Morgunblaðið - 10.12.1981, Síða 31

Morgunblaðið - 10.12.1981, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 31 Dagskrá á veg- um Amnesty International - á Kjarvalsstöðum Í KVÖLD kl. 20.30 heldur ís- landsdeild Amnesty International í tilefni Mannréttindadags Sam- einuðu þjóðanna almennan fund í fundarsal Kjarvalsstaða. A fund- inum verður, í samfelldri dagskrá, fjallað um mál manna sem horfið hafa, en grunur eða vissa er um að þeir hafi verið sviptir frelsi sínu af öryggislögreglu eða öðrum slík- um aðilum sem yfirvöld hljóta að bera ábyrgð á. Fundur þessi er lið- ur í alþjóðlegum aðgerðum Amn- esty International, sem ætlað er að vekja athygli á þeirri kerfis- bundnu aðferð sumra ríkisstjórna að láta fólk hverfa. Á dagskránni mun Sigrún Edda Björnsdóttir, leikkona m.a. lesa úr bréfum aðstandenda horfinna manna. Hljómlistarmenn undir forystu Duncan Campell (Daða Kolbeins- sonar) leika á milli þátta. Öllum er heimil þátttaka. (Fréttatilkynning) Háskóli íslands: Fyrirlestur um landflótta og lífskjör íslendinga STEFÁN Ólafsson lektor flytur opinberan fyrirlestur í boði fé- lagsvísindadeildar Háskóla ís- lands í dag, fimmtudag, í stofu 101, Lögbergi, kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist „Land- flótti og lífskjör íslendinga". Gerð verður grein fyrir einkennum bú- ferlaflutninga til og frá landinu síðustu áratugina og tengslum landflótta við skammtíma breyt- ingar á lífskjörum. Sérstaklega verður fjallað um möguleika ríkisstjórna til að hafa áhrif á þróun landflóttans. Fyrir- lesturinn er öllum opinn. Fólagsvísindadi'ild lláskóla íslands. Lögmannafélag Islands 70 ára LÖGMANNAFÉLAG íslands verður 70 ára á morgun, föstudag. Félagið var stofnað 11. des. 1911 pg hét þá Málflutningsmannafélag Islands. Fyrsti formaður þess var Eggert Claessen. Nafni félagsins var síðan breytt í Lögmannafélag Islands 15. des. 1944 í samræmi við lög um málflytjendur. Félagsmenn eru nú alls 252, þar af starfandi lögmenn um 160. Núverandi formaður félagsins er Helgi V. Jónsson hrl. og aðrir í stjórn nú eru Jóhann H. Níelsson hrl., Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., Svala Thorlacius hdl. og Ólaf- ur Axelsson hdl. (Frtilatilkynninj;) Jólatrén eru komin! m Nú eru jólatrén komin í Blómaval. llmandi, ekta jólatré, íslensk sem útlend með faliegu barri. Komið í Blómaval, heilsið upp á jóla- sveininn, gangið um jólatrésskóginn og veljið ykkur jólatré við bestu aðstæður innanhúss. Við eigum jólatré í þúsundatali. Rauðgreni, Normansþynur, fura. Einnig sjaldgæfari tegundir eins og Blágreni og Omorika. Allar gerðir og stærðir. Leggjum áherslu á góða þjónustu og ráðgjöf við val á jólatrjám. A i 1» -fc ) Ó K H LAÐAN*V L 1 1 -l X -L 11,1 MARKAÐS HÓStÐ LAUGAVEGI 39 Opið til kl. 10 í kvöld ALLAR NÝJU BÆKURNAR I^Þú^undir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.