Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981
Frá útifundinum við Bernhöftstorfu á laugardag þar sem mótmælt var framkvæmdum við útitafl.
Ljósm. Ól.K.M.
Um 130 keppendur
á Skákþingi Norð-
urlanda i Reykiavík
SKÁKÞING Norðurlanda verður
í ár haldið i Menntaskólanum við
Hamrahlíð og hefst keppni i
úrvalsflokki 23. júli og öðrum
fiokkum 25. júli. Lýkur þinginu
3. ágúst. Auk úrvaísflokks verð-
ur keppt í meistaraflokki,
kvennaflokki og opnum flokki og
er keppt um titilinn skákmeistari
Norðurlanda í úrvals- og kvenna-
flokkum.
Dr. Ingimar Jónsson forseti
Skáksambands íslands, sagði
fjölda þátttakenda nú liggja nokk-
uð ljóst fyrir, en í dag er síðasti
dagur, sem Islendingar geta til-
kynnt þátttöku sína á skrifstofu
Skáksambandsins. Tólf keppa í
úrvalsflokki, um 40 í meistara-
flokki, 70 í opna flokknum og í
kvennaflokki eru keppendur 8 til
9.
Meðal keppenda í úrvalsflokkn-
um eru stórmeistararnir Guð-
mundur Sigurjónsson og Finninn
Rampanen og nokkrir alþjóðlegir
meistarar, m.a. Helgi Olafsson,
Karsten Hoi frá Danmörku,
Ornstein frá Svíþjóð og Helmers
frá Noregi. Þá á eftir að ganga frá
því hver verður þriðji Islendingur-
inn. í kvennaflokki keppa m.a.
þær Sigurlaug Friðþjófsdóttir,
Áslaug Kristinsdóttir, Ólöf Þrá-
insdóttir og Birna Norðdahl, en
Guðlaug Þorsteinsdóttir verður
ekki með í þetta sinn. Hún hefur
þrisvar orðið skákmeistari Norð-
urlanda í kvennaflokki. Af öðrum
íslendingum, sem orðið hafa
Norðurlandameistarar, má nefna
Baldur Möller og Friðrik Ólafsson,
sem orðið hafa það tvisvar, Inga
R. Jóhannsson og Freystein Þor-
bergsson.
Skákþing Norðurlanda er nú
haldið í 80. sinn og í 4. sinn
hérle'ndis, fyrst var það árið 1950.
Framkvæmdum við
útitafl mótmælt
Evrópumótið í bridge:
Léleg byrjun hjá
íslenzka liðinu
Á ÚTIFUNDI á Bernhöíts-
toríu í Reykjavík sl. laugar-
dag var mótmælt nýlega höfn-
um framkvæmdum við útitafl
sem Reykjavíkurborg ráðger-
ir að þar verði sett niður.
Þorsteinn Ö. Stephensen leik-
ari. einn fundarboðenda, tjáði
Mhl. i gær að fundarmönnum
hefði verið gefinn kostur á að
skrifa undir mótmæli gegn
þessum framkvæmdum og er
þess krafizt að grasbrekkan
framan við húsin verði þegar
sett á sinn stað og sagði
Þorsteinn hundruð manna
þegar hafa ritað nöfn sín á
lista.
Fundurinn stóð í um klukku-
stund á laugardag og fluttu
ávörp auk Þorsteins þau Edda
Þórarinsdóttir og Sigurður A.
Magnússon. Sagði Þorsteinn í
öllum ávörpum hafa komið
fram hörð mótmæli gegn þess-
um framkvæmdum og einkum
hefði hann átalið borgaryfir-
völd fyrir að pukrast með þessi
mál og láta engan vita fyrr en
graftólunum var skellt í brekk-
una, eins og Þorsteinn komst
að orði.
I dag er síðasti dagur, sem
hægt er að rita nöfn sín á
mótmælalista, en texti þeirra
hljóðar þannig: „Við undirrituð
mótmælum eindregið þeim
skemmdarverkum, sem nú er
verið að vinna á Bernhöfts-
torfu, með því að útrýma þar
grasi og gróðurmold, en setja í
staðinn taflborð úr stein-
steypu. Við krefjumst þess að
ásýnd Bernhöftstorfunnar,
grasbrekkan framan við húsin,
verði aftur sett á sinn stað, og
öliu grjóti verði útrýmt þaðan
nú þegar."
EVRÓPUMÓTIÐ I bridge hófst sl.
sunnudag í Birmingham á Eng-
landi. 18 þjóóir mættu til leiks og
veröa spilaðir 40 spila leikir milli
þjóða. Spilaður verður IV2 leikur á
dag eða 60 spil. í islenska landslið-
inu eru Örn Arnórsson, Sævar
Þorbjörnsson, Guðmundur Sv.
Hermannsson, Guðlaugur R. Jó-
hannsson. Þorgeir Eyjólfsson og
Björn Eysteinsson.
í fyrstu umferð spilaði íslenzka
liðið gegn Norðmönnum og tapaðist
leikurinn 19— Vfc. Islenzka liðið fékk
'k stig í sekt fyrir að telja ekki spil
úr bakka. Á sunnudagskvöldið var
síðan spilaður fyrri hálfleikur við
ítali og varð liðið undir í þeirri
viðureign en síðari hluti leiksins
var spilaður í gærkvöldi. í gærdag
var spilað gegn Luxemburg.
Frakkar og Norðmenn voru efstir
eftir fyrstu umferðina með 19 stig
en Ungverjar og Svíar með 16 stig.
Súr mjólk í Reykjavík:
„Nú styttum við sölu-
tímann um einn dag“
- sagði forstjóri Mjólkursamsölunnar
UNDANFARIÐ hafa Neytendasamtökunum borist fjölmargar kvart-
anir vegna þess að nýmjólk og nýmjólkurafurðir voru óhæfar til
neyslu þó að samkvæmt dagstimplun mjólkurstöðva væri ekki komið
að síöasta söludegi.
Kvartanir eru það margar að áliti Neytendasamtakanna að þau
krefjast þess nú
1. að settum reglum um dagstimplun mjólkurafuröa verði fylgt og
skora á viðkomandi yfirvöld að hlutast til um það.
2. að gamalli mjólk frá framleiðendum sé ekki blandað saman við
nýja mjólk og seld sem „nýmjólk“,
3. að ýtrustu hollustuhátta sé gætt við vinnslu og dreifingu mjólkur
og mjólkurafurða eins og lög mæla fyrir,
4. að afnumdar verði allar undanþágur um dagstimplun mjólkur.
Blaðamaður Mbl. hafði sam-
band við Jóhannes Gunnarsson
hjá Neytendasamtökunum og
sagði hann að þessir fjórir punkt-
ar sem nefndir væru og þá
sérstaklega númer eitt og fjögur,
væru mjög mikilvægir. Það er
mjög mikilvægt að Mjólkursam-
salan hlíti reglum um dagstimpl-
un, en fari ekki eftir geðþótta
sínum að ákveða hvað stimpla
skal langt mjólkurafurðir. Síðan
er þungamiðjan að afnumdar
verði allar undanþáguar um
dagstimplun mjólkurinnar. Nú er
í gildi reglugerð um mjólk og
mjólkurafurðir frá árunum 1973
þar sem kveðið er á um að
nýmjólk og nýmjólkurafurðir
megi stimpla þrjá daga fram í
tímann. Síðan fengu mjólkur-
samlögin undanþágu frá þessu á
sínum tíma, og eftir því sem ég
kemst næst eftir viðtöl við heil-
brigðiseftirlit ríkisins og heil-
brigðisráðuneytið, þá munu þeir
hafa undanþágu til að stimpla
fjóra daga fram í tímann. En eftir
þvi sem mér skilst, telur Mjólkur-
samsalan sig hafa undanþágu til
fimm daga stimplunar. Við gerum
þá skýlausu kröfu, að þegar mjólk
er orðin súr einum til tveimur
dögum áður en síðasti söludagur
rennur upp verði hún að sjálf-
sögðu dregin til baka.
Og engar undanþágur veittar.
Mjólkursamlög eða Mjólkursam-
salan yrðu í þessu tilviki að vinna
mjólkina með þannig markmiði
að mjólkin væri heil þegar hún
kæmist á borð neytenda en ekki
hvað væri hagkvæmast fyrir sam-
söluna sjálfa. Við teljum að gæði
mjólkurinnar séu númer eitt, en
einhvers staðar mun aftar í röð-
inni komi hvernig hagkvæmast sé
fyrir samsöiuna að vinna
mjólkina.
— Teljið þið þá að smásöluaðil-
ar eigi enga sök á þessum kvört-
unum yfir mjólkinni og mjólkur-
afurðum?
Ég lnyndi telja mjög eðlilegt að
allur ferill mjólkurinnar allt frá
því að kýrnar eru mjólkaðar og
þar til mjólkin kemur í hendur
neytenda verði rannsakaður í
kjölfar þessara atburða. Mér
fyndist mjög eðlilegt að heilbrigð-
iseftirlitið hér í Reykjavík rann-
sakaði m.a. hvernig kæliaðstaðan
væri í verzlunum, hvort kælar séu
nógu stórir til að geta tekið á móti
ákveðnu magni af t.d. mjólk.
En þegar kvartanir koma hvað-
anæva að úr Reykjavík, alveg
óháð því hvað verzlunin heitir,
hljótum við að álykta að þetta sé
fyrst og fremst sök framleiðenda,
þá Mjólkursamsölunnar, en þó
getur ein og ein verzlun spilað inn
í ef kæliaðstaða er ekki nægjan-
leg, en á þessu verður heilbrigðis-
eftirlitið að gera úttekt. Það er
held ég út í hött að kenna
smásöluaðilum um þetta þar sem
við erum um ieið að segja að allir
smásölueigendur brjóti lög um
kæliaðstöðu og að heilbrigðiseft-
irlit sé ekki til á Reykjavíkur-
svæðinu.
Blaðamaður hafði einnig sam-
band við forstjóra Mjólkursam-
sölunnar, Guðlaug Björgvinsson,
og spurði hann álits á kröfum
Neytendasamtakanna hvað varð-
ar mjólkur- og mjólkurafurðir.
Sagði Guðlaugur að fundur
hefði verið boðaður af hálfu
heilbrigðisráðuneytisins í gær og
þá var þetta útkljáð með dag-
stimplunina. Aðalreglan hefur
verið sú að mjólkin hefur verið
stimpluð þrjá daga fram í tímann,
og síðan hefur Mjólkursamsalan
fengið undanþágur um helgar til
að stimpla mjólkina lengur. Núna
þegar fór að bera á hve lélegt
geymsluþol mjólkin hefur, þá
styttum við sölufrestinn um einn
dag, þannig að það er þessi
þriggja daga regla sem er í gangi
nema á fimmtudögum og föstu-
dögum, þá stimplum við einn dag
til viðbótar og það er heimilað af
heilbrigðisráðuneytinu.
— Það er þá aldrei stimplað
upp í fimm daga fram í tímann?
Það var gert í vetur þegar
mjólkin hafði nægjanlegt
geymsluþol. En aftur á móti í
sambandi við hvort gamalli mjólk
sé blandað saman við nýja mjólk
eru ákveðnar reglur um það í
mjólkurreglugerð, hversu gömul
mjólkin megi vera og það er farið
eftir því, sem ég best veit, hjá
öllum mjólkurbúum. Sérstaklega
er farið eftir því núna yfir
sumartímann þegar færð hamlar
ekki.
Mjólk er sótt til framleiðenda
annan hvern dag þannig að ég
held að það sé ekki vandamálið.
Við höfum ávallt haft það að
leiðarljósi að framleiða góða vöru
og reynt að gera neytendum til
hæfis þó að við eigum við þetta
vandamál að stríða núna.
Hvernig stimplunin er hjá
Mjólkursamsölunni skiptir í raun
og veru ekki máli fyrir hana hvað
varðar hagkvæmni. Á hverjum
degi er farið í hverja einustu
verzlun með vörur og oftar stund-
um. Þetta er eingöngu gert til
þess að neytendur kaupi vöruna
úti í verzlununum að það eru
eiginlega kaupmenn og neytendur
sem verða að hafa þetta svigrúm í
stimplun.