Morgunblaðið - 27.10.1981, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981
23
mm
0%
Víkingar unnu stóran sigur
á ósannfærandi liði Fram
Víkingar unnu stóran sigur á Frömurum í 1. deildarkeppninni í hand-
knattleik í Laugardalshöll á sunnudagskvöld. Lyktaði viðureign félaganna
með 31 marki gegn 17, en staðan í hálfleik var 10—8 fyrir Víkinga.
Vfkingar höfðu ætíð frumkvæðið í leiknum, komust í 4—0, en leikur
beggja liða var þó fálmkenndur fyrsta kortérið, einkum leikur Framara, sem
skoruðu ekki mark fyrr en á 14. mínútu. Virtust Framarar hreinlega hræddir
við Víkingana og léku ósannfærandi, en gott lag komst þó á leik þeirra eftir
að Hannes Leifsson, bezti maðurinn hjá Fram, skoraði laglega með gegn-
umbroti á 14. mínútu. Hannes skoraði samskonar mark aðeins einni mínútu
seinna og þriðja markið skoraði hann á 16. mínútu.
• Línumaðurinn snjalli Guðmundur Guðmundsson kominn í gott skotfæri á
markteignum.
Þessi sprettur Hannesar virkaði
sem vítamínssprauta á Framara,
sem tóku sig nú saman og léku
ákveðið það sem eftir var hálf-
leiksins, bæði i vörn og sókn. Þá
stóð Sigurður Þórarinsson í marki
Fram sig mjög vel í hálfleiknum
og varði hvert skotið af öðru frá
Víkingum.
En Adam var ekki lengi í Para-
dís, segir máltækið, því á 10 mín-
útna kafla í fyrrihluta seinni hálf-
„Atli hélt Briegel alveg niðri"
— sagði Jorge Berger eftir sigurleik Fortuna Dusseldorf gegn
Kaiserslautern, Atli lagöi upp 2 mörk
Fortuna Diisseldorf lék sinn besta
leik á keppnistímahilinu, er liðið
sigraði Kaiserslautern 4—2 á heima-
velli sínum Rheinstadion á laugar
daginn. „Þetta var það besta sem
við höfum sýnt á keppnistímabilinu.
Atli Eðvaldsson lék þarna sinn
fimmta leik með okkur og hann er
þegar orðinn geysimikilvægur fyrir
liðið. Hann er mikill baráttuforkur
og fékk það hlutverk að þessu sinni
að leika gegn landsliðsmanninum
Hans Peter Briegel. Hann gerði það
vel, bæði í sókn og vörn og hélt
Briegel alveg niðri,“ sagði Jorge
Berger, þjálfari Fortuna í samtali við
fréttamann Morgunblaðsins, sem
ræddi einnig við Atla Eðvaldsson.
Hann sagði: „Það var erfitt að lcika
gegn Briegel, hann er geysilega
sterkur leikmaður og lykilmaður í
liði Kaiserslautern. Hann er fyrst og
fremst varnarmaður, en skæður
einnig er hann tekur þátt í sókninni
og hann skorar yfirleitt mikið af
mörkum." Þess má geta, að Atli
flutti í gær frá Ahlen, í útjaðri
Dortmund, til Mettmann, smáborg-
ar í útjaðri Diisseldorf. Til þessa hef-
ur Atli orðið að aka 130 kílómetra
dag hvern til að sækja æfingar hjá
Diisseldorf. Aður en lengra er haldið
skulum við glöggva okkur á úrslitum
leikja.
Karlsruhe — E. Braunschw. 2—1
Darmst. 98 — FC Niirnberg 2—1
Arm. Bielef. — Hamburg. SV 1—1
Mönchengl.bach — Duisburg 4—2
F. Diisseld. — Kaiserslaut. 4—2
Werder Brem. — Bor. Dortm. 2—0
Bayer Leverkusen — FC Köln 1—1
Bochum — Stuttgart 3—3
Bayern Miinch. — Frankfurt 3—2
Ef vikið er nánar að leik Dússel-
dorf og Kaiserslautern, þá náði
Wenzel forystunni fyrir heimalið-
ið úr vítaspyrnu á 11. mínútu
leiksins. Hofdietz jafnaði 11 mín-
útum síðar, en Amand Theis náði
aftur forystunni á 38. mínútu, eft-
ir undirbúning Atla. Wenzel skor-
aði þriðja mark Fortuna áður en
blásið var til hálfleiks, staðan því
3—1 í hálfleik. Hans Peter Briegel
minnkaði muninn með því að
skora úr vítaspyrnu á 50. mínútu,
en fjórum mínútum síðar splundr-
aði Atli vörn Kaiserslautern,
sendi á Amand Theis, sem skoraði
fjórða mark Fortuna. Urðu það
lokatölurnar.
Bayern Múnchen sigraði Ein-
trakt Frankfurt 3—2 á heimavelli
sínum, en Ásgeir Sigurvinsson lék
ekki með liðinu að þessu sinni.
Lowe náði forystu fyrir Frankfurt
snemma í fyrri hálfleik, en Kraus
var fljótur að jafna með skalla
eftir hornspyrnu. Rumenigge og
Niedermayer bættu við mörkum
fyrir leikhlé, en Lotterman skor-
aði eina markið í síðari hálfleik.
Köln hélt efsta sætinu þrátt
fyrir jafntefli gegn Bayer Lever-
kusen, sem náði forystu í upphafi
leiksins. Tony Woodcock jafnaði
forystu, en alltaf jafnaði Stutt-
gart. Oswald, Schreier og Abel
skoruðu mörk Bochum, en Dieter
Múller, Beck og Didier Six jöfnuðu
jafn harðan.
Bold og Weisner skoruðu mörk
Karlsruhe gegn Braunschweig,
sem svaraði með marki Ronnie
Worm. Og mörk Darmstadt 98
gegn Núrnberg skoruðu þeir Hahn
og Mattern. Botnliðið svaraði með
marki Eggert. Staðan er nú þessi í
þýsku deildarkeppninni:
STAÐAN
• Atli Eðvaldsson átti mjög góðan
leik um helgina með liði sínu For
tuna Diisseldorf. Atli lagði upp tvö
mörk í leiknum.
1. K Köln II 7 2 2 22:9 16
Werder Bremen 11 6 3 2 19:12 15
Bayern Miinchen 11 7 1 3 26:20 15
Bor. Mönchengl. II 6 3 2 21:19 15
Ilamhurger Sv. 11 5 4 2 27:14 14
YFL Bochum 11 5 3 3 22:1H 13
1. K< kaiserslault rn 11 3 5 3 23:31 11
Kinlr. Krankfurl II 5 1 5 22:20 II
karlsruhc S<’ 11 4 3 4 20:19 11
VKB Sluttgart II 4 3 4 17:IH 11
Baycr Leverkusen II 4 3 4 16:23 11
Bor. Dortmund II 4 2 5 16:14 10
Korluna Diisseld. 11 3 3 5 1H-22 9
Kinlr. Braunschweig II 4 0 7 I6:IH H
MSY Duisburg 11 3 2 6 IH:2H H
Darmsladt 9H 11 2 4 5 13:23 H
Arminia Bielefeld 11 1 4 6 H:17 6
1. K<’ Niirnberg 11 2 2 7 12:23 6
með fallegu marki á 22. mínútu,
eftir undirbúning Rainers Bonhof
og þar við sat. Leikurinn þótti
daufur.
Hamburger SV rann niður í 5.
sætið við jafnteflið gegn Armenia
Bielefeldt. AB skoraði snemma
leiks, Manfred Schock, og það var
langt liðið á leikinn, er Jurgen
Miljewski tókst að jafna metin
með þrumuskoti af 20 metra færi.
30.000 manns mættu á völlinn í
leiðindaveðri.
Werder Bremen er í 2. sæti
deildarinnar eftir 2—0 sigur sinn
gegn Borussia Dortmund. Erwin
Kostedde og Bernd Grúber skor-
uðu mörk Bremen.
Borussia Mönchengladbach er á
mikilli uppleið eftir nokkurra ára
lægð og liðið sigraði Duisburg
örugglega um heigina. BMG
komst í 3—0 með mörkum Kurt
Pinkall (2) og Theo Mill, áður en
að Bernd Dietz tókst að svara
fyrir Duisburg. Kempe minnkaði
muninn síðan enn meir, en Mill
átti síðasta orðið, er hann bætti
við fjórða marki BMG.
Leikur Bochum og Stuttgart var
leikmönnum Bochum ekki til
sannrar gleði. Þrívegis náðu þeir
leiksins skoruðu Víkingar hvorki
fleiri né færri en sjö mörk í röð og
gerðu út um leikinn. Sýndu Vík-
ingar það þá hverjir eru Islands-
meistarar í handknattleik, léku
skemmtilega og skoruðu ýmist af
línu, með gegnumbrotum eða úr
langskotum. Á sama tíma var
varla heil brú í sóknarleik Fram-
ara og vörnin heldur lek.
Víkingar komust á þessum tíma
í 18—9 og var því nánast forms-
atriði fyrir þá að ljúka leiknum.
En þeir slökuðu lítið á klónni og
skoruðu 13 mörk síðasta kortérið,
flest úr gegnumbrotum eða
hraðaupphlaupum, sem gengu
flest upp á þessu tímabili. Fengu
fleiri leikmenn að spreyta sig síð-
asta kortérið og mátti á tímabiii
sjá fjóra leikmenn úr byrjunarlið-
inu á bekknum, en það virtist
skipta litlu máli. Skiptimennirnir
stóðu sig vel og skoruðu skemmti-
lega, einkum Heimir Karlsson og
Hilmar Sigurgíslason.
Framarar byrjuðu seinni hálf-
leikinn á svipaðan hátt og þann
fyrri, skoruðu aðeins eitt mark
fyrsta kortérið. Og þeir léku á
köflum heldur ósannfærandi,
Víkingur 01.17
Fram ||li I !
nema helzt Hannes. Þeir skoruðu
þó átta lagleg mörk síðasta kort-
érið, en það var um seinan, Vík-
ingar höfðu unnið leikinn og setti
það svip á leik Framara, sem
höfðu sætt sig við tap. Meira virð-
ist búa í liði Fram en það sem sást
í þessum leik.
Mikil varnarharka einkenndi
leik beggja liða og voru gul spjöld
dómaranna oft á lofti og bókanir
nokkrar. Þá var Víkingum fimm
sinnum vikið af leikvelli fyrir
grófan varnarleik og Frömurum
fjórum sinnum. Þrátt fyrir þessa
hörku verður tæpast hægt að
segja að varnarleikur liðanna hafi
verið góður, því markverðir beggja
félaganna vörðu mörg skot og
komu í veg fyrir að enn fleiri mörk
yrðu skoruð á báða bóga.
í stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild, Laugar-
dalshöll: Víkingur 31 — Fram 17
(10-8).
Mörk Víkings: Óskar Þor-
steinsson 7 (1 v.), Þorbergur Aðal-
steinsson 6 (3 v.), Páll Björgvins-
son 4 (3v.), Ólafur Jónsson 4,
Steinar Birgisson 4, Heimir
Karlsson 3 (1 v.), Hilmar Sigur-
gíslason 3, Guðmundur Guð-
mundsson 1.
Mörk Fram: Hannes Leifsson 8
(2 v.), Egill Jóhannesson 4, Björn
Eiríksson 3, Dagur Jónasson 2.
FH vann nauman
sigur gegn KR
FH SIGKAÐI KR naumlega í 1.
dcild kvenna í handknattleik á
sunnudagskvöldið, er liðin áttust við
í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Þess-
um mikla baráttuleik lauk með eins
marks sigri FH, 16—15, eftir að
staðan í hálfleik hafði verið jöfn, eða
8—8.
Það skipti miklu fyrir FH í
þessum leik, að aðalmarkaskorari
liðsins, Margrét Theodórsdóttir,
var útilokuð frá leiknum eftir að
hafa lent í erjum við dómara. Þar
með fór mikill broddur úr leik
FH-liðsins. KR-dömurnar fundu
FH —
KR
16:15
það og voru hálfu aðgangsharðari
fyrir vikið. Var allt í járnum allt
til leiksloka og skammt til leiks-
loka, er FH læddi inn sigurmark-
inu.
Karólína var drýgst í marka-
skoruninni hjá KR, skoraði 6
mörk, en Kristjana skoraði mest
fyrir FH, 5 mörk.
Staðan í
hálfleik
var 17—1
• Erna Lúðvíksdóttir, Val, átti góð-
an leik með liði sínu. Hún er ein
styrkasta stoð meistaraflokks Val.
Ljósm.Emilía.
ÞAD kemur ekki oft fyrir í hand-
knattleiksleikjum að markatalan í
hálfleik sé 17-1. En sú var staðan í
leik Vals og ÍA á sunnudag er liðin
léku í Islandsmótinu í meistara-
flokki kvenna. Lið Vals hafði algjöra
yfirburði yfir hinu unga og greini-
lega óreynda liði fA. Lokatölur leiks-
ins urðu svo 24-6, fyrir Val.
Það sem af er leikjum 1. deildar
kvenna hcndir allt til þess að þrjú
félög, FH, Fram og Valur, berjist um
titilinn í ár. Önnur félög konia nokk-
uð á eftir hvað getu snertir.
Mörk Vals í leiknum skoruðu
þessar: Erna Lúðviksdóttir 5, 1 v.,
Valur — IA
24—6
Magnea Friðriksdóttir 5, I v„ Sigrún
Bergmann 4, Marcn Tómasdóttir 3,
Karen (■uðmundsdóttir 3, llarpa
Sigurðardóttir 2 og Elín Kristins-
dóttir 2.
Mörk ÍA: Ragnheiður Jónsdóttir
3, 2 v„ Erna Sigurðardóttir 2 og
Hrefna Guðjónsdóttir I.
- I*R.