Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981
39
ar um Strandir og Dali, liggja m.a.
til séra Hjálmars Þorsteinssonar í
Tröllatungu, þess merkilega og
kynsæla manns.
Heimili Hauks og Friðborgar
var talsvert mörg ár að Háteigs-
vegi 9, en frá 1951 að Stangarholti
22. Þar bjuggu þau um sig vel og
hlýlega. Þau eignuðust tvær dæt-
ur, Ingibjörgu, sem er fædd 19.
júní 1939, gift þeim sem línur
þessar skrifar, og Svandísi, sem er
fædd 12. maí 1951. Maður hennar
er Nikulás Magnússon, lærður
glerslípari og tækniteiknari.
Dætrabörnin eru þrjú.
Eins og áður segir lét Haukur
Jónsson af löngu starfi sökum
vanheilsu. Hún ágerðist hægt og
hægt, unz hún lagði hann að velli
mánudaginn 6. þ.m. Þá voru kraft-
ar hans mjög þrotnir, enda hafði
hann aldrei hlíft þeim. Það átti
illa við hann síðustu misserin að
geta ekki beitt sér, notað hagleiks-
hendur sínar, því hann var bráð-
laginn maður og undi löngum við
alls kyns smíðar heima fyrir í
tómstundum, átti margt góðra
verkfæra, og allt sem hann bjó til
sýndi staka útsjónarsemi og
hyKRjuvit. Að rækta garðinn sinn
og að smíða, það voru hans
hjartans áhugamál.
Nú kveð ég tengdaföður minn
með trega. Á samfylgd okkar bar
aldrei minnsta skugga frá fyrstu
stund til hinnar síðustu. Mér
lærðist að meta hann því meir
sem ég kynntist honum betur.
Hann bjó að vísu yfir allstóru
skapi og ef til vill nokkru þver-
lyndi, en ég hafði aldrei undan því
að kvarta, heldur naut ríkulega
greiðvikni hans og hjálpsemi,
oftar en hitt óumbeðið. Það er lán
að hafa átt hann að meira en tvo
áratugi og sömuleiðis hana
tengdamóður mína, hennar hlut
vil ég sízt gleyma.
Far svo í friði drengskapar-
maður.
Hannes Pétursson
Með nokkrum orðum langar mig
til að kveðja vin minn, Hauk
Jónsson frá Helgadal í Mosfells-
sveit, sem jarðsettur verður í dag.
Kynni okkar Hauks hófust, þeg-
ar ég giftist Kjartani Guðjóns-
syni, mági hans, fyrir meir en
fjörutíu árum. Mikill samgangur
var alla tíð á milli heimila okkar,
svo margt kemur upp í huga okkar
hjóna, þegar Haukur er allur. Við
höfum margs að minnast og
margt að þakka.
Mér er Haukur sérstaklega hug-
stæður fyrir hversu gott var að
leita til hans og þeirra hjóna,
þegar við þurftum á hjálp að
halda. Hjá þeim mættum við
ávallt sama skilningi og hlýju.
Haukur var einstaklega bóngóður
og greiðvikinn og gott var að
þiggja hjálp hans og aðstoð og
aldrei fórum við vonsvikin af
þeirra fundi.
Heimilisfaðir var Haukur góð-
ur, nærgætinn og umhyggjusam-
ur, og eitthvað var það í fari hans,
sem hændi öll börn að honum.
Hann var sem góður afi allra
ungra barna. Hann hafði mikla
unun af blómum og gróðri, enda
sýnir garðurinn hans að um hann
hefir verið farið með natni og
hlýjum huga. Það var sem allt
greri og dafnaði, sem hann fór
höndum um. Þegar ég heimsótti
hann í siðasta sinn á heimili hans
fór hann með mér út í garðinn
sinn til að sýna mér blómsprot-
ana, sem voru að gægjast upp úr
moldinni á þessu kalda vori. Og nú
er hann burtkallaður, þegar móðir
jörð skartar sínu fegursta.
Það er trú mín og von, að við
munum hittast aftur og göngum
þá um fagra blómareiti okkur
báðum til gleði og unaðar.
Okkur er öllum áskilið að fara
þessa hinstu för. Haukur var vel
undir hana búinn og hlýddi kall-
inu með hugarró og æðruieysi.
Samfylgdinni er lokið í bili, hún
var traust og notaleg.
Við hjónin vottum konu hans,
Friðbergu Guðjónsdóttur, og
dætrunum tveim svo og öllum
ástvinum þeirra innilega samúð
og hluttekningu.
Matthildur og Kjartan.
Sigurður Ellertsson
Holtsmúla - Minning
Síðbúin eru að vísu þessi fá-
tæklegu minningarorð um látinn
vin, en kannski skiptir það ekki
meginmáli, heldur hitt að hann
liggi ekki alveg óbættur hjá garði,
en ég hef hvergi séð hans minnst.
Oft verður skammt bilið milli
lífs og dauða og hinn snjalli
læknir stundlegra meina gerir oft
engin boð á undan sér, og þá koma
vistferlin mest á óvart og valda
sárustum söknuði, ekki síst þegar
um er að ræða fólk á góðum aldri,
sam jarðneskum augum virðist
eiga eftir langan ævidag. Það sem
sagt fellur um aldur fram. Þetta
hvort tveggja gerðist við fráfall
Sigurðar Ellertssonar. Hann var
kallaður af vettvangi í miðri önn
dagsins er hann var að gegningum
á búi sínu hinn 15. janúar síðast-
liðinn, og laugardaginn 25. sama
mánaðar kvöddu vandamenn, vin-
ir og sveitungar hann hinstu
kveðju í Reynistaðarkirkju.
Sigurður fæddist að Holtsmúla í
Skagafirði 13. dag júlímánaðar
árið 1919 og hefði því orðið nú
sextíu og tveggja ára, hefði aldur
enst. Foreldrar hans voru sæmd-
arhjónin Ingibjörg Sveinsdóttir og
Ellert Jóhannsson, sem bjuggu í
Holtsmúla rúmlega hálfa öld.
Sigurður ólst upp í foreldrahús-
um við leik og starf, aðallega þó
starf, því að á þeim árum var
börnum haldið að vinnu undireins
og þau voru talin valda verki. Og
ekki veitti af, því að kreppuárin
alræmdu voru búandafólki þung í
skauti ekki síður en öðrum stétt-
um í landinu og svo stóð raunar
fram á stríðsár, þótt örlítið væru
horfur bjartari í efnahagsmálum
undir lok fjórða áratugarins. Ofan
á kreppuna bættust plágurnar
mæðiveiki í sauðfé og garnaveiki,
og allt saman jók þetta fólks-
strauminn úr sveitunum til þétt-
býlisstaða í von um betri tíð og
afkomu. Jafnframt gróf það und-
an trú á mátt íslenskrar moldar
og því þótti ýmsum ekki fýsilegt
að stunda landbúnað við fyrr-
greindar aðstæður né heldur að
hefja búskap.
Hugur Sigurðar Ellertssonar
stóð snemma til búskapar og ég
hygg það hafi aldrei hvarflað að
honum að gera annað að lífsstarfi
sínu þrátt fyrir óhagræðisstöðu
þessara ára. Enda fór það svo, að
Holtsmúli varð starfsvettvangur
hans og dvalarstaður til æviloka
að undanteknum tveim vetrum við
nám i Hólaskóla og einum í
vetrarmennsku af bæ.
Af hinum hefðbundnu búgrein-
um mun hann hafa í upphafi haft
mestar mætur á sauðfjárræktinni,
hafði afar gaman af kindum, var
og fjárglöggur, og hann lét sér
annt um að bæta fjárstofn sinn.
Svo og lagði hann sig eftir ýmsum
sérkennum meðal sauðskepnanna,
svo sem forystuhæfileikum og
hafði þar nokkurt erindi sem
erfiði. Með tíð og tíma náði
áhuginn einnig til hinna annarra
búfjártegunda, enda hafði Sigurð-
ur gagnsamt bú, kúabú ekki síður
en fjárbú. Enda þótt vinur minn
teldist ekki hestamaður í venju-
legum skilningi kom hann við sögu
í hrossaræktinni og trúlega mun
nafn hans geymast um langa
stund í tengslum við hana, þegar
nefndur er Hrafn 802 frá Holts-
múla. Vænt þótti Sigga Ellerts um
búfénað sinn, fóðraði hann vel og
hirti sem góðum bónda sæmdi,
átti ætíð nægilegt fóður og var
veitandi þegar náunginn hafði
sópað innan hjá sér á gjafafrekum
vetrum. Sem og áður segir var
ánægjan mikil að umgangast hús-
dýrin, einkum sauðféð og því var
haustið með öllu sínu fjárragi
eftirlætistími Sigga í Holtsmúla.
Þá hló honum hugur í brjósti og
innra með honum bergmáluðu
ljóðlínur þjóðskáldsins: „Enn mig
fýsir alltaf þó aftur að fara í
göngur."
Óþreytandi var hann að greiða
fyrir skilum kinda og hrossa, sem
hann hafði spurnir af í óskilum.
Sigurður vildi greiða götu
manna jafnt sem málleysingja og
því var oft leitað til hans úr
nágrenninu um ýmsan greiða, sem
var látinn í té með hugarfari hins
miskunnsama samverja, enda var
Þegar Breiðablik og Víkingur
kepptu í Islandsmóti 1. deildar
mánudaginn 6. júlí sl. veittu
stuðningsmenn Breiðabliks því
strax athygli að leikmenn liðsins
báru sorgarborða, og þá setti
hljóða er það spurðist að Björgvin
Guðmundsson hafði látist laugar-
daginn 4. júlí.
Björgvin var einn af bestu
stuðningsmönnum Breiðabliks um
árabil og formaður félagsins frá
1956 til 1%2.
Á þeim árum var félagið í
miklum vexti, en aðstaða til
íþróttastarfsemi og félagsstarfa í
Kópavogi heldur bágborin.
En Björgvin vann af fórnfýsi og
dugnaði fyrir bættri aðstöðu fyrir
íþróttafólk og að eflingu félagsins.
Aldrei taldi hann eftir sér sporin,
ef hann gat orðið félaginu að liði,
og þegar hann lét af formennsku
hvarf hann ekki sjónum félags-
manna eins og stundum vill
brenna við, þegar menn hafa
fengið sig fulisadda af félags-
oft um að ræða líknarstörf í þágu
kýr eða kindar, en Holtsmúla-
bóndinn var einn þeirra manna,
sem alþýða nefndi nærfærinn við
skepnur.
Félagsmálum sinnti Sigurður
dálítið, einkum var það í þágu
ungmennafélags sveitarinnar, og
reyndist þá góður liðsmaður. Átti
sæti í hreppsnefnd um skeið. Enn
má nefna trúnaðarstarf, sem hann
gegndi um nokkur síðustu æviár,
það er réttarstjórn við Staðarrétt.
Öll einkenndust störf hans af
trúleik við viðfangsefnið hverju
sinni og mátti ekki til vamms vita
í þeirri gjörð.
Þegar Sigurður hóf búskap sinn
bjó hann fyrst í sambýli við
foreldra sína, en um 1970 varð
starfsemi. Breiðabliksfélagar eiga
Björgvini margt að þakka.
Ég sem skrifa þessar línur
kynntist Björgvini stuttu eftir
stríð, er við vorum stráklingar.
Frændfólk mitt átti þá heima í
næsta húsi við heimili Björgvins,
er stóð við Digranesveg.
Kópavogurinn var þá strjálbýlli
en nú og nóg svigrúm til leikja.
Fljótt kynntist maður hinum
mikla íþróttaáhuga Björgvins.
Hann lét sér ekki nægja að
hamast í fótbolta eins og flestir
strákar, heldur gerði hann
„íþróttavöll" með hjálp bræðra
sinna heima á lóðinni. Þar var
knattspyrnuvöllur, hlaupabraut,
stökkgryfja og hástökkssúlur.
Mörg voru þar „íþróttamótin" og
Björgvin dró ekki af sér í keppni.
En Björgvin var ekki það sem
kallað er íþróttamannlega vaxinn.
Hann var fatlaður frá fæðingu.
Nú á ári fatlaðra er unnið að því
að bæta hag þeirra og efla skiln-
ing á þeim málum. Ansi er ég
hræddur um að Björgvin hafi á
Björgvin Guðmunds-
son - Minningarorð
hann einn um hituna, þegar Ellert
faðir hans hætti búskap, mæddur
af fangbrögðum við Elli kerlingu,
og um svipað leyti keypti hann
Holtsmúlann.
Árið 1956 kvæntist Sigurður
eftirlifandi konu sinni, Gunni
Pálsdóttur, ættaðri af Suðurlandi
úr Rangárþingi. Þá virtist allt
leika í lyndi og ungu hjónin horfðu
glaðbeitt og hugdjörf til framtíð-
arinnar, sáu draumsýnir verða að
veruleika og hófu ótrauð örlaga-
glímuna. En brátt dró bliku á loft
er alvarlegur sjúkdómur sótti
heim ungu húsfreyjuna, svo að
hún varð bundin sjúkrabeði um
alllangt skeið og þurfti að.gangast
undir mikla skurðaðgerð. Síðan
ber hún menjar vágestsins í líki
bæklunar. Kross þann hefur
Gunnur borið æðrulaust og hvergi
hlífst við og barist af eldmóði við
hlið bónda síns á sóknarvæng í
brauðstritinu.
Börn þeirra hjóna eru fjögur;
Ingibjörg, gift Ragnari Árnasyni.
Hafa nú hafið búskap í Holtsmúla.
Eiga tvo drengi. Hallfríður Jó-
hanna, gift Kristjáni Runólfssyni.
Búsett á Sauðárkróki. Eiga þrjá
drengi. Ellert, kvæntur Önnubellu
Jósefsdóttur. Búsett í Reykjavík.
Ari Jóhann, ókvæntur, dvelst
heima.
Ástvinum Sigurðar heitins óska
ég farsældar og bið gjafarann
allra góðra hluta að styrkja þá og
blessa á ógengnum ævistíg.
Að lokum færi ég vini mínum og
mági alúðarþakkir fyrir tryggð,
vináttu og margvíslega greiðasemi
við mig og fjölskyldu mína meðan
samfylgd entist.
Friðrik Margeirsson
sínum uppvaxtarárum oft mætt
takmörkuðum skilningi, en það lét
hann ekki á sig fá, því að harka
hans var oft ótrúleg.
Björgvin var einn af þeim sem
kalla má hetjur hversdagslífsins.
Breiðabliksfélagar kveðja hann
með söknuði og senda venslafólki
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd UMF Breiðabliks.
Þórir Ilallgrimsson
Guðjón Einarsson
Minningarorð
Fæddur 16. apríl 1904.
Dáinn 5. júli 1981.
í dag spyrja menn gjarna,
hverjir eru þessir menn og konur,
sem kalla sig SÍBS-félaga? Við
þessari spurningu á eldri kynslóð-
in greið svör en hinir yngri ef til
vill öllu færri. Berklaveikin er
ekki á hvers manns vörum lengur.
Sá sem í dag veikist af þeim
sjúkdómi fyllist varla þjakandi
örvæntingu því að í flestum tilfell-
um býður hans nokkurra vikna
hælis- eða sjúkrahúsvist með til-
heyrandi lyfjagjöf og heilsan talin
endurheimt að nýju. En fyrir
nokkrum áratugum var þetta ekki
svona einfalt. Sá sem þá veiktist
af berklum spurði ekki hvort vikur
eða mánuðir yrðu hans baráttu-
tími heldur hversu mörg ár sú
barátta kynni að standa ef sigurs
væri á annað borð að vænta. Það
er fólkið frá þessum tíma sem
kallar sig SÍBS-félaga, en með
þeim breyttust viðhorfin þó að á
síðari árum nái samtökin til miklu
fleiri aðila en í upphafi eða allra
þeirra brjóstholssjúklinga sem
undir merki þessa félagsskapar
vilja vinna.
Guðjón Einarsson, sem í dag
verður til moldar borinn, er einn
af þeim er berklaveikinni varð að
bráð á miðri þessari öld. Árið 1951
innritaðist hann á Vífilstaði, þar
sem hann dvaldi í nokkur ár og
síðan á Reykjalundi, en þaðan
útskrifaðist hann árið 1959. Réðst
hann þá til starfa á Múlalundi,
öryrkjavinnustofu SÍBS, og vann
þar siðan allt til sins endadægurs
þann 5. þ.m. Má segja að Guðjón
hafi þar fylgst með þeirri þróun
sem orðið hefur á þessum árum til
heilla fyrir alla þá mörgu sem þar
hafa fengið að hreyfa vinnufúsar
hendur sjálfum sér til gleði og
stofnuninni til hagsældar, verið
þátttakandi í því megin hlutverki
og félagslega starfi SÍBS að
„styðja sjúka til sjálfsbjargar".
Fyrir þessi störf flytjum við félag-
ar Guðjóns honum bestu þakkir og
munum lengi muna þennan ljúfa
og hugþekka manna sem vann
störf sín af trúmennsku, hógværð
og lítillæti sem eru aðalsmerki
hins háttprúða manns.
Ættingjum Guðjóns flytjum við
SÍBS-menn innilegar samúðar-
kveðjur.
J.B.
Nú er tengdafaðir minn, Guðjón
Einarsson, farinn á annað tilveru-
stig. Mér eru minnisstæð orð hans
og hve sannspár hann var er við
hittumst í fyrsta sinn. Ég ætla
ekki að fara að telja upp kosti
hans eða galla, í mínum huga er
mynd af góðum vini. Sérstaklega
minnist ég og þakka fyrir sam-
verustundirnar í Miðstræti 5, er
ég bjó hjá honum og tengdamóður
minni, Dagbjörtu Jónsdóttur, en
hún er dáin fyrir 11 árum. Sá tími
er vel geymdur og enn betur
varinn. Um leið og ég kveð tengda-
föður minn í síðasta sinn flytja
börnin mín afa sínum kærar
þakkir fyrir allt.
Guð blessi Guðjón tengdaföður
minn.
Sigríður Erla Guðnadóttir