Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 7 Eg þakka af alhug öllum þeim er glöddu mig, á níræöis- afmæli mínu 3. þ.m. og gerdu mér daginn ógleymanleg- an. Eg biö Guö aö launa ykkur öllum, af ríkid&mi sinnar náöar, kæra venslafólk og vinir, og gefa ykkur gleöileg jól ogfarsælt nýtt ár. Guðrún Hallsteinsdóttir, Leifsgötu 14. Öllu frændfólki og vinum sem glöddu mig á átt- ræöisafmæli minu 30. nóvember sl. færi ég alúðar- þakkir. Ennfremur færi ég stjóm DAS á Hrafnistu í Reykjavík svo og öllu starfsfólki þar þakkir fyrir samstarfiö í rúma tvo áratugi og nú síðast fyrir hlýjar kveöjur og heillaóskir. Lifiö heil öll saman. Valgerður Einarsdóttir. Erlendar bækur tíl ajafa - hagsfætt verð! Bókabúð Steinars Bergstaðastræti 7 sími16070 Hestamenn Smalað verður á Ragnheiöarstööum laugardaginn 12. des. Hestarnir verða í rétt kl. 12 á hádegi. Bílar verða á staönum til flutnings á hestunum. Haustbeitar- og flutningsgjald greiðist á staönum. Eigendur þeirra hesta sem voru á Ragnheiðarstöðum í fyrravetur og sl. sumar og hafa ekki greitt aö fullu fóður og beitakostnað geri þaö nú þegar, svo að komist veröi hjá frekari aðgeröum. Þeir hestaeigendur, sem ætla að hafa hesta sína á fóörum á Ragnheiðarstööum í vetur, þurfa nú að gefa sig fram, meö þá hesta, því aö þeir hestar veröa teknir á gjöf nú þegar. Tamningastöövar veröa starfræktar í vetur, í Reykja- vík, tamningamaður Hafliöi Halldórsson, sími 30178 og á Ragnheiðarstöðum, Jóhannes Kjartansson, sími 90-6366. Hestamannafélagið Fákur. Hinar margeftirspurðu norsku skíðapeysur komnar aftur, kræktar og heilar GEfsiP H Margir nýir litir... KfefkMEgS? Mikilvægt frammíkall f rædu, st*m Birgir ísl. (•unnarsson flutti um utan- ríkismál á Alþingi og birt- ist hér í blaðinu 4. desem- ber síðastliðinn, vék hann að afstöðu Mitterrands, forseta Krakklands, til utanríkLsmála nj» taldi tvennt sérstaklega athygl- isvert Að Mitterrand og flokkur hans hafi ekki hvatt til þátttöku í hinum svonefndu friðargöngum, sem efnt hefur verið til undanfarið, og Mitterrand, „þessi sérstaki uppáhalds stjórnmálamaður Alþvðu- bandalagsins", eins og Birgir ísleifur orðaði það, hafi lýst aðgerðum „frið- arsinna" sem kröfu um einhliða afvopnun. I*t*gar Birgir fsl. Uunn- arsson hafði ma*lt þessi orð, varð nokkur kurr í þingsalnum og sagði þá ra*ðumaður: „Eg heyri að hv. formaður þingflokks Alþýðuflokksins hváir við, en því verður ekki á móti mælt, að hæstv. félags- málaráðherra, formaður Alþýðubandalagsins, sendi sérstakt skcyti til Mitter rands, og fagnaði sérstak- lega sigri hans í Krakk- landi, þó að þeir greinilega eigi ekki samleið í þessu máli. ((íripið fram f: l’að var áður en þetta kom í ljós.)“ l'annig var frá þessu skýrt í Morgunblaðinu. Ekki kemur fram, hver grcip fram í fyrir Birgi fsl. (iunnarssyni, en af sam- hengi ræðunnar má ráða, að það hafi verið Svavar (iestsson, formaður AK þýðubandalagsins og fé- lagsmálaráðherra, hann hafi bæði verið að svara Birgi ísl. og hváinu í Sig- hvati Björgvinssyni, þing- flokksformanni krata. I'etta frammíkall er mjög mikilvægt miðað við þær áköfu en fáfengik-gu deiK ur, sem orðið hafa um eignarréttinn á Mitterrand rnilli krata og kommúnista hér á landi. Alþýðubanda- lagið féll samkvæmt frammíkallinu frá ollum kröfum til þt*ssa réttar, Ragnhildur Helgadóttir þegar í Ijós kom, að Mit- terrand er andvígur ein- hliða afvopnun Yestur Evrópuríkja. Imrfa menn skýrari sönnun fyrir því, hve ákafir Svavar (fesLsson og flokksbræður hans eru í baráttu sinni í þágu sov- éska herveldLsins, sem vill verða einrátt í Evrópu í krafti kjarnorkueldflauga og skriðdrekasveita? Pr því að Mitterrand er á móti einhliða afvopnun er Al- þýðubandalagið á móti Mitterrand! Dularfull ferdalög Krammíköll þingmanna Alþýðuhandalagsins, þegar andstæðíngar þeirra flytja ræður, setja mjög svip sinn á umra*ður, cinkum þó þegar bent er á tengsl AK þýðuhandalagsins við kommúnistaflokka fyrir austan járntjald. i'etta kom til dæmis berlega í Ijós, þegar Kagnhildur Helgadóttir vék að því í umra*ðum um öryggismál á dögunum í hvers boði Svavar Gestsson Svavar (íesLsson, formaður Alþýðuhandalagsins, hefði farið til Sovétríkjanna í ágúst síðastliðnum. Upp- hófust þá mikil frammíköll frá þingmönnum kommún- ista. Svavar sagði síðar í sömu umræðum, að hann hefði farið í boði ríkis- stjórnar Sovétríkjanna. Kagnhildur Helgadóttir minnti á, að Leonid Brezhnev væri bæði leið- togi flokks og stjórnar í Sovétríkjunum, svo að erf- itt væri að gera mun á handhöfum hins opinbera valds og flokksins þar í landi. Síðan sagði Kagn- hildur Helgadóttir: ... og víst má það vera óvcnjulcg opinber heim- sókn sem þarna hefur ver ið um að ra*ða, því að ekki mun utanríkisráðuneytið hafa komið nálægt þessu fyrirtæki né heldur sendi- ráð fslands í Moskvu fvrr en ef til vill eftir að ráð- herra kann að hafa haft samhand við það er þang- að var komið. Eftir því sem ég hef heyrt þá mun þessi hcimsókn ekki hafa farið fram með þeim hætti, sem venjulega tíðkast um I opinberar heimsóknir ráða- Birgir isl. Gunnarsson manna fyrir tilstilli eða milligöngu utanríkisráðu- neytisins með einhverjum hætti. Vel má þó vera, að þetta sé aðeins ný aðferð sem þarna er viðhöfð, og læt ég útrætt um það efni, en aðallega var það ein- kennilegt, að menn virðast ekki þar á bæ gera mun á hinu pólitíska valdi og sjálfum embættunum." Skömmu eftir að þessi orð voru mælt í ra*ðustól á Alþingi sá utanríkisráðu- ncvtið ástæðu til að skrifa öllum ráðuneytum og for setum Alþingis bréf um það, hvernig þessir aðilar skyldu haga sér, þegar þeir færu til útlanda í opinber um erindagjörðum. Tilefni bréfsins má rekja til kvart- ana scndiráðs íslands í Moskvu, þar sem starfs- menn heyrðu um ferðir þingmanna til AusturÞýskalands og sjálfs menntamála- ráðherra, Ingvars (.ísla sonar, til Búlgaríu á skoLspónum, eftir að Svav- ar Gestsson birtist í höfuð- borg hcimskommúnismans með fríðu föruneyti og fór á milli staða í fylgd fulltrúa kommú n istaflok ksi ns. Hinir helgu dómar kommúnista í umraeðum um utanríkismál á Alþingi á dögunum vöktu þau Ragnhildur Helgadóttir og Birgir ísl. Gunnarsson sérstaklega at- hygli á samskiptum Svavars Gestssonar viö sovéska ráðamenn og nýkjörinn Frakklandsforseta. Ókyrrðust kommúnistar mjög undir þeim umræðum og gripu fram í fyrir ræðumönnum, síðan hefur skriffinnum Þjóðviljans um utanríkismál verið það sérstakt kappsmál að ófrægja þau Birgi isl. og Ragnhildi, eins og vani er hjá málgögnum kommúnista, þegar andstæðingum þeirra tekst að svipta hulunni af hinum helgu dómum heimskommúnismans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.