Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981 • Pálmi Gíslason í ræðustól. „Að vera þátttakandi í móti sem þessu er mikijl heiöur“ - sagði formaður UMFÍ í mótssetningarræðu sinni ÞAÐ VAR formaður UMFl, Pálmi Gislason, sem setti 17. landsmót UMFÍ. Hér á eftir íer mótssetninKarræða Pálma i heild sinni. Forseti íslands, menntamála- ráðherra og frú, bæjarstjórn Akureyrar, heiðursgestur Vil- hjálmur Hjálmarsson og frú, keppendur, starfsmenn, ágætu mótsgestir. Fyrir hönd Ungmennafélags ís- lands býð ég ykkur öll velkomin til 17. Landsmóts UMFÍ sem haldið er hér á Akureyri í umsjá Ung- mennasambands Eyjafjarðar. Það fer vel á því að þessi staður skyldi valinn — en einmitt á þessu ári eru 75 ár liðin síðan fyrsta ungmennafélagið var stofnað — en það var Ungmennafélag Akur- eyrar. Fyrsta landsmót UMFÍ, var haldið hér 1909. Aðstaða til slíks mótshalds hefur sjálfsagt ekki verið góð. Æfingar vafalaust ekki eins skipulegar og nú er. Á hinn bóginn þurftu þátttakendur að leggja mikið á sig til að mæta á slíkt mót. Fræg er saga tveggja sunnlennskra keppenda er gengu norður Kjöl til þátttöku á þessu fyrsta landsmóti. Þó Ungmenna- félag Akureyrar hafi liðið undir Iok hefur Akureyri ætíð tengst ungmennaféiagshreyfingunni sem miðstöð hins þróttmikla félags- starfs í Eyjafirði. Hér var haldið myndarlegt landsmót 1955. Nú er haldið hér landsmót á ný — landsmót sem margar ötular hendur hafa unnið að. Þakkir skulu færðar forystumönnum bæjarmála á Akureyri fyrir þá miklu aðstoð er þeir hafa veitt svo mót þetta geti farið fram með sem mestum glæsibrag. Aðstaða hér er öll til mikillar fyrirmyndar. Landsmótsnefnd og framkvæmda- stjórum hennar skulu hér færðar þakkir fyrir fórnfús störf og góða skipulagningu. Þegar fyrstu ungmennafélögin voru stofnuð 1906 varð vakning hjá þjóðinni. Barátta ungmenna- félaga fyrir betra landi — bættri þjóð fólst í kjörorðinu „Ræktun lands og lýðs“. Þá var vor í hugum ungs fólks. Ungmennafélögin hófu að klæða landið skógi, áhugi á íþróttum tók að eflast, samkomu- hald, málfundir og barátta fyrir byggingu héraðsskóla sem urðu undirstaða menntunar dreifbýlis- ins. Styrkur ungmennafélaganna í dag er sá að þau hafa aðlagast nýjum tíma. í dag eru ungmenna- félagar um 24 þús. í 196 félögum. Starfssvið ungmennafélaganna er víðtækt: íþróttir, Ieiklist, þjóð- dansar, skák, bridge, félagsmála- fræðsla o.m.fl. Heildarsamtökin reka síðan þjónustumiðstöð í Reykjavík þar sem unnið er að fjölbreyttum verkefnum fyrir fé- lögin. Mikilvægur þáttur í starfsemi ungmennafélaganna er félags- málafræðslan, enda hafa ungmennafélögin verið kölluð „Félagsmálaskóli þjóðarinnar". Félagsmálaskóli UMFÍ starfar í námskeiðsformi um allt land og hafa á sl. 10 árum verið haldin um 350 námskeið. Þótt segja megi að í starfi ungmennafélaganna hafi skipst á skin og skúrir er víst að síðasta áratuginn hefur stöðugt verið stefnt fram á við. Sá fríði hópur sem hér er mættur til leiks ber vott um það. Aldrei hafa jafn margir mætt til keppni á lands- mót UMFI og frá jafn mörgum aðilum. Ætla má að keppendur, sýningahópar og starfsmenn séu vart undir tveim þúsundum og ef þeir eru taldir með sem á einn eða annan hátt hafa unnið að því að gera þessa þátttöku svo myndar- lega með starfi og undirbúningi í heimahéraði má vafalítið tvöfalda þessa tölu. Þeim skulu öllum færðar þakkir. Vaxandi áhugi fyrir almenn- ingsíþróttum og útivist hefur orð- ið þjóðinni mikil blessun. íþróttir afreksmanna eru það einnig — þær hvetja til almennrar þátt- töku, þær hvetja ungt fólk til að leggja sig fram. Þessa tvo þætti má ekki aðskilja. Landsmót UMFÍ hafa stöðugt aukist að umfangi. Á hvcrju móti er bætt við einhverjum íþrótta- greinum. Og nú á ári fatlaðra er keppt í fyrsta sinn í íþróttum fyrir fatlaða á landsmóti UMFÍ og býð ég þá sérstaklega velkomna til þessa móts. Landsmótin hafa átt ríkan þátt í að efla íþrótta- og félagslíf landsbyggðarinnar. I öllum héruð- um fer fram mikill undirbúningur og skipulegar æfingar. Það má segja að tímatal margra miðist við landsmót. Nokkrar eru það er náð hafa að keppa á mörgum lands- mótum. Tveir menn eru mér þar efst í huga, Þóroddur Jóhannsson Eyfirðingur, framkvæmdastjóri þessa móts og Guðmundur Hall- grímsson Austfirðingur. Þeir hófu keppni hér á landsmótinu 1955 og taka nú þátt í landsmóti í 9. sinn. Góðir keppendur, leikvangurinn bíður ykkar. Þar munuð þið gera ykkar besta — ekki aðeins sjálfra ykkar vegna heldur félags ykkar og héraðssambands. Það munu ekki allir vinna til verðlauna. En það er hægt að keppa með sóma án þess. Að vera þátttakandi í móti sem þessu er hverjum manni heiður. Leikgleðin er mikilvægust. Gerum mót þetta að móti gleðinn- ar. Takið sigri og tapi með sæma. 17. landsmót UMFÍ er sett. íslandi allt. „Þaó er gott að vera unpur með hugsjónir að leiðarljosi" - sagði forseti íslands í ávarpi sínu Ræða forseta íslands, Vigdísar Finnboga- dóttur, við setningu Kæru vinir á Landsmóti Ungmennafélags íslands. Lengi heí ég vegsamað æskuna. Þar er fyrst til að taka að það er svo ákaflega gaman að vera ungur. í anda jákvæðrar æsku er einnig gaman að eldast og öðlast aukna visku og skilning á mannlifinu. „Viska með vexti æ vaxi þér hjá“ kvað Jón Thoroddsen við litla stúlku og fann að hann átti fáar óskir betri fyrir æskublómið sitt, þvi með visku og þekkingu aukast likurnar á betra mannlifi. Þegar farið var að fylgja því eftir af meiri einurð en fyrr, á öndverðri siðustu öld, að Islendingar ættu að lifa sem sjálfstæð þjóð oj væri það kleift, þurfti að sanna að þjóðin átti sér sögu að sameign. tiltölulega skömmum tima reyndist það auðvelt, þvi öll sagan um baráttu kynslóðanna frá upphafi byggðar, við harðbýlt land, hafði geymst i minni fólksins, á tungu sem aldrei spilltist hvað sem á bjátaði. Nokkrir brautryðjendur, eins og Skúli Magnússon, höfðu þá þegar reynt að sanna að landið væri ekki eins andsnúið ibúunum og ætlað hafði verið. Fjölnismenn stöppuðu stáli i landsmenn með þvi að skrifa fyrir samtið sina hugleiðingar um þjóðerni, og skáldin lofsungu landið með Jónas Hallgrimsson i fararbroddi: Það verður aldrei mælt hve mikið við íslendingar nútíðarinn- ar eigum að þakka öfum okkar og ömmum, sem fyrir tæpum 80 árum stofnuðu ungmennafélög um allt land. Þau þjöppuðu fólkinu saman í trú á framtíðina. Þau tileinkuðu sér gleði og höfnuðu sút og svartsýni. — Þau hófu að rækta landið betur en fyrr, og gerðu meira að segja tilraun til að koma til móts við framtíðarmynd Jónas- ar og að fylla „fagran dalinn“ skógi. Þau öfluðu sér fanga í bókmenntum erlendis frá. Ég veit frá mörgu eldra fólki, sem ég hef þekkt, hve djúpstæð áhrif það hafði á það að lesa til að mynda um trú norska skáldsins Björn- stjerne Björnsson á gott og gróskuríkt mannlíf til sveita, og heillaðist af rómantískri frásögn hans af því hvernig „klæða má fjallið” þegar björkin við rætur þess leggur upp á hrjóstrugan brattann, heilsar lyngi og fjall- Veit þá engi, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs og bíða? fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna. Og öðlingurinn mikli Jón Sig- urðsson, sem lengst stóð í eldlín- unni, skrifar heim að loknum þjóðfundinum 1851: „Engir ein- stakir menn geta haldið málum vorum áfram, þegar í hart kemur, nema þeir séu vissir um aðstoð alþýðu, hvort sem þeir sjálfir standa eða falla.“ Við þessum arfi og eggjunarorð- um tók æskan í byrjun þessarar aldar og boðaði þá tíma, sem við njótum á þessari stundu — unga fólkið alþýðunnar, sem stóð að upphafi Ungmennafélagshreyf- ingarinnar á íslandi, — með bjartsýni og trú á, að allt sem verið hafði í deiglunni á undan- genginni öld hlyti að rætast. Og það rættist. drapa og þau fikra sig í samein- ingu upp í mót, þar til allt er orðið iðgrænt. Þannig var nú jákvæð afstaða þessara manna, sem jafnframt settu sér að vegsama fornmenn og gullöld á íslandi og líkjast þeim sem best að hreysti, íþróttafimi og áræði, — með friði þó. Að ógleymdu því að þeir lögðu grundvöll að þeirri list, sem lengi hefur verið okkur til talsverðs sómaauka, leiklistinni, því án áhugamanna-sýninga ungmenna- félaganna í landinu ættum við ekki svo ríka leikmenningu sem raun ber vitni. Þeir færðu okkur trú á land og unnu dyggilega að því að við stöndum hér í dag, — frjálsir menn. Það er ræktun heilbrigðrar sál- ar í hraustuni líkama, þjóðernis- kennd og virðing fyrir landinu okkar, sem jafnan hefur verið aðalsmerki Ungmennafélags- hreyfingarinnar á Islandi, — og hvað ungur nemur sér gamall temur. Því er það gott að hafa verið ungur með þessar hugsjónir að leiðarljósi, einnig að eldast og reyna enn að koma þeim áleiðis. Við þær vildi ég bæta friðarvilja okkar, innbyrðis sem andspænis erlendum þjóðum, og óska þess að heillyndi og hreinskiptni hvers í annars garð fylgi okkur alla tíma. Ég árna þessu móti Ungmenna- félags íslands á Akureyri heilla og vænti þess að það beri ávöxt — epli Iðunnar, sem forfeður okkar trúðu að varðveitti eilífa og skap- andi æsku — sem víðast og sem lengst. Megi okkur auðnast að eiga ótalin gæfuspor í framtíðinni. • Ingvar Gislason menntamálaráðherra og forseti íslands, Finnbogadóttir, fyrir miðri mynd við setningarathöfnina. Vigdís • Fánaborg borin inn á íþrótta- leikvanginn við setningarat- höfnina. • Mikill fjöldi áhorfenda fylgd- ist jafnan með keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.