Morgunblaðið - 03.12.1981, Side 17

Morgunblaðið - 03.12.1981, Side 17
MORGUNBLAÍHD, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981'" '"' með tilliti til félagslegra og heilsufarslegra sjónarmiða sbr. þingsályktunartillógu þar um frá fyrra þingi, sem einnig var vísað til ríkisstjórnarinnar (flm. Jó- hanna Sigurðardóttir og Magnús Magnússon). Það er því alrangt í grg. ráðu- neytisstjórans að í þingsályktun- artillögu okkar sé „látið að því liggja að eina verkefni þeirrar nefndar (þl. ráðherranefndarinn- ar) sé að vinna að lagasetningu um heilbrigðis- og vistunarþjón- ustu fyrir aldraða — Að ég beiti mér fyrir því að slík þáltill. sé flutt á Alþingi nú, er í fullu samræmi við orð mín og gerðir á þessu sviði á liðnum ár- um. Bendi ég á sem dæmi tiliögu- gerð mína sl. vor á aðalfundi Sjó- mannadagsráðs, sem samþykkt var og send heilbrigðisráðherra og ráðuneyti hans, flutning minn og meðflutningsmanna á ítarlegum tillögum á þingum ASÍ 1976 og 1980 sem báðar voru samþykktar og starf mitt sem formaður í elli- málanefnd ASÍ frá því á sl. vori, vinnu mína og samstarfsmanna við að stofna Félag stjórnenda í öldrunarþjónustu, þátttöku í stefnumótun Sjálfstæðisflokksins í þessum málum og nú síðast ánægjulega samvinnu með ungum og öldnum áhugamönnum að stofnun Öldrunarráðs Islands. Fyrsta málsgrein þingsályktun- artillögunnar og meginmál á að vera öllum auðskilin: „Alþingi ályktar að tileinka árið 1982 málefnum aldraðra". Þeir sem vilja lesa sér frekar til um ætlan okkar flutningsmanna með umræddum tillöguflutningi bendi ég á að lesa eftirfarandi sem fylgir í tillögugreininni eftir að lagt hef- ur verið til að kjósa nefnd til að vinna að framgangi þessara mál- efna: „Skal nefndin vinna að því að meta þörf brýnna átaka og úrbóta auk framtíðarverkefna, bæði stað- lægra og á landsmælikvarða, og vinna að fjáröflun og framkvæmd- um á þessu sviði. Stefnt verði að því að ljúka sem flestum verkefnum á ári aldraðra og lagður grundvöllur að þeim „Að ég beiti mér fyrir því að slík þingsáiyktunartillaga sé flutt á Alþingi nú, er í fullu samræmi við orð mín og gerðir á þessu sviði á lið- num árum. Bendi ég á sem dæmi tillögugerð mína sl. vor á aðalfundi Sjómannadags- ráðs, sem samþykkt var og send heilbrigðisráðherra og ráðuneyti hans, flutning minn og meðflutningsmanna á ítarlegum tillögum á þing- um ASI 1976 og 1980, sem báðar voru samþykktar, og starf mitt sem formaður í ell- imálanefnd ASÍ frá því á sl. vori, vinnu mína og sam- starfsmanna við að stofna Félag stjórnenda í öldrunar þjónustu, þátttöku í stefnu- mótun Sjálfstæðisflokksins í þessum málum og nú síðast ánægjulega samvinnu með ungum og öldnum áhuga- mönnum að stofnun Öldrun- arráðs íslands.“ sem lengri tíma taka. Sérstaklega skal lögð áhersla á samvinnu og þátttöku þeirra sam- taka, sem vinna að hagsmunamál- um aldraðra, og þeirra klúbba og félaga, sem alltaf eru reiðubúin til að leggja mannúðar- og menning- armálum lið. í samræmi við ályktun þessa skal hin þingkjörna nefnd skipa undirnefndir til starfa innan landshluta, kjördæma, heilsu- gæslusvæða eða einstakra sveitar- félaga.“ Ennfremur vil ég benda á eftir- farandi tvo kafla úr framsögu- ræðu minni við fyrri umræðu þessa máls á Alþingi: „Það er nokkurt umhugsunar- efni, að einmitt á árinu 1982, á ári aldraðra hér á Islandi, ef till. þessi verður samþykkt, þá verður elli- heimilið Grund 60 ára og á þessu sama ári verður Ás í Hveragerði, sem er stofnun, sem stofnað var til af Grund og þeim sem þar voru að verki, þá verður Ás 30 ára og á sama ári verður Hrafnista í Reykjavík 25 ára, þannig að þess- ar þrjár stærstu stofnanir á þessu sviði hér á landi, sem hafa kannski mótað meira í öldrunar- þjónustumálum en margan grun- ar, eiga allar merkisafmæli á ár- inu 1982, þannig að það eitt sér væri full ástæða til þess að minn- ast sérstaklega af Alþingi." Hér má skjóta inn og benda á að síðar aflaði ég mér upplýsinga um að á næsta ári verður Elliheimilið á Akureyri 20 ára. „Það sem ætlað er með þessari till. má segja, að þegar sé hafist handa um í okkar nágrannalönd- um og á hinum Norðurlöndunum. Þar hafa .þegar tekið frumkvæði ýmis frjáls félagasamtök sem þar eru mjög sterk og eru bæði sterk í sínum heimalöndum og eins á vettvangi Norðurlandanna allra og eins reyndar á vettvangi Evr- ópusamvinnu og þessi samtök eiga eftir að gera sig mjög gildandi í sambandi við ráðstefnuna og þau mál, sem verða tekin þar til með- ferðar. Mín skoðun er sú í sam- bandi við flutning þessarar till. að okkur takist meðal annars að laða til starfa enn fleiri aðila en að þessum málum vinna í dag. Fáum eitthvað af þeim mikla fjölda, sem alltaf er boðinn og búinn til þess að hjálpa til þegar eitthvað bjátar á eða eitthvað verk þarf að vinna. Við höfum mörg dæmi um þetta frá liðnum árum, þeim árum, sem hafa verið helguð ýmsum málefn- um og við höfum sérstaklega og getum haft sérstaklega í huga framtak ýmissa félagasamtaka með opinberum aðilum og undir þeirra stjórn og í samráði við þá, þótt stundum hafi nokkuð á það skort, t.d. nú á því ári sem er að líða, ári fatlaðra. Ég bendi á í lok grg. að hér er verið að stofna ný samtök í Reykjavík. Á morgun verður hald- inn stofnfundur Oldrunarráðs ís- lands, sem er sæmbærilegt við samtök sem starfa í nágranna- löndum okkar og hafa þar orðið sterk og öflug og eru þar meðlim- ir, ekki aðeins áhugamenn, heldur og aldraðir sjálfir. Það hefur nefnilega oft og tíðum vantað inn í þessa umræðu hjá mönnum, sem af góðum hug vil ég segja hafa fjallað um hvað eigi að gera fyrir aldraða, hvernig eigi að búa að þeim, þá hefur oft og tíðum vantað inn í þá umræðu rödd þeirra sjálfra. En ég held einmitt, að í slikum félagsskap þar sem sterkari aðilar eru til staðar til hjálpar og leiðbeiningar og til þess að taka mál þeirra upp, þá geti almenningur, þing og sveitar- stjórnir fengið að heyra raddir þeirra frekar en ella. Og í grg. bendi ég einmitt á það, að ég telji sjálfsagt að slíkir aðitar verði kallaðir til og einmitt með flutn- ingi þessarar till. og samþykkt hennar verða hæg heimatökin fyrir þingflokka að kalla til slíkt áhugafólk og fulltrúa aldraðra sjálfra úr þeirra félögum til þess að móta það sem gera þarf. „Við leggjum til jafnframt, að undirnefndir verði skipaðar sem snúi sér að staðbundnum verkefn- um, sem bæði er verið að vinna að og æskilegt væri að komast sem lengst með í allra nánustu fram- tíð. Við sem flytjum þessa þáltill. höfum trú á að samþykkt hennar og aðgerðir í samræmi við hana 17 geti einmitt orðið til þess að koma af stað slíkri hreyfingu allt í kringum landið. Það er víða vel að verki staðið og margt gott hefur þar verið gert á undanförnum ár- um, en ég hef þá trú, að með slíkri samstöðu og samvinnu aðila frjálsra félagasamtaka með opinberum aðilum, getum við stig- ið stór og merk spor fram á við í þessum málum, en ég held ein- mitt, að það sé rétti tíminn ti! þess að fara þá leið nú. Herra forseti! Það hefur verið ákveðið að tvær umr. skuli vera um þessa þáltill. og ég legg til, að þegar þessari umr. verður lokið, verði málinu vísað til hv. allshn." I ljósi þess sem hér hefur verið sagt og hversu umfangsmikið starf er samfara öllum undirbún- ingi og framkvæmd að ályktun SÞ þurfa nefndarmenn hinnar ráð- herraskipuðu nefndar ekki að óttast að ég og félagar mínir og aðrir þingmenn sem heitið hafa tillögu okkar stuðningi séum að draga bein úr aski þeirra, né skyggja á starf þeirra í nefndinni eða utan hennar að málefnum aldraðra. Á þessu sviði eru ærin verk að vinna fyrir þúsundir manna í þéttbýli og dreifbýli. Ég hefi lengi óskað þess, eins og fleiri sem að þessum málum hafa unnið, að miklu fleiri létu til sín taka, sýndu áhuga og sköpuðu áhuga hjá félög- um sínum og samstarfsmönnum til að hrinda í framkvæmd verk- efnum sem blasa við augum okkar allra og vinna þarf að. í þessu máli á hvorki pólitísk miðstýring nú föðurleg forsjá ríkisvaldsins að vera hið algilda og alráða. Einstaklingum og fé- lagasamtökum, hagsmunasamtök- um, sveitarfélögum og samtökum þeirra, ásamt áhugamannasam- tökum og félögum aldraðra sjálfra skapast vettvangur til að láta að sér kveða ef þingsályktunartillag- an um ár aldraðra verður sam- þykkt. Það munu þeir gera í samvinnu við þá ráðherraskipuðu nefnd sem nú situr að störfum. Reykjavík, 26. október 1981, Pétur Sigurðsson, alþingismaður. LAND MÍNS FOÐUR Kór Langholtskirkju Stjórnandi Jón Stefónsson Kór Langholtskirkju hefur gefið út sextán laga hljómplötu með íslenskum ættjarðarlögum, m. a. Þótt þú langförull legðir, Hver á sér fegra föðurland, Blessuð sértu sveitin mín, Lýsti sól og Land míns föður. Einnig hefur verið gefin út lítil hljómplata með lögunum Ó, Guð vors lands og Yfir voru ættarlandi. Þetta eru eigulegar hljómplötur og tilvaldar gjafir til vina og ættingja erlendis. LAND MÍNS FÖÐUR Kór Langholfskirkju Sljórnqndi Jón Stefánsson . . . Áplötunnieruættjarðarsöngvarffáíslandi. Þeireruvaldirmeð hliðsjón af því að kórinn er að halda til Vesturheims á vit frænda okkar þar. í sálum þeirra margra munu hljóma tónar frá ættar- byggð. Til þess að syngja með þeim eru lögin valin, og einnig svo hinir yngri megi heyra, hvað það er, sem hinir eldri eru að segja þeim frá. Platan er því ómur úr sál íslenzkrar þjóðar, — áskorun um að setjast niður og syngja saman . . . . . . Kór Langholtskirkju hefur unnið sig til þeirrar virðingar að vera talinn meðal beztu blandaðra kóra sem komið hafa fram á íslandi, og ekki aðeins þar, á norrænu kirkjutónlistarmótunum í Svíþjóð 1974 og Finnlandi 1978 sannaði hann, að hann á erindi að hlið þeirra kóra sem beztir eru taldir. Það var 15. október 1964 að núverandi stjórnandi kórsins var ráðinn til starfa við Langholtskirkju í Reykjavík. Á engan mun hallað, þó fullyrt sé, að starf hans með kómum er tímamótastarf í íslcnzkum kirkjusöng . . . Sig. Haukur Guðjónsson DREIFING: FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT8 SÍMI85884 » Kór Langholtskirkju Stjórnandi Jón Stefónsson 6 GUÐ VORS LANDS YFIR V0RU Æn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.