Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 1
Prentsmiðja Morgunblaðsins. Aðsúgur gerður að Thatcher Lundúnum. 13. júli. AP. MARGARET Thatcher, íorsætisráðherra Bretlands, fór í óvænta heimsókn til Liverpool í dag. Hún ferðaðist m.a. um Toxteth-hverfið þar sem miklar óeirðir urðu í síðustu viku. Hún hvatti landsmenn til að koma á röð og reglu í landinu. „Við verðum að komast yfir vandræði okkar, því annars tapa allir. Án laga og réttar þrífst lýðræði ekki,“ sagði Thatcher á fundi með fréttamönnum eftir ökuferð um Toxteth. Hún sagði, að óeirðirnar undanfarna 10 daga væru mesta áhyggjuefni stjórnar sinnar og að hún hefði lítið sofið þessa daga. Skömmu síðar yfirgaf hún ráð- húsið í Liverpool. Fyrir utan voru um þúsund manns, sem mótmæltu stefnu stjórnar hennar. Einhver kastaði tómat og munaði litlu að hann hæfði forsætisráðherrann. Þá var kastað klósettrúllum og ýmsu lauslegu í átt að Thatcher. Alls hafa um 2500 manns verið teknir höndum eftir að óeirðirnar á Bretlandi hófust fyrir 10 dögum. Nokkur hundruð óeirðaseggja komu fyrir dómara í dag. Margir hlutu skilorðsbundna dóma en hinn harðasti var 9 mánaða fang- elsi fyrir þjófnað. Margir hinna handteknu voru staðnir að verki er þeir létu greipar sópa um glugga verslana. Víða kom til óeirða um helgina og í morgun. Verst varð ástandið í Leicester í miðlöndunum. Þar barðist lögregiulið við fjölmenna flokka unglinga, sem gengu um götur, brutu rúður og kveiktu í húsum. Fimm lögreglumenn særð- ust í Leicester og 20 unglingar voru handteknir. Þá kom til óeirða í Birmingham, Wolverhampton, Coventry, Derby auk Lundúna. Til óeirða kom í Skotlandi. í Dundee fóru unglingar um verslunar- hverfi, brutu rúður og kveiktu í húsum. Sextán manns voru hand- teknir í Dundee. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, umkringd öryggisvörðum í Liverpool Simamvnd AP. Hundruð Sovétmanna falla í bardögum við Spainghar Nýju Delhi, 13. júli. AP. FRELSISSVEITIR Algana unnu sennilega sinn staersta sivrur í stríðinu Francois Mitterand, forseti Frakklands, og Helmut Schmidt, kanslari V-Þýskalands, í Bonn í dag. — Sjá frétt „Nauðsynlegt að efla varnir vestrænna ríkja“ bls. 17. simamynd ap. við sovéska innrásarliðið i Alganistan ok stjórnarherinn f siðustu viku. Áreiðaniegar heimildir herma. að um 1000 sovéskir og afganskir stjórnar- hermenn hafi fallið eða særst i bar- dögum við rætur SpainKhar-fjall- Karðsins, um 120 kilómetra austur af Kabúl. Bardagarnir við rætur Spainghar hófust þann 5. júlí síðastliðinn. Um tvö þúsund manna herlið var sent að rótum fjallgarðsins en skömmu áður hafði stjórnarhernum tekist að komast yfir talsvert magn vopna á svæðinu. Því var ekki búist við mikilli mótspyrnu skæruliða, að sögn heimilda. Sovétmenn vanmátu mjög styrkleika skæruliða á svæðinu. Þúsundir skæru- liða gerðu herliðinu fyrirsát, réðust á sovésku og afgönsku hermennina úr fjöllunum og tókst að hneppa herliðið í herkví. Um 2 þúsund manna lið var sent til aðstoðar en að sögn heimilda tókst skæruliðum að koma í veg fyrir að hjálp bærist. Þrívegis réðust sovéskar MIG-orustuþotur fyrir mistök á sov- éska og afganska herliðið í herkvínni. Hundruð Sovétmanna munu hafa fallið í árásum MIG-þotnanna og urðu sov- ésku og afgönsku hersveitirnar fyrir mestum skakkaföllum í loftárásunum. Yfir 100 skriðdrekar og önnur þunga- vopn hafa eyðilagst. Fréttir af bardag- anum eru enn að berast til Kabúl og skömmu fyrir helgi var sovéska og afganska herliðið enn sagt vera í herkvínni. Ekki var ljóst hvort hjálp- arliðið hefði gefist upp á að ná til vígvallanna eða snúið aftur til Jalal- abad. Óeirðir í kjölfar láts IRA-fanga Belíast. 13. júli. AP. ÓEIRÐIR blossuðu upp í Bel- fast ojí Londonderry á N-ír- landi í kjölíar láts IRA-fang- ans Martin Hursons, sem lézt í morgun eftir 45 daga mót- mælasvelti í Maze-fangelsinu. Skæruliðar IRA skutu á brezka hermenn úr launsátri. Sex særðust í átökunum í dag. Þing pólska kommúnistaflokksins: 70% miðstjórnar féll í kosningum til þingsins Varsji. 13. júli. AP. ÞING PÓLSKA kommúnistaflokksins hefst á morgun, þriðjudag. Þcgar á fyrsta degi verður gengið til kosninga og er fastlega reiknað með, að Stanisiaw Kania, flokksleiðtogi. verði endurkjör- inn. Úrslita er beðið með mikilli eftirvæntingu. Búist er við, að þingið muni leggja blessun sina yfir umbætur þær, sem stjórnvöld hafa samið um við Samstöðu, hin óháðu verkalýðsfélög i landinu. Margt hefur breyst í Póllandi sem nýlega lauk fundi sfnum, á ótrúlega skömmum tíma. Frá því verkföllin brutust út í Gdansk í ágúst síðastliðnum, hefur meðlimum kommúnista- flokksins fækkað um 10%; rétt tæplega 200 þúsund Pólverjar hafa sagt sig úr flokknum. Þá hafa margir meðlimir í miðstjórn kommúnistaflokksins, misst tiltrú aimennings. Hvorki meira né minna en 70% mið- stjórnarmanna, sem voru kosnir fyrir 16 mánuðum, náðu ekki einu sinni kjöri á þing kommún- istaflokksins nú. Þá eru 21% þeirra, sem sitja munu þing flokksins, meðlimir í Samstöðu. Átta af hverjum tíu, sem sitja munu þingið, hafa aldrei setið þing flokksins áður. Verkalýðsfélög flokksins hafa nánast þurrkast út eftir stofnun Samstöðu; meðlimum í félögum flokksins hefur fækkað um tæp- ar 10 milljónir. Fyrir tæpu ári síðan var Samstaða ekki til; ekki einu sinni bjartsýnustu Pólverj- ar trúðu að stofnuð yrðu óháð samtök verkalýðsins, en í dag eru meðlimir Samstöðu um 10 milljónir. Flokksþingið í Varsjá verður sett í skugga verkfalla. Verka- menn í Kutno, sem er fyrir vestan Varsjá, efndu í dag til tveggja klukkustunda verkfalls. Þá hótuðu hafnarverkamenn við Eystrasalt að efna til verkfalla ef ekki verði gengið að kröfum þeirra. Þá eiga starfsmenn Lot, ríkisrekna flugfélagsins, í úti- stöðum við stjórnvöld og hafa hótað verkfalli síðar í mánuðin- um, verði ekki gengið að kröfum þeirra. Sjá fréttir: „Tveir þriðju féiaga flúnir“ og „Spáð er dramatisku þingi og úr- slita þess beðið með mikiili eftirvæntingu“ á bls. 16. fjórir hermenn, lögreglumað- ur og óbreyttur borgari. Ilur- son er sjötti IRA-fanginn sem Iátizt hefur eftir mótmæla- svelti. Yfirvöld segja, að átök- in í dag hafi ekki verið eins víðtæk og eftir lát hinna IRA- fanganna. Brezk yfirvöld héldu því fram í dag, að Hurson hefði framið sjálfsmorð með því að neyta ekki matar en Sinn Fein, hinn stjórn- málalegi armur IRA, hélt því fram, að Hurson hefði verið myrt- ur. Jafnframt voru brezk stjórn- völd hvött til að semja við fanga, sem krefjast réttinda sem póli- tískir fangar. Mótmælendur fóru í göngur víðs vegar um N-írland til að minnast þess, að 291 ár er liðið síðan mótmælendur sigruðu kaþólikka við Boyne. Um 100 þúsund manns tóku þátt í göngunum. Mósambik í Comecon Maputo. 13. júli. AP. STJÓRNVÖLD í Mósambik til- kynntu i dag. að landið myndi innan skamms ganga i Comecon. efnahagsbandalag rikja A-Evr- ópu. Marcelinos Santos, efna- hagsmálaráðherra landsins, er nýkominn frá þingi Comecon, sem var haldið fyrir skömmu i Sófiu i Búlgariu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.