Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 19 Vandaðar bækur aö efni og útliti LárusJóhannesson BLÖNDALSÆTTIN Niðjatal Björns Auðunssonar Blöndals, sýslumanns i Hvammi í Vatnsdal, og Guðrún- ar Þórðardóttur, konu hans. — Eitt mesta ættfræðirit, sem gefið hefur verið út hér á landi, á sjötta hundrað þéttsettar síð- ur og myndir af á annað þús- und einstaklingum. Jökull Jakobsson SKILABOÐ TIL SÖNDRU Þetta er síðasta skáldsaga Jök- uls og speglar alla beztu skáld- skapareiginleika hans. Frá- sögnin er lipur og lifandi, bráð- skemmtileg og stórfyndin. Að- dáendur Jökuls eru svo sannar- lega ekki sviknir af þessari síð- ustu bók hans, hún er ein skemmtilegasta skáldsaga ársins. SklLABOO TIL SÖNPRU Einar Guömundsson ÞJÓÐSÖGUR OG ÞÆTTIR Fjölbreytt úrval þjóðlegs fróð- leiks í bundnu og óbundnu máli, sagna og kveðskapar, sem lifað hefur á vörum fólks- ins í landinu, en mest úr Árnes-, Rangárvalla- og Skaftafells- sýslum. fíuth Montgomery ÓVÆNTIR GESTIR Á JÖRÐU Hefur þú heyrt talað um skipti- sálir? Tugþúsundir skiptisálna eru meðal okkar, háþróaðar ver- ur, sem hafa tileinkað sér Ijósa vitund um tilgang lífsins, en starfa i kyrrþey og leitast við að hjálpa. Úlfur Ragnarsson lækn- ir hefur þýtt þessa bók. Fríöa Á. Siguróard. SÓLIN OG SKUGGINN Fyrsta skáldsaga höfundar smásagnasafnsins „ÞETTA ER EKKERT ALVARLEGT“ sem út kom í fyrra og mesta athygli vakti. „SÓLIN OG SKUGGINN“ er bókmennta- viðburður, sagan er þrungin áhrifamagni, snertir og eggjar og er rituð á óvenju fögru og auðugu máli. Hendrik Ottósson GVENDUR JÓNS Prakkarasögur úr Vesturbænum. Sögurnar af Gvendi Jóns og félögum hans eru fyrir löngu orðnar sígildar. Þeir, sem ekki hafa kynnst þessum prakk- arasögum, eru öfundsverðir, svo skemmtilegar eru þær við fyrsta lestur. Hinir rifja fagn- andi upp gömul kynni við þessa frægu prakkara. Jakob Jónsson FRÁ SÓLARUPPRÁS TIL SÓLARLAGS Bókin sameinar á sérstæðan hátt skemmtun og alvöru. Sá lesandi er vandfundinn, sem ekki les þessa bók i einni lotu, ýmist hugsi og veltandi vöng- um, eða með bros á vör, — jafn- vel kunna sumir að hlæja dátt að hinum stórfyndnu sögum af samferðamönnum séra Ja- kobs. Benedikt Gröndal RIT I Gröndal er meðal afkasta- mestu rithöfunda íslenzkra að fornu og nýju og einna fjöl- hæfastur og fyndnastur þeirra allra. I þessu bindi eru kvæði hans, leikrit og sögur, m.a. Sag- an af HELJARSLÓÐARORR- USTU og ÞÓRÐAR SAGA GEIRMUNDSSONAR. í seinni bindunum verða blaðagreinar og ritgerðir og sjálfsævisag- an DÆGRADVÖL. Gils Guómundsson FRÁ YSTU NESJUM II Skemmtilegir vestfirskir þættir, m.a. um höfuðbólið Vatnsfjörð og höfðingja þá og presta, sem þar gerðu garðinn frægan, um Sigurð skurð, Álf Magnússon ævintýramann og skáld og margskonar annað efni i bundnu og óbundnu máli. Jón Auöuns TIL HÆRRI HEIMA Þessi fagra bók geymir úrval úr sunnudagshugvekjum séra Jóns, sem birtust á sínum tíma i Morgunblaðinu. Alls eru hug- vekjurnar 42 að tölu. Það er mannbætandi að lesa þessar fögru hugvekjur hins mikla fræðara, og hugleiða í ró efni þeirra og niðurstöður höfundar- ins. Gísli Kristjánsson SEXTÁN KONUR Ferill þeirra og framtak í nútíma hlutverkum. Starfsvettvangur kvenna er ailt- af að stækka. Hér segja sextán konur frá menntun sinni og störfum, sem áður þóttu sjálf- sögð sérsvið karla einna. Frá- sagnir þeirra geisa af starfs- áhuga og starfsgleði og fjöl- breytni efnis er einstök. Ævarfí. Kvaran UNDUR ÓFRESKRA Safn dularfullra furðusagna, sem allar eru hver annari ólík- ari og ótrúlegri, en eiga það sameiginlegt allar að vera vott- festar og sannar. — Enginn ís- lendingur hefur kynnt sér þessi mál jafn ítarlega og Ævar R. Kvaran. Kristján Karlsson KVÆÐI 81 Ein athyglisverðasta kvæðabók ársins, sérstæð bók og á ýmsan hátt óvenjuleg. Kvæði Kristjáns eru kjörbók Ijóðelskra manna. SKUGGSJÁ BÓKABÚO OLIVERS STEINS SF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.