Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981 Gatnagerð og lagnir í Suðurhlíðum: Samþykkt var að taka lægsta tilboði SAMÞYKKT var á aukafundi horjíarstjórnar I (jær að taka tilhoói læiísthjóóanda í xatna- Kerð ok lacnir í SuAurhliðum, en áður hafði sama samþykkt verið Kerð í hornarráði, en með áxrein- in>?i. I máli Birgis Isl. Gunnarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, kom fram að sjálfstæðismenn gagnrýndu þann drátt sem orðið hefði á skipulagi og útboði á þessum stað og væri ástæða þess að lægsta tilboð væri mun hærra en kostnaðaráætlun sú, að dráttur hefði orðið á útboði. Þá hefði það komið fram, að borgin gæti ekki sjálf framkvæmt það sem þyrfti og því myndu sjálfstæðismenn greiða atkvæði með því að lægsta tilboði yrði tekið. I bókun sem sjálfstæðismenn gerðu um mál þetta kemur fram, að harðlega er átalið hvernig að útboði hafi verið staðið og seina- gangur í málinu kæmi til með að valda um milljón króna aukaút- gjöldum fyrir borgina. Alþjóða hafrannsóknaráðið: Karfasvæðum verði lokað og heildar- afli takmarkaður RÁÐGJAFANEFND Alþjóða hafrannsóknaráðsins um stjórn- un íiskveiða hefur lagt til. að veiðar verði bannaðar á helztu uppeldissvæðum karfa við A- Grænland. Þá lagði nefndin til að á næsta ári verði ekki leyft að veiða meira en 72 þúsund lestir af karfa á svanlinu Ísland-Græn- land-Færeyjar. en þetta svæði er tekið saman þegar fjallað er um karfastofna. Undanfarin ár hef- ur karfaveiði á þessu sva“ði verið í kringum 100 þúsund lestir. Sigfús Schopka, fiskifræðingur, sat fund rágjafanefndarinnar í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Hann sagði, að ráðgjafanefndin fjallaði um stjórnun fiskveiða og styddist við skýrslur vinnunefnda í vinnu sinni. Tillögur ráðgjafa- nefndarinnar eru síðan sendar aðildarríkjum og -stofnunum til umfjöllunar og ákvörðunar. Á fundinum í síðustu viku var ákveðið að mæla með lokun ákveð- inna svæða við A-Grænland. Á þessum svæðum, sem eru á land- „Kannski á ríkið eft- ir að njóta góðs af at- huguninni“ IIJÖRLEIFUR Guttormsson iðnaðarráðherra var í gær spurður um kostnað könnun- ar þeirrar sem unnið hefur verið að í svonefndu súráls- máli. Hann sagði: „Hún kost- ar sitt. Kostnaðurinn hefur ekki verið tekinn saman, en það verður til athugunar að þetta verði greitt af fram- leiðslugjaldi álversins.“ Hjörleifur sagðist ekki vilja fara út í kostnaðarhliðina í smáatriðum. Það væri mál sem gengið yrði frá við fjár- málaráðuneytið. — Hversu háar upphæðir telur þú að hér sé um að ræða? „Ég hef engar tölur til að nefna núna. Það er auðvitað ljóst að athugun af þessu tagi kostar peninga." Aðspurður sagði hann í lokin að það ætti eftir að koma í ljós, hvort það yrði ríkissjóður sem stæði straum af kostnaðinum. „Kannski á ríkið eftir að njóta góðs af þeirri athugun sem hér hefur farið fram. Ég á nú frekar von á því.“ grunni Grænlands utan 12 mílna, eru helztu uppeldisstöðvar karf- ans. Öll svæðin eru vestan við miðlínu milli íslands og Græn- lands. Ráðið hefur áður lagt til lokun svæða á þessum slóðum, en í minna mæli en nú er gert. Á fyrrnefndu hafsvæði eru tveir karfastofnar og er lagt til að leyft verði að veiða 60 þúsund lestir af venjulegum karfa og 12 þúsund lestir af djúpkarfa. I fyrra lagði ráðið til 85 þúsund lesta karfaafla fyrir þetta ár. Þar sem ekkert samkomulag er í gildi um þessar veiðar má ætla að karfaafli fari nokkuð fram úr þeim tillögum. Veður hlýnar á Norðurlandi VEÐUR mun í dag fara lítið eitt kólnandi sunnan lands og vestan og áttin snúast i suð- vestan. væntanlega með nokk- urri rigningu. Norðan lands og austan mun létta til og hlýna. Breytingar verða annars litl- ar að sögn Páls Bergþórssonar veðurfræðings, hiti sunnan lands mun verða 10 til 12 stig en hlýrra verður á Norður- og Austurlandi. Nafn manns- ins sem lézt MAÐURINN, sem lézt við Árnes i Gnúpverjahreppi, síðastliðinn föstudag er hann varð undir heyvagni sem valt, hét Ilelgi Erlingsson. Hann var fæddur 26. ágúst 1956 og var sonur bóndans, Erlings Loftssonar á Sandlæk i Gnúpverjahreppi. Svæðið milli Bankastrætis og Amtmannsstigs þar sem útitaflið og áhorfendasæti hafa verið teiknuð. Samþykktum úti- taflið undir f jár- hagslegri þvingun - segir formaður Torfusamtakanna og segir samtökin ekki hafa viljað styggja borgaryfirvöld TORFUSAMTÖKIN í Reykjavík voru stofnuð 1. desember 1972 og er markmið þeirra að vinna að vernd gamalla húsa á Bern- höftstorfu. Eftir bruna i húsun- um á torfunni vorið 1977 komst verulegur skriður á starfsemina og rúmum 2 árum síðar voru undirritaðir samningar við þá- verandi menntamálaráðherra þess efnis að samtökin fengju hús og loð Bernhöftstorfu leigð til 12 ára gegn þvi leigugjaldi að lagfæra húsakost og endurnýja. Þorsteinn Bergsson veitti Mbl. þessar upplýsingar, en tilefni viðræðna við hann eru fram- kvæmdir við útitafl á lóð Bern- höftstorfunnar, sem Reykjavík- urborg stendur að um þessar mundir. Var Þorsteinn Bergsson beðinn að rekja nokkuð í hverju starfsemi Torfusamtakanna er nú fólgin og ræðir hann þar einnig um útitaflið. — Fyrstu framkvæmdirnar sem samtökin réðust í hér var endurnýjun landlæknishússins og er þeim nú að mestu lokið, en aðallega er í sumar unnið við svonefnt Bernhöftshús, sagði Þorsteinn Bergsson. — Torfu- samtökin hafa húsin á leigu gegn því að lagfæra þau og til þess að ráða við það verkefni var leitað eftir leigjendum er vildu nýta sér húsin. Hafa þeir greitt hluta leigu sinnar fyrirfram og kostað endurnýjunina og á það við um bæði húsin, sem nú er unnið við. Torfusamtökin hafa engar fastar tekjulindir og því var farin þessi leið í fjármögnun, en auk þessa höfum við notið styrkja frá hús- friðunarsjóði og þjóðhátíðarsjóði. Þá hefur Reykjavíkurborg styrkt okkur með 100 þúsund krónum á þessu ári, en ekkert af því fjármagni hefur þó verið notað til uppbyggingarinnar, það hefur ailt runnið til greiðslu fasteigna- gjalda. Teljum við þar reyndar brotið á okkur, því í samþykkt borgarstjórnar var styrknum ætlað að renna til endurnýjunar og lagfæringa, en í stað þess að greiða hann út var hann milli- færður hjá borginni og rann upp í fasteignagjöld. Við höfum mót- mælt þeirri málsmeðferð og hafa reyndar öll samskipti við yfirvöld gengið nokkuð á tréfótum. Þá sagði Þorsteinn Bergsson að þrátt fyrir fyrirheit núverandi borgastjórnarmeirihluta um að- gerðir í umhverfismálum o.fl. hafi erindi um stuðning við slík málefni lítið átt upp á pallborðið og hlotið sízt meiri framgang en undir stjórn sjálfstæðismanna. Forsögu útitaflsins sagði Þorsteinn Bergsson vera þá, að í febrúar 1980 hafi umhverfismála- ráð ritað Torfusamtökunum og leitað umsagnar þeirra um hug- mynd um útitafl í brekkunni framan við húsin, en hugmyndin væri komin frá Skáksambandinu. — Við sögðumst ekki vilja ráð- stafa þessu svæði áður en séð yrði hvernig yrði heildarsvipurinn á húsaröðinni á Bernhöftstorfu og því tjáðum við okkur ekki sam- mála framkominni hugmynd, en fús til frekari viðræðna. I fram- haldi af því var skipað ráð þriggja manna, en þar sem þessi samráðshópur komst ekki að samkomulagi leitaði Reykjavík- urborg eftir því við Knút Jeppe- sen arkitekt að hann teiknaði tillögur að útitafli. Taflmennirnir voru smíðaðir sl. sumar án þess að búið væri að samþykkja hvar taflborðið skyldi vera og nú eru framkvæmdir hafnar við lóðina. Við treystum okkur hreinlega ekki til að styggja þau yfirvöld, sem við eigum í mestu samstarfi við og erum háð varðandi áfram- haldandi stuðning og töldum okkur því nauðugan þann kost að samþykkja þessar hugmyndir. Við reyndum í lengstu lög að hamla gegn því að útitaflið færi niður hér, en það var eindreginn vilji borgaryfirvalda að hafa það einmitt hérna framan við húsin. Ennfremur sagði Þorsteinn að í viðræðum við fulltrúa fjármála- ráðuneytisins að undanförnu hefði komið fram vilji um ákveð- inn fjárstuðning við Torfusam- tökin til uppbyggingarinnar og sagði hann fulltrúa ríkisins þá gera það skilyrði að á móti framlagi ríkisins kæmi framlag frá Reykjavíkurborg, slíkt fram- lag borgarinnar væri grundvöllur fyrir stuðningi ríkisvaldsins. — Það má því segja að við höfum verið undir fjárhagslegri þvingun til að samþykkja þessar framkvæmdir þar sem við töldum okkur ekki geta átt það á hættu að missa stuðning borgaryfir- valda í framtíðinni. í leiðinni sakar ekki að geta þess að þegar Lækjargatan var breikkuð fyrir um 30 árum, þurfti að taka sneið úr lóð MR og torfunnar og mun borgin ekki hafa fengið formlegt leyfi frá fjármálaráðuneytinu fyrir því. Er verðmæti þessarar lóðarspildu nálægt 450 milljónum gamalla króna að fasteignamati, en það er einmitt sú upphæð sem öll endur- nýjun Bernhöftstorfunnar kost- ar, sagði Þorsteinn Bergsson að lokum. Þorsteinn Bergsson, formaður Torfusamtakanna. í baksýn er Bernhöftshús þar sem er nú unnið að endurnýjun. Ljósm. ói.K.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.