Morgunblaðið - 03.12.1981, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.12.1981, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 unar með hrúðurkörlum og gíghól- um.« Myndlist Ragnheiðar er býsna margræð. »Þó að Ragnheið- ur tali um einföld tákn,« segir Thor, »og að hún vilji vekja ákveð- in viðbrögð hjá áhorfandanum eða þátttakandanum þá hygg ég að táknin séu flóknari en í fyrstu kann að virðast og margræðari svo sem jafnan fer um góða lista- menn.« Lestina rekur svo Indriði G. Þorsteinsson sem skrifar um Eirík Smith. Fer vel á því að Eiríkur skipi hér heiðurssætið þar sem hann er hinn eini íslenskra nú- tímamálara sem kalla mætti kon- unglegan hirðmálara vegna mynd- ar þeirrar sem hann málaði fyrir ríkisstjórnina til að gefa Karli Bretaprins í brúðkaupsgjöf. Ekk- ert slíkt þurfti þó til að lista- unnendur hefðu mætur á málverk- um Eiríks Smith. Indriði segir að 1 istferli hans megi »að nokkru líkja við hamfarir, bæði í afköst- um á síðari árum og þá ekki síður vegna afdráttarlausra umbreyt- inga, sem hafa miðað að því að losa hann við allar viðjar stefnu- miða og isma í listinni.* Mörg ár eru nú liðin síðan Helgafell gaf út sínar miklu lista- verkabækur með myndlist eftir okkar litríku stórmálara sem gerðu íslenska málaralist að áhrifaríkum veruleika á fyrri hluta aldarinnar. í þann mund sem þær sáu dagsins ljós voru listamenn þessarar bókar ýmist á barnsaldri ellegar rétt að hefja feril sinn og þá ekki taldir nein stórmeistaraefni. En tíminn líður. Og maður kemur í manns stað. Hvort sem nú þeir ágætu lista- menn, sem kynntir eru á síðum þessarar bókar, jafnast á við þá gömlu og góðu eða ekki er svo mik- ið víst að hér gefur að líta fulltrúa nútímalistarinnar eins og hún gerist best. Útgefandi hefur gert sitt til að bókin yrði glæsileg og efninu hæf- andi. Setning og prentun sýnist mér í góðu lagi en get þó ekki stillt mig um að minna setjara og próf- arkalesara á að til er lesmerki sem heitir band og annað sem heitir strik og eru sitt hvort. Þegar efnt er til útgáfu öndvegisrits sem þessa verða jafnvel smæstu atriði að vera í lagi. En sem sagt að allri smámunasemi slepptri: falleg, skemmtileg og vönduð bók. Basar Húnvetninga- félagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík verður með, laugardaginn 5. des., köku- og munabasar kl. 14.00 í Fé- lagsheimilinu. Félagar eru minnt- ir á að kökur eru vel þegnar, svo og góðir munir. Tekið verður á móti kökum og munum kl. 10 til 12 sama dag. 11 I FALLEG HEIIVIILI FALLEG '^ltölsk sófasett með ■ tau- og leðuráklæði G /- | • i urvali 'Xx&’éÍÍjBr PREMJO LINEA DORO EX.>ign& f St\Ic 1 Gullverðlaun l fvrir \ • [ hönnun & stíl KM- HUSGOGN, Langholtsvegi 111, R. símar 37010 — 37144 ( Ritsafn GuÖmundar Daníelssonar I Guðmundur Daníelsson, frásagnameistari í 48 ár. Ritsafn Guðmundar Daníelssonar er 10 bækur. öll verkin eru frá árunum 1948-1970 og sum þeirra hafa verið ófáanleg um hríð. í ritsafninu eru skáldsögumar Blindingsleikur, Musteri óttans, Hrafnhetta, Húsið, Turninn og teningurinn. Sonur minn Sinfjötli og Spítalasaga, skáldverk utanflokka í bókmenntunum. Einnig ferðasagan Á langferðaleiðum, veiðisagan Lands- hornamenn - sönn saga í há-dúr og smásagnasafnið Tapað stríð. Viðfangsefnin eru margvísleg og tekin fjölbreytilegum tökum, en þróttmikill stíll og hröð og lifandi frásögn eru samkenni á öllum verkum Guðmundar Daníelssonar. Ritsafninu fylgir ellefta bindið með ritgerð dr. Eysteins Sigurðssonar um verk Guðmundar; og skrá um útgáfur, ritdóma og heimildir þeirra, sem Olafur Pálmason hefur tekið saman. Góð bókmenntaverk í vönduðum búningi. lögberg Bókaforíag Þingholtsstræti3, simi: 21960

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.