Morgunblaðið - 27.10.1981, Page 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
240. tbl. 68. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Sprengjuárás
í Oxfordstræti
l/ondon, 27. október. Al*.
SPRENGJUSÉRFRÆÐINGUR Scotland Yard beið bana í dag þegar hann
reyndi að gera óvirka sprengju, sem skseruliðar írska lýðveldishersins (IRA)
komu fyrir á veitingastaðnum Wimpy við Oxford-stræti í Lundúnum.
Sporhundar lögreglunnar fundu
aðra sprengju í stórverzluninni
Debenhams, 365 metra neðar í
sömu götu, en hún var gerð óvirk.
Maður, sem talaði með írskum
hreim, tilkynnti í síma að sprengj-
unum hefði verið komið fyrir og
175 viðskiptavinum og starfs-
mönnum veitingahússins var skip-
að að fara út. En sprengjusérfræð-
ingurinn beið bana þegar sprengj-
an, sem hafði verið komið fyrir
niðri í kjallara, sprakk.
„Provisional“-armur IRA
kvaðst bera ábyrgðina á sprengj-
unum í yfirlýsingu frá Belfast, þar
sem sagði: „Brezka þjóðin ætti að
þrýsta á stjórnina að hörfa frá
landi okkar, þá verða engar
sprengjur í Lundúnum og friður á
írlandi."
Ennfremur sagði, að írsk börn
fengju ekki viðvaranir þegar þau
yrðu fyrir brezkum kúlum og því
skyldi fólk taka mark á viðvörun-
um skæruliða framvegis. Þetta
bendir til að skæruliðar hyggi á
fleiri árásir í Lundúnum. Spreng-
ingin í dag var þriðja árás IRA í
höfuðborginni síðan 10. okt.
Fyrr í dag gerði lögregla óvirka
íkveikjusprengju, sem tilkynnt
hafði verið um í ráðningarskrif-
stofu brezka hersins rétt hjá leið-
inni sem Karl prins og Díana
prinsessa fara um í þriggja daga
ferð um Wales í vikunni. Velskir
þjóðernissinnar eru grunaðir um
að hafa komið sprengjunni fyrir.
Maðurinn, sem beið bana í dag,
er annar sprengjusérfræðingur
lögreglunnar sem hefur týnt lífi í
sprengjuárásum IRA síðan skær-
uliðar gerðu fyrstu árás sína í
borgum á meginlandinu 1972.
LjÓNm. Jan ('ollins FB.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, kom í gær til Svíþjódar í opinbera heimsókn og var
þessi mynd tekin í sænsku konungshöllinni í gær af forsetanum og sænsku konungshjón-
unum Karli Gústaf og Silvíu.
Lögreglumaður í Oxford-stræti, þar sem sprenging varð á hamborgarastaðn-
um Wimpy og sprengiefnisérfræðingur Scotland Yard beið bana við rann-
sókn málsins
Dollar hækkar
lAtndon, 27. októbor. Al*.
DOLLARINN hækkaði gagnvart öllum gjaldmiðlum í gær, aðallega
vegna þess að verðbólgan í Bandaríkjunum hefur aukizt um 1,2 af
hundraði. Gull lækkaði um allt að sex dollara únsan.
Þar sem verðbólgan í Banda-
ríkjunum eykst meira en búizt
hefur verið við er talið að vextir
verði áfram háir í Bandaríkjun-
um. Spenna í Póllandi var einnig
talin spila inn í, þótt hún hefði
ekki áhrif á gullverðið.
Dollarinn hækkaði um tæp 2
cent gagnvart pundi, sem seldist á
1,8040 dollara. í Tokyo seldist
dollar fyrir 234,95 yen, tæplega 2
yenum meira en á föstudaginn.
Gullverð í Zúrich lækkaði í 426.
50 dollara únsan, úr 432,50 á
föstudag. í London seldist gull á
425,875 dollara, miðað við 429,50 á
föstudag. Silfur lækkaði einnig í
8,935 dollara únsan í London mið-
að við 9,1250 á föstudaginn.
- AP.
Dulbúin hótun um
herlög í Póllandi
\ arsjá, 27. október. AF.
LEIÐTOGAR pólskra kommúnista báru fram dulbúna hótun um herlög, er
þeir gagnrýndu harðlega í gær fyrirhugað landsverkfall, í sama mund og
þúsundir hermanna tóku sér stöðu í bæjum og þorpum til að búa landsmenn
undir veturinn og „halda uppi lögum og reglu“.
Leiðtogarnir birtu yfirlýsingu
sína á sama tíma og félög Sam-
stöðu á ýmsum stöðum boðuðu ný
mótmæli í trássi við kröfur ríkis-
stjórnarinnar og flokksins um að
verkföllum verði hætt.
í yfirlýsingunni segir að fyrir-
huguð mótmæli á miðvikudaginn
séu ógnun við „pólitískar, efna-
hagslegar og hernaðarlegar undir-
stöður tilveru Póllands“. Þess
vegna verði þeim „mætt með gagn-
ráðstöfunum, sem verði í réttu
hlutfalli við alvöru ógnunarinnar."
En sagt er að vandamálin sé „að-
eins hægt að leysa með skynsam-
legum viðræðum og eflingu hins
lýðræðislega sósíalistaríkis" og öll
„skynsamleg öfl“ verði að vinna
saman.
Bandarískt herlið
eflt við Persaflóa
\Va.shington, 27. októbvr. AF.
REAGAN-STJÓRNIN kvedst ætla að
ári til eflingar hcrnum svo að hann
olíusvæðin við Persaflóa.
„Við ætlum að nota þann liðs-
afla, sem fyrir er á svæðinu, og
auk þess liðsauka frá Bandaríkj-
unum til að mæta hótun sem er í
þróun," segir í yfirlýsingu utanrík-
is- og landvarnaráðuneytisins til
efnahagsnefndar beggja þing-
deilda.
Henry Reuss nefndarformaður,
demókrati frá Wisconsin, sem
kvað yfirlýsingarnar „mikilvægar
og uggvænlegar", sagði: „Þeir sem
halda að Reagan-stjórnin hafi þeg-
biðja þingið um fjárveitingu á næsta
geti staðizt algera innrás Rússa í
ar stungið upp á verulegri upp-
byggingu herafla okkar geta orðið
undrandi. Hvað þarf margar millj-
ónir í viðbót á Persaflóa?"
í yfirlýsingunum sagði, að
„hættulegasta hugsanlega ógnunin
við bandaríska hagsmuni á svæð-
inu yrði sovézk árás, kannski að
beiðni einhvers deiluaðila í ríki á
svæðinu, eða undir einhverju yfir-
skini í því augnamiði að hagnast á
ótryggu ástandi í heimshlutanum."
Arthur A. Hartman sagði þegar
hann afhenti í gær skilríki sín sem
sendiherra Bandaríkjanna í
Moskvu að Bandaríkin ættu ekki
annars úrkosti en svara „stór-
felldri og ástæðulausri" hernaðar-
uppbyggingu Rússa, en hét því að
samskiptin við Moskvu yrðu bætt.
Hann sagði að Rússar yrðu að
sýna stillingu í stefnu sinni og
gerðum, fordæmdi hryðjuverk og
undirróður, skoraði á Rússa að
hætta stuðningi við aðgerðir
Kúbumanna gegn „fullvalda ríkis-
stjórnum" og sagði að Afghanistan
yrði að vera hlutlaust land er
byggi við öryggi og þyrfti ekki að
óttast utanaðkomandi afskipti.
Hin vaxandi verkfallsalda virð-
ist sú alvarlegasta síðan Samstaða
var stofnuð. I yfirlýsingu leiðtog-
anna segir að verkfall og verk-
fallshótanir þjóni engum tilgangi.
Samstaða kvaðst í yfirlýsingu
mundu aflýsa verkfallinu, ef yfir-
völd samþykktu kröfur um efna-
hagsráð til að stjórna efnahagslíf-
inu og hættu áreitni gegn verka-
mönnum. Flokkurinn sagði að
mótmæli mundu aðeins gagna
þeim sem „færu ekki lengur dult
með þá ætlun sína að kollvarpa
sósíalisma og taka völdin".
Nokkur árangur virðist hafa
náðst í viðræðum um lausn lang-
vinnra deilna í Zyrardow vestur af
Varsjá og Zielona Gora í Suð-
vestur-Póllandi.
Um 830 þriggja og fjögurra
manna sveitir liðsforingja og her-
manna verða sendar til um 2.000
þorpa og smábæja, þar sem skort-
ur er á matvælum og eldsneyti og
fólk sér fram á harðan vetur.
Hupalowski hershöfðingi, ráð-
herra umhverfismála, sagði að
hermennirnir ættu að „leysa úr
læðingi orku og framtak borgar-
anna til að sigrast á vandanum“.
Haft yrði eftirlit með sendingu
matvæla og eldsneytis til og frá
sveitahéruðum, heilbrigðisþjón-
ustu, húsnæðismálum, flutningum
og aðstoðað við að „halda uppi lög-
um og reglu og hamla gegn stað-
bundnum deilur.i".
Tilgangurinn er að efla miðstýr-
ingarvald Jaruzelski hershöfð-
ingja, hins nýja flokksleiðtoga.
„Nú eru hermenn alls staðar,"
sagði málgagn hersins, „í námun-
um, á ökrunum, í orkuverum, að
baka brauð, safna timbri fyrir vet-
urinn og tala við fólk í verksmið-
jum.“
Hermenn og lögregla eru á verði
í Konin þar sem 65.000 verkamenn
lögðu niður vinnu í dag og hyggja á
fjögurra tíma verkfall á miðviku-
daginn. Hópar 12 til 15 liðsforingja
og hermanna rifu niður og eyði-
lögðu veggspjöld, borða og fána
Samstöðu, en ekki kom til átaka
eins og í september.
Svíar ákæra
friðarmann
Slokkhólmur, 27. oklóhor. Al*.
NÝ-SJÁLENZKUR friðarrann
sóknarmaður, Owens Wilkes, var
áka'rður í Stokkhólmi í gær fyrir
ólöglega leyniþjónustustarfsemi.
Opinbert heiti ákæru K.G.
Svenssons ríkissaksóknara á
hendur Wilkes er „gróf misnotk-
un le.vnilegra upplýsinga" og
gæti haft í för með sér allt að
fjögurra ára fangelsi.
Wilkes var handtekinn um
miðjan ágúst þegar gögn um
sænsk hernaðarmannvirki höfðu
fundizt við leit á heimili hans.
Wilkes neitaði því að hann væri
sekur um nokkurn glæp.
Hann er starfsmaður Alþjóð-
legu friðarrannsóknarstofnunar-
innar í Stokkhólmi (SIPRI), en
kveðst hafa stundað sjálfstæðar
rannsóknir í eigin þágu.