Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. Vegurinn og neitunarvaldið Eins og menn muna .var Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, og samgönguráðherra tregastur til að viðurkenna opinberlega, að við myndun núverandi ríkisstjórnar hefði verið gert samkomulag um neitunarvald kommúnista í meiriháttar málum. Jafnvel eftir að Svavar Gestsson greindi frá efni samkomu- lagsins í fréttabréfi til flokksmanna sinna og Finnbogi Hermannsson, fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokksins, skýrði frá neitun- arvaldsákvæðinu, neitaði Steingrímur Hermannsson að játa tilvist þess. Nú sýnist hann hafa skipt um skoðun í þessu máli eins og svo mörgum öðrum. Svavar Gestsson beitti neitunarvaldi gagnvart framkvæmdum við 750 metra langan vegarkafla frá Hraunholtslæk í Garðabæ að Engidal og Steingrímur Hermannsson gaf Vegagerð ríkisins fyrirmæli um að fara að ósk félagsmálaráðherra. Fyrr í sumar beitti minnihluti bæjarstjórnar í Garðabæ sér gegn fyrirhuguðum vegaframkvæmdum fyrir norðan þann hluta Hafnar- fjarðarvegar, sem hér er til umræðu, það er breikkun vegarins neðan Silfurtúns. Taldi minnihlutinn sig hafa í fullu tré við meirihlutann með félagsmálaráðherra, Svavar Gestsson, og Arnmund Bachmann, aðstoðarmann hans, sér við hlið. Að vísu lét ráðherrann ekki þá til skarar skríða og reyndi þá minnihlutinn að stöðva framkvæmdir með því að fá lögbann, en fógeti hafnaði þeirri beiðni. Svavar Gestsson hefur að líkindum sætt hörðu ámæli flokksbræðra sinna í Garðabæ fyrir aðgerðarleysið og til að bæta um betur ákvað svo ráðherrann að úrskurða 750 metra vegarkaflann sem „meiriháttar mál“ og beita neitunarvaldi sínu í ríkisstjórninni. Þegar Morgunblaðið spurði Steingrím Hermannsson samgönguráð- herra, hvers vegna hann hafi gefið Vegagerðinni fyrirmæli um að fresta framkvæmdunum sagði hann: „Ég fresta þessu eingöngu að ósk félagsmálaráðherra." Svavar Gestsson félagsmálaráðherra sagði, þegar blaðið spurði hann um forsendur tilmæla sinna til samgöngu- ráðherra: „... en ég hef haft um þetta mál gott samstarf við skipulagsstjóra og varðandi efnisatriði málsins þá vísa ég bara á hann, Zophonías Pálsson." Og svo bætti félagsmálaráðherra við: „Ráðuneytið mun ekki fella neinn úrskurð í þessu máli.“ Morgunblaðið sneri sér til skipulagsstjóra, sem sagði: „Það er búið að framkvæma það sem mesta deilan var um, það er kaflann sunnan við Arnarneslæk og að Vífilsstaðavegi. Það er búið og gert og eiginlega er ágreiningurinn úr sögunni." Hins vegar sagði skipulagsstjóri um frestunina: „Mér finnst allt í lagi að fresta þessu um eitt ár. Það liggur miklu víðar á vegabótum en á kaflanum þarna fyrir sunnan Vífilsstaðaafleggjar- ann.“ Og í lok samtalsins sagði Zophonías Pálsson, að peningana, sem til verða vegna frestunarinnar, mætti nýta til að byrja á Reykjanesbraut í Kaplakrika. Er félagsmálaráðherra með þessi áform á prjónunum? Ætlar hann enn að beita neitunarvaldinu, þegar fresturinn, sem samgönguráðherra hefur veitt, rennur út 1. septem- ber? Matthías Á. Mathiesen alþingismaður benti réttilega á það í Morgunblaðinu á sunnudag, að í vegaáætlun, sem Alþingi samþykkti í vor, er gert ráð fyrir, að á þessu ári verði lokið við þær vegaframkvæmdir, sem nú hefur verið frestað. Sú samþykkt sýnist stangast á við óskir skipulagsstjóra, sem félagsmálaráðherra vísar á vegna efnisatriða þessa máls. Ráðherrarnir verða að gera betur grein fyrir því, hvað vakir fyrir þeim í raun og veru. Er Svavar Gestsson að ná sér niðri á Steingrími Hermannssyni? Lætur Steingrímur Hermannsson formann Alþýðubandalagsins nota sig til að skapa meirihlutastjórn sjálfstæðismanna í Garðabæ vanda? Eða er hér enn einu sinni að sannast, að ráðherrarnir vita ekkert hvað þeir eru að gera, hvorki í stóru né smáu? Við einir vitum Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, hefur lagt blessun sína yfir jarðraskið framan við Bernhöftstorfuna en segir það allt að rekja til þess, að mun stærri taflmenn hafi verið smíðaðir í útitaflið en hann bjóst við. Hann hefur varpað ábyrgðinni frá sér yfir á listamanninn, sem fenginn var til að gera taflmennina. Útvarpið hafði samt eftir Sigurjóni, að holundarsárið yrði borgarprýði! Én hvers vegna standa menn allt í einu frammi fyrir því, að búið er að eyðileggja þessa brekku — mynda holundarsár í hjarta borgarinnar? Jú, ástæðan er einföld, vinstri menn í borgarstjórn hafa markvisst unnið að því að slíta öll eðlileg samskipti við borgarbúa. Þeir starfa samkvæmt kjörorðinu: Við einir vitum. Þeir efna ekki til hverfafunda með borgarbúum heldur reyna þess í stað að vinna störf sín á bak við lokaðar dyr. Hvar er nú öll „umræðan" um stórt og smátt, sem vinstri menn eru ávallt með á vörunum? Næsta feimnismálið, sem vinstri menn eru að vinna að í borgarstjórninni, er brúarlagning yfir Tjörnina. Úr því að sæmilegur friður hefur ríkt í kringum Tjörnina, finnst vinstri mönnum ekkert sjálfsagðara en spilla honum. Úr því að grænu svæðin eru hvert af öðru tekin af mannskepnunni er eðlilegt að ná sér einnig niðri á kríunni og öndunum. Torfan að hverfa - Borg- arstjórnarmenn mát? EFTIR bVÍ sem Bakarabrekkan fer minnk- andi fyrir tilstilli stórvirkra vinnuvéla færist umræðan um framkvæmdir við gerð útitafls á Bernhöftstorfu í aukana. Sýnist sitt hverjum, en flestum borgarbúum, jafnvel þeim er fylgdu ákvörðuninni um þessar framkvæmdir úr hlaði, virðist vera sameiginlegt að undrast hið mikla umfang framkvæmdanna. Sl. laug- ardag var svo haldinn borgarafundur við Bernhöftstorfu, þar sem öllu jarðraski við Torfuna var harðlega mótmælt. Tillagan um gerð útitaflsins var á sínum tíma samþykkt í borgarráði að tillögu umhverfismálaráðs. En nú hefur byggingarnefnd gert við hana breytingartilíögur, sem miðast við það að minnka umfang hellulagnarinnar umhverfis taflið. Kemur málið því aftur fyrir borgarráð þegar fundargerð byggingarnefndar liggur fyrir, sem verður e.t.v. í dag. Morgunblaðið sneri sér í gær til nokkurra borgarstjórnar- manna og spurði þá álits á því, sem er að gerast við Bernhöftstorfu. „Stærra í sniðum en ég bjóst viðu „Ég verð að segja að þetta er mun stærra í sniðum en ég bjóst við,“ sagði Kristján Benedikts- son, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, „og ég er ekki frá því að þetta sé e.t.v. of stórt í sniðum að því er best verður séð. En fyrst að á annað borð er búið að leggja út í allan þennan gröft þá held ég að best sé að sjá hvernig þetta muni líta út full- frágengið. Ég hef í rauninni engar sterkar meiningar um þetta,“ sagði Kristján, „en held að best sé að hafa þann háttinn á að klára verkið úr því sem komið er. Það má þá breyta því aftur ef menn eru mjög óánægðir með útkomuna." „Minnist þess ekki að hafa samþykkt allt þetta jarðrask44 „Borgarráð og borgarstjórn samþykktu á sínum tíma gerð útitafls á Lækjartorgi, en ég minnist þess ekki að hafa sam- þykkt allt þetta jarðrask, sem nú á sér stað á Bernhöftstorfu,“ sagði Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins. „Ég held að þessar framkvæmd- ir hafi vaxið í umfangi frá því, sem upphaflega stóð til,“ sagði Björgvin ennfremur, en bætti við að sér hefði verið kunnugt um að borgarverkfræðingur teldi einhver jarðvegsskipti nauðsynleg við Bernhöftstorfu. Björgvin kvaðst ekki hafa séð teikningar af svæðinu eins og það ætti að líta út endanlega en sagði: „Þrátt fyrir þetta er það skoðun min að þegar allt er um garð gengið verði útitaflið til prýði.“ „Málið verður rætt í ljósi nýjustu atburðau „Persónulega brá mér mjög í brún þegar ég sá þetta,“ sagði Ólafur B. Thors, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort hann hefði séð teikningar að útitaflinu sagði Ólafur að borgarstjórn hefði aldrei séð þær teikningar. En nú verður málið væntanlega tekið fyrir á næsta borgarráðsfundi, í ljósi breytingartillagna byggingar- nefndar og þá má búast við umræðum í Ijósi nýjustu at- burða. „Ég myndi ekki sam- þykkja þetta nema ég fengi að sjá endanlegar teikningar," sagði Ólafur B. Thors. „Er þeirrar trúar að þetta verði umhverfisprýðiu „Þessar framkvæmdir hafa verið meira en tvö ár í farvatn- inu og teikningarnar hafa verið kynntar í borgarráði," sagði Sig- urjón Pétursson, fulltrúi Al- þýðubandalagsins og forseti borgarstjórnar. „Ekki hafa aðrir staðir í miðbænum en Lækjar- torg og síðan Bernhöftstorfan komið til greina undir taflið. Og ég skil ekki af hverju menn eru hissa á þessum framkvæmdum nú, þegar þær hafa verið fyrir- hugaðar jafn lengi og raun ber vitni. Taflmennirnir voru sam- þykktir fyrir meira en ári en reitastærð var stærri en til stóð, því þeir voru stærri en búist var við. Ég vil benda á að þegar grafinn er út grunnur lítur sárið alltaf verr út en endanlega frágengið svæði,“ sagði Sigurjón, „en ég er þeirrar trúar að þetta útitafl verði umhverfisprýði í borginni þegar vinnu við það er lokið.“ Formaður umhverfísmálaráðs: „Umfangsmeiri framkvæmd- ir en ég átti von á“ „ÞETTA eru umfangsmeiri framkvæmdir en ég átti von á, en segja þó ekkert um endan- lega mynd á svæðinu.“ sagði Alfheiður Ingadóttir, formaður umhverfismálaráðs borgarinn- ar en hún var spurð um af- greiðslu ráðsins á framkvæmd- um þeim á Bernhöftstorfu, eða því, sem eftir er af henni. sem menn greinir nú á um. „Það var unnið að þessu máli í alllangan tíma innan umhverfismálaráðs og endanleg útfærsla útitaflsins samþykkt i vor. Nú hefur byggingarnefnd breytt tillögunum litiílega og eru þær breytingar að öllu leyti til bóta að mínum dómi,“ sagði Álfheiður, „en þær gera ráð fyrir því að umfang hellulagnarinnar umhverfis taflið minnki. Upp- hafið að þessu var ósk Skáksam- bands Islands til borgaryfirvalda um að „veglegt útitafl yrði sett upp í miðbænum" og var Lækj- artorg fyrst og fremst haft í huga. Á sama tíma var umhverf- ismálaráð með áætlanir um endurbætur á Bernhöftstorfu, því komið var fram að nauðsyn- legt væri að skipta um jarðveg í brekkunni. Þessar hugmyndir runnu svo saman í eina og ákveðið var að staðsetja taflið á Torfunni. Mér er ekki kunnugt um að Þorsteinn Bergsson, for- maður Torfusamtakanna, hafi verið beittur þrýstingi af hálfu neinna aðila innan stjórnkerfis borgarinnar til að lýsa sig sam- þykkan þessum framkvæmdum," sagði Álfheiður. En eins og kunnugt er, hefur formaður Torfusamtakanna sagt samtökin vera í óþægilegri aðstöðu vegna þessa máls þar eð Torfusamtökin eru upp á borgaryfirvöld komin hvað varðar fjárveitingu til við- gerða á húsunum á Bernhöfts- torfu. Aðspurð hvaða álit hún hefði á þeim mótmælum sem fram hafa komið gegn framkvæmdunum, sagði Álfheiður: „Ég tel að þessi mótmæli stafi af því að málið hefur ekki verið kynnt sem skyldi. En ég held að þegar endanlegt útlit kemur í ljós verði allir ánægðir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.