Morgunblaðið - 03.12.1981, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.12.1981, Qupperneq 21
21 Ritstjóri „Der Spiegel", herra Wild, varpaði í upphafi þáttarins fram þeirri fullyrðingu, að „nú ætluðu Bandaríkjamenn að sýna Sovétmönnum í tvo heimana með kúrekann Reagan í forsetastóli". Fréttaritarinn í Washington, herra Sonnenfeld, vísaði þessari fullyrðingu afdráttarlaust frá. (Sonnenfeld var í Washington, og sjónvarpsáhorfendur hér gátu séð hann á skerminum, en hann sá ekki viðmælendur sína.) Sonnen- feld sagði hins vegar hið sama og Schmidt hafði sagt í viðræðdm sínum við Breschnew, að Banda- ríkjamenn væru orðnir þreyttir á orðagjálfri einu og af þeirra hálfu væri ekki um að ræða að sýna ein- um eða öðrum í tvo heimana. Hins vegar yrði að gæta hagsmuna vestrænna ríkja. Sovétmenn hefðu hins vegar komist upp með að hegða sér eins og þeim sýndist bæði gagnvart öðrum þjóðum svo og í hervæðingu. Hann benti á Ví- etnam og öll mótmælin í því sam- bandi eins og þegar Víetnam var efst á baugi. Sonnenfeld tók ýmis önnur dæmi um yfirgang og ógnir Sovétmanna. Hann benti enn- fremur á, að undanfarin 20 ár hefði hernaðarmáttur Sovétm- anna rúmlega tvöfaldast, en á sama tíma hefði hernaðarmáttur Vesturveldanna varla staðið í stað. (þ.e. útgjöld til hermála væru nú yfirleitt hlutfallslega minni í vestrænum ríkjum en þau hefðu verið fyrir 20 árum, en Sov- étmenn verðu nú meira en helm- ingi meiri fjármunum til hervæð- ingar nú en þá). Sovéski þátttakandinn maldaði í móinn og vitnaði í ræðu Breschn- ews þar sem aðalritarinn talaði um vígbúnaðarstopp nú. Hinir voru fljótir að benda á, að sama hefði Breschnew sagt þegar hann kom hingað 1979. Sovéski full- trúinn svaraði þá á móti, að Breschnew hefði heimsótt V-Þýskaland 1979 áður en NATO- samþykktin frá sama ári hefði verið gerð. (Þar var tekin sú ein- dregna afstaða, að Sovétmenn skyldu semja við vestræn ríki fyrir 1983 ella vígbyggjust Vestur- veldin á sama hátt og Sovétríkin. Menn skyldu gera sér ljósa þá merkingu, er felst í orðum sovéska þátttakandans.) Breschnew var MQRQUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 Formaður Sjúkraliðafélags íslands Sigríður Kristinsdóttir heldur hér ræðu við afhendinguna. Við hlið hennar situr Ásgeir Jóhannesson formaður söfn- unarstjórnar Hjúkrunarheimilisins í Kópavogi en við hlið hans situr Ingi- björg Guðmundsdóttir stjórnarmaður í Sjúkraliðafélagi íslands. Sjúkraliðafélagið gef- ur Hjúkrunarheimili Kópavogs veglega gjöf því skv. orðum sovéska þátttak- andans stikkfrí gagnvart yfirlýs- ingum, sem hann gaf „fullur bræðrahugar" áður en NATO- samþykktin var gerð. Talsmaður v-þýsku stjórnarinnar benti á, að nauðsynlegt væri að vestræn ríki gætu treyst Sovétríkjunum betur. I því sambandi yrði Sovétstjórnin að vera opnari. Hann varpaði fram þeirri spurningu, hvers vegna ekki væri um að ræða bein- ar útsendingar frá t.d. sovéska þinginu, eins og væri í þingum í öllum ríkjum hins vestræna heims. Sovéski fulltrúinn kaus að láta þessu ósvarað. Þýski talsmað- urinn hélt hins vegar áfram og minnti á sovéskan málshátt, sem hljóðar eitthvað á þessa leið: Ef þú heldur hendinni fyrir aftan bak, veit viðmælandi þinn ekki, hvort þú ert með stein eða blóm í hend- inni.“ Þessu mætti snúa í orðsins fyllstu merkingu upp á Sovét- menn. Sá sovéski svaraði til, að Vesturveldin tryðu því vart upp á Sovétríkin að þau hefðu eitthvað óhreint í pokahorninu. Frekar gætu Sovétríkin vantreyst vest- rænum ríkjum. í því sambandi benti hann á, hversu illa Sovét- menn hefðu farið út úr seinni heimsstyrjöldinni og væri full ást- æða, af sovéskri hálfu að sýna var- úð! Þó viðurkenndi hann, að Sov- étmenn væru e.t.v. full varkárir. Þátturinn endaði eins og spenn- andi umræður enda vanalega: tímahrak og þættinum varð að ljúka. Sennilega hefur sovéski þátttakandinn verið feginn. Stjórnmálasigur kanslarans Heimsókn aðalritarans hefur trúlega styrkt samningsaðstöðu vestrænna ríkja gagnvart Sovét- ríkjunum. Menn bíða nú spenntir eftir framvindu mála á ráðstefn- unni í GENF í næstu viku. Hvort Schmidt hefur tekist að gera Sov- étmönnum ljósa alvöruna verður framtíðin að skera úr um. En heimsókn Breschnews var mikill stjórnmálasigur fyrir Schmidt, sem bæði af andstæðingum og samherjum er talinn einn besti stjórnmálamaður, sem Þjóðverjar hafa átt. Vitna má í fyrirsögn í dagblaði í dag. 25.11.: Schmidt fekk 10 í einkunn fyrir frammi- stöðuna! HJÚKRUNARHEIMILI Kópavogs barst nýlega myndarjeg peningagjöf frá Sjúkraíiðafélagi íslands að upp- hæð krónur 80.000.-. Peningarnir, sem Sjúkraliðafélagið gaf eru úr Styrktarsjóði aldraðra, sem stofnað- ur var af Sjúkraliðafélaginu á 10 ára afmæli þess árið 1976. Segir í skipulagsskrá sjóðsins að veita skuli styrki úr sjóðnum fimmta hvert ár. I fyrsta sinn á 15 ára afmæli Sjúkraliðafélagsins þann 21. nóvember árið 1981 og var ákveðið að fyrsti styrkurinn úr sjóðnum rynni til Hjúkrunar- heimilisins í Kópavogi. Stofnfé sjóðsins var 200.000.- gamlar krónur, sem var ágóði af sölu afmælisplatta félagsins. Síð- an hefur fjár verið aflað til sjóðs- ins með því að selja jólakort fé- lagsins víðsvegar um landið. í skipulagsskrá sjóðsins segir að tilgangur hans sé að styrkja aldr- aða og einstaklinga, félög og stofnanir, sem vinna að bættum aðbúnaði eldra fólks. Það var Hjördís Karvelsdóttir, sem afhenti Asgeir Jóhannessyni, formanni söfnunarstjórnar þessa góðu gjöf, en Hjördís var upphafs- maður að stofnun Styrktasjóðs aldraðra. Jóhanna Egils- dóttir sæmd stór- riddarakrossi FORSETI íslands hefur sæmt frú Jóhönnu Egilsdóttur stórriddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu, að því er segir í frétt frá skrifstofu forseta Islands. Kristniboðshá- tíð f Búðardal á sunnudag „Á SUNNUDAGINN kemur, 6. desember kl. 2 e.h., verður haldin kristniboðshátíð í Félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal, til að minnast þúsund ára afmælis kristniboðs í landinu. Þar munu kirkjukórar í Dala- sýslu syngja undir stjórn organ- ista sinna. Prófastur, sr. Ingi- berg J. Hannesson á Hvoli flytur ávarp, ræðu flytur sr. Valdimar Hreiðarsson á Reykhólum og sr. Friðrik J. Hjartar í Búðardal flytur lokaorð. Þá verður flutt Sólhjartarljóð eftir Matthías Jó- hannessen er hann orti í tilefni kristniboðsársins og nemendur úr Tónlistarskóla Dalasýslu leika á hljóðfæri. Þannig verður í tali og tónum minnst kristniboðs- ársins, og mun þetta verða 11. kristniboðshátíðin, sem haldin er í landinu á þessu ári.“ Reykjavíkurskákmótið verður haldið að Kjarvalsstöðum í feb. STJÓRN SÍ hefur þegar sent út um ailan heim upplýsingar um X. alþjóð- lega Reykjavíkurskákmótið, sem ha- Idið verður á Kjarvalsstöðum 9. — 21. feb. 1982. Mótið verður að þessu sinni opið, og verða tefldar 11 umferðir skv. svissneska kerfinu. Fyrstu verðlaun eru $6.000, önnur verð- laun $4.000, þriðju verðlaun $3.000, fjórðu verðlaun $2.000 og fimmtu verðlaun $1.000. Þátttöku- rétt eiga allir erlendir skákmenn með 2300 Elo-skákstig eða meira, og allir íslenskir skákmenn með 2200 Elo-skákstig eða meira. All- margir erlendir skákmenn hafa látið í Ijós áhuga á þátttöku s.s. Bent Larsen, Robert Byrne, G. Forintos, A. Soltis o.fl. Sovézka Skáksambandið hefur spurt um það sérstaklega, hvort Viktor Korchnoi muni tefla á mótinu. Stjórn SÍ hefur boðið V. Korchnoi á mótið, og hefur hann þekkzt það. „Mikilvægasta athuga- semdin var um götumyndina vestan Aðalstrætis. Við töld- um ófært að festa til fram- búðar þessa ósamstæðu mynd, sem nú blasir við. Á þetta sjónarmið var fallist og samþykkt að húsaröðin vest- an Aðalstrætis skyldi felld inn í verðlaunasamkeppni, sem samþykkt hefur verið að hafa um kvosina.“ einu. Að vísu kostaði það einhver átök innan meirihlutans, en niður- staðan varð sú að margar athuga- semdir okkar voru teknar til greina. Mikilvægasta athugasemdin var um götumyndina vestan Aðal- strætis. Við töldum ófært að festa til frambúðar þessa ósamstæðu mynd, sem nú blasir þar við. Á þetta sjónarmið var fallist og samþykkt að húsaröðin vestan Að- alstrætis skyldi felld inn í verð- launasamkeppni, sem samþykkt hefur verið að hafa um kvosina. Niðurstaðan varð sú, að okkur sjálfstæðismönnum fannst það langt gengið til móts við okkar sjónarmið við afgreiðslu málsins í borgarráði og í borgarstjórn, að við greiddum atkvæði með tillög- unum. Grundvallarstefnumótunin byggðist jú einnig á hugmyndum sjálfstæðismanna frá því í des- ember 1977. VAX teppasusan erkomin til Teppalands / / Héðan i frá munu ryksugur og teppahreinsarar tilheyra særdeginum VAX-teppasugan sameinar notagildi þriggja véla í einni. VAX er öflug ryksuga til venjulegra heimilis- nota. VAX sýgur upp vökva sem hellast nidur, áður en þeir þoma og ná að mynda bletti, nær stíflu úr vaski og þurrkar gólflð ef flóð verður af einhverjum orsökum. VAX er teppahreinsari, sem á engan sinn hka: Hún djúphreinsar teppin með hreinsivökva, sýgur óhreinindin og bleytuna jafnóðum upp og skilar teppinu þurru og sem nýju. Soluaðilar: Kf. Skaftfellinga, Vík K.A.Sk. Höfn Homafirdi Kf. Berufjardar Kf. Faskrúðsfjaröar, Faskrudsflrúi Teppaland, Akureyri Kf. Skagfirúinga, Saudárkróki Kf. Hunvetninga, Blonduosi Kf. \ -llunvetninga, Hvammstanga Litabúdin, Olafsvik Versl. Flisar Gudnasonar, FskiHrði Malningarþjonustan, Akranesi Kf. Fram, Neskaupstað Brímnes, V estmannaeyjum Kf. V opnafjarúar. Vopnafirdi Dropinn, Keflavík Kf. Iléraösbua, FgUsstödum PensiUinn, ísafiröi Stalbúdin, Seydisfiröi Jón Fr. Finarsson, Bolungamk Hagkaup Finco Siglufirdi. Tepprlrnd Grensásvegi 13 Símar: 83577 - 83430

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.