenskt svipmót er því á alkalíefnahvörfunum, og þess vegna þurftu séríslensk viðbrögð að koma til. Vissulega voru rann- sóknaraðferðirnar af erlendum uppruna, og stuðst var við ráðgjöf útlendinga, en árangur fór fyrst að koma í ljós eftir að upp voru teknar kerfisbundnar rannsóknir á þessum efnahvörfum. Skaðleg alkalíefnahvörf í steinsteypu í snertingu við vatn, svo sem í stíflum, höfnum og brúm, voru þekkt bæði vestan hafs og í Danmörku. Varúð var því við höfð við byggingu slíkra mann- virkja hér. Hinsvegar þekktust hvergi slíkar skemmdir í íbúðar- húsum. Töldu framleiðendur og byggingaryfirvöld því varhuga- vert að hefta notkun „góðra fylli- efna“, og valda með því hækkun á steinsteypuverði. Árið 1971 fékkst fyrsta vísbend- ing um að alkalígel hefði valdið hér sprungumyndun í gömlu hafn- armannvirki. 1975 var haldin hér fjölþjóðleg ráðstefna um varnir gegn alkalívirkni, en þessi ráð- stefna markaði þáttaskil í rann- sóknum á alkalí-kísilefnahvörfum. Þá var grunur okkar um alkalí- þenslu í íbúðarhúsum orðinn afar sterkur og á næsta ári kom svo fullvissan, því þá fundust hér miklar alkalí-kísilskemmdir í ein- býlishúsi. Þeim hrikalegu skemmdum, sem síðan hafa komið í ljós, þarf ekki að lýsa, vandinn er nú flestum augljós. Hitt er orðið aðalatriði hvernig bregðast megi við vandanum. Ilvað er til varnar? Þegar reynt er að gera sér grein fyrir því hvað hægt sé að gera til varnar, ber fyrst að skoða hvað gert hefir verið. Áður er minnst á að varúð var viðhöfð frá upphafi við byggingu meiriháttar orku- vera og annarra stórra mann- virkja. Hins vegar var ekkert aðhafst í sambandi við húsbygg- ingar. Vitneskjan um að hættan væri yfirvofandi varð þó til þess að Steinsteypunefnd hóf að fjár- magna og sjá um rannsóknir, sem beindust að því að leiða í ljós varnarmöguleika. Þess vegna voru upplýsingar fyrir hendi þegar tæknilegur framkvæmdastjóri hóf störf við Sementsverksmiðjuna 1972. Svo vel vildi líka til að í starfið valdist sá maður, sem mest hafði unnið að slíkum rannsókn- Útbreitt sprungunet. E.t.v. hefir þurrkrýrnun valdið fyrstu sprungum en alkali- og frost- skemmdir tekið við. LjÓHm. Dr. Rlkharður KrÍHtjánsHon um við R.b., dr. Guðmundur Guð- mundsson, höfundur rits R.b. nr. 12, Alkalíefnabreytingar í stein- steypu. íblöndun possolana Strax á árinu 1972 var hafin 2% íblöndun í sementið af fínmöluðu líparíti. Magnið var þá takmarkað við heimildir í stöðlum. Árið 1973 var þetta magn aukið upp í 5% þrátt fyrir takmörk staðla og 1976 upp í 9%. Sú blöndun hélst til 1979, þegar notkun á járnblendi- ryki hófst. Þekkt er að ýmis fínmöluð kísilrík efni, sem nefnast possolanar, binda alkalíur í steypu, og hindra þannig skaðleg áhrif þeirra. Líparítið reyndist heppilegast slíkra efna fyrir sem- entsframleiðsluna á Akranesi, og því var til þess gripið. Járnblendiryk Strax þegar-fyrst var fyrirhug- að að reysa hér járnblendiverk- smiðju, var hafin rannsókn á því hvort úrgangsefni hennr — kísil- rykið — gæti verið hentugt til íblöndunar í íslenska sementið. Prófanir hófust 1972, og er skemmst frá því að segja að allar rannsóknir á áhrifum íblöndunar járnblendiryks hafa leitt í ljós mjög jákvæðar niðurstöður. Á grundvelli þessra rannsókna var hafin íblöndun innflutts járn- blendikísilryks í sement í maí 1979, þ.e. áður en járnblendiverk- smiðjan á Grundartanga hóf framleiðslu. Nú er framleitt hér sement með 5% kísilryksíblöndun og raunar stefnt að 7 V2 % íblönd- un. 5% íblöndun þessa kísilryks reynist meira en fullnægjandi til þess að binda þær fríu alkalíur sem í sementinu eru. Önnur áhrif þessarar íblöndunar eru að við þau eykst styrkur sementsins mikið. Við erum því miklu betur settir nú með notkun eigin sem- entsframleiðslu, þrátt fyrir hátt alkalímagn hennar, en með notk- un á innfluttu óþekktu sementi. Tíöni skemmda Síðla árs 1977 var hafin könnun á útbreiðslu steypuskemmda á vegum Steinsteypunefndar. Það var þessi könnun, sem unnin var við R.b., aðallega af dr. Ríkharði Kristjánssyni og Hákoni Ólafs- syni, yfirverkfræðingi, sem leiddi í ljós hversu víðtækar þessar skemmdir eru. Skýrsla um niður- stöður könnunarinnar, rit R.b. nr. 33, kom út í febrúar 1979. Er hún fyrsta opinberun þess að alkalí- kísilefnahvörf séu hér alvarlegt vandamál í íbúðarhúsum. Hter jafnframt staðfesting á réttmæti Básúnutónleikar Þing norrænna tónlistarkennara var haldiö hér í Reykjavík dagana 5. til 10. júlí. Tónlistarkennarar eru svo til ný stétt hér á landi,' en þar í hópi eru framsæknir og dugandi kennarar, sem á síðustu árum hafa staðið fyrir margvís- legum nýjungatiltektum og haldið uppi samskiptum við starfsfélaga erlendis. Tónlistarkennsla hér á landi hefur á síðustu árum tekið miklum stakkaskiptum og gætir þar áhrifa vegna erlendra sam- skipta, varðandi kennsluaðferðir og ýmsar nýjungar. Þá ber að hafa það í huga, að nú stendur yfir efnisleg uppstokkun á öllu kennsluefni í tónmennt og mun það vera í fyrsta skipti á íslandi að gerð er tilraun til að skilgreina tónmenntanámið í heild, bæði er varðar efnislegt innihald og kennsluaðferðir. Á þessum um- brotatímum í tónmenntamálum hér á landi er nauðsynlegt að samstarf sé milli heimamanna og starfsbræðra érlendis, og eins og Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Tónmenn taken n - arar eru vel menntaðir og dugandi í starfi, enda er slík gróska í tónmenntamálum að til einsdæma má telja, jafnvel þó jafnað sé við lönd, þar sem tónmennt á sér margra alda sögu.íí málin standa nú, eru líkur til að svo verði. Tónmenntakennarar eru vel menntaðir og dugandi í starfi, enda er slík gróska í tónmennta- málum að til einsdæma má telja, jafnvel þó jafnað sé við lönd, þar sem tónmennt á sér margra alda sögi’. Á þessu NMPU- þingi, en svo er fyrirtækið kallað í norrænni skammstöfun, var fjallað um mar^víslega þætti. Það voru haldnir fyrirlestrar um íslenska tónlist, undir yfirskriftum eins og ísiensk þjóðlög, Nútímatónlist á íslandi, Islensk píanótónlist, ís- lensk einsöngslög, og íslensk kór- tónlist, sem sýnir að nokkru hversu margbreytilegt efni íslensk tónlist er að verða, frá því að til voru fyrir nokkrum árum varla meira en örfá einsöngs- og karla- kórslög. Þá voru og margir fyrir- lestrar í kennslufræði tónmenntar og á sviði hljóðfærakennslu voru þrír meginþættir, Alexsaners- tæknin var kynnt, leikur á málm- blásturshljóðfæri og farið var yfir sónötur Beethovens. Leiðbeinendur á þessu yfirgripsmikla námskeiði voru allir viðurkenndir fagmenn og stóðu tveir þeirra fyrir tónieik- unum. Hefur áður verið fjallað um tónlistarviðburð þann, sem Edith Picht-Axenfeldt stóð fyrir, með flutningi á þremur síðustu sónöt- um Beethovens. Yfirskriftin á þessari grein er Básúnutónleikar, og verður ekki sagt að fyrri hluti greinarinnar sé í samræmi við yfirskriftina, nema að fyrr væri vitað, að básúnuleikarinn John Petersen, er einmitt leiðbeinandi um lúðrablástur. En það er með greinina eins og tónleikana, að fyrri hluti básúnutónleikanna varð að samleik á flautu og sembal, sem þær stöllur Helga Ingólfsdóttir og Manuela Wiesler stóðu fyrir. Þær fluttu sónötur eftir Bach og Hánd- el, Stúlkan og vindurinn eftir Pál P. Pálsson og Kalais eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Um flutning þeirra þarf ekki fleiri orð en að hann var frábær. Það varð því ekki fyrr en eftir hlé, sem básúnutón- leikarnir hófust og sem inngang að þeim kynnti básúnuleikarinn John Petersen hljóðfærið. Fyrsta verkið var „Básúnuglens" (Trombone Humoresque) eftir kennara hans, Palmer Traulsen. Annað verkið var sónata eftir Vivaldi og lék Guðni Guðmundsson með á orgel- ið. Eftir Gunnar Hahn léku þeir félagar verk sem nefnist Dalakor- al, nokkurs konar tilbrigði. Tón- leikunum lauk svo með Intermezzo eftir Schiffmann. John Petersen er feikna góður básúnuleikari og naut hann góðrar aðstoðar Guðna Guð- mundssonar orgelleikara. Það má endalaust deila um það hvort það sé til fyrirmyndar að umrita tón- verk fyrir önnur hljóðfæri en höfundurinn gerði ráð fyrir og er þessi deila feiknarlega þýðingar- mikil, vegna sívaxandi umritunar tónlistarverka. Ýmsar ástæður eru fyrir þessari umritunaráráttu og er það helst til að nefna vöntun á góðri tónlist fyrir ýmis þau hljóð- færi er á seinni árum hafa í æ ríkara mæli verið notuð sem ein- leikshljóðfæri. Básúnan býr yfir feikna fallegum blæbrigðum og er synd til þess að vita, að ekki skuli vera til meira af góðri einleikstón- list fyrir þetta öndvegishljóðfæri. Það var ekki óskemmtilegt að heyra Vivaldi- sónötuna, enda var hún ágætlega leikin, þó nokkuð væri það augljóst af gerð verksins, að það er samið fyrir celló en ekki básúnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.