Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981
45
Kristilegt mót KFUM í Vatnaskógi:
Ljós í þjóðlífi
Það var verulega gaman og
mikil upplyfting að vera á mófi
KFUM í Vatnaskógi dagana 26. til
28. júní sl., en þar eru kristileg
mót árlega seinast í júnímánuði.
Þarna mætast ungir og gamlir til
að lofa, þakka og vegsama frelsara
sinn og þarna er ekkert kynslóða-
bil, sem alltaf er verið að tönnlast
á. Þetta mót byrjar venjulega á
föstudagskvöldi og lýkur seint á
sunnudagskvöldi. Þar eru guðs-
þjónustur og samkomur, söngur
og gleði, því hún fylgir þeim
ríkulega sem hafa öðlast trú á
frelsarann.
Þá hefir Vatnaskógur það til
síns ágætis, fyrir utan gróður og
fagurt umhverfi, að hann er úr
þjóðbraut og útilokar allan skark-
ala. Þar eru menn í nýrri veröld ef
svo mætti að orði kveða.
Aðstaða þarna öll er hin ákjós-
anlegasta, svefnskálar, matar-
skálar með þægindum og tilheyr-
andi og síðast en ekki síst hefir
stór samkomuskáli leyst sam-
komutjaldið af hólmi. Það er
undravert hversu KFUM hefir
komið öllu þarna fyrir og gert
margt fyrir staðinn. Er þetta
sjálfboðastarf og framlög vina
starfsins. Þá eru þarna á sumrin
sumarbúðir fyrir drengi sem
byggja þá upp til átaka í villu-
gjarnri veröld.
Það sem mér fannst einkenna
þetta mót var skari ungmenna
sem setti á það mikinn svip.
Syngjandi æska, lofandi drottin
og dýrð hans. Ósjálfrátt varð mér
á að bera saman þessar samkomur
og þær sem æskulýð þessa lands
er boðið upp á í hverri viku um allt
land með tilheyrandi hljómsveit-
um og öllu því sem þeim skarkala
fylgir, freistingum sem hafa sínar
afleiðingar. Bera menjar ... Nei,
hér þarf unga fólkið ekki að sofa
vímuna úr sér daginn eftir.
Til samkomanna var vandað,
úrvals fólk með efni til íhugunar
og margt tók huga minn. Þó held
ég að einna ríkust áhrifin hafi
verið eftir að hlusta á Jóhannes
Ólafsson lækni og kristniboða
segja frá starfinu úti í vanþróuðu
löndunum þar sem hann hefir
starfað, ásamt öðrum kristniboð-
um. Það er aðdáunarvert hve
miklu íslenska kristniboðið hefur
áorkað þar og sérstaklega þegar
tillit er tekið til fjárhagsmögu-
leika en þetta kristniboð hefir frá
öndverðu verið rekið fyrir sam-
skotafé einstaklinga hér á landi.
Þarna hefir fjármunum verið vel
varið, og sýna verkin merkin.
Þarna er verkefni fyrir alla góða
og hugsandi Islendinga. Neyðin er
mikil. Og þeir sem styrkja þessa
starfsemi fá það ríkulega endur-
goldið í þeim fjársjóði sem ekkert
getur grandað, gleðinni yfir að
geta gert gagn og hjálpað með-
bróður sínum.
Við eigum besta land í heimi, ef
við bregðumst því ekki með þind-
arlausri kröfugerð, bregst það
okkur ekki. Munum að við erum
ekki ein í heiminum. Ég vildi því
minna landsmenn á þetta kjörna
tækifæri til að láta gott af sér
leiða og í raun og sannleika vill
það hver maður.
Vatnaskógur og samkomurnar
gleymast engum sem þangað sæk-
ir sína andlegu blessun og vonandi
fjölgar þeim sem þangað leita.
Árni Helgason.
listform ryðji sér braut að
nýju.
En mættum við fá meira að
heyra, eins og segir í gamalli
þjóðvísu. Utvarpið á í segul-
bandasafni sínu ótrúlega mik-
ið af söngefni af þessu tagi.
Einnig mun eitthvað vera til á
78 snúninga plötum. Ég nefni
sem flytjendur Bjarna Böðv-
arsson, Alfreð Andrésson,
Harald Á. Sigurðsson, Her-
mann Guðmundsson, Soffíu
Karlsdóttur og Harald
Björnsson. Það þarf ekki að
taka það fram eftir slíka
upptalningu að efni það sem
hér um ræðir gefur í engu
eftir því sem þegar er útkom-
ið. Sannast enn einu sinni að
listin er löng en lífið er stutt.
Frá sjónarmiði leikmanna
eru hljóðgæði efnis þessa slík
að varla þarf að kosta miklu
til að gera útgáfu þess að
veruleika. Svavar, hingað til
hefur heii tylft hafnfirskra
ljósastaura ekki stöðvað þig á
útgáfuferli þínum. Þú nærð
upp í þá alla. Hvað með
þennan?
Guðni Björgúlfsson
Þessir hringdu . . .
Er læknirinn í
sjúkrasamlagi?
Móðir utan af landi hringdi og
hafði eftirfarandi sögu að segja:
„Fyrir stuttu uppgötvaðist að barn-
ið mitt hefði skakka hæla og
plattfót. Ég pantaði tíma hjá lækni
hér í borginni. Eftir aðeins um
stundarfjórðung eftir áætlaðan
tíma komumst við að. Ég tók
barnið úr skóm og sokkum og set
það upp á borð þar sem fætur þess
eru mældir. Það tók varla meira en
15 sekúndur. Á meðan ég klæddi
barnið í aftur skrifaði læknirinn
beiðni í sambandi við að fá smíðuð
innlegg. Ég spyr hvað þetta kosti
og dreg upp fimmtíu króna seðil, en
þá verður læknirinn dálítið vand-
ræðalegur og segir að þetta kosti
nú tvöhundruð krónur, að hann sé
ekki í sjúkrasamlagi og þetta sé
svipað og hjá tannlæknum og
afsakaði sig mjög mikið. Ég greiddi
þetta möglunarlaust og ákvað að
reyna að fá endurgreitt frá sjúkra-
samlaginu en þar er mér sagt að
þessi læknir og nokkrir aðrir starfi
fyrir utan sjúkrasamlag.
Mér finnst að það þurfi að vara
mann við svona nokkru. Ég var
með tilvísun, en hann vildi ekki
taka við henni. Ef ég hefði farið til
einhvers læknis í sjúkrasamlagi
hefði ég ekki þurft að borga þessi
ósköp. Þess vegna vil ég benda fólki
á að spyrja áður en það pantar
tíma, hvort læknirinn sé í sjúkra-
samlagi."
Gætu þeir lifað
á þessu?
Eldri borgari hringdi og beindi
þeirri fyrirspurn til forráðamanna
þjóðarinnar, sem ráða málefnum
eins og ellilífeyri, hvort þeir
treystu sér til að lifa af þriggja
daga vinnu á mánuði. „Getur nokk-
ur maður dregið fram lífið á
þessari hungurlús? Þeir ættu að
re.vna það sem stjórna þessum
málum og sjá hvernig þeim gengi
það. Getur nokkur hætt að vinna
með þennan lága ellilífeyri? Er
þetta ekki orðið til skammar?
Svo er að sjá sem ellilífeyrir fylgi
ekki neinni dýrtíð, það er engu
líkara en verðbólgan hafi brennt
upp þessa peninga sem við höfum
alla ævi verið að leggja í lífeyris-
sjóð. Er þetta ekki orðið eins og
með ljósmóðurina á Álftanesi sem
fékk úr lífeyrissjóði — hún átti að
fá 170 kr. á mánuði þá en hún fékk
eina krónu og sjötíu og fimm aura?
En mig langar til að koma þeirri
fyrirspurn á framfæri við þá sem
ráða þessum málum. Gætu þeir
sjálfir dregið fram lífið á þessum
peningum?"
Þaö er orka og kraftur
sem kemur aftur og aftur
meö Júnó ís.
Viö bjóöum ís, shake,
heitt kakó, pylsur,
gosdrykki,
samlokur,
hamborgara,
pizzur,
sælgæti og
tóbak.
Nýtt frá Pinto
fisléttir
4470
Dökkbrúnt, Ijósbrúnt,
Ijósblátt skinn.
No: 36—42.
Verö frá kr. 274.-
4485
Dökkbrúnt, Ijósblátt
skinn.
Nr. 39—45.
Verð frá kr. 229.-
4441
Brúnt, beige skinn.
No: 36—42.
Verö frá kr. 287.-
4460
4467
Dökkblátt, vínrautt
skinn.
No: 36—41.
Verö frá kr. 278.-
Dökkbrúnt, beige skinn.
No: 40—46.
Verö frá kr. 229.-
4445
Vínrautt skinn.
No: 40—48.
Verö frá kr. 274.-
4452
Vínrautt skinn.
No: 40—48.
Verö frá kr. 337.-
Póstsendum
samdægurs
Egilsgötu 3, sími 18519.