Morgunblaðið - 27.10.1981, Side 41

Morgunblaðið - 27.10.1981, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 21 LjÓNm. Kmiiía. • Fjórir leikir fóru fram í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik um helgina. FH og KR háðu harða baráttu og einnig KA og Þróttur. Þá urðu mjög óvænt úrslit í leik HK og Vals. HK gerði sér lítið fyrir og sigraði Val örugglega. Á myndinni hér að ofan sem tekinn var í leik FH og KR má sjá þá Pálma Jónsson og Friðrik Þorbjörnsson kljást um knöttinn. Sjá allt um íslandsmótið í handknattleik á bls. 23—24—25. HIVI í kraftlyftinqum öldunga: Jóhannes Hjálmarsson varð heimsmeistari KRAr rLYFTINtiAKAPPINN Jóhannes Hjálmarsson frá Akureyri keppti um síðustu helgi á heimsmeistaramóti öld- unga (50 ára og eldri) í Chicago í Bandaríkjunum. Jóhannes keppti í 100 kg þyngdarflokki og sigraði mjög örugglega í sínum flokki. Lyfti samanlagt 597,5 kg. Eða 37,5 kg meiri þyngd en næsti keppandi sem hlaut silfrið. Árangur Jóhann- esar er sérlega glæsilegur. Hann hafði undirbúið sig af mik- illi kostgæfni fyrir keppnina og uppskar ríkulega fyrir allt erfiðið og æfingarnar. Jóhannes sem er 51 árs gamall, setti heimsmet í réttstöðulyftu í sumar á landsmóti ungmennafé- laganna en það var í 110 kg flokki. Jóhannes hafði létt sig en hann helt utan til í 100 kg flokki. í kraftlyftingakeppninni er keppt í þremur greinum. Hné- beyííju, bekkpressu, og réttstöðu- lyftu. Jóhannes byrjaði á því að lyfta 200 kg í hnébeygjunni og lyfti þeirri þyngd örugglega. Þá reyndi hann við 210 kg og lyfti þeirri þyngd tvívegis. En eit.thvað sáu dómararnir athugavert við lyfturnar og dæmdu þær ógildar. I bekkpressunni varð Jóhannes að fara varlega af stað. Hann byrjaði á 127,5 kg. Þeirri þyngd lyfti hann í annarri tilraun. Og bætti veruiega um betur er hann lyfti 130 kg á bekknum í þriðju og síðustu tilraun. í og keppti eins og áður sagði Lyftlngar 1 Þá var komið að síðustu grein- inni, réttstöðulyftu. í fyrstu til- raun lyfti Jóhannes 230 kg, í ann- arri 255 kg og í þeirri þriðju fór hann upp með 257,5 kg. Saman- lagður árangur hans varð því eins og áður sagði 597,5 kg. Heims- meistaramótið var mjög fjöl- mennt og keppt var í 11 þyngdar- flokkum. Arangur Jóhannesar er mjög góður og gæti margur yngri lyftingakappinn verið ánægður ef hann lyfti jafn miklu. Þá hefur Jóhannes sýnt ótrúlega mikla eljusemi og dugnað við æfingar og þær hafa fært honum öðru fremur þennan glæsilega árangur. - ÞR. • Jóhannes Hjálmarsson heimsmeistari öldunga í 100 kg flokki í kraftlyftingum. „Þetta var sanngjarn sigur“ - sagði þjálfari HK „ÞETTA var sanngjarn sigur miðað við gang leiksins, Yalsmenn komu með því hugarfari að þeir færu létt með að sigra okkur og ná sér í tvö auðfengin stig, sú varð bara ekki raunin" sagði þjálfari IIK, Þor steinn Jóhannesson, eftir að HK hafði komið á óvart í I. deildinni og sigrað Val örugglega. — Það sást greinilega á undir- búningi Valsliðsins fyrir leikinn að þeir tóku þetta ekki alvarlega. Við í HK höfum sett stefnuna á að halda okkur í 1. deild. Við gerum okkur ánægða með 6. sætið. Við verðum að reyta stig af toppliðun- um ef það á að takast. Spá mín er sú að mótið verði frekar jafnt. Fimm lið, Víkingur, Valur, FH, Þróttur og KR munu berjast um þrjú efstu sætin. Lið HK, KA og Fram munu he.vja hörkubaráttu um botnsætin, sagði Þorsteinn þjálfari. — ÞR. Staðan í 1. deild Staðan í I. deild íslandsmótsins í meistaraflokki karla er nú þessi: Víkingur FII KK Þróttur Valur HK KA Fram 4 3 0 1 88:73 0 4 30 1 101:88 6 3 2 0 1 73:59 4 3 20 1 63:61 4 3 2 0 1 55:54 4 3 1 0 2 60:70 2 3 0 0 3 63:72 0 3 003 58:84 0 Nú verður nokkurt hlé á 1. deild- arkeppninni vegna keppnisferðar landsliðsins til Tékkóslóvakíu. Næstu leikir verða ekki fyrr en 14. nóv. Markahæstir leikmanna deildarinn- ar eru þessir: Kristján Arason, FH 30/15 Alfreð Gíslason, KK 25/12 Þorbergur Aðalsteinss., Vík. 21/1 Sigurður Sveinss., Þrótti 20/6 Ottar Mathiesen, FH 20 Páll Ólafsson, Þrótti 18/1 Friðjón Jónsson, KA 16/3 Páll Björgvinsson, Vík. 16/4 Jón P. Jónsson, Val 16/10 Sæntundur Stefánsson, FH 16 Pálmi Jónsson, FH 15 Sigurður Sigurðss., KA 15 Rýr uppskera hjá Pétri og Arnóri KKKI gekk sérlega vel hjá íslensku knattspyrnumönnunum í belgísku knattspyrnunni um helgina, tap á heimavelli hjá Arnóri og félöguni, en markalaust jafntefli á heimavelli hjá Pétri og félögum hans hjá Ander lecht. llrslit leikja urðu sem hér seg- ir: Anderlecht — Beringen 0—0 Waterschei — FC Liege 1—0 Standard — FC Brugge 1—0 Tongeren — Lierse 0—1 Ixtkeren — Kortrijk 1—2 Waregem — Winterslag 1—0 Mechelin — Beveren 0—0 Antwerp — Ghent 1 — 1 Cercle Brugge — Molenbeek 1 —2 Fjögur félög eru nú efst og jöfn í deildinni með 14 stig hvert. Eru það Standard Liege, Ghent, And- erleeht og Lierse. Kortrjik hefur 12 stig. Lokeren er í öldudal um þessar mundir og er í 9. sæti nteð 10 stig. Knaltspyrna 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.