Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ1981 Stórsigur hjá Fram FRAM var ekki i vandræðunt með að siá KR út i bikarkeppni KSÍ, er félöKÍn mættust öðru sinni á laugardaginn. Fyrri leik- ur liðanna endaði 1 — 1, en á lauKarda^inn héldu Fram engin bönd. lokatölurnar urðu 4 — 1 oj? hefði talan þess veiína xetað verið tvöföld áður en yfir lauk. Framarar léku á köflum prýði- le>fa, en hetja liðsins var Halldór Arason. Ekki nóg með að hann skoraði sín fyrstu mörk fyrir Fram. heldur lét hann sér ekki nægja færri mörk en þrjú talsins. Fjórða markið skoraði Guðmund- ur Steinsson og ætti að vera þunjfu farjfi af honum létt, þvi illa hefur gengið |,já honum að undanförnu. Eina mark KR skor- aði Jósteinn Einarsson. Á með- fylgjandi mynd Bjarna Friðriks- sonar má sjá Halldór (lengst til hægri) skora eitt af mörkum sinum. Tvö dýrmæt stig í stækkandi safn KA - liöiö sigraöi ÍBV í grófum leik sigraói örugglega 3—1 ÓVÆNT úrslit urðu í leik pressu- liðsins ok landsliðsins i knatt- spyrnu á LauKardalsvellinum f Kærkvöldi. Lið pressunnar sÍKr- aði með þremur mörkum KCKn einu. í hálfleik var staðan 20 fyrir pressuliðið. Öll mörk pressuliðsins skoraði einn og sami maðurinn, Hilmar Sighvatsson úr Val, en mark landsliðsins skoraði Ragnar Mar- geirsson úr Keflavík. Hilmar átti auk þess hörkuskot að markinu, sem Akurnesingurinn Bjarni Sig- urðsson varði af stakri snilld. Sigur pressuliðsins gat hæglega orðið enn stærri, miðað við gang leiksins. • Seb Coe setti heimsmet. TVÖ NÝ heimsmet litu dagsins ljós á Bislett-leikunum i frjálsum íþróttum sem haldnir voru i Osló um helgina. Sebastian Coe frá Bretlandi setti eitt þeirra i 1000 metra hlaupinu þrátt fyrir að fá sbema blöðru á ilina í miðju hlaupinu, en norska stúlkan Ingrid Christiansen setti hitt í 5000 metra hlaupinu. Frægasta hlaupakona Norðmanna, Grete Waitz, varð að draga sig út úr hlaupi þessu vegna meiðsla, en Christiansen hélt uppi^ merki Noregs svo um munaði. Árangur á mótinu í heild var góður að venju, enda margt frægra kepp- enda. Ingrid Christiansen hljóp í skugganum af Grete Waitz allt þar til að heimsmethafinn kunni tognaði illa og varð að gefa eftir. Náði Christiansen þar með foryst- unni og efldist fremur en hitt, glæsilegt heimsmet hennar hljóð- aði upp á 15:28,43 mínútur. Það liðu aðeins fimm mínútur þar til að næsta og síðara heimsmet leikanna var sett. Sebastian Coe var þar á ferðinni í 1000 metra hlaupinu. Sjötta heimsmet hans utanhúss. Coe fékk sem fyrr segir slæma blöðru á fótinn og dró verulega af honum við það, heims- met setti hann að vísu, en árang- urinn hefði vafalaust orðið mun betri ef hann hefði gengið heill til skógar. Heimsmet Coes var 2:12,18 mínútur. Fleiri frækileg afrek voru unn- in, Edvin Moses frá Bandaríkjun- um sigraði örugglega í 400 metra grindahlaupi. Tími hans var 47,99. Þar með hefur Moses sigrað 65 sinnum í röð í greininni, stórkost- legur árangur það. Breski ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi, Allan Wells, var ekki borubrattur að þessu sinni, langstökkvararnir bandarísku Carl Lewis og James Stanford skráðu sig í hlaupið og urðu báðir á undan Wells. Lewis sigraði á 10,19 sekúndum. Yvette Ray frá Bretlandi sigraði í 400 metra grindahlaupi kvenna, hljóp á 56,56 sekúndum, landar hennar Debbie Skerritt og Mary Appleby skipuðu sér í annað og þriðja sætið. í 800 metra hlaupi karla sigraði James Robinson frá Bandaríkjunum á 1:44,95. Finninn Pentti Siinesaari sigr- aði í spjótkasti karla, lengsta kast hans og sigurkastið var 89,42 metrar. Bob Rogby frá Bandaríkj- unum varð annar með 88,88 metra kast. Ungverjinn Miklos Nemeth varð þriðji, besta kast hans var 85,18 metrar. í stangarstökki sigr- aði Pólverjinn Klymszyk, hann lyfti sér yfir 5,55 metra. Annar varð Desrelles frá Belgíu með 5,40 metra. Willy Banks frá Bandaríkjunum kom nánast hlaupandi til keppn- innar beint út úr flugvélinni og svo móður var hann, að hann ætlaði í fyrstu ekki að vera með. En hann lét til leiðast og gerði sér lítið fyrir og sigraði í þrístökkinu, sigurstökkið 17,23 metrar. Tony Darden frá Bandaríkjunum tryggði Bandaríkjunum enn eitt gullið, er hann sigraði í 400 metra hlaupinu á 45,89 sekúndum. í samsvarandi hlaupi í kvenna- flokki sigraði breska stúlkan Joce- lyn Hoyte, tími hennar var 51,83 sekúndur. Steve Ovett, breski hlauparinn kunni, sigraði örugglega í mílu- hlaupinu og vakti gremju áhorf- enda með því að hægja ferðina mjöK greinilega undir lok hlaup- sins, í stað þess að reyna við heimsmet. Haft var eftir Ovett: „Eg hafði engan áhuga á heims- meti að þessu sinni, hugsaði að- eins um að vinna hlaupið." Að- spurður hvort hann hygðist bæta heimsmetið síðar í sumar svaraði Ovett stutt og laggott: „Ekki spyrja heimskulegra spurninga." Ovett sigraði sem fyrr segir, tími hans var 3:49,29. Loks má geta þess, að Finninn Martti Vainio sigraði í 10.000 metra hlaupinu, tími hans var 27:45,50 mínútur. KA SIGRAÐI ÍBV 1-0 í grófum og tilþrifalitlum 1. deildarleik i knattspyrnu á Akureyri á sunnu- dagskvöldið. Sigurmarkið var skorað tíu mínútum fyrir leiks- lok, en áður höfðu bæði lið átt stangarskot. Jafntefli hefði kannski verið sanngjarnasta út- koman, en KA-menn höfðu heppnina með sér við mark and- stæðinKsins. 1 hálfleik var staöan 0-0. KA-menn voru sprækari fram- an af og áttu þrjú góð færi á fyrsta stundarfjórðunginum, Elm- ar var tvívegis á ferðinni og Gunnar Gíslason einu sinni. Páll Pálmason varði tvívegis mjög vel, sérstaklega síðari tiiraun Elmars, sem hafði leikið á tvo varnarmenn og lyfti knettinum laglega yfir markvörðinn. Páll náði með naumindum að slæma hendinni í knöttinn og bjarga í horn. Leikur- inn jafnaðist smám saman og gerðist afar grófur, sérstaklega af hálfu IBV. En Eyjamenn voru nær því að skora, tvívegis nötruðu Pressan KA:ÍBV 1;0 stangirnar hjá KA, fyrst eftir skot Kára Þorleifssonar á 26. mínútu og síðan eftir skot Gústafs Bald- vinssonar á 34. mínútu. Á 51. mínútu var komið að KA að hrista stangirnar hjá ÍBV, Gunnar Blöndal fékk þá góða sendingu að marki ÍBV og þrumu- skot hans small í stönginni. Nokkrum mínútum síðar fékk Sigurlás Þorleifsson sannkallað dauðafæri, komst einn að marki KA, en mistókst hroðalega er hann hugðist renna knettinum fram hjá úthlaupandi markverð- inum. Lási hitti knöttinn afar illa og hann skoppaði fram hjá mark- inu vita hættulaust. Sigurmarkið kom á 80. mínútu, þvaga myndað- ist í vítateig ÍBV, knötturinn barst til Páls Pálmasonar í markinu, en hann missti hann til Ásbjarnar Björnssonar sem þakkaði kurteis- lega fyrir sig og skoraði með föstu skoti. Eyjamenn sóttu meira loka- kaflann, en allt kom fyrir ekki, 1—0 urðu lokatölur leiksins. I stuttu máli: íslandsmótið 1. deild: KA-ÍBV 1-0 (0-0) Mark KA: Ásbjörn Björnsson á 80. mínútu. Spjöld: Engin þrátt fyrir mörg tilefni. Áhorfendur: 1456 Dómari: Þóroddur Hjaltalín. sor./gg. • Ásbjörn Björnsson skoraði sigurmark KA. Einkunnagjofin Lið KA: Aðalsteinn Jóhannsson 5 Guðjón Guðjónsson 6 Steinþór Þórarinsson 4 Erlingur Kristjánsson 5 Ilaraldur Ilaraldsson 5 Jóhann Jakobsson 6 Gunnar Gislason 6 Gunnar Blöndal 5 Elmar Geirsson 5 Hinrik Þórhallsson 4 Ásbjörn Björnsson 5 Lið ÍBV: Páll Pálmason 6 Guðmundur Erlingsson 4 Viðar Eliasson 4 Þórður Hallgrimsson 5 Gústaf Baldvinsson 6 Snorri Rútsson 5 Illynur Stefánsson 4 Jóhann Georgsson 5 Sigurlás Þorleifsson 5 Kári Þorleifsson 6 Ingólfur Sveinsson 5 Jón bar sigur úr býtum JÓN ÞÓR Gunnarsson sigraði á Meistaramóti Akureyrar í golfi, en mótið var haldið nyrðra um helgina. Jón lék á 318 höggum og hafði mikla yfirburði þar sem næsti maður, Gunnar Þórðarson, lék á 331 höggi. Þriðji varð Viðar Þorsteinsson, hann lék á 336 höggum. í kvennaflokki sigraði Inga Magnúsdóttir á 378 högg- um, Jónina Pálsdóttir varð önnur á 400 höggum. Tvö glæsileg heimsmet á Bislett

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.