Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 .
23
Vélmenni ban-
aði vinnufélaga
Tókýó, 8. desember. Al*.
VÉLMENNI eitt í Kawasaki-iðjuverinu í
Tókýó varð vinnufélaga sínum að bana í
júlí sl., en fregnir um þennan fáheyrða at-
burð voru ekki birtar fyrr en í dag þegar
niðurstöður úr opinberri rannsókn málsins
lágu fyrir.
Málsatvik voru þau að fórnarlambið, Kanji
Urada, fór yfir öryggisgirðingu í vélarsal til
að dytta að vél sem framleiðir gíra í bifreið-
ar. Vélmennið brá skjótt við og hrakti hinn
óboðna gest á yfirráðasvæðinu upp að vél-
inni, rétti út arminn og stakk manninn á hol,
með þeim afleiðingum að hann lézt af sárum
sínum.
Þetta er í fyrsta sinn sem sögur fara af
slíkum dauðdaga í Japan, en um 70 þúsund
vélmenni eru þar í verksmiðjum.
Fjallaþjód í vanda
Fjölvautgafan sendir ut bok um átökin í Afganistan
FJÖLVAÚTGÁFAN hefur sent frá sér bók um alþjóðamál og nefnist hún
„Fjallaþjóð í vanda“. Fjallar hún um Afganistan og frelsisbaráttu íbúanna þar.
Höfundurinn er indverskur blaðamaður, Síra Prakas Sin, sem hefur um langt
skeið fylgst með þróun mála í Afganistan og m.a. átt viðtöl við marga þá sem
við sögu koma.
I tilkynningu Fjölvaútgáfunnar
um bókina segir m.a.:
I bókinni er rakinn aðdragandi
þess valdaráns, sem Rússar og
fylgismenn þeirra framkvæmdu
um jólaleytið 1979. Aðdragandinn
var langur og lýsir höfundur vel
átökum stórveldanna um Afganist-
an og hvernig Rússar urðu yfir-
sterkari með því að bjóða meiri
efnahagshjálp, sem þeir síðan not-
færðu sér til að ná æ meiri tökum á
hinni frumstæðu þjóð. Lýst er þeim
mörgu byltingum sem þarna voru
framkvæmdar, bæði þegar konungi
var steypt af stóli, síðar hinni blóð-
ugu byltingu, þegar Daúd forseta
var steypt og síðan valdabaráttu
helstu forsprakka kommúnista-
flokksins innbyrðis, þeirra Tarakís,
Amíns og Karmals, en báðir þeir
fyrrnefndu voru drepnir í bylting-
um, sem Rússar stóðu á bak við.
Höfundur forðast þó allan einlit-
an áróður, heldur lýsir atburðum
blákalt og hann útskýrir það m.a.
að hér sé ekki aðeins um að ræða
pólitíska flokkabaráttu, heldur
baráttu milli gamla og nýja tím-
ans. Rússar og kommúnistar í
landinu stefna að því að byggja
þarna upp nútímatækniþjóðfélag,
en á móti þeim standa forystumenn
múslíma, múllarnir, sem eru á móti
allri vestrænni tæknivæðingu og
félagslegum framförum eins og
kvenfrelsi.
Gallinn er bara sá, að eftir
valdatöku kommúnista með rússn-
eskri vopnabeitingu, hafa þeir
misst alla tiltrú þjóðarinnar. Þar
spila þjóðerniskenndir líka inn í.
Vegna innrásar Rússa eru þeir og
fylginautar þeirra nú svo hataðir,
að þar virðist útilokað að sættir
náist.
Eftir Siri Prakas Sina
FJÖtV»clpijTO*F»
Fjallaþjóðin reynist seigari en
Rússar bjuggust við. Enn er ekkert
lát á skæruliðahernaði. Sjálfur
Karmal hefur efasemdir um fram-
ferði Rússa, hann beitti sér t.d.
fyrir því, að þeir hættu notkun
napalm-sprengja, af því að þær
stríddu mjög gegn trúarhugmynd-
um múalíma.
Bókin Fjallaþjóð í vanda er um
160 bls. Þýðingu annaðist Jón Þ.
Þór sagnfræðingur. Hún er unnin í
Prentsmiðjunni Odda.
mu smni var
ANTS
THE
Nýja platan „Prince CnarminR"
mcö Adam & the Ants j
er komin i verslanir okkar. A
... laglegur rokkprins sem hét Adam. Hann er krónprins í
tónlistarríki því sem Englar og Saxar byggðu og bjó hann við mikinn
auð og listilegt líferni. Hafði hann um sig hirð eina mikla
og hóp hugdjarfra riddara er Maurar nefndust. Og sjá,
Adam og Maurarnir unnu hug og hjörtu lýðsins með
prúðri framkomu sinni og hljómmiklum hljóðfæra-
slætti. Frægðarorð það er af Adam og liðsveit hans
fór barst vestur um hafið til söngeyjunnar og þar
svifu Mauratónarnir á öldum ljósvakans.
Söngvar Mauranna urðu fleygir og lifðu
á vörum fólksins, sem unni tónlistinni sem
hljómplatan „Kings of the Wild Frontier“
geymdi. Þegar vetur gekk í garð í ríki Engla
og Saxa, klæddust Adam og Maurarnir
sínum og héldu í krossferð með nýja hljómskífu
að vopni. Og sjá, það birti til í vetrarkófinu og hjörtu
lýðsins fylltust af hlýju og gleði því Maura-
tónlistin hljómaði á nýjan leik. Þetta er ekki
aðeins lítið ævintýri, heldur veruleikinn sjálfur.
SUÍHOr *|jji KARNABÆR
AQAM AN
Einstœdar
HPlfj
wvl
minmngar
"Jw.
HORFT
TIL LIÐINNA
STUNDA
Eftir Þórarinn Þórarinsson fyrrverandi skólastjóra á Eiöum.
Þaö er alþjóð löngu kunnugt aö Þórarinn er mikill fræöaþulur
en jafnframt glettinn og spaugsamur. í bók sinni segir hann frá
kynnum sínum af margskonar fólki sem hann hefur hitt á
lífsleiöinni, meistara Kjarval jafnt sem kotbændum og sannar
Þórarinn í bók sinni aö hann hefur haft næmt auga fyrir því sem
var aö gerast í kringum hann og frásagnarlistin bregst honum
ekki. Bókin er prýdd fjölda mynda og teikninga.
BÆNDUR
SEGJA
ALLT GOTT
Eftir Jón Bjarnason frá Garösvík. Tvær fyrri æviminningabæk-
ur Jóns: Bændablóð og Hvaö segja bændur gott? hlutu mjög
góöar viötökur bæöi gagnrýnenda og almennings, enda hefur
fyrrum Garösvikurbóndi einkar lipran penna og létta lund og
kann að segja þannig frá ævikjörum íslenskra bænda og
bændamenningu aö bækur hans geymast en gleymast ekki. í
hinni nýju bók sinni heldur Jón áfram þar sem frá var horfiö að
segja frá lífshlaupi sinu og sveitunga sinna Þingeyjarsýslumeg-
in í Eyjafiröi og fatast honum hvergi flugiö í frásögn sinni.
SJÓMANNS
/EVI
Endurminningar Karvels Ögmundssonar skipstjóra og útgerö-
armanns, skráöar af honum sjálfum. Karvel Ögmundsson er
löngu landsþekktur aflaskipstjóri og dugmikill útgeröarmaöur,
en hann man sannarlega tímana tvenna. í 1. bindi æviminninga
sinna segir Karvel frá uppvaxtarárum sínum á Snæfellsnesi, og
hinum kröppu kjörum sem öll alþýöa bjó viö — hver dagur var
barátta fyrir brauðinu, og í þeirri baráttu tóku ungir jafnt sem
eldri þátt. En jafnframt þróaöist einstæö menning, sem fólst
ekki síst í því aö hinir yngri námu af vörum hinna eldri og
lífsreyndari. Karvel Ögmundsson hefur frá mörgu aö segja, og
saga hans er jafnframt spegill af baráttu íslendinga frá erfiöi og
örbyrgö til velsældar. Brugöiö er upp skýrri mynd af at-
vinnuháttum þess tíma er Karvel var að alast upp, og raktar
fjölmargar merkar frásagnir, er Karvel nam í æsku sinni.
ÖRN &ÖRLYGUR
Siðumúla 11, simi 84866