Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakið. Fjarvistir og starfsleysa Þegar eftir lifa tvær vikur þingstarfa á þessu ári er fjárlaga- frumvarp komandi árs enn ekki komið til annarrar umræðu, frumvarp um fjárfestingar- og lánsfjáráætlun enn að velkjast í fyrri þingdeild og frumvörp um sérstakar efnahagsráðstafanir, sem full- trúar í efnahagsmálanefnd ríkisstjórnarinnar hafa ýjað að, hafa ekki séð dagsins ljós. Þegar þetta ástand þingmála bar á góma sl. mánudag í umræðu utan dagskrár á Alþingi vóru þrír ráðherra, forsætisráð- herra, dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra, erlendis. Sömu- leiðis formenn þingflokka stjórnarliðsins, Ólafur Ragnar Grímsson og Páll Pétursson, og tveir af þremur fulltrúum í efnahagsmálanefnd stjórnarinnar. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ríkis- stjórnina ekkert samband hafa haft við stjórnarandstöðu, hvernig þingstörfum skuli háttað fram að jólahléi, hvaða mál ríkisstjórnin legði áherzlu á að fá afgreidd fyrir jól — né hvenær þing kæmi til starfa á ný upp úr áramótum, en venjulega er löngu búið að ganga frá samkomulagi við þingflokka um þessi efni, þegar svo áliðið er þing- haldsins. Krafðist hann svars um hvern veg vinnubrögðum þings yrði háttað; hvort stefnt væri að sérstökum efnahagsráðstöfunum — og ef svo væri, hvenær frumvarpa um þau efni væri að vænta? Formaður Sjálfstæðisflokksins lagði áherzlu á, að ekki yrðu þoluð viðlíka vinnubrögð og á sl. vetri, er Alþingi var sent heim meðan ríkisstjórnin ungaði út bráðabirgðalögum. Slík vinnubrögð sam-' ræmdust ekki virðingu Alþingis, sem sagt var að bjarga ætti með stofnun núverandi ríkisstjórnar. Engu væri líkara en ríkisstjórnin væri hrædd við þingheim og teldi viðeigandi að sniðganga hann og fara á bak við hann. Sjálfstæðismenn myndu ekki greiða atkvæði með þingfrestun, nema að tryggt væri að Alþingi fengi fyrirfram að fjalla um efnahagsráðstafanir, sem þyrftu lagastoð. Þeir væru hinsvegar reiðubúnir til að sitja þingfundi milli jóla og nýárs og janúarmánuð allan, ef þörf krefði til að vinna slíka lagagerð. Fjarvistir ráðherra og forystuliðs ríkisstjórnarinnar í helztu starfsönn Alþingis vóru harðlega gagnrýndar, sem og fjarvistir ráð- herra og þingmanna Alþýðubandalags á þingfundum. Hvatti Sighvat- ur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, þingforseta til að veita þingliði Alþýðubandalagsins tiltal, enda gegndi það illa þingskyldum sínum. Þverbrestir, sem betur og betur koma í Ijós í stjórnarsamstarfinu, bera sig m.a. í því, að ekkert samkomulag virðist enn fyrir hendi, hvorki um vinnubrögð þings næstu vikur — né efnisatriði ráðstafana í efnahagsmálum, sem Jón Ormur Halldórsson, sérstakur aðstoðar- maður forsætisráðherra, lét að liggja að væru í farvatninu í ríkisút- varpinu á dögunum. Raunar vék Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins, að hinu sama á kaupfélagsstjórafundi SÍS, en sjálfur löggjafinn, Alþingi, er starfslítill, vegna fjarvista ráðherra og þingliðs stjórnarinnar, og fær fréttir af væntanlegri lagasetningu utan úr bæ og úr ríkisfjölmiðlum. Tvær tungur Alþýðubandalagsins Byggingarsjóð ríkisins, sem núverandi ríkisstjórn svipti launa- skattstekjum, og stofnlánasjóð atvinnuveganna skortir rúmlega 10 milljarða gkróna til að endar nái saman á þessu ári. Ríkisstjórnin hefur gripið til þess ráðs að taka erlend lán vegna stofnlánasjóðanna og jafnframt hefur hún leitað til Seðlabankans um bráðabirgðalán til þess að bjarga stöðu Byggingarsjóðsins. Þá virðist ríkisstjórnin stefna að því að auka bindiskyldu á inn- stæðufé banka og sparisjóða í Seðlabanka um 3% og skyldukaup lífeyrissjóða úr 40% í 45%. Þessi aukna skerðing á ráðstöfunarrétti lífeyrissjóða á eigin fé hefur mælzt mjög illa fyrir, enda myndi hún draga verulega úr lánagetu þeirra til meðlima sinna, en yfir 90% lána lífeyrissjóða fara til að fjármagna kaup eða nýbyggingar íbúðarhús- næðis, að sögn Péturs H. Blöndal, forstjóra Lífeyrissjóðs verslunar- manna. Sú var tíðin að talsmenn Alþýðubandalags á þingi töldu þessa kaupskyldu lífeyrissjóða hina mestu aðför að ráðstöfunarrétti laun- þega á eigin sjóðum, en nú gengur fjármálaráðherra þess lengra en nokkur annar í þessari skerðingu. Hér sem víðar sést, hve Alþýðu- bandalagið hefur ríkulega lifað sig inn í tvö íslenzk orðtök: fagurt skal mæla en flátt hyggja — og gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri! Sören Sasse arkitekt (með blýantinn) og Eva Henschen frá Thorvaldsen-safni (lengst til vinstri) útskýra fyrir Þóru Kristjánsdóttur listráðunaut Kjarvalsstaða og Stefáni Halldórssyni hugmyndir sínar um uppsetningu Thorvaldssen-sýningarinnar, sem beri blæ sýningarsala í Thorvaldsen-safninu sjálfu. Thorvaldsensafnið sendir fjölda listaverka á sýningu á íslandi — Þetta er í fyrsta skipti sem Thor- valdsen-safnið hefur sett upp slíka sýn- ingu í öðru landi síðan það var stofnað 1848, sagði Eva Henschen, safnvörður í Thorvaldsen-safninu í Kaupmannahöfn, Hefur sýningin verið í undir- búningi um langan tíma, enda gífurlega mikil og dýr fram- kvæmd að senda slíkar högg- myndir og dýrgripi milli landa og undirbúa kynningu á þessum listamanni, sem bar einna hæst í heimi listanna í sinni tíð. Er ætlunin að senda hingað 60 styttur og lágmyndir og 40 teikningar eftir Bertil Thor- valdsen, bæði frummyndir og afsteypur. Þar að auki mikið safn af málverkum og öðru frá þeim tíma sem hann var uppi, til að sýna umhverfið í Kaup- mannahöfn sem hann hrærðist í, en það voru tímar mikillar grósku í listum, enda var Bertil samtímamaður H.C. Anders- ens, Öhlenslágers, Sören Kirke- gaards og fleiri, að því er Eva Henschen sagði fréttamanni Mbl. Verða sýningarmunir um 150 talsins. Aðaláherzlan verður lögð á þrjú tímabil Thorvaldsens, æskuárin í Kaupmannahöfn, Rómarárin þegar hann bar hæst í heimslistinni og seinasta tímabilið í Kaupmannahöfn. Hefur Sören Sasse, arkitekt, sem hefur undirbúið margar merkar sýningar fyrir Dani er- lendis, þá hugmynd um ramm- ann að sýningunni, sem verður en hún og Sören Sasse arkitekt voru hér fyrir helgina til að undirbúa mikla kynn- ingarsýningu á verkum listamannsins Bertils Thorvaldsens, sem fyrirhuguð er á Kjarvalsstöðum á næsta ári. því tagi verið valdar úr á sýn- inguna á íslandi, svo sem myndin af Napoleon, Byron o.fl. Reynt verður að velja verk hans, að íslendingar geti fengið að kynnast sem flestum hliðum á þessum listamanni, sem átti íslenzkan föður og því rætur á íslandi. En listahæfileika erfði hann frá föður sínum eins og Eva Henschen sagði. Hér eru sem kunnugt er aðeins örfáar myndir eftir hann, skírnarfont- inn í Dómkirkjunni, sjálfs- myndin í Hljómskálagarðinum, Adonis-styttan og fáeinar svipmyndir í safninu. Ætti þetta því að verða einstætt tækifæri fyrir fólk — og þá ekki síst skólanema — til að kynnast þessum merka lista- manni. Kostnaður af slíkri sýningu er að sjálfsögðu mikill, trygg- ingar dýrar, en pakka þarf hverju verki fyrir sig í sérstaka kassa, áður en þau fara í gáma, að því er Sasse sagði. Margir leggja fram fé til að af sýning- unni geti orðið, Thorvaldsen- safnið og Kjarvalsstaðir standa að henni, ríkissjóðir Islands og Danmerkur leggja til fé og ýmsir sjóðir styrkja fyrirtækið, m.a. Norræni menningarsjóð- urinn. E.Pá. í Kjarvalssal, að láta hana bera sem mestan blæ af umhverfinu í Thorvaldsen-safni sjálfu. Hafa verkin í áttkantaðri um- gerð með réttum litum, grænu frá Hafnarárunum og þessum sérstaka okkurgula lit frá Róm- arárunum. Var hann hér að kynna þess- ar hugmyndir listráðunaut Kjarvalsstaða og þeim sem koma til með að sjá um sýning- una hér. Eva Henschen sagði að vak- andi áhugi væri nú á verkum þessa meistara í Höfn, sem safnfólkið merkti m.a. af því hve margir þeirra ungu lista- manna, sem mest hafa sig í frammi nú, eru farnir að leggja þangað leið sína og dvelja lengi við að skoða verk Thorvaldsens. Thorvaldsen-safnið var stofnað 1848. Fyrsta safnið í Evrópu sem opið var almenn- ingi, og var þá nýtískulegasta safnið. Mesti blómatími Bertils Thorvaldsens var frá 1798—1838. Þá allt í einu nær þessi dansk-íslenski listamaður til allra sem létu sig listir varða í Evrópu, allt frá Rússlandi og suður til Ítalíu og Frakklands. Öll stórmenni vildu láta hann gera af sér brjóstmynd. Og hafa nokkrar merkar myndir af Orar sótt í vínveiting- ar en menninguna I nýútkominni Árhók Reykjavíkur 1981 má sjá töflur um aðsókn að ýmsum menningarstofnunum, og hvernig sú aðsókn breytist frá ári til árs. Ef litið er á hókaútlán Borgarhókasafns fer tala útlána lækkandi, þótt hókaeign fari hækkandi. Á árinu 1980 námu útlán 958.748 bókum og hafði fækkað úr 962.355 frá árinu á undan, en lægst var talan á árinu 1978 953.122. Fram að því höfðu útlán alltaf farið yfir milljón frá 1974. Ef litið er á söfnin, þá fer aðsókn minnkandi á 2 af þremur söfnum, sem getið er. í Þjóðminjasafni hef- ur gestum fækkað úr 35.152 á árinu 1979 í 29.692 á árinu 1980. í Árbæjarsafni fækkaði gestum úr 10.194 á árinu 1979 í 7.087 á árinu 1980. En í Listasafni íslands hefur gestum fjölgað ár frá ári frá 1977 eftir að hafa hrapað frá árinu áður. Á árinu 1980 voru gestir Lista- safnsins 27.969, en voru 26.142 árið áður. Aðsókn að ÞJóðleikhúsinu minnkaði milli tveggja sl. ára úr 91.281 á árinu 1979 í 85.427 á árinu 1980. En aðsókn hjá Leikfélagi Reykjavíkur jókst úr 59.214 á árinu 1979 í 71.104 á árinu 1980. Sé litið til vínveitingastaðanna, þá er aðsókn ört vaxandi. Á árinu 1980 fór tala gesta vínveitingahúsa í Reykjavík yfir milljón en hafði verið rúm 990 þúsund árið áður og 954 þúsund 1978. Hefur gestum þar fjölgað jafnt og þétt undanfarin 15 ár úr 358 þúsund á árinu 1965.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.