Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981 21 r, Sigurvegarinn í línubeitingu, Sigurður Sigurðsson, var ekki að hafa fyrir því að líta upp frá beitingunni enda mikið i húfi. „Ég er bara venjulegur trillukarl og er búinn að standa í beitingu í 35 ár“ - sagði sigurvegarinn í línubeitingu, Sigurður Sigurðsson ÞAÐ ER ekki á hvers manns faeri að beita línu svo vel sé, en RreinileKt var að Sigurður Sig- urðsson frá Húsavík þurfti ekki að skammast sin fyrir það sem lá í halanum eftir hann þegar blm. talaði við hann, enda fór svo að Sigurður fór með sigur af hólmi þó naumt hafi verið. „Ég er nú bara venjulegur trillukarl og búinn að standa í beitingum í 35 ár og ætti því að kunna handbragðið sæmilega," sagði Sigurður. Blm. spurði hvort hann hefði keppt í þessari grein áður. „Já ég keppti á Eiðum 1968 og vann þá og svo keppti ég aftur á Sauðárkróki 1971 en gekk þá illa og varð aftarlega,“ sagði Sigurður hress í bragði þó ekki hafi verið búið að tilkynna úrslitin. Linan liggur fallega í balanum. Einungis 10 keppendur mættu af þeim 19 sem skráðir voru og höfðu þá 8 afboðað komu sína kvöldið áður. Greinilegt var að HSÞ-menn voru sterkir í þessari grein enda skipuðu þeir þrjú efstu sætin. í fyrsta sæti var eins og áður sagði Sigurður Sigurðsson, í öðru sæti Magnús Hreiðarsson og svo í þriðja sæti Jósteinn Hreið- arsson, allir úr HSÞ. Keppnin fór fram í blíðskaparveðri við Gagn- fræðaskólann á Akureyri. Kom sá og sigraði í sjötta skipti í röð á landsmoti - hef ekiö dráttarvélum frá blautu barnsbeini sagði sigurvegarinn í dráttarvélaakstri, Vignir Valtýsson ÞAI) VAR Vignir Valtýsson HSÞ sem kom sá og sigraði í sjötta skiptið í röð í dráttarvélaakstri á landsmótinu. Blm. náði tali af Vigni rétt áður en hann steig upp í vélina. Ilann var þá þokkalega bjartsýnn og leist nokkuð vel á brautina. Hann sagðist vera alinn upp í sveit og því umgengist og keyrt dráttarvélar frá blautu barns- beini. Blm. spurði hann hvort hann hefði keppt í svona löguðu áður og kom þá upp úr kafinu að þetta var í sjötta skiptið sem han keppti og hafði hann unnið jafn oft. Við báðum hann um að fræða okkur lítillega um framgang keppninnar og var það sjálfsagt af hans hálfu. Sagði hann að fyrst væri farið í munnlegar spurningar um vélarnar, uppbyggingu þeirra og viðhald. Einnig er spurt um • Vignir Valtýsson öryggisatriði og jafnvel um um- ferðarlög. Síðan er farið í verklega þáttinn. Þá er keyrt eftir braut sem lögð hefur verið á tún og reynir þá á nákvæmni og öku- leikni mannanna því að bæði þarf að keyra afturábak og áfram í gegnum hlið sem eru lítið breiðari en vélin sjálf og svo er kerra aftaní í ofanálag. Það eru gefin refsistig fyrir það sem illa fer bæði í spurningunum og akstrin- um. Svo er allt reiknað út, bæði stigin fyrir spurningarnar og/eða refsistigin og svo tíminn sem fer í að aka brautina. Eftir þessum stigum er svo raðað niður í sæti og gefa sex efstu sætin stig. Við náðum svo tali af Vigni aftur eftir að hann var búinn að aka brautina. Hann var sæmilega ánægður með frammistöðuna en sagði að það hefði mátt ganga betur, en greinilegt var að hann þurfti engu að kvíða því að hann sigraði nokkuð örugglega með 140 stig, næstur kom Einar Jónsson UMSB með 135,5 stig og svo í þriðja sæti Heiðar Jónsson HSÞ með 134,5 stig. Úrslit í starfsíþróttum Þar var hart barist um hvert stig KEPPNI í starfsíþróttum eru þær greinar á landsmótum sem oft á tiðum laða ekki mjög marga áhorfendur að. Þrátt fyrir að í mörgum tilfellum sé bráðskemmtilegt að fylgjast með keppninni. Sér í lagi fyrir þá sem til þekkja i viðkomandi grein. í starfsiþróttum er það ekki klukkan eða sentimetrarnir sem ráða úrslitum. Það er ótal margt annað sem tekið er með í reikninginn. Hér að neðan eru úrslitin i starfsíþróttum á mótinu. í keppninni lagt á borð sigraði Margrét Sveinsdóttir UMSE. Var hún vel að sigrinum komin, en keppni i greininni var mjög jöfn. Margrét sýndi snilldarhandbragð við að leggja á borðið og var skreyting hennar sérlega smekkleg og vel útfærð. Þá var mjög hörð keppni i jurtagreiningu. Þar voru efstu keppendur mjög vel að sér og hart var barist um hvert stig. Guðmundur Jónsson HSK hafði það þó i lokin. Úrslit í starfsiþróttum urðu þessi: STARFSÍÞRÓTTIR - LAGT A BORÐ Úrslit: Stig: 1. Margrét Sveinsdóttir, UMSE 60 2. Helga Guömundsdóttir, HSK 59 3. Emelía Gránz, HSK 58 4. Halla Loftsdóttir, HSÞ 57 5. Sigriöur Sæland, HSK 56 6.-7. Sigrún Þorsteinsdóttir, UMSE 55 6.-7. Aðalheiður Ólafsdóttir, UÍA 55 8. Ragnheiður Júlíusdóttir, USVS 54 9. Hólmfríður Haraldsdóttir, HSÞ 53 10. Elín Eydal, HSÞ 52 11. -12. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, UMSE 51 1J *12. Guðrún Jóhannsdóttir, UMSK 51 13.-14. Anna M. Arnfinnsdóttir, UÍA 50 13.-14. Auður Traustadóttir, UÍÓ 50 15. Garðar Vilhjálmsson, UÍ A 44 16. Kristine Lundkvist, UMSK 37 STARFSRlÞRÓTTIR - DRÁTTARVÉLAAKSTUR (irsllt: Stig: 1. Vignir Valtýsson, HSÞ 140,0 2. Einar Jónsson, UMSB 135,5 3. Heiðar Jónsson, HSÞ 134,5 4. Benedikt Blöndal, UÍA 132,0 5. Þorkell Fjeldsted, UMSB 128,0 6. Grímur Grétarsson, HSK 125,5 7. Gunnar R. Grímsson HSS 125,0 8. Jón Ingi Sveinson, UMSE 123,0 9. Kristinn Sigurösson, HS6 119,5 10. Finnur Pétursson, UMSK 117,5 11. -12. Haraldur Jósefsson, UMSE 113,0 11.-12. Rögnvaldur Gíslason, HSS 113,0 13. Grímur Jónsson, HSK 111,5 14. Elías Höskuldsson, UMSE 111,0 15. Grétar Einarsson, USVS 108,5 16. Guðmundur Sigurösson, HSK 105,5 17. Hjörtur Gíslason, UMSK 102,5 18. Símon Sigvaldason, UDN 94,0 19. Finnbogi Kristjánsson, HVÍ 81,0 20. Hörður Guðbrandsson, UMSK 75,0 LÍNUBEITING Úrslit: Stig: Sigurður Sigurðsson, HSÞ 149 Magnús Hreiðarsson, HSÞ 148 Jósteinn Hreiðarsson, HSÞ Júlíus Magnússon, UÍÓ 147 146 ólafur Axelsson, HSS 145 Gestur Sæmundsson, UÍÓ 144 Sigurður Michaelsson, UMSK 135 Bjarki Björgólfsson, UÍ A 131 Rúnar Guðjónsson, HSK 128 Leif österby, HSK 115 JURTAGREINING Úrslit: Stig: Guðmundur Jónsson, HSK 48(+4> Ketill Tryggvason, HSÞ 48(+l) Sesselja Ingólfsdóttir, UMSE 47(+3) Þorsteinn Bergsson, UÍ A 47 Hjördís Haraldsdóttir, UMSE 45<+3) Stella Guðmundsdóttir, UMSK 45(+l) Aðalbjörg Tryggvadóttir, HSÞ 43(+2) Guðmundur H. Gunnarsson, UMSE 43(+l) Sigrún Hrafnsdóttir, UÍA 43 Sonja I. Elíasson, UMSB 40 HESTADÓMAR Úrslit: Stig: 1. Kristín Thorberg, UMSE 94 2.-3. Sigurður Pálsson, HSÞ 93 2.-3. Steingrímur Viktorsson, HSK 93 4. Baldvin Baldvinsson, HSÞ 92 5. Guðmundur Skarphéðinsson, HSÞ 89 6. Þórir ísólfsson, USVH 84 7. Magnús Jóhannsson, UMSE 82 8. Ægir Sigurgeirsson, USAH 79 9.-11. Atli Lilliendahl, HSK 77 9.-11. Hermann Jónsson, UMSE 77 9.-11. Gunnar Þór Magnússon, UÍÓ 77 12. Hjörleifur Ólafsson, HSK 74 13. Sævar Pálsson, UÍA 52 • Keppendur þurftu að sýna mikla akst- urslagni í dráttarvélakeppninni. • Vignir gerir klárt fyrir aksturinn. Keppni í starfsíþróttum var hin skemmtilegasta r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.